Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagiir 20. apríl 1960 VILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurínn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafssón. Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Stefna íslands r.c 'ILiforgunblaðið birtir á akírdag stutta forustu- grein um landhelgismálið og kemst þar að hárréttum niðurstöðum. Blaðið segir: „Margir telja líklegast að engin tillaga muni . . . ná sam- þykki með 2/3 hluta atkvæða. Eins og komið er virðist það einnig hagstæðast jyrir íslendinga, sem eiga allra þjóða mest undir því komið að horfið verði frá rányrkju og nýlendustefnu lið- ins tíma á sviði fiskveiðanna. . . íslendingar munu aldrei gefast upp fyrir yfirgangi og ofbeld- isaðgerðum Breta. Um það áform stendur öll þjóðin sameinuð sem éinn maður“. Þarna kemur fram kjarni málsins. Fyrst ekki eru vonir til að fá samþykkta tillögu sem tryggir óskoraðan rétt til 12 mílna fiákveiðilögsögu ber okkur að reyna að koma í veg fyrir að nokkur önnur tillaga, sem skemmra gengur, hljóti samþykki. Og okkur ber jafnframt að lýsa yfir því að við munum aldrei hvika frá þeim rétti sem við höfum þegar tryggt okkur í framkvæmd, hvorki semja um hann né heimila öðrum þjóðum að fjalla um hann, við munum aldrei gefast upp fyrir yfir- gangi andstæðinga okkar í hvaða mynd sem hann birtist. t3i UB E IEd úd ii-li .•C3. m Htíi CJI • i w?! J* ÍSrr n jafnframt því sem þessi skýra og rétta af- staða er túlkuð í forustugrein Morgunblaðs- ins, birtist þar á forsíðu viðtal við Bjarna Bene- diktsson ráðherra. Reynir ráðherrann þar að færa rök að bví að vel geti komið til mála að íslend- ingar flytji breytingartillögu við tillögu Ðanda- ríkjanna og Kanada þess efnis að akvæðið um „sögulega réttinn“ skuti þó ekki ná til íslands. Allur er málflutningur ráðherrans mjög vand- ræðalegur og ósamkvæmur, enda fer það að vonum. Hann viðurkennir að bræðingstillag- an sé okkur fjandsamleg. Okkur ber því um- fram allt að reyna að kom-a í veg fyrir að hún nái löglegu samþykki. En með því að flytja við hana breytingartillögu erum við að reyna að stuðla að því að hún verði samþykkt. Við erum meira að segja að lýsa yfir því að við getum greitt atkvæði með henni, ef við einir fáum undanþágu frá „sögulegum rétti“. Við værum sem sé að kalla yfir ökkur alþjóðasamþykkt sem er mjög andstæð hagsmunum okkar, ef okkur yrði aðeins skömmtuð sérstaða innan 12 mílna, á svæði sem við höfum þegar tryggt okkur full pl yfirráð yfir með sigursælli baráttu. gjjj Jafnframt því sem við værum að kalla yfir pd okkur slíka alþjóðasamþykkt, værum við að. svíkja allar þær þjóðir sem hafa stutt okkur í i~jl landhelgismálinu og gert okkur kleiít iað berj- ast til sigurs. Við værum að samþykkja að níðzt yrði á rétti bekra, aðeins ef við fengjum undan- básu. Með slíkri framkomu værum við að flekka heiður okkar og brjóta niður þá samstöðu sem ,«• <-*, verið hefur okkur dýrmætust og enn kann að reynast okkur dýrmæt er lengra verður sótt í landhelgisbaráttunni. Vonandi verður hin ósæmilega afstaða Guð- Ss: mundar I. Giuðmundssonar og Bjarna Bene- liktssonar ekki skjalfest. sem stefna Islands á íttjj ráðstefnunni í Genf, heldur þær hreinu og af- dráttarlausu dkoðanir sem fluttar voru í for- *“j! ustugrein Morgunblaðsins á skírdag. — m. 3» Ittí Kt; i i‘ii 3IH £ii id-S; ES3 ss jir Sx ■ctt Þjóðleikhúsið íslenzka er tíu ára í daf?. Það tók rúm tuttugu ár að reisa hina veglegu bygg- ingu -— sumir unnendur leik- listarinnar höfðu jafnvel gefið upp alla von um að hin lang'- þráða stofnun tæki nokkru sinni til starfa. Vígslustundin rann upp að lokum þrátt fyrir allt, mikil hátíð, skrautleg og íburðarmikil um skör íram: þar voru að sjálfsögðu fluttar stór- ar árnaðaróskir, mikil heit strengd og fögur orð mælt, og rétt og skvlt að minnast sumra þeirra á þessari hátíðarstundu. ,,Opnun Þjóðleikhússins er án efa einn merkasti atburður í menningarlífi voru íslendinga“, mælti Guðlaugur Rósinkranz meðal annars, forstjóri leik- hússins fram á þennan dag, umdeildur maður, gæddur miklu viljabreki, óbilandi á- huga. Og í ræðu formanns leik- hússráðs, Vilhjálms Þ. Gísla- sonar standa þessi orð ásamt öðrum: „Þjóðleikhúsið á að verða musteri íslenzkrar tungu í bundnu og óbundnu máli“. Heiti þetta er frægt orðið, enda mælti menntamálaráðherrann Björn Ólafsson á sömu leið á hinu eftirminnilega vígslu- kvöldi: „Þetta hús á í fram- tíðinni að vera musteri ís- lenzkrar tungu“. ..Bjartsýni, hugrekki, holgæði og snilli hafa byggt þetta hús“ gefur einnig að lesa í ávarpi ráðherrans. Fegurst og snjallast komst þó þjóðskáldið Tómas Guðmunds- son að orði, og munu leikgest- ir geyma ,.Forljóð“ hans í þakk- látu minni, en hann sæmdi brautryðjandann Indriða Ein- arsson meðal annars þessum orðum: „En bér brann ævilangt sú trú í taugum / að þjóð sem hafnar heimsins list er dæmd / til hels og þagnar, dæmd frá tign og sæmd“. Að tíu árum liðnum mun flestum gestum Þjóðleikhússins ein spurning efst í huga: Hef- ur hin virðulega stofnun efnt heit sin, staðið við loforð sín, eða hefur hún valdið vonbrigð- um? Það er mér auðvitað full- komin ofraun að svara þeirr; spurningu — gestir leikhúss- ins eru ærið margir orðnir, og álit þeirra og skoðanir eins margvíslegar og ólíkar og þeir sjálfir. Ég veit bað vel að þeir munu ekki ófáir sem allt frá úppháfi hefur þótt harla l.'tið til leikhússins koma, og jafn- vel gengið móðgaðir og gram- ir í skani af hverri sýningu að h«it.a má, fólk sem telur sig gáfað Og viðsýnt framar öðr- um, heimsborgaralegt og „high- brow“, en man hvorki né skil- ur æsku íslenzkrar leiklistar, fátækt og fámenni þjóðarinnar og erfiða baráttu — með því fólki hef ég enga samúð. Sem betur fer munu hinir miklu fleiri sem kunna rétt að meta mikið og margháttað starf Ieik- hússins í’tíu ár, bakka því lif- andi list og góða skemmtun. Að sjálfsögðu hefur margt mátt að starfsemi leikhússins finna, enda við margvíslega örð- ugleika að etja. Ýmsar sýningar hafa tekizt miður en skyldi vegna skorts hæfra leikenda eða leikstjóra, og stundum hef- ur leikhúsið ekki vandað svo til þýðinga erlendra leikrita sem búast mætt.i við af must- eri islenzkrar tungu. Sjálfu leikritavalinu hefur líka verið ábótavant á stundum, sýnd hafa verið lítilmótleg verk og lítt vænleg til þroská, verk sem hvorki hafa reynzt leikendum né áhorfendum til gagns eða gleði. Stöku sinnum hefur leik- húsið ráðizt í stærri verkefni en það gat við ráðið, og beðið ósigur, en ekkert er eðlilegra og sjálfsagðara: enginn verður óbarinn biskup. Sigrarnir eru líka orðnir margir, og þeirra er okkur ljúfast að minnast á þessari stundu. Flutt hafa ver- ið sígild verk og nýtízk með miklum myndarbrag, og stór- Eftir Ásgeir Hjartarson um fleiri en hér verða talin, og skulu þó nokkrar eftirminni- legar sýningar nefndar og fyrst þeirra ,,fslandsklukkan“, þriðja vígslusýning leikhússins er reyndist því verðug prófraun og íslenzkri leiklist ærinn sómi. Nokkur sigild verk er- lend verður að nefna: „Heilaga Jóhönnu", „Villiöndina“, „Jóns- messudraum“ og „Föðurinn“, og sýningar ýmissa nútímaleikrita geymum við líka í föstu minni, á meðal þeirra þrjú af verkum Arthurs Millers, „Dagbók Önnu Frank“ og „Horfðu reiður um öxl“ og eru þó fá talin. Það sem framar öllu öðru hefur háð starfi leikhússins unga er skortur nýrra íslenzkra leikrita — skortur sem er til- finnanlegri og sárari en orð fá lýst, því fullum þroska nær leiklistin aldrei nema hún fái að glíma við inn-lend viðíangs- efni. Það var trú margra og von að Þjóðleikhúsið yrði afl- vaki og lyftistöng leikritunar á landi hér, og það hefur vissu- lega ekki brugðizt skyldu sinni,. heldur varið ærnu íé og mik- illi fyrirhöfn til sýninga nýrra íslenzkra verka, en allt of mörg þeirra reynzt andvana færld og ekki leikhæf að minum dómi; enn verðum við að vona og bíða. Leikskóla hefur stofnun- in starfrækt allt frá uþphafí. og brautskráð marga ungá leik- endur og reynt að koma þeim til þroska; það er ekki leik- húsinu að kenna þó okkur þyki stundum of fátt ungra og: efnilegra leikenda. Þjóðleikhúsið er vegleg bygg- ing á okkar mælikvarða og: samboðið höfuðstað landsins., smíði þess markar á vissan hátt tímamót í sögu íslenzkra lista. Söngleiki og leikdansa var í raun og veru ógerningur að; sýna hér á landi áður en hús- ið var reist, og erlendum leikgestum vart bjóðandi í hin eldri salark.ynni. Ég: vil færa stjórn leikhússins sér- stakar þakkir fyrir áhuga. þann sem hún hefur jafnan sýnt ballettinum. hinni yndis- legu listgrein, það brautryðj- endastarf mun áreiðanlega hátt metið er tímar líða. Ég flyt Þjóðleikhúsinu. lista- mönnum þess, stjórn og starís- liði miklar þakkir og hlýjar árnaðaróskir á þessum hátíðis- degi, og leyfi mér að lokum að vitna í litla grefn sem ég rit- aði um vígslu þess fyrir tíu árum: „Leikhúsið á íramar öllu. að vera skuggsjá aldarfarsins. eins og Hamlet komst að orði,. það á að vera framvörður menningarinnar, túlkur hug- sjóna, boðberi mikilvægra sanninda. Þar eiga að hljóma kröfur um íélagslegt réttlæti. þar á að svipa grímunni af hræsni, ranglæti, kúgun, hind- urvitnum og lífslygi. Og þar eigum við að kynnast mannleg- um sorgum og gleði, ástríðum, dáðum og draumum, og þó framar öllu okkur sjálfum, og ganga þaðan víðsýnni og djarf- ari en áður“. Á. Hj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.