Þjóðviljinn - 01.05.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1960, Blaðsíða 6
e> ÞJÓÐVILJINN —- Sunnudagur 1. maí 1960 mnrnoTtnri ¥ILJINN Útgeíandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. rra r.c: næ llii r.if 2ís; m «««• iir. r**\ ilij £5] íHw 3% i tiS ZIK TTí’ CÁt & Dagur er upp kominn Tj'ngum mun koma það á óvart að íslenzkir verkamenn minnist í dag 1. maí með ein- beittum mótmælum gegn þeirri árás sem ríkis- valdið hefur gert á samninga verkalýðsfélag- anna og lífskjör allrar alþýðu nú síðustu mánuð- ina. Allt annað hefði verið andstætt sjálfum tilgangi og hlutverki verkalýðssamtakanna. Tveir stjórnmálaflokkanna í landinu, Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn, hafa misnotað knappan meirihluta á Alþingi og vald ríkis- stjórnar sinnar til ósvifinnar og svívirðilegrar árásar á alþýðulífskjörin í þágu auðburgeisa landsins. Þeim hefur verið ljóst, stjórnarflokk- unum, að verkalýðshreyfingin hlyti að snúast til varnar, en látið samt afturhaldið etja sér til árásarinnar, í þeirri von að tækizt að hræða verkalýðsfélögin eða blekkja þau eða lama þau svo þau létu undir höfuð leggjast að gegna helg- ustu skyldu sinni, að vernda rétt og lífskjör al- þýðufólks í þessu landi, vera brjóstvörn þess og sóknarsveit í baráttunni um betra líf, meiri rétt, fulla hlutdeild í gæðum nútímans. Jafn eðli- legt og sjálfsagt og að verkalýðshreyfingin jnót- mæli kjaraskerðingunni mun öllum þorra ís- lenzku þjóðarinnar finnast að verkalýðshreyf- ingin flytji þá kröfu 1. maí að endurteknu of- beldi Breta í íslenzkri landhelgi verði svarað með því, að lokið verði hinum smánarlega skrípaleik að ísland sé í hernaðarbandalagi við árásarrík- ið. Það er vegna þessara mála að ríkisstjórnar- flokkarnir reyna að sundra verkalýðshreyfing- unni í dag. En reykvískir verkamenn og verka- menn hvarvetna á landinu munu einmitt í dag mótmæla kjaraskerðingunni og taka undir kröf- una um að láta hart mæta hörðu í landhelgis- málunum, og fjölmenna í kröfugöngur verka- lýðssamtakanna. ](j|ugsjónir þær sem tengdar eru hátíðisdegi og baráttudegi verkamanna 1. maí hgfa unnið hugi verkamanna og alþýðufólks um allan heim, og þær hafa aldrei fyrr átt jafnmáttugan hljóm. í þjóðlöndum sem byggð eru um 1000 milljónum manna hefur alþýðan tekið völdin, þar vinnur hver þjóðin af annarri að byggingu sósíalistísks þjóðfélags frá grunni menningareríðar sinnar og landshátta, nýtt bræðralagsþjóðfélag vinnandi manna. Og heimur sósíalismans hefur haft sí- vaxandi áhrif á þróun heimsmálanna. Allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar hafa hinar búg- uðu nýlenduþjóðir náð sívaxandi árangri í bar- áttu fyrir sjálfstæði sínu. .Ný sjálfstæð ríki í Asíu og Afríku rísa nú hvert af öðru úr rústum nýlendukúgunar evrópsku ránsveldanna. Nú get- ur það gerzt sem óhugsandi hefði verið bara fyrir nokkrum árum að þjóð Kúbu steypir í byltingu fasistanum sem um langt árabil hafði kúgað þjóð sína sem leppur Bandaríkjanna, án þess að húsbændur hans í Washington hafi enn þorað að reyna beina hernaðarinnrás. einnig í hinum grónu auðvaldslöndum ^ treysta verkamenn nú fylkingar sínar og losa sig óðum undan drottinvaldi úrelts hugsunar- háttar og blekkingarkenninga auðvaldsins og þjóna þeirra í verkalýðshreyfingunni. Þennan dag, 1. maí 1960- mun milljónum manna í auð- valdsheiminum ljósara en áður hvar öfl friðar og framfara er að finna, og mörgum skilst nú betur að alþýða allra landa á ekki nema eina farsæla og færa leið til framtíðarinnar — sigur- braut sósíalismans. — s- ftii ua ii Þeir eru oftast ræstir úi kl. 3 á næturuar og jj?S má te miklu síSar, jafnvel ekki fyrr en eftir miðnætti. Ogj h stíminu. Önnur er hvíldin í Gatan er myrlc og h'jcð. Allvíða eru þó uppljómaðir gluggar i húsum. Hinir sið- búnari Reykvikingar eru nú um það bil að fara í háttinn. Fólkið bak v'ð uppljómuðu gluggana hér í Vestmannar eyjum er að fara á fætur. Þegar niður kemur í bæ'nn heyrist fótatak í mörgum átt- Aim. Staldrirðu við færist það nær og rrær, stefuir allt að einu marki: höfninni. Við fótatakið blandast cmur af röddum sem hækka. Léttur snöggur konuhlátur kveður við frá dimmu hús’. Niður fótataksins í umhverfmu hækkar og þynglst. Bryggjah sem ég fer eftir er þó mann- laus, en mönnum bregður fyr- ir úti í einstak-i báti. Með fálmandi landkrabbahreyfing- um fer ég niður á bátadekkið og stend þar í hálfdimmunni. Vafalaust eru skipsmenn hér flestir komnir u:n borð, vit- anlega eru þeir nú í e’dliús- inu. Það koma menn niðui’ bryggjuna og hverfa til hinna og annarra báta.. Tveir komá í sama bát og ég, horfa spyrj- andi á mig þar sem ég steni í skugganum, eflaust hafa þeir talið að nú loksins hafi þeir séð skipsdrauginn! svo hverfa þeir til eldhúss. Skip- stjórinn kemur. „Ertu búinn að fá þér kaffi? ‘ spyr hann. „Bl.essaður fáðu þér kaff’, það er heitt kaffi í eldhús- inu“. Ég læt ekki segja mér það tvisvar. Landfestar eru leystar. Báturinn er dálítið óþjáll í snúningum, en brátt er hann laus við land og ná- granna og stefnið snýr til hafs. Hafnarljósin eru að baki, myrkur og álda fyrir utan. Það svífur e'tthvað hvítf í myrkrinu til beggja handa. Skyldu mér nú loks hafa vitrazt hvitvængjaðir englar guðs almáttugs? Ænei, þetta er bara það sem alda- mótaskáldin nefndu Ægisdæt- ur: atlot þeirra köld og glett- ur gráar. Eng'avængirnir stækka því utar sem kemu’r, dýfurnar þyngjast. —- Viltu ekki leggja þ:g? Það er ónotuð koja niðri, seg- ir skipstjórinn og fer með mig niður úr, ldefa sínum í brúnni. Niðri er ágætur bekk- ur cg koja — hví’.urúm skip- stjórans. „Nei, ég nota liana ekki, legg mig bara á bekk- inn uppi, þá er ég fljótari fram í brúna“ segir hann og brbsir að aulalegum mótbár- um mínum. Það eru glugg- ar fram á þdfarið og rúm- gott hér inni. Það verfmr ekki annað betra gert næstu stundirnar en reyna að sofa. Hér er allf miög rúmgott, hvar sem er á bátnum, enda er þetta stærsti bátur flot- ans: Helgi Helgason, um 200 lestir. Eigandi hans er He’gi Benediktsson. Hann var svo elskulegur áð bjóða mér að fljóta með, eitt kvöldið þegar ég var að sniglast við höfn- ina. Helgi Benediktsson hef- ur verið mikill athafnamaður um dagana. Hann gerir nú úf 6 báta og hefur söltunarstöð, :— auk þess sem hann starf- rækir e'na hótelið í bænum og rekur bú og verzlanir. Hann er nú að byrja að reskj- ast en á mjög ötula syni. Báturinn Helgi Helgason mun vera stærsti bátur smíð- aður hsrlend's og k m hann við sögu eftir nýsköpunarár- in því þá fékkst víst ekki stofnlán út á hann aí því hann var smíðaður hér heima! B.íturinn er nýkominn úr gagngerðri viðgerð í Sví- þjcð þar sem flest var sett nýtt í hann, m.a. ný gangvél, 600 hö, 54ra ha vél fyrir spil og síldarblökk og 20 ha vél fyrir ljós. Þær drifa allar dynamóa og þarf því ekki að hafa nema eina í gangi í einu frekar en vill. Báturinn geng- ur mjög vel, það tók ekki nema 2 stundir að fara rúmar 24 mílur út á netamiðin. I Helga er ratsjá, sjálfleitandi asdic- fæki af Simrri J-gerð, leitar allan hringinn á 15C0 m svæði og er dýptarmælir um leið. Annar Simrad-dýptaBmælir er emnig, af minni gerð. Þá er japönsk ljósmiðunarstöð af nýjustu gerð og munu ekki margar slíkar vera í íslenzk- um fiskibátum enn, sýnir hún stefnuna með ljósi. Þá er 80 watta talstöð og sendLstöð — til samanburðar má geta þess að bátastöðvarnar sem Landsíminn fram’eiölr munu flestar vera 24 wött. Bóm- unni á framdekkinu er '-.tjórn- að þaðan með léttum hand- tökum og hægt að s.H henni út án þsss nokkuð þurfi að toga í „gerta“. Aftur á er frystiklefi þar sem íiægt mun vera að' geyma um 3ja vikna vist'r. Skipshöfnin er hin ánægðasta með aðbúnaðinn. Þeir segja að Helgi Ben. leggi áherzlu á að hafa sín skip í fullkomnu lagi. Klukkan er nú liðlega 3 og þvi bezt að reyna að sofa. Það er enn ekki fu’lbjart þegar ferðin er minnkuð. Öðru hvru heyrist fossa yf- ir þ'lfarið framan gluggans og báturinn tekur cþyrmileg- ar dýfur, auðfund'ð að það er ekki logn og blíða í dag. Þann’gv er lónað um hríð. En svo fara að glymja högg á dekkinu — það eru skellirn- ir i netasteinunum: þeir eru byrjaðir að draga. Ég skreið- ist upp. Þeir standa beggja vegna netarennunnar og draga net- in án afláts. Það er á talr Aftur í gangi hafa tveir hraðlientir menn .greitt netin og staflafi fley.gja þeim í hafið á ný.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.