Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. apríl 1S60 — ÞJÓÐVILJINN — (5 í formála sínum fyrír árs- skýrslu All’jóðalieiibrigðismála- stofnun&rinnar (WHO), sem nýlega var birt, segir fram- kvœnulastjórinn, dr. M.G. Casidau, að árið 1059 hafi ver- ið gott ár í starfi st)afnunar- innar. Heíur margt stuðlað að j ví, m.a minnkandi viðsjár í aiþjóðamálum og bætí efna- bagsástand, einlium í Evrópu. I árslok var sú skoðun al- menn meðal aðildarríkja WHO og annarra stofnana sem starfa á svipuðum vettvangi, að Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefði ekki aðeir.s bolmagn til að leysa þau verkefni sem henni voru á hendur falin, held- ur gæti hún einnig glímt við ýmis þau vandamál sem skap- a.zt hafa í seinni tíð og geta orðið afdrifarík fyrir félags- máiaþróun og efna-hags um heim allan. Ársskýrs’an, sem lögð verð- ur fyrir 13. þing stofnunar- innar í maí, flytur m.a. þær upplýsingar, að WHO hafi starfað í 144 löndum og land- svæðum árið 1859 og haft til meðferðar 532 verkefni. Stór hluti þiessara verkefna var bar- áttan við smitandi sjúkdóma, en þeir eru enn alvarlegasta heilbrigðisvandamál heimsins. Stofnunin hcfur m.a. skipu- lagt alþjóðlega herferð til að uppræta mýrarköldu. Árangur- inn í desember var þessi: 568 milljónir manna á svæðum, sem áður voru gróðrarstíur þessa SSr, ííasfefs Banda nú f London líreúar hafa nú loks neyðzt til að Iáta leiðtoga Njasalendinga, dr. Hastings Banda, úr fangelsi, en þar Iiafði hann setið i rúmt ár. Hann er nú koniinn til London þar sem hann starfaði árum saman sem læknir, j þetúa sinn í einkaerindum, en von hráðar er búizt við að liann setjist þar \ið samningaborðið ásamt fulltrúuin brezku s*íjórnarinnar um framtíð lands síns. sjúbióms, hafa verið vernd- aðar gegn honum, en unnið er að því að útrýma honum á svæðum þar sem 168 milljónir manna búa. Á árinu sem leið náði herferðin gegn mýrar- köldu yfir Inlland allt, en það er víðáttumesta mýrarköldu- svæði heimsins. Næst kemur Indónesía, og er nú verið að undirbúa herferðina þar. Á þriðja stærsta mýrarköldu- svæði heimsins, Pakistan, er einnig verið að undirbúa víð- tæka herferð, og í Brasilíu, sem er fjórða stærsta svæðið, er herferðin í fullum gangi. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn, 7. apríl, var helgaður barátt- unni gegn mýrarköldu. I ársskýrslu WHO er einnig gerð grein fyrir baráttunni við aðra smitandi sjúkdóma. Eft- irfarandi atriði eru m.a. nefnd. Berldar: Bólusetning gegn berklum hefur á síðustu 15 ár- um borið mjög gcðan árangur um heim allan, þannig að þessi sjúkdómur má nú heita hættu- laus, en þó er enn eftir að leysa ýmis vandamál í sam- bandi við framkvæmd barátt- unnar gegn berklum. Mænusótt: Ný og jákvæð reynsla hefur fengizt af notk- un bóluefnis sem hefur að geyma lifandi mænusóttar-vcir- ur í mildu formi og er tekið I inn um munninn. Á síðasta ári ítóku 17 ríki þátt í ráðstefnu um þetta nýja bóluefni í Wasliington. í árslok 1959 var búið að bólusetja rúmlega 12 milljónir manna með þessu efni í Sovétríkjunum, og er árang- urinn enn sem komið er sagð- ur góður. (Frá SÞ). HlébarSi skotinn við Eystrasalt Lettneskur veiðimaður skaut um daginn hlébarða í skógi ein- um á landamærum Lettlands og Eistlands. Hann ætlaði varla að trúa sínum eigin aug- um þegar hann sá hvað hann hafði lagt að velli, en síðar fékkst sú skýring að þarna myndi ihafa verið um að ræða hlébarða sem slapp úr dýra- garði í borginni Grodno í Hvíta-Rússlandi í fyrrasumar. Hér er mynd af frönsku telpunni Anne-Marie, sem við sögðum frá á öögunum. Hún hafði gleypt eitur, lijarta hennar hæt'li að slá, en læknum tókst að nudda líf í það atóur, en það stöðvaðist enn og fór ekki að slá al'tur fyrr en dæ't hafði verið í það adrenalíni, Og í þriðja sinn var lífi liennar bjargað þegar henni var forðað frá köfnun með uppskurði á barkanum. Þrettáiida og íjórtánda skáldn Þrettánda skákin í einvígi Bot- vinniks og Tals var teíld á skír- dag. Báðir keppendurnir sýndu nokkur þreytumerki og áhori- endum til mikilla vonbrigða sömdu þeir jafntefli eftir aðeins 16 leiki og höfðu þá ekki teflt nema í klukkustund. Tal lék hvítu mönnunum og fer skákin hér á eftir með skýringum Stáhlbergs: 1. c4 c5, 2. Rf3 Rf6. 3. g3 b6, 4. Bg2 Bb7, 5. 0—0 .g6, 6. d4 cxd4, 7. Dxd4 Bg7, 8. Rc3 Rc6, 9. Dh4. — Tal hefur ekki sýnt hugmyndaauðgi sína í opnuninni og Botvinnik hefur nú þægilega stöðu. 9. — h6! Hótar g5. 10. Rd5 e6, Leiðir til jafnteflislegrar stöðu. Meiri tækifæri gaf 10. — Ra5 og 10. — g5 kom einnig til greinn. 11. Rxf6t Dxf6, 12. DxfS Bxf", 13. Ilbl Ra5, 14. b3 Be4, 15. Bt:l Bxb2. 16. Hxb2 jaftefli. Á laugardag. ótti að tefla 14. skákina í einvíginu en henni var þá frestað vegna veikinda Tals og ekki tefld fyrr en í gæ". Tefld var óregluleg byriun og í 10. leik urðu uppskipti á drottn- ingum og síðan á fleiri mönnum. í- 20. leik bauð Tal jafntefli, en Botvinnik hafnaði. En fimm leikjum síðar bauð hann sjálfur jafntefli, sem Tal þáði. Staðan eftir 14 skákir af 24 er þá Tal 8 vinninga, Botvinnik 6. Tólfta skákin verður væntan- lega birt í blaðinu á morgun. mmimiiiiiimimiiiimiimimmiiiimmMiiimiiiiimiiiiiiHiiiiiii]imiiiiiMiiiiiiiimmiiiiiiiiiimmiiimiiimiiimiiiimmmiiimiE:iiiimimiiimiii!iiiiiiifiEiimiiiiimiiiiiiiimmiiiimim;mi!m[i! Hlustað eftir merkjum frá vitsmunaverum úti í geimnum Rétt fyrir páska var tekinn í notkun í Green Bank í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum risastór radíókíkir. | Honum verður beint að tveim stjörnum í Vetrarbraut-1 inni sem báðum svipar til sólarinnar okkar. Þær heita | Tau Ceti og Epsilon Eridani, og eru 11 ljósár frá jörðinni. j Tilgangurinn er sá að komast að því hvort vitsmuna- verur búi á reikistjörnum sem séu umhverfis þessar sólir. Allar líkur eru taldar á því að sólkerfi okkar sé ekkert ein. stakt fyrirbæri 'i alheiminum, heldur séu bara 'í dkkar eigin Vetrarbraut óhemju fjöldi slíkra kerfa og því meira en sennilegt að í mörgum þeirra séu plánetur þar sem öll skil- yrði séu fyrir iþróun lífs sem að einhverju leyti svipar til lífsins á jörðinni. Það má því búast við að víða út í geimn- um séu vitSmunaverur sem sumar hverjar kunna að vera komnar eins langt og lengra ,en við í þróun vísinda og tækni I og því ekki óhugsanlegt að þær hafi fyrir löngu uppgötvað að jhér á jörðinni kunni að vera lifandi verur sem þær vildu komast í samband við. Bandarísku vísindamennimir sem stjórna þessum athugun- um, dr. Drake og prófessor Morrison við Cornell-háskóla, eru sannfærðir um að fyrr eða síðar muni þeir komast í sam- band við vitsmunaverur á öðr- um hnöttum. — Við getum að sjálfsögðu ekki hafið neinar viðræður við þær svona þegar í stað, sagði prófessor Morrison í viðtali við brezka blaðamenn ekki alls fyrir löngu þegar hann var staddur í London til viðræðna við hrezka starfsbræður sína. Það er sennilegt að radíó- merkjunum verði breytt í myndir með matematískum að- ferðum, og úr myndunum verði svo smám saman búið til mál sem báðir skilja. Þetta ætti ekki að reynast sérlega erfitt. Það má senda radíómerki eftir vissum stærðfræðilegum reglum og með þeim búa til myndir og hugtök. Sjónvarp er sem önnur fjarskipti í raun réttri ekki annað en stærðfræði sem breytt hefur verið í myndir. Radíókíkirinn í Green Bank er um 25 metrar í þvermál og merlci sem send eru frá hon- um geta náð 8,5 Ijósár út I geiminn. Hins vegar getur hann tekið við merkjum sem komin eru lengra að, eins og t.d. þeim tveim sólum, eða sól- kerfum, sem honum er nú beint að. En þegar á þessu ári verð- ur miklu stærri radíó'kíkir tek- inn í notkun í Vestur-Virgin- íu, en hann verður um 200 metrar í þvermál. Aðrir sb'kir radíókíkjar eru í smíðum í Sov. étríkjunum, og ekki er ósenni- legt að þeim verði falin svip- uð verkefni. Með 200 metra kíkinum verð- ur hægt að hlera eftir radíó- merkjum sem 'komin eru 60 ljósára fjarlægð utan úr geimn- um. Það gefur að skilja að eftir því sem vegalengdin verð- Ur meiri því erfiðara verður að koma á sambandi við þæv vitsmunaverur sem kunna pð búa í geimnum, því að rad’ó- merkin fara með ljóshraða. Ef þannig mætti takast að finna vitsmunaverur í nágrenri þeirra tveggja sólna sem nú er hlustað á, en þær ern til- tölulega mjög nærri okkur, myndi h'ða upp undir aldar- fiórðunaur þar til þær hefðu tekið við svarskeyti frá jöro- inni. Vísindamenmrnir setia þá ekki þessa erfiðleika f,,rrir sT, enda nægnr tími að brióta hei’- ann um bá. Hitt er meira a+- riði að rannsóknir þeirre sýna betur en flest annað hversu gersamlega öllum fyrri hug- myndum manna um heiminn. tilveruna og lífið hefur verið kollvarpað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.