Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN —■ <7 Tíu ár í tölum I dag eru liðin rétt 10 ár síðan Þjóðleikhúsið tók til starfa; þennan dag, 20. apríl 1950, var fyrsta leiksýningin og kaus leikhúsið að sýna „Nýársnóttina“ á þeirri há- tíðarstund og heiðra með því minningu höfundarins, Ind- riða Einarssonar, brautryðj- anda íslenzkra leikmennta. Eftir þessa frumraun Þjóð- leikhússins fylgdu önnur verkefni, fyrst „Fjalla-Ey- vindur“ eftir Jóhann Sigur- jónsson og ,,íslandsklukkan“ eftir Halldór Kiljan Laxness, síðan hvert leikritið af öðru. „1 Skálholti“, leikrit Guð- mundar Kamban, sem tekið hefur verið til sýningar í til- efni 10 ára afmælislns og frumsýnt verður í kvöld, er 118. verkefni leikhússins. Þessar upplýsingar og þær sem fara hér á eftir, veitti Klemenz Jónsson, þegar fréttamaður Þjóðviljans leit inn til hans dag einn fyrir páskana. Klemenz liefur á undanförnum árum verið sá af starfsmönnum Þjóðleikhúss- ins, sem við blaðamenn höfum haft mest samskipti við — hann hefur með höndum starf blaðafulltrúa leikhússins — og þó að annir séu óvenjulega miklar vegna undirbúnings afmælishátíðarhaldanna, sýn- inga og tónleika, gefur hann sér tíma til að tylla sér fá- einar mínútur og svo romsar hann upp allskyns tölum, sem gefa nokkra hugmynd um starf Þjóðleikhússins í ára- tug. Af 118 verkefnum leikhúss- ins frá upphafi ‘hafa leikrit verið 85 talsins, söngleikir, þ.e. óperur og óperettur, 13 og ballettar 6. Erlendir gesta- leikir á þessum árum eru orðnir 14 og er þar um að ræða bæði sýningar leikrita, balletta — eða danssýningar og óperettusýningar. Fjórða hvert leikrit, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt fyrsta starfstímabilið er ís- lenzkt. Af þessum 22 íslenzku leikritum sem tekin hafa ver- ið til sýninga í leikhúsinu eru 5 gaman- eða gleðileikir; þá hefur leikhúsið sýnt 35 er- lend dramatísk verk eða klassiska leiki og 29 útlenda gamanleiki. i Sýningar Þjóðleikhússins til þessa eru orðnar 2130, 2131. leiksýningin verður í kvöld. I þessari tölu eru taldar með allar sýningar leikhússins, einnig þrjár sýningar þess er- lendis á „Gullna hliðinu" eft- ir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Tvær þessara síð- asttö’.du sýninga voru í Kaup- mannahöfn og ein í Osló. Eins og kunnugt er hefur Þjóðleikhús’ð farið í leikferð- ir út um land á undanfömum árum og sýnt á langflestum eða öllum þeim leiksviðum hér á landi, sem nothæf mega teljast til meiriháttar leik- sýninga. Eru sýningar leik- hússins utan Reykjavíkur nú orðnar samtals 155. 973.453 Á 10 árum, frá 20. apríl 1950 fram á þennan dag, hafa leikhússgestir verið tæp millj- ón talsins eða alls 973.453. Af þessum fjölda hafa nær 35 þúsundir séð leiksýningar Þjóðleikhússins utan Reykja- víkur og sýningarnar þrjár í Kaupmannahöfn og Osló sáu um 1500 áhorfendur. Flugfélögin eru vön að reikna út sætanýtingu í far- kostum sínum, þ.e. hlutfalls- tölu þeirra sæta sem setin eru til jafnaðar í hverri ferð. Við Þjóðviljamenn reiknuðum einn sunnudag í fyrrahaust út sætanýtingu í kirkjum og messusölum bæjarins — og fengum út æði lágar tölur, lægri en margir hefðu að óreyrdu búizt við. Sætanýt- ing Þjóðleikhússins er hins- vegar að hlutfallstölu mun hærri en ýmsir munu halda eða um 70%, að því okkur er tjáð, þ.e. sjö af hverjum tíu sætum leikhússins hafa verið setin til jafnaðar á hverri leiksýningu fyrstu 10 starfsárin. Mun þetta vera allmiklu hagstæðara hlutfall en hjá leikhúsum á Norður- löndum; þar hefur sætanýt- ingin verið um 50-60% að jafnaði. 35.600.000 Frá upphafi til þessa. dags hafa komið inn fyrir selda aðgöngumiða Þjóðleikhússins samtals 35 milljónir og 600 þúsundir króna. Ekki hafa þessar tekjur né aðrar hrokk- ið fyrir öllum kostnaði í sam- bandi við starfsemi leikhúss- ins, en hallinn á rekstrinum mun þó hafa orð:ð mun minni en margir kynnu að ætla. Og bæta má því v:ð að hagstæð- astur varð rekstur leikhúss- ins á síðasta starfsári, að sögn leikhúsmanna. Áfram skal haldið töluþul- unni og er þess þá að geta að 11 erlendir leikstjórar og hljómsveitarstjórar hafa starfað við Þjóðleikhúsið þennan fyrsta starfsáratug. Má meðal þeirra nefna þá Rott prófessor og Walter Firner frá Vínarborg, Walter Hudd frá London, Sven Áge Larsen o.fl. Starfslið Starfsfólk Þjóðleikhússíns á föstum mánaðarlaunum er 50 talsins, en fastráðnir til kvöldstarfa eru 35 karlar og Að tjaldabaki í Þjóðleikhúsinu: Neðst til vinstri sjást þrir þeirra sem vinna i smíðastofu leikhússins og er Kristinn Priðfinnsson, iezti starfsmaður Þjóðloikhússins. lengst til vinstri á myndinni. Á litlu myndinni þar fyrir ofan sést Eemenz Jónsson a.thuga svið- búnað, Bjarni Stefánsson að baki honum. Á myndinni hér við hliðina situr Guðni Bjarna- son leiksviðsstjóri og hefur fyrir fráman sig módel af sviðinu í Rigoletto. Á ann- arri tveggja dálki myndinni neðst til hægri sést Torfhi d- ur Baldvinsdóttir greiða hár Bryndisar Pétursdóttur leik- konu; á hinni myndinni hefur Nanna Magnússon, forstöð.u- kona saumastofu Þjóðleikhúss- ins. smeygt prestakraga á Miagnús Pálsson, leiktjaldamál- ara, en saumakonurnar hafa orðið að ganga frá mörgum slíkum krögum fyrir sýning- una 'ó leikriti Kambans „I Skálhoiti". konur, þannig að segja má að fastir starfsmenn leikhússins séu 85. Elzti starfsmaður Þjóðleik-' hússins er Kristinn Frlðfinns- s:>n,. sem vinnur í smíðastof- unni. Á Kristinn orðið að baki langan starfsaldur við leik- húsin — og ætíð að tjalda- baki. Hann starfaði hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Iðnó á. fjórða áratug, frá árinu 1918 t'l ’ 1949, en hefur verið í þjónustu Þjóðleikhússins allt frá því það tók til starfa. Leikarar við Þjóðleikhúsið á svonefriium A-samningi eru nú 16 en 4 á B-samning:. Á C-samningi (ráðnir í einstök hlutverk) eru 15. Þjóðleikhúsið hefur rekið leiklistarskóla. Skólastjóri leiklistarskólans er þjcðleik- hússtjóri, Guðlaugur Rósin- kranz, en Er’k Bidsted, h’nn snjalli danski ballettme'.stari, hefur ve:tt listdansskólanum forstöðu frá upphafi. Nemend- ur leiklistarskóla Þjóð’eik- hússins eru nú 10, en 200 liafa stundað nám við list- dansskólann í vetur. Nú mun vafalaust einhverj- um leika hugur á að fá vitn- eskju um bezt sóttu og verst sóttu le'krit Þjóðleikhússins Framhald á' 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.