Þjóðviljinn - 15.06.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.06.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. júni 1960 — ÞJÖÐVIUINN —• (5 Syngman Rhee flúði til USA Harðstjórinn frá Suður-Kóreu flúði á náðir húsbænda sinna Syngman Rhee, sem steypt var af stóli í Suður-Kóreu eftir 12 ára blóðugan harðstjórnarferil, hcfur nú flúið land með smán. Hann sezt nú að í Bandarikj- unum. en áður hafði hann stolið 20 milljónum dollara í erlendum gjaldeyri frá þjóð sinni. Engan furðar á því, að þessi harðstjóri skuli nú fá friðland í Bandaríkjunum. Það voru Bandaríkjamenn sem tróðu hon- um til' valda í Suður-Kóreu árið 1945, en áður hafði hann lengst- um dvalið í Bandaríkjunum. Æ síðan hefur Syngman Rhee verið óskabarn Bandaríkjastjórnar, sem fékk þúsundir ungra manna af mörgum þjóðernum til að berjast og láta lífið í útþenslu- stríði hans árið 1951. Nú vo.ru það bandarísk yfir- völd, sem hjálpuðu Syngman Rhee til að flýja land og skutu honum þannig undan réttvísinni og þeim dómi, sem þjóð Suður- Kóreu heimtaði yfir hann. Bandaríski sendiherrann í Seui og hjálparhellur Syngman Rhee í Suður-Kóreu skipulögðu land- flótta hans. Bandaríkjamenn tóku á móti honum með fögnuði á Hawai, sem er eitt af fylkjum Bandaríkjanna, og veittu honum þar landvistarleyfi. Slapp við refsingu Mikil reiði hefur gripið um sig í Suður-Kóreu vegna þess að harðstjórinn skyldi vera lát- inn sleppa við að svara til saka fyrir 12 ára harðstjórnarferil. Hafa þessvegna verið farnar kröfugöngur i mörgum borgum og bæjum Suður-Kóreu, og þess krafizt að réttlát refsing verði látin koma yfir harðstjórann og aðra, þá sem ábyrgir eru fyrir ógnarstjórn hans undanfarið. Hefur þetta orðið til þess að nökk.rir fyrrverandi ráðherrar Syngman Rhee og aðrir stuðn- ingsmenn hans hafa verið hand- teknir. Bruðlaði með fé þjóðarinnar Komið hefur í 1 jós, að Syng- man Rhee hefur tekið ófrjálsri hendi 20 milljónir dollara í er- lendum gjaldeyri úr ríkiskassan- um og bruðlað fénu eða komið því undan til Bandar.'kjanna. Aðstoðarfjármálaráðherrann úr stjórn hans hefur tjáð þinginu að hann sé reiðubúinn að sanna, að Rhee hafi tekið þessa fjár- upphæð og sólundað henni eða komið henni undan. Fiskkaupmenn Fleetwood vilia fá fisk frá íslandi J Haía rætt við íslenzka sendiráðið í London og hyggjast senda sendineínd til íslands Samtök fiskkaupmanna í Fleetwood hafa byrjað til- raunir til að íá fisk úr ísl. togurum landaö þar, til þess aö bæta ur atvinnuleysi í fiskiðnaöinum í borginni. Sumir skipstjórar hafa hótaö aö fara í verkfall ef ís- lenzk skip landa í Fleetwood. Brezka blaðið Fish Trades Gazette skýrir frá því hinn 4. þ.m. að forstjóri samtaka fisk- kaupmanna, T. B. Mullender hafi átt símaviðtal við íslenzka sendiráðið í London til að kanna möguleika á fisklöndun íslenzkra skipa í Fleetwood, eftir að sam- tökin höfðu samþykkt að senda sendinefndir til íslands, Færeyja, Þýzkalands og Belgíu í sama skyni. Blaðið hefur það eftir Mullend- er. að fiskkaupmenn ætli að reyna að fá svipaða löndunar- samninga um íslenzkan fisk og gildir í Grimsby og Hull. ..Talið er, að fiskkaupmenn í Fleetwood muni bráðlega eiga Trúlofunarhringir, S'tein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt gull viðræðufund við fulltrúa íslenzka sendiráðsins“, segir í greininni. Skipstjóraverkfall? Verkalýðsráðið í Fleetwood og nágrenni hélt fund um málið fyrir skömmu Þar tilk.vnnti einn ráðamanna, T. Irvin, að sumir togaraskipstjórar myndu hefja verkfall, ef íslenzk skip lönduðu fiski í Fleetwood. „Fjölmargir þeirra vilja fara í verkíall núna“, bætti hann við. Meðhmir ráðsins felldu tillögu írá E Willamson um að fara þess á leit við land- búnaðar- og fiskveiðaráðuneytið að leyít yrði, að sanngjarn hluti af islenzkum fisklöndunum í Bretlandi yrði lagður upp í Fleetwood. Willamson sagði að Fleet- wood, sem væri þriðja stærsta fiskihöfnin í Bretlandi ætti rétt á að fá hluta af erlenda fiskin- um, sem landað yrði. Slíkar land- anir gætu orðið til þess að draga úr atvinnuleysinu í borginni, en það væri nú orðið mikið vegna þess hve lítið bærist á land af fiski. 72 togarar eru gerðir út frá Fleetwood. Allmiklar deilur urðu í ráð- inu um þetta mál, en tillagan um að íslenzkum fiski yrði landað var felld eins og áður segir. Blaðið Fleetwood Chronicle seg- ir frá því 2. júní, að Verkalýðs- ráðið hafi á fundi sínum einn- ig rætt mikið um atvinnuleysi og fátækt, sem er mikil meðal verkafólks í bo.rginni. Þessi undurfagra gyðja, er stígur upp úr öldum hafsins undan Ostriabaðströndinni, er ekki hafmær, lieldur ósvikin itölsk þokkadís, Neccia Cardinale að nafni. Hún hefur unnið sér það til ágætis að komast inn í kvikmyndaheiminn á.n hjálpar feg- urðarsamkeppni og heidur nú áfrain hægt en örugglega á frægðarbrautinni. Arítaki Hitlers, sem var dæmdur til hengingar 1945, er ennþá á lífi Martin Bormann, arftaki Hitlers, er ennþá á lífi, en ísraelska öryggislögreglan er í þann veginn aö krca hann inni. ísraelsk yfirvöld telja sig hafa sannanir fyrir þessu, og fjöldamorðinginn Eichmann hefur staöfest þetta. Martin IBormann átti að taka við völdum sem foringi Stór- þýzkalands að Hitler dauðum. Síðan í apríl 1945 er liinsvegar ekki vitað neitt með vissu hvar Bormann hefur dvalið. Nokkur vitni báru það að Bormann hafi fallið í skotvígi Hitlers skömmu áður en Hitler framdi sjálfsfnorð. Lík Bormanns heí- Bandaríkjamenn fögnuðu harðstjóranum Syngman Rliee sem hetju á Hawai. Hér sést liann ásamt konu sinni skrýddur blóma. krönsum \1ð komuna til HawaL Heimsmeistarakeppni í fluffkúnstum háð í sumar 1 sumar er þriðja heimsmeist- aramótið í flugfþróttum, sem fram fer í Tékkóslóvakíu. Áður hafa farið þar fram heimsmeist- aramót í flugmódelsmíði og fallhlífarstökki. Þegar hafa tilkjnnt þátttöku í flugfimleikamótinu flugmenn frá Sviss, Bretlandi, Sovétríkjun- um, Vestur-Þýzkalandi, Spáni og Frakklandi. Þátttökutilkynningar mega berast til 1. júlí. Tékkneskir þátttakendur í heimsmeistaramótinu munu áð- ur en það hefst taka þátt í al- þjóðlegri keppni í flugfimleikum í Bretlandi í júl’mánuði. Flestir þátttakendanna, sem tilkynnt hafa þátttöku, munu nota tékkneskar sportflugvélar af gerðinni „Trenér 226“. Tékt-ar eru mjög framarlega í smíði slíkra fiugvéla, og eru þær íluttar út frá Tékkóslóvakiu til allra heimshluta. ur aldrei fundizt og í 15 ár hafa stöðugt verið fréttir á kreiki um það að Bormann | hafi s'opp:ð lifandi og hafi siðan dvalið í Bahia í Suður- Ameríku o.g veitt forystu Ieyn:samtökum nazista. Mál 'Bormanns var tekið fyr- ir í Núrnberg-réttarhöldunum í lok heimsstyrjaldarinnar. Þar ivar hann dæmdur til henging- : ar ásamt öðrum helztu for- ingjum nazista, en Bormann var þá fjarverar.di. Fréttaritari brezka biaðsins Daily Mail“ í Múnchen hefur það eftir einum iþeirra, sem. tóku þátt í handtöku fjölda- morðingjans Eichmanns, aö Bormann sé á lífi og netið sé nú að lokast um hann. „Við kom- umst á slóð hans 1952 og nú bíðum við eftir rétta tækifær- inu til að loka hringnum um hann“, sagði Israelsmaðurinn. Tuvia Friedmann, sá sem sagður er hafa átt .mestan jþátt í að hafa hendur í hári Eichmanns, hefur einnig unnið manna mest að því að rekja slóð Bormanns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.