Þjóðviljinn - 01.05.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Á vinnustöðum, heimilum, s-trœtisvögnum og jafvel götum úti má heyra fólk rœða um hina svokölluðu viðreisn, dýrtíðina og afleiðingar hennar. Blaðakona. Þjóðviljans heim- sótti þrjár reyndar húsmæð- ur hér í Reykjavík og spurði um viðhorf þeirra til alls þessa, e?- nú gagntekur hugi manna. Því þessi mál varða alla og ekki sízt húsmœðurnar, það kemur í þeirra hlut að fara sparlega með tekjur heimilanna og sjá um að þær hrökkvi fyrir útgjöldum, án þess að fjöl- skyldur þeirra líði skort. Á Frakkastíg 15 býr frú Sesselja Einarsdótlir ásamt manni sínum Guðmundi Ólafs- syni húsg'agnasmíðameistara og tveim börnum beirra hjóna. Hún tók málaleitan blaðakonunnar vel vísaði henni til stofu og svaraði spurningum hennar skörulega. — Hvérnig' Hzt bér á viðreisn- ina, frú Sesseija? i — Ailir heilvita menn skilja Itvað efnahagsráðstafanirnar þýða og þessi bögn hjá verka- lýðnum er bara bið eftir því. sem er. að g'erast, almenningur viil vita. hvar hann stendur. Hækkunin á öllum nauðsynjavör- um á eftir að koma betur fram. þeir þora ekki að hækka það sem hefur verið fyrir augum okkar húsmæðranna daglega — ég hef heyrt að mjólkin eigi að hækka innan tíðar og það ekki svo lítið. Einnig' get ég sagt frá því. að fyrir hækkunina keypti ég alltaf óbrennt kaffi og brenndi sjálf og malaði heima. þá kostaði kílóið um kr. 27 — nú kostar það yfir kr. 40 og er ófáanlegt, hvernig sem á því stendur, því kaupmenn virðast geta seit viðskiptavinum nýmal- að kaffi í verzlunum s.'num eigi að síður. — Hvað hefur þú að segja um fjölskyldubæturnar.? -— Þessar bætur. sem þeir þykjast vera að hækka, eru ekki annað en hundsbætur. Ég þekki það bezt sjálf. í rúma sex mán- uði var maðurinn minn frá vinnu sökum veikinda og fékk þá greiddar kr. 16 á dag' úr sjúkrasamlaginu, — til þess að hann fengi þessar bætur eðr andvirði eins síg'arettupakka. mátti ég ekkert vinna. Flestir ættu að geta ímyndað sér af- komu þriggja manna fjölskyldu. þar sem dagtekjurnar voru 16 krónur! — Hvert er álit þitt á fyrir- komulagi tekjuskattsins? — Um skattalög'gjöfina get ég lítið sem ekkert sag't, til þess skorir mig þekkingu á þeim hlutum. Þótt fólk iesi um hana í blöðum og hlusti á útvarp, fær það enga þekkingu á skattalög- gjöfinni. Þeir hafa gert sér far um að hafa hana nógu flókna og torskilda. svo almenningur yrði alveg rugiaður og tæki öllu með þegjandi þögninni — en sú þögn verður rofin innan tíðar. — Hvað heldur þú um fram- tíðina . . .? -— Það getur verið að þetta sé það sem koma þurfti. Þessir menn, sem beita fantabrögðum hljóta að kollsteypa sér ein- hverntíma — eins og atburðir síðustu mánaða bera með sér. Það er enginn vafi á. að þessar aðgerðir þeirra urðu til þess að opna augu almennings og ég endurtek. að þessi þögn hjá verkalýðnum er aðeins bið. Við munum ekki sætta okkur við þetta ástand ■— og þögnin verður rofin □— Næst Htum við inn hjá þeim hjónunum Jórunni Álfsdóttur og Jórunn Álfsdóttir manni hennar Ingimar Jónssyni á Njálsgötu 52b. —: I-Ivað hefur bú að segja um efnahag'sráðstafanirnar, frú Jór- unn? — Þessar ráðstafanir eru mér alveg óskiljanlegar — og þó, kannski eru þær mjög auðskild- ar. En hvað um það, mér gekk ekki of vel að láta tekjur og út- gjöíd standast nokkurn veginn á. áður en öll þessi ósköp dundu yfir og nú er það blátt áfram ógerlegt. — En fjölskyldubæturnar . . . ? — Um þessar fjölskyldubætur þeirra get ég Htið sagt, ég hef ekkert haft af þeim að segja, þótt mér veitti sannarlega ekki af. Maðurinn minn hefur verið rúmfastur síðastliðin þrjú ár. en hann vann áður hjá bænum og fær greiddar þaðan kr. 2400 á mánuði — og sá lífeyrir hækkar ekkert, þótt allar nauðsynjar hækki. Og nú láta þeir hann borga rúmar átta hundruð krón- ur á mánuði í fyrirframgreiðslu á útsvar — á afganginum eigum við þrjú að draga fram lífið og borga lækniskostnað og annað sem tii feilur! ■— Framtíðin, hvað heldur þú um hana? — Það er nú svo komið að almenningur hefur ekki fé til að kaupa annað en brýnustu lífsnauðsynjar og varla það. En ég veit að hann lætur ekki kúga sig þannig til lengdar. Þótt við hjónin séum orðin fuiiorðin og getum ekki snúizt til varnar sem skyldi, mun æska þessa lands ekki láta kúga sig' og lítilsvirða á þennan hátt. □— Að lokum heimsækjum við frú Kristínu Einarsdóttur, konu Guð- brandar Guðmundssonar hús- varðar. ■—• Hvernig' lízt þér á viðreisn- ina og fjölskyldubæturnar. Kristín? —- Blessuð vertu, mér Hzt illa á þetta allt sarnan og' þótt látið sé í veðri vaka að fjölskyldu- bæturnar vegi upp á móti öllum hækkunum. er bað mesta regin- vitleysa. Að minnsta kosti hef ég haít lítið af þeim að segja. Fólk eins og' við, sem á uppkom- Kristín Einarsdöttir in börn, fær engar bætur og er ekki álitið þess þurfandi. Og fyrir barnmargar fjölskyldur hefur þetta lítið að segja. því bæturnar lækka hlutfallslega eft- ir því sem börnunum fjölgar. — Hvað segirðu um tekju- skattinn? — Um skattalöggjöfina veit ég nú fremur lítið, hún er svo ruglingsleg, að við húsmæður eigum erfitt með að átta okkur á henni og raunar fleiri. Sama er að segja um rafmagnsreikning- ana hjá þeim og vinnusparnað- inn í sambandi við þá. Minn grunur er sá, að allt ‘þetta sé gert í þeim tilgangi að slá ryki í augun á fólki. Þetta er allt einn hrærigrautur. sem enginn skilur neitt í. Og sjúkrasamlag- ið hækkar jafnt og þétt, þótt aSstoðin, sem fólk nýtur þaðan í'ari hraðminnkandi. — Heldur þú að þetta ástand vari lengi? — Þegar fólkið. sem kýs þetta yfir sig, er búið að fá smjörþef- inn af því lætur það til sín heyra — og þess verður ekki langt að bíða. En með úrbæturn- ar getum við aðeins treyst á verkalýðshreyfinguna, aðeins með því að vera samtaka getum við hrint af okkur okinu — og þess verður ekki langt að bíða að verkalýðshreyfingin láti til sín taka. D. Húsmœður og viðreisnin miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii mmmmmmmmmmmimmimmiimmmimmmmmmmi! Framhald af 1. síðu Sýnum samheldni og ! styrk verjdýðs- hreyíingÍEgadimar Við undirbúning hátiðahal anna hefur tekizt almennari sar staða um afdráttarlausa stel'i en verið hefur um langt skei Aðeins 12 stuðningsmenn stjór arinnar skárust úr leik í 1. m nefndinni. og mun bað bro: hlaup hai'a verið samþykkt nii aðeins 7 atkvæðum gegn 5 ]> irra röðum. Ástæðan var be fyrirmæli frá rikisstjórnim epda segir Alþýðublaðið svo gær um ágreininginn: „Vilc kommúnistar setja inn í ávarp áróður fyrir sínum sérsjónarmi um í landheigismálunum svo áróður gegn ei'nahagsráðstöfu um ríkisstjórnarinnar, en á slí gátu andstaeðingar kommúnis ■ckki fallizf. Einhuga afstaða í lendinga í landhelgismálinu he ir „sérsjónarmið“ í Alþýðubla inu — og umí'ram allt rnátti ek haía í írammi neinn „áróð gegn efnahagsráðstöfunum r.kis- stjórnarinnar"! Þeir einir sem eru ánægðir með efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar . og undanhald í landhelgismáiinu geta skorizt úr leik í dag. Þess vegna klufu þeir! gær grein fyrir Jjví hvers vegna st jórnarsinnar hæ'ttu störi'um í 1. maí iiefndinui! MæSum öll í Vonarstræti Kröfugang'an leggur af stað kl. 1.50. Farin verður sú leið, sem oftast hefur verið gengin, um Vonarstræti. Suðurgötu, Að- alstræti. Hafnarstræti, Hverfis- götu, Frakkastig, Skólavörðustíg og' Bankastræti og síðan hefst útiíundur á Lækjartorgi. Þar flytja ræður Eðvarð Sigurðsson ritari Dagsbrúnar og Hannibal Valdimarsson forseti Aiþýðusam- ba.nds íslands, en fundarstjóri verður Guðgeir Jónsson. I.úðra- sveit verkalýðssamtakanna og lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngunni og á Lækjartorgi. Um kvöldið verða dansleikir í Lídó og Ingölfskáffi, og eru hátiða- höldin nánar augtýst á öðrum stað í blaðinu. Útvarpsráð hefur sem kunnugt er sýnt verkalýðs- samtökunum þann fjandskap að neita þeim um útvarpsdagskrá 1. mai, en Hannibal Valdimars- son forseti A.S.Í. flytur ræðu eftir fréttir, og hvetur Þjóðvilj- inn menn til að hlusta á hana. 1. maí hátíðahöldin í Hafnarfirði Fraph. af 12. siðu mílna fiskveiðilögsagan umhverf- is tandið sé viðurkennd og' hlýt- ur að halda þeirri baráttu áfram þar til fullur sigur er unninn. Nú er 1. maí haldinn hátíðleg- ur við þær aðstæður, að flest verkalýðsfélög landsins hafa lausa samninga sína og bíða átekta eftir ráðstefnu Alþýðu- sambands íslands sem fjalla á um aðgerðir verkalýðshreyfingar- innar og væntanleg'a verður hald- in á næstunni. Þess vegna er nú ástæða ti1 þess að undirstrika þá staðreynd. að eining er undirstaða árangurs í hagsmunabaráttunni, því for- dærnir alþýðan alla sérdrægni og' sundurlyndi, hún krefst þess af sjáli'ri sér og þá eig'i síður Kaffiveitingar ★ Eftir kröfugonguna í dag og útifundinn á Lækjartorgi er sjálfsagt að líta inn í Tjarnar- götu 20. Þar verða góðar kaffi- veitingar á boðstólum frá kl. 3. af forustumönnum sínum, að nú á örlagastund verði allar innri deilur lagðar til hiiðar og öllum mætti samtakanna beitt til þess að tryggja verkalýðnum þau laun fyrir vinnu sína, að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Hafnfirzk alþýða! Taktu virk- an þátt í hátíðahöldum dagsins, fram til baráttu. Landhelgismálið Framhald af 1. síðu hliða sanikomulags sé að opn- ast“. Eí'laust ætla andstæðingar okkar að nota ráðherrafundinn til að reyna að neyða íslenzku ríkisstjórnina til samninga. Er þess að vænta að þeir dirfist ekki að ljá máls á neinu slíku, og raunar liefði yfirlýsing um að hvergi yrði hvikað frá 12 míl- unum óhjákvæinilega þurfta að fylgja náðun veiðiþjófanna. ÆF Képovogi Aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinnar í Kópavogi verður haldinn í Digranesskólanum annað kvöld og liefst kl. 9. Móf mœlum árásum ríkisstjór narinnar og undanhaldi í landhelgismóðinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.