Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. apríl 1960 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiisiiiuiiii! idur í Sii | yfiralla ímmmmmmimmmimmimmmi Ófriður var í Suður-Afríku yfir alla páskalielgina og' ekkert bendir til þess að Afríkumenn séu að guggna. Þvert á móti viröast þeir staðráðnir í aö halda barátt- unni áfram, enda þótt viö ofurefli sé að etja. Móðir Erics IÞíIa, Colette Peugeot, lieldur á honum í fangimi eftir að hann kom aftur til skila. Eitt gleggsta merki þess er að Þjóðþingsflokkur Afríkumanna, önnur þeirra tveggja samtaka sem stjórn Verwoerds hefur lýst í bann og talið hefur verið að vildu fara hægar í sakirnar en hin, boðaði á laugardaginn til allsherj arverkfalls Aíríkumanna í þessari viku. Tugþúsundum flugmiða með þessari áskorun var dreift um byggðir Afríku- manna í nánd við Jóhannesar- borg, Höfðaborg, Petoria, Durb- an og Port Elizabeth. Afríku- menn voru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér frá <$>- 30,000 lögreglumenn leita tveggja bamrœningja i jParís Á miðvikudaginn fyrir páska var litlum dreng, Eric Peugeot, sonarsyni eins kunnasta bílaframleiðanda Frakklands, Jean-Pierre Peugeot, rænt í París. Ræningj- crnir kröföust mikils lausnarfjár og faðir drengsins greiddi það, en drengurinn komst til skila. Lögreglan leitar nú ræningjanna. Erie litli, sem er fjögurra ára. var að leika sér ásamt sjö ára gömium bróður sínum og félaga þeirra á leikvelli einum í St. Cloud hverfi í París á miðviku- daginn, þegar bíll staðnæmdist rétt hjá. þeim og tveir menn liiupu að drengnum og höfðu harm á brott með sér í bílnum. Þeir skildu eftir seðil þar sem þeir kröfðust sem svarar 3,5 ■ milljónum króna í lausafé. Jafn- framt var varað vjð afleiðing- um þess að láta lögregluna leita þeirra. Greiddi lausnarféð Aðfaranótt föstudagsins fann na?turvörður Eric litla grátandi á göfu, ekki iangt frá heimili hans. Honum hafði ekki orðið meint af, og sagði sjálfur að mennjrnir hefðu verið góðir við sig. En íaðir hans, Roland Peugeot, hafði líka greitt lausnarféð. Iiann sagði á föstudaginn langa: — Ég taldi það vera einu leið- ina til að fá hann aftur á lífi. Ég iékk íyrirmæli um að fara með féð á vissan stað og gerði það. Þá var ekki annað eftjr en ?ð bíða. Ég varð að treysta ræn- ingjunum. . Hann bætti við að hann myndi standa við bað orð sem hann gaf rænir.gjunum að aðstoða lögregl- una ekki við leitina að þeim. Að sögn fór Peugeot með lausnarféð í skjalatösku á tii- tekinn stað í nágrenni Eigurboj- ans og skildi það þor cf.ir skömmu eftir að fresturi.m, se.ri ræningjarnir höfðu sett var, út-4 runninn. Lausnarféð var greitt með gömium seðlum. Menn þykj ast vita að Peugeot hafi ekki greitt alla þá upphæð sem ræn- ingjarnir höfðu krafizt, að hann hafi komizt að samningum við þá. 30.000 lögregiumenn leita ræningjanna Enda þótt Peugeot haíi staðið n við loforð sitt um að veita iög- reglunni engar upplýsingar sem leitt gætu til handtöku ræningj- anna, hefur hún hafið eina víð- tækustu leit sem nokkru sinni hefur verið gerð í Frakklandi að glæpamönnum. Um 30.000 lög- reglumenn taka þátt í lejtinni. Eric litli hefur sjálfur lítið getað hjálpað lögreglunni: — Þeir fóru ekki neitt langt með mig, sagði hann. Þeir fóru með mig í eitthvert hús þar sem ég fékk að horfa á sjónvarp. Þeir voru ekkert vondir við mig. Framhald á 10. síðu. því á mánudag fram á föstu- dag. Gagnráðstafanir Suðurafríska stjórnin gerði, sem vænta mátti, þegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að áskoruninni yrði hlýtt. Hvarvetna — á vinnustöðum, götum og torgum — mátti heyra vopnaða lögreglumenn hóta Afríkumönnum öllu illu ef þeir hlýddu áskoruninni. Og yfirmenn lögreglunnar fóru ekki dult með hvernig þeir myndu bregðast við verkfallinu. Lögreglustjórinn í Port Elizabeth sagði á laugardaginn: — Við munum ekkj hika andartak að beita vopnum okkar, ef svo býð- ur við að horfa. Hundru ðhandtekin Víða í Suður-Afríku urðu átök um páskana. Á páskadag réð- ust þannig lögreglusveitir, studd- ar herliði í skriðdrekum, inn í lUlllllllliMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHi I Þetta geröist | | í útlöndum um | | páskahelgina | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiinii bæinn East London og hand- tóku þar 400 Afríkumenn, eink- um þá sem haft höfðu sig í frammi í áróðrinum fyrir alls- her j arverkf allinu. Tjlgangurinn með verkfallinu er að knýja íram kröfur Afríku- manna. Nokkrar þær helztu eru: Afnám vegabréfaskyldu Afríku- manna, en hún var sett til að auðvelda lögreglunni að fram- fylgja lögunum um aðskilnað kynþáttanna. Hinum fjölmörgu leiðtogum Afríkumanna verði sleppt úr fangelsum og bannið við samtökum þeirra fellt úr gildi. Engin helgi lijá dómurum Enda þótt ráðamenn Suður- Afríku telji sig vel kristna, var lítið um helgidaga hjá þeim um þessa páska. Dómstólar höfðu nóg að starfa og kváðu upp þunga refsidóma yfir Afríku- mönnum sem staðnir höfðu ver- ið að því að brenna vegabréi! sín eða hvetja aðra til að gera það. Öll fangelsi landsins eru troðfull, en þó linnir ekki hand- tökum. í dýflissunum eru bæði meður með kornabörn, unglingar og öldungar. „Við erum staðráðnir“ Einn af þeim sem leiddir voru fyrir rétt á skírdag var leiðtogi Aíríska flokksins, hinn ungi há- skólakennari Mangaliso Sob- ukwe. Engan bilbug var á hon- Framhald á 10. síðu. Allt logar í óeirðum í Suður-Kóreu Rhees Miklar óeirðir urðu víða í Suður-Kóreu um pásk- ana. Margir menn féllu í viöureign vi'ö vopnaöa lög- reglu og her Syngmans Rhee, en hundruö manna voru handtekin. Róstusamt hefur verið í Suð- ur-Kóreu síðan í forsetakosn- ingunum í fyrra mánuði sem að sjálfsögðu lauk með miklum sigri Syngmans Rhee; lögregla hans hafði séð fyrir því. í siðustu viku urðu mestar ó- eirðir í haínarborginni Masan. Á þriðjudaginn fóru um 10.000 manns, að sögn einkum skóla- piltar og stúlkur, um götur borg- arinnar og mótmæltu ofbeldis- verkum lögreglunnar. Lögreglan skaut á mannfjöklann-, drap tvo og særði fjóra aðra, en tíu lög- reglumenn hlutu áverka, þ.á.m. sjálfur lögreglustjórinn. Sama dag urðu einnig óeirð- ir í bænum Taegu, 80 km fyrir norðan Masan, en þar handtók lögreglan 30 foringja andstæð- ingaflokks Syngmans Rhee. Sett var útgöngubann í Masan og öllum skólum í bænum lokað. Á annan í páskum kom svo til óeirða í sjálfri höfuðborginni, Seúl. Þúsundir námsmanna fóru um göturnar þar til að krefj- ast þess að leiðtogar félaga þeirra í Masan sem handteknir voru á dögunum yrðu látnir lausir. Öll umferð um borgina stöðvaðist í fjórar klukkustundir, en lögreglunni, tókst loks að dreifa manníjöldanum og’ enn fjölgaði hinum handteknu. Syngman Rhee kallaði ráð- herra sína saman á skyndifund til að ræða hið ískyggilega á- stand í landinu og eftir þann fund var tilkynnt að komizt hefði upp um samsæri um að stofna til innanlandsófriðar í landinu og steypa stjórninni af stóli. Það mætti því búast við íleiri handtökum næstu daga. Víðar ofsóknir en í Suður-Afríku Það eru víðar kynþáttaofsóknir en í Suður-Afríku. Myndin kér að ofan er tekin í bænum NasliviIIo !í Tennessee í Banda- líkjunum. Ungi maðurinn frems*t á myndinni er guðfræðistúd- cut við Vanderbilt-háskólann þar og heitir Herschel Wilson \ates. Á spjaldi því sem hann ber stendur: Við viljum jafn- rétói nú þegar. Eins og sjá má er hann koniinn að falli, mað- lirinn sem að baki homun stendur sló hann niður aftan frá,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.