Þjóðviljinn - 15.06.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1960, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. júní 1960 Miðvikudagur 15, iúni 1960 — ÞJÓÐVILJINN (t xz þlOÐVILJINN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — 7* RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big- 5« urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, JJ afgrelðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Síml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðviljans. Ögrað frá íslandi? 'C'regnin um samning Bandaríkjanna og Bret- 4 lands um gagnkvæm not flugvalla og her- stöðva fyrir sprengjuþotur með kjarnorku- sprengjur er jafnan verði hafðar til taks, er enn ein sönnun þess, að aðalríki Atlanzhafsbanda- lagsins leika sér að eldi kjarnorkustyrjaldar. Fregnin hefur óhugnanlegan hljóm fyrir íslend- inga- Svo virðist sem Bandaríkin ætli að afhenda brezkum sprengjuflugvélum með kjarn- orkusprengjur afnot af herflugvöllunum sem Bandaríkin hafa aflað sér utan Ameríku og hafa hernaðarflugvellir í ýmsum löndum verið tilgreindir í útvarpsfregnum erlendis frá und- anfarna daga, þar á meðal á Islandi. Reynist þetta rétt, gæti Bandaríkjastjórn og Bandaríkja- her verið að gera hér ráðstöfun, sem reynzt gæti íslenzku þjóðinni hin örlagaríkasta. Það gæti virzt ætlun Bandaríkjamanna að afhenda brezka flugflotanum afnot af Keflavikurflugvelli, og auglýsa það jafnframt fyrir öllum heimi að héð- an og hingað fljúgi hernaðarflugvélar með kjarn- orkusprengjur innanborðs. Það hefur ekki komið fram hingað til svo kunnugt sé að á Keflavíkur- flugvelli hefðu aðsetur sprengjuflugvélar með kjarnorkusprengjur. Sé svo og verði það til- kynnt, getur það stóraukið hina geigvænlegu hættu, sem íslenzku þjóðinni stafar af banda- rísku herstöðvunum ef til stríðs kæmi. íu: itti Kj; u as *;i 232 iUi: 'fin iir ta4 ua ¥jað væri eftir öðru um ráðslag bandarísku hernaðaryfirvaldanna, gegndarlausa frekju þeirra og yfirgang gagnvart öðrum þjóðum, að slíkir samningar séu gerðir án vitundar íslenzkra stjórnarvalda. Þannig hafa bandarísk stjórnar- völd ekki hikað við að leiða tortímingarhættu yfir flpgstöðvar í Noregi, Tyrklandi og Pakistan með notkun þeirra sem bækistöðva njósna- og ögranaflugs yfir Sovétríkin. Ríkisstjórnir land- anna mótmæltu þessum aðgerðum Bandaríkja- manna, er þeim varð ljóst hvað við lá, og full- yrtu að þær hefðu ekkert um þessar aðgerðir vitað. Hvað eftir annað hefur forsvarsmönnum herstöðvanna á Islandi verið bent á, að þannig framferði- af- hálfu bandarískra stjórnarvalda gæti stefnt íslenzku þjóðinni í voða. Þeim að- vörunum hefur jafnan verið svarað með upp- hrópunum að „kommúnistar“ væru að „hóta árás Rússa“. Þó munu sárafáir íslendingar svo skyni skroppnir að vita ekki að herstöðvar eru skotmörk í stríði, að þeir sem buðu hingað heim bandarískum herstöðvum 1951 gerðu með því land sitt að hugsanlegu skotmarki ef til stríðs kæmi. Og verði það nú auglýst fyrir öllum heimi að herstöðvar Bandaríkjanna á íslandi séu notaðar af sprengjuflugvélum með kjarnorku- sprengjur er ekki ólíklegt að hættan af her- stöðvunum aukist enn að mun. irn m R íkisstjórn íslands verður hér að gera hreint fyrir sinum dyrum. Er hún -samþykk því, ygj; að íslenzkir flugvellir séu notaðir þannig og a- auglýstir fyrir öllum heimi? Sé hún það, vorður tCS 2E íslenzka þjóðin að taka til sinna ráða að afstýra SSÍ hættunum eins skjótt og verða má, með því að rss losa sig við slíka ríkisstjórn og smánina og hættuna af erlendum herstöðvum á íslenzkri 'inf jörð. — s. =*» ALÞÝDUBLABIfl ■ »—«|1 MKa.'.lT Alþýðublaðið hefur um skeið stundað íremur sérkennilega iðju. Hún er í því innifalin að slá upp stórlygafréttum með sem skemmstu millibili. Þess á milli prýða smálygar og ann- að álíka kjarnaefni dálka þess. Dagleg stórframleiðsla þessarar tegundar krefst hugkvæmni og greindar og getu, sem blaðið ræður ekki yfir Dollarar skapa aðeins takmörkuð afköst, þótt fram séu lagðir og andinn jafn- an reiðubúinn, þeirra sem njóta. Fyrir fáum dögum birti blað- ið stórfrétt um að Lúðvík Jó- sepsson hefði reynt að spilla lífshagsmunamáli íslendinga á sjóréttarráðstefnunni í Genf, misst þar alla stjó.rn á sér, er málstað ísleridinga virtist borg- ið og hótað að láta Rússa hefna. En hér urðu ritstjórar Al- þýðublaðsins ofurlítið óheppn- ir. Vitni voru viðstödd þar sem tíðindi þessi áttu að hafa gerzt. Gamalreyndur íslenzkur stjórnmálamaður, lýsti yfir því, að þessi „frétt“ Alþýðublaðsins væri furðulegasta lygasaga sem hann hefði séð á prenti og væri hann þó ýmsu vanur. Sami stjórnmálaforingi hefur síðan getið þess í blaði sínu, að formaður bandarísku sendi- nefndarinnar haíi hamazt móti tillögu íslands. Jafnvei Morgun- blaðinu blöskraði einu sinni (í fyrra) svo framkoma Banda- ríkjanna, að að það lýsti henni við rándýrsbit í bak íslendinga. Aftur á móti hefur Aiþýðu- biaðinu ekki hrotið ámælisorð gegn þeim, sem reynzt hafa Is- lendingum hraklegast. Alþýðu- blaðið þarf með einhverjurn hætti að vinna fyrir líftóru sinni. Nú eru ekki lengur sjóðir barna né annað fé samborgar- anna að grípa til, en ef „dollar- inn á að standa“ þarf eitthvað fyrir honum að vinna. Það þarf ekki endilega að vera heið- arleg vinna. Það má ekki vera ærlegt starf. En sé það satt. sem altalað er og raunar opin- bert J.eyndarmál, að eitt stjórn- arblaðjð eigi nú lif sitt undir framlögum þeirra erlendu að- ila, er íslendingum hafa sýnt slóttugastan og brálátastan fjandskap í mesta lífshags- munamáli þjóðarinnar, þá fer framkoma Alþýðublaðsins að verða skiijanleg.ri — og' þarf þó algerlega einstæða mann- gerð til slíkrar þjónustu við hættulegustu óvini sjálfstæðis hennar. Næsta stórfrétt þessa blaðs var að rússneskt. skip -r sem MAT SÍNUM 81 n 1 þó liktist ekki neinu skipi — stundaði njósnir hér við land, sérdeilis i nánd við njósnastöðv- ,ar Kanains hjá Aðalvík og á Snæfellsnesi. Hér fór ekki bet- ur fyrir blaðinu en hið fyrra sinnið. Landhelgisgæzlan virð- ist hafa gert bað m.a. af hrekk að bjóða fréttasmið Alþýðu- blaðsins í eftirlitsferð með „Rán“ umhverfis landið, svo sjón ýrði sögu ríkari. Vesling- urinn glæptist á tilboðinu, en kom aldrei auga á rússneska skrímslið. Síðan hefur blaðið látið sér nægja hinar daglegu smálygar, sem dollaramönnum þykja fremur fánýtar og svara tæpast kostnaði En iðjan heldur áfram. Blað- inu og húsbændum þess tókst fyrir síðustu kosningar að ljúga sér út fylgi. Af því sýpur nú alþýða íslands seyði um þessar mundir. Hvað hefði hið blekkta fólk, sem kaus stjórnarliðið, sagt, ef til þess hefði komið nokkrir einstaklingar og ginnt út úr því t.d. 15—20 þúsund krónur með fölskum loforðum um stór- bætta aðstöðu í lífsbaráttunni, sem framundan væri? Segjum, að þessir delar hefðu nefnt sig Gvend og Gylfa t.d. og hefðu sagt sem svo: Lánið okkur nú eins og 15 þúsund, hvert ykkar. Með peningum ykkar getum við alveg spornað við því, að dýr- tíðin vaxi. Og við getum meir. Með þessu fé ykkar og trausti getum við líka séð um að opin- berar álögur á ykkur aukist ekki. Þessu tvennu lofum við upp á æru og samvizku. Segj- um að þið, kjósendur góðir, hefðuð gert þetta, en þegar þið voruð búnir að afhenda þeim félögum aui-ana ykkar, sviku þeir allt. í stað þess að stöðva dýrtíðina, uku þeir hana um alian helming og lögðu sam- tímis á ykkur margfalt þyngri skatta en áður. Til þess notuðu þeir bætta afstöðu sína, léttu sköttum á sjálfum sér, en skertu lífskjör ykkar. Sviku á ykkur öll loforð og heit, en héldu peningum ykkar til eigin nota. (. Já, hvað munduð þið hafa tekið til bragðs? Þið munduð hafa reynt að leita rétta.r ykkar og talið að slíkir ættu helzt heima á viss- um stað við Skólavörðustíginn í Reykjavík, Færið þið svo þetta dæmi yfir á pólitíska sviðið. Hverju var ykkur loíað fyrir síðustu kosningar? Alþýðuflokkurinn lofaði fyrst og frémst: Stöðv- un verðbólgunnar án þess að skattar og opinber gjöld skyldu hækka. Frá þessum loforðum geta kratabroddarnir aldrei logið sig. Þau eru stimplúð á þá. óafmáanleg. En hvað lánuðuð þið? Þið lánuðuð það nærþví eina. sem þið áttuð: atkvæði ykkar. Með þeim lofuðuð beir að efla hag- sæld ykkar. Þei.r fengu atkvæði ykkar, lífskjör ykkar og traust. Og efndirnar? Hvað gerðu þeir með þau? Eins og kosningaloforðin þeirra eru óhrekjanleg, eins eru svik þei.rra opinberuð og sönn- uð. Fenguð þið stöðvaða verð- bólgu án hækkunar skatta? Þið fenguð óðaverðbóigu svo hald- ið sé eina nýyrðinu, sem höí- uðsmiður hagfræðiútreiktiing- anna flaggaði með, þegar hann var að reyna að hræða þjóð- ina í fang loforðasvikaranna, og sem efalítið á eftir að lifa lengi í málinu sem dæmi um hræsni, svik og fáránlegar og fjarstæðar ,,viðreisnar“-áætlan- ir götóttrar fræðimennsku. Og hvernig fór með skattana, álögurnar. sem Alþýðuílokks- broddarnir loíuðu að halda niðri? Efndu þeir ekki loforðin? Þeir notuðu lán ykkar, al- þýðufólk, til þess að marg- falda þá — á nær hverri. ein- ustu lífsnauðsyn ykkar.: Þeir sviku af ykkur allt, sem náð varð, samningsrétt ykkar um kaup og kjör, í einu orði: gerð- : . . ust málaliðsmenn hjá þeim, sem alltaf hafa leitazt yið að halda alþýðunni niðri í fátækt og höíðu að sinu kosningakjörorði: „Leiðin til bættra lifskjara er að kjósa SjálfstæðisfIokkinn“. Ekkert af þessu verður dulið. Reynslan hefur sárinað. að nú- verandi stjórnarílokkar settu fram loforð, sem þeir ætluðu að svíkja — og sviku. Er það furða þótt Alþýðu- blaðið þuríi að framleiða lyga- bombur annan hvern dag? Þetta er hin vestræna sið- væðing'. Sliku getur dollarinn til leiðar komið, þegar hæfileg manntegund ræðst til málans og þjónustunnar — og flokks- forustan er reiðubúin. Finnst þeim ekki Gylfa og Gvendi og' Emil Alþýðublaðið vera dásamlegt blað? Eru ekki reiðararnir og áhöfnin ánægð og' sannfærð um, að undir slíku merki muni þeir sigur vinna? Og þið alþýðufólk, sem veitt- uð þessu liði brautargengi, er ekki ánægjulegt, að þeir skuli enn kenna sig við vkkur, blaðið sitt Við ykkur, pólitíkina við ykkur. Einungis eitt nefna þeir ekki, liklega af lítiJlæti, það er hver heldur útgáfu blaðsins uppi. Gamall alþýðuílokksmað- ur var að því spurður á dögun- um. Svar hans var þetta: „Ætli það sé ekki .ré'tt að spyrja þá, sem Morgunblaðið sagði — liklega í ógáti >— að hefðu bitið íslenzku þjóðina í bakið á ör- Iagastund.“ r. Margt getur skemmtilegt skeð — i skógi —svo maður tali nú ekki um hitabeltisfrumskógi, þar sepa hættan levnist í hverju spori og kemur hárinu til að rísa á mönnum og dýrum. í leikriti Axels Ivers — Tveir í skógi — skeður margt skemmtilegt —. Þetta er létt gamanleikrit, sem fjallar um tvo menn sem snúa baki við siðmenningu og kvenfólki — beinlínis rífa sig burtu írá þessum sterku öflum, lei.ta hæl- is í írumskóginum og kjósa frekar að búa þar við sífellda lífshættu,? en að eiga fyrmefnd öfl yíir höfði sér. Þessir tveir menn heita: Zibumm, miðaldra maður og Tom, ungur maður. Þeir hafa svo veraldarvanan náunga, Tiger Bullv, til að flytja sér vistir inn i frumskóg- inn. Þeir Zibumm og Tom una sínum hag allvel og eru sam- hentir í át'ormi sínu, þar til ó- væntur atburður breytir lifn- aðarháttum þeirra skyndilega, sennilega kemur . annað hvort fyrrnefndra afla fram á sjón- arsviðið eða jafnvel bæði, hver veit? Ekki sá ,sem þetta skrif- ar, því þegar hann skrapp nið- ur í Iðnó síðastliðinn laugar- dag, á æfingu hjá leikllokki Þorsteins Ö. Stephensen til að forvitnast nánar um málið. vildu leikendur ekki segja hon- um hver hinn óvænti atburður væri — „hann á að koma fólki á óvart“ — sagði Þorsteinn. Þeir Zibumm og Tom eru leiknir af Þorsteini og Helga Skúlasyni, en Helgi er leik- stjóri. Tiger Bully, hinn skeggj- aða ævintýramann og ofur- huga, leikur Knútur Magnús- son, en Knútur hefur samið lögin við söngvana í leiknum. Helga Bachmann er fjórði leikandinn í leikritinu — Það skyldi þó aldrei — ha? Þor- steinn þýddi leikinn svo leik- endurnir virðast vera tengdir leiknum útávið sem innávið. Nú spyrjum við nokkurra spurninga um leikinn og sýn- ingar á honum: Þorsteinn verð- ur fyrir svörum. — Við ráðgerum að sýna um allt land — fara yfirreið um bæði biskupsdæmin. Fyrst um Austur-, Vestur- og Norður- land, það tekur 4^-5 vikur, en Tveir en vonandi ekki það síðasta, skýtur Helgi inn í. Hvað viltu segja um leikrit- ið, Þorsteinn? >— Þetta er . léttur-. og mjög skemmtilegur gámarileikur, sem býður upp á mikinn hita i til- finningalífi, í hita frumskógar- ins. Við spyrjum leikstjórann. Helga Skúlason, um áformið —- hann svarar: — Ferðaskrifstoíurnar kepp- ast um að bjóða fólki upp á sumarauka suður í löndum, en ekki geta allir veitt sér slíkt — við komum með sumarauk- ann til íólksins úti um allt land. — Auðvitað eru fíllinn og og önnur villidýr skilin eftir heima, nema ef vera skyldi hann Tiger Bully. Hér er smásýnishorn úr leik* ritinu: 'ÚS Zibunnn: Þá gekk hún upp að mér. o@: sagði: — Elsku Zibumm minú — hún lagði áherzlu á ,,elsku‘‘ og handlegginn um hálsinn’ á mér — elsku Zibumm minn, þér eruð mikið barn! Og áðun en ég vissi af fann ég kpssi hennar brenna á vörum mér.j Tom: Og þú? Zibuinm; Já, ég . . . Þegar ég opnaðí augun aftur, var hún horfinl út um dyrnar. sunnanlands munum við ekki sýna fyrr en í haust. Við ger- um ráð fyrir að sýna hvert kvöld. — Svo þetta verður erfið yf- irreið? —Það má búast við því, við erum bjartsýn og vonumst eft- ir góðri aðsókn. — Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þú ferð með leikflokk út á land? — Jú, svarar Þorsteinn, — —Hvaða hlutverki gegnir kvenmaðurinn í leiknum? spyrjum víð af forvitni. — Ja, það er eiginlega leyndarmál — þetta eilífa leýndarmál — rúsínan — humm — Tom: Auðvitað, eftir kossinn hefutt henni ekki veitt af að fá frískt} loft. 5— Og síðan ertu sem sé farinn að raka þig. — Allt ber að varast, nema orð og gerðir — segir Þorsteinn í gamni. Við hlæjum öll — Það er létt yfir þessum fámenna leikflokki og vonandi á brúnin eítir að lyftast á áhorfendum við að horfa á þetta gaman- sama leikrit, „þrátt fyrir þessa siðustu og verstu tíma“. Zibumm: Þér veitti nú ekki af þvf heldur, að vera svolítið mann- eskjulegri í útliti; jafnvel gór- illuapi myndi verða hræddun við þig. Óskum við loks leikflokki Þ. Ö. S. góðrar ferðar með frumskóginn út á land, ekki veitir af að „klæða landið". — R. — Helga, Helgi, Þorsteinn og Knútur í frumskóinum. — (Ragnar Lár teiknaði) Þess vegna göngum við Hinn 18. júlí 1918 náðist hinn langþráði sigur, er ísland end- urheimti sjálfstæði sitt er þjóð- in hafði verið svipt í 656 ár. Danmörk viðurkenndi ísland sem fullvalda ríki og tilkynnti ■ jafnframt, „að ísland lýsi yfir ævar- andi hlutleysi sínu og að það t hafi engan gunnfána“. Þessi dýri arfur var nútima kynslóð fslands fenginn í hend- ur. Þetta var heimssögulegur atburður, sem vakti íögnuð friðelskandi manna víða um lönd. Hinn 1. desember 1918 var ríkisfáni íslands, hinn ævarandi hlutleysisfáni, í fyrsta sinn dieginn að hún á Stjórnar- ráðsbyggingunni. Á næstu ára- tugum var hlutleysisyfirlýsing- unni á lofti haldið innanlands og utan sem göfugu tákni. Hug- takið var sett inn í kennsliR bækur, böniin voru frá ómálgá aldri minnt á þennan dýr.a arf. — þetta hugtak prýddi þúsund ræður. p , í upphafi styrjaldar sagði ríkisstjórn íslands við Breta: • tsland vill hvorki né get- ur tekið þátt í hernaðarleg- um; aðger.ðum éða gert bandalag við nokkurn hern- aðaraðila“. Og þegar Bretar brutu hlutleysið 10 maí 1940, mótmælti ríkisstjórnin og sagði, að „hlutleysi íslands væri freklega brotið og sjálf- stæðið skert“. Þetta skal undirstrika: þegar hlutleys- ið er brotið er sjálfstæðið skcrt. Síðán hefur: ísland verið inn- limáð i’ nérnáðarkeríi, hlut- leysi þess vanvirt og landsrétt- indi seld i hendur herveldi. Jafnframt hefur verið blásið að glóðum hatursj En þess ber að minnast, að í samningum islenzkra stjórnarvalda um afsölu laodsréttinda í he.idur hern- aðaraðila hefur enginn staf- krókur stoð í lögum. Allir samningar þessu lútandi eru ofbeldi og með öllu ógildir. Hinn fyrsti samningur við Bandarikin um hersetuna var samþykktur af umboðs- lausum þingmönnum, þ.e.a.s. kjörtímabil þingmanna var útrunnið, en þeir samþykktu sjálfir umboð sín og frestuðu kosningum. Það voru því ekki löglegir þingmenn, sem samþykktu fyrsta hernáms- samninginn. Þannig var þjóðin blekkt og svikin 1946, 1949 og 1951. Allt atferli hernámsmanna er svik og blekkingar við þjóðina. Þessu mótmælum við með Keflavíkur- göngunni og undirstrikum kröf- una um endurheimt hlutleysis þjóðarinnar. Gunnar M. Magnúss. Á undanförnum misserum hefur verið að þróast með þjóðinni bitur andúð á útlend- um herstöðvum og erlendu her- liði á íslandi. Sú þróun hefur ekki farið hátt; en nokkrir ung- ir menn hafa numið þetta hljóða kall ú.r djúpi þjóðarsál- arinnar — og bundizt heitum að svara því í verki. Þessvegna göngum við. Keflavíkurgangan hefur fjnrst og siðast táknlega þýðingu; hún skal vera upphaf nýrrar sókn- ar í frelsismálum fslendinga. Við höfum verið hernumin og hersetin þjóð í tvo á.ratugi; en nú finnum við æ íleiri undir niðri, að hlutskipti okkar er í senn ósæmilegt og lííshættu- legt. Morgunblaðshöllin mikla við Aðalstræti er höfuðvígi her- námssteínunnar á íslandi. 1 litlu timburhúsi að baki henni er nú ungt fólk að undirbúa Keflavíkurgönguna, fyrstu lot- una í nýrri sókn fyrir endur- reistu sjálfstæði og óskertum heiðri fslendinga. Þessi aðstaða er táknræn um þá baráttu sem bíður: hún verður örðug, og' hún verður ekki leidd til lykta í einni svipan. En einn dag mun steinbáknið sjálft standa í skugganum af eldmóði og hug- sjón þessa unga fólks — og ís- land horfir þá enn við heiðum degi. Keflavíkurgangan er ferðalag í áttina þangað, sem sóminn ríkir og frelsið býr. Hún er áheit á okkur sjálf, og hún geíur fyrirheit um framtíðina. Bjarni Bencdiktsson. o ^jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiifmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiitiiiiifiiitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniuiiHiiiiiiiHiiiiiiiji

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.