Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Blaðsíða 12
nr i ■ ■ ■ Hin árlega páskaganga sem andstæðingar kjarnorku- a 33Ksl^3I1^3Íl ItllKlð “yígbúnaðar og eldflaugastöðva á Bretlandi fóru nú S þriðja sinn frá kjarnorkuverinu Aldermaston »til Trafalgartorgs í Lundúnum, 80 km leið, var miklum mun fjölmennari í ár en áður. Talið er að upp undir 20.000 manns hafi verið i göngunni, þegar liún var fjölmennust, o.g á anuað hundrað þúsund manna tóku þátt I útifund- inum sem lialdinn var á Trafalgai»torgi að hemi lokinni. — Myndin er tekin þegar gangan lagði af stað frá Aldermaston á föstudaginn Ianga. Stórvárkjanir og stóriðja er mesta einahagsmál þjóðarinnai Eigum v/3 kosf á sfórlánum erlendis me3 lágum vöxfum fil jbeirra framkvœmdo? íslendingar eiga að virkja sjálfir hina gífurlegu orku íiem býr x fallvötnum landsins, eftir áætlun sem líka fjallar um stóriðju er byggð sé á orkunni, og sé eign ís- lendinga og í þeirra þjónustu, sagði Einar Olgeirsson á þingfundi í gær. Þetta geta íslendingar nú vegna þess að þeir ættu að geta fengið stórlán erlendis til slíkra framkvæmda með 2—3% vöxtum og þeim kjörum að borga öll lánin með Iramleiöslu hinnar nýju stóriðju. menn, ættu í raun þá stóriðju er upp kæmi. Við ættum að úti- loka frá byrjun þann mögu- leika að láta erlent auðvald ná Framhald á 3. síðu Maður drukkn- þfómfiLiiNN Miðvikudagur 20. apríl 1960 — 25. árgangur — 89. tölublað Fyrsta íslenzka stúllvan sem leikur í kvikmynd erlendis Ungfrú Ragnheiður Jónas- dóttir, dóttir Jónasar Sveins- sonar læknis, hefur fengið til- boð frá ensku kvikmyndafé- lagi, Border films, að leika að- alkvenhlutverkið í mynd, sem nefnist The Clock Stmck Three (Klukkan sló þrjú). Kvik- myndatakan hefst 28. þessa mánaðar og fer Ragnheiður utan n.k. mánudag. í viðtali við fréttamenn í gær, sagði Ragnheiður, að hún hefði nú þegar leikið í fjórum upplýsinga- og kjmningarkvik- myndum. Hún hefur fengið til- boð frá fleiri kvikmyndafyrir- tækjum, t.d. King brothers, til fleiri ára, en hún kvaðst ekki hafa áhuga á slíkum tilboðum, þar sem þau væru svo bind- andi; fólk sem tæki slíkum til- boðum væri ekki sjálfu sér ráðandi. Ragnheiður er efins í að hún haldi lengra út á lista- brautina, segist kunna bezt við sig hér heima á íslanidi. Ragnheiður hefur kynnzt mörgu kunnu listafólki ytra, Framhald á 2. síðu. Radíóviti í Hafnarfirði brýn öryggisráðstöfun Á fundi sameinaðs þings i gær sýndi Einar Olgeirsson enn einu sinni fram á nauðsyn þess' að Islendingar virkjuðu fall-1 vötn sín og koma upp íslenzkri stóriðju sem meginstofni í á- ætlunarbúskap þjóðarinnar. Til umræðu var þingsályktunartil- laga Framsóknarþingmanna um fullnaðaráætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og um at- liugun framleiðslumöguleika i sambandi við virkjunina. Málið tafið á annan áratng. Einar taldi að rétt mundi að taka fleiri fallvötn landsins, og þá fyrst og fremst Þjórsá, með I slí'ka fullnaðaráætlun, og myndi hann flytja um það breytingartillögu En hann fagnaði því að flutningsmenn tengdu nú saman hugmynd um stórvirkjun og stóriðju. I 15 ár hefði hann flutt á Alþingi til- lögur um áætlanir um þetta ■tvennt samtengt, án þess að það hefði fengið hljómgrunn, og hefði verið gerð hver skyssan af annarri vegna þess að framkvæmd að virkjunum og stórverksmiðjum var ekki samtengd sem þættir í sömu á- ætlun. fflteætar íslendingum kemískur iðnaður? í alllöngu máli ræddi Einar helztu hugmyndir um stóriðju er komið yrði upp í tengslum við stórviricjanir íslenzkra fall- vatna. Ýmsa ókosti taldi hann & alúmíníum framleiðslu. sem allmikið hefði verið um rætt, ekki sízt ofurvald nokkurra auðhringa á hráefnum og örar verðsveiflur á framleiðslunni. Hins vegar taldi hann að mjög kæmi til greina kemískur iðnað- u r, einnig úr innfluttu hrá- efni, svo sem olíu, og benti á ýmsa kosti sl'íkrar framleiðslu fyrir fslendinga. Orltuverin og stóriðjan íslenzk eign, En aðalatriði væri það að ís- lenzka ríkið ætti sjálft orkuver. in og það, eða a.m.k. íslenzkir ar í höfninni í fyrrinótt féll skipvcr.ji af togaranum Karlsefni, er lá við Ingólfsgarð, í höfnina og drukkn- aði. Maðurinn, scm hét Bragi Marteinn Jónson, og átti lieima liér í bænum, var 33 ára að aldri og ókvæntur. Síðast fréttist til ferða Braga um kl. 4 um nótt- ina, en þá fór hann í land og sást labba upp bryggjuna og er ekki meira vitað um fcrðir hans, en um kl. 8 í gærmorgun fannst lík hans í höfninni. Innsigling til Hafnarfjarðar og fyrir Garðskaga yrði mikl- mn mun auðveldari og lia'ítu- minni, ef settur væri upp i Hafnarfirði radíóstefnuviti. Geir Gunnarsson færði ljós o,g skýr rök að því máli j fram- söguræðu fyrir þingsályktunar- tillögu sinni um að Alþingi feli ríkiss.*tjórninni að láta hið f.vrsta setja upp slíkan vita. Matthías Mathiesen tók al- veg undir rök Geirs í málinu og taldi óskiljanlegan drátt hafa orðið á úrbótum í þessu efni Boðið upp á bílífi Þorbjörn Jóhannesson kjöt- kaupmaður er einn þeirra lán- sömu manna sem spara stórfé á breytingunni á skattalögun- um. Á síðasta ári greiddi hann kr. 49.277 í tekjuskatt, en það jafngilti því að skattsk.vldar tekjur hans hefðu numið kr. 211.450. Samkvæmt hinum nýju tekjuskattslögum á hann að greiða kr. 31.507. Lækkun; kr. 17.770. Það er ekki ónýtt að fá af- henta með einfaldri lagasetn- ingu upphæð sem svarar kaupi verkamanns í fjóra mánuði, en þó fær Þorbjörn mun myndar- legri eftirgjöf í útsvari, sam- kvæmt hinum riýju ákvæðum Þorbjörn i Borg i ngildrunni" sem heimila honum að draga greitt útsvar fró tekjum. Hann greiddi í fyrra kr. 89.000 í út- svar, en samkvæmt hinum nýju ákvæðum verður það nú lækk- að um 30% — eða kr. 26.700. Alls fær Þorbjörn þannig af- henta upphæð sem nemur kr. 44.470, eða nærri því árskaupi verkamanns. Alþýðublaðið gefur þá skýr- ingu á þessari lagasetningu að nauðsynlegt sé að draga úr sköttum á hátekjumönnum, svo að þeir hafi efni á að festa sig í þeirri ,,gildru“ að kaupa þeim mun meira af hátollavörum og veita sér meiri munað. Vonandi leggst þó Þorbjörn Jóhannes- son ekki i svo mikið bílífi að kirkjubyggingaáhugi hans, dýravinátta og skotl'imi bíði hnekki. Geir benti á að innsiglingar- vitinn i Hafnarfirði væri orð- inn gagnslítill vegna þess hve að honum væri þrengt af hús- um svo erfitt sé að greina ljós hans frá öðrum. Væri það einróma álit sjó- manna að æskilegt sé að í Hafnarfirði væri radíóstefnu- viti, sem gæfi ákveðið hljóð- merki í innsiglingarstefnu til Hafnarfjarðar, en önnur m.erki til beggja hliða við rétta stefnu. Hljóðmerki þessi mundu heyrast í venjulegum útvarpstækjum Innsiglingarstefnan í Hafnar- fjörð er bein og 'kró'kalaus, og gæti radíóstefnuviti því bætt úr annmörkum gamla ljósvitans. En auk þess hagar svo til, að sé innsiglingarstefnan til Hafn- arfjarðar framlengd út Faxa- flóa, nemur hún laust við Garðskaga. Yrði því radíó- stefnuvitinn jafnframt til mik- ils öryggis skipum sem sigla fyrir Garðskaga, þar sem stjórnendur þeirra gætu í dimmviðri stuðzt við hljóð- hans. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur einróma skorað á Alþingi að samþykkja þingsályktunar- tillögu Geirs Gunnarssonar. Lagði flutningsmaður og einnig Matthías Mathiesen áherzlu á að hún yrði afgreidd á þessu þingi. Tillögunni var vísað til fjár- veitinganefndar með samhljóða atkvæðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.