Þjóðviljinn - 16.06.1960, Page 12

Þjóðviljinn - 16.06.1960, Page 12
Þjóðhátíðahöldin í Reykjavík með heiðbundnu sniði á morgun EUÓÐVIUINN Fimmtudagur 16. júní 1960 — 25. árgangur ■— 135. tölublað Vígsla Laugardalsvallar setti svip á hátíðahöld þjóð- hátíðardagsins í fyrra. Að þessu sinni fer ekki neinn hluti hátíðahaldanna fram þar, heldur er nú aftur snú- ið með íþróttakeppni og' sýningar til gamla Melavallarins. AÖ öðru leyti verður heildarsvipur þjóðhátíðarinnar á morgun eins og áður. Hát.’ðahöldin hefjast á morgun kl. 1.15 síðdegis með því að skrúðgöngur leggja af stað frá þrem stöðum í bænum samtímis: Melaskólanum, Skólavörðutorgi og Hlemmtorgi. Laust fyrir kl. 2 koma göngurnar að Austurvelli og setur þá Eirikur Ásgeirsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útihátíðina. Síðan hefst guðs- þjónusta í Dómkirkjunni. Séra Jón Auðuns dómprófastur pré- -dikar. Guðmundur Jónsson óp- ■erusöngvari syngur einsöng og dr. Páll ísólfsson leikur á ■kirkjuorgelið. Að messu lokinni leggur Þórður Eyjólfsson forseti Hæstaréttar blómsveig frá ís- Jenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Ólafur Thors forsætisráðherra f kvöld kl. 20 verður opnuð í Ásmundarsal Freyjugötu 4b sýning á keramik frá leir- brennslunni Glit h.f. Á sýning- unni eru um 500 munir, form og skreyting eftir Ragnar Kjart- ansson og Díter Rot. Sýningin er opin til 26. júní 1— daglega frá 2—10. Nánar verður sagt írá sýningunni í næsta blaði. flytur ræðu af svölum Alþingis- hússins og Þóra Friðriksdóttir kemu.r fram i gervi Fjalikonunn- ar og flytur nýtt ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Milli atriða leika lúðrasveitir. íþróttamót á Melavellinum. Kl. 3 síðdegis verður lagt af stað frá þinghúsinu suður á Melavöll, en á leiðinni stað- næmzt við leiði Jóns Sigurðs- sonar. Þar leggur forseti bæjar- stjórnar, Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, blómsveig frá Reykvíkingum, en Karlakórinn Fóstbræður syngur. íþróttamótið á Melavellinum hefst kl. 3.30. Verður það keppt í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, úrvalsflokkar karla úr Ármanni og KR sýna fimleika, sýnd verð- ur glima og háð bændaglima. Leikstjóri er Jens Guðbjörnsson. Barnaskemnitun og kvöldvaka Kl. 4 síðdegis hefst barna- skemmtun á Arnarhóli undir um- sjón Baldurs Pálmasonar. Þar verður fiutt ávarp, lúðrasveitir drengja leika, sýnd vérða at- riði úr 3 leikritum og harmon- ikkuhljómsveit leikur. Hljóp ó gler- hurð og skarst Laust eftir klukkan þrjú i gær vildi það slys til i nýja Fiskifélagshúsinu að 8 eða 9 ára gömul telpa, Áslaug JÓt hannesdóttir, Eiríksgötu 23, hljóp á glerhurð og braut hana og skarst illa bæði á hné og úlnlið, Hafnfirðingar Þeir Hafnfirðingar sem vilja taka þátt í Keflavíkurgöngunni geta gefið sig fram í síma 50615. 3 DAGAR KEFLA- VÍKURGANGAN Komið strax í dag í skrifstofu Keflavíkurgöng- unnar í Mjóstræti 3, annarri hæð og látið skrá ykkur til þátttöku í göngunni á sunnudaginn. Við leggjum af stað með bílum frá Reykjavík kl. 6 að morgni og þarf ^érhver þátttakandi að snúa sér til skrifstofunnar og fá upplýsingar um hvar hann á að mæta til að ná í bíl. Við heitum á alla her- námsandsæðinga að leggja göngunni lið. Þið sem ekki getið gengið alla ieiðina, komið til móts við gönguna þegar hún.nálgast Reykjavik. Við komum til Hafnarfjarðar um kl. 6 síðdegis. Sími skrif- stofunnar er 2-36 -47. Tekið er þar við fjárfram- lögum og skráðir bíiar sem lagt geta iið á sunnudaginn. Dugi nú hver sem má. Gerum sunnudaginn 19. júní að sigurdegi. BURT MEÐ ERLEND VÍGHREIÐUR AF ÍSLANDI! Kvöldvakan verður sett á sama stað ki. 8.20 af Ólafi Jónssyni, ritara Þjóðhátíðarnefndar, eftir að Lúðrasveit Reykjavikur hefur leikið í nökkrar mínútur undir stjórn Herberts Hribersceks. Geir Hallg.rímsson borgarstjóri fiytur ræðu, Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Carls Bill- ich. Guðbjörg Þorbjarna.rdóttir, Róbert Arníinnsson og Rúrik Haraldsson flytja nýjan leikþátt, ,,Ástir og stórmál“ eftir Guð- mund Sigurðsson, Guðmundur Guðjónsson syngur einsöng, Richard Beck prófessor flytur kveðju frá Vestur-íslendingum og leikararnir Bessi Bjarnason. og Gunnar Eyjólfsson skemmta. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti á þrem stöðum í mið- bænum, á Lækjartorgi, í Aðal- stræti og á Lækjargötu. Skrúðganga og útisam- koma í Kópa- vogi í Kópavogskaupstað gangast baejaryfirvöldin fyrir hátíðahöld- um á morgun, þjóðhátíðardaginn. Kl. 2,15 síðd. verður haldið í skrúðgöngu frá félagsheimilinu og gengið um Digranesveg, Bröttubrekku og Hlíðarveg. Að göngu lokinni hefst samkoma í Hlíðargarði. Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri setur samkomuna, Sigríður Soffia Sandholt kemur fram í gervi vorgyðjunnar og flytur kvæði, sr Gunnar Árnason flytur óvarp, sýndir verða leik- mrntiiimiMíiim Þéssi mynd var tekin í gær er nýstúdentarnir gengu niður menntaskólatröppurnar með húfurnar að lokinni skólauppsögn. ■ (Ljósm. Þjóðv, A.K.) Sektarrefsing hækkuð ur 74 þús. kr. í 230 þusund Hæstiréttur dæmir í rúmlega tveggja ára gömlu landhelgismáli Hæstiréttur kvað á dögunum upp dóm í máli brezks landhelgisbrjóts og hækkaði refsinguna úr 74 þús. kr. sekt skv. héraðsdómi í 230 þús. þættir. farið með gamanvísur. Þorsteinn Hannesson óperusöngv- ari syngur einsöng. Lúðrasveit verkaiýðsins leikur fyrir göng- unni og milli atriða. Sýning Matthías- ar vel sótt Málverkasýning Matthíasar Sigfússonar í Listamannaskál- anum hefur verið vel sótt og þrettán myndir höfðu selzt í gær. Sýningin er opin klukkan eitt til tíu síðdegis á hverjum degi fram til 25. þessa mán- aðar. Alls eru nú 8 Sjálfsbjargarfé- lög á landinu, þ.e. í Reykjavik, Vestmannaeyjum, Húsavík. Bol- ungavík, Árnessýslu, á Akureyri, ísal’irði og Siglufirði. og er fé- lagatala þeirra um 40(1. Félögin eru öll ung. hið elzta tvegg.ia óra. og skortir þau ÖH mjög til- finnanlega fé til stárfsemi sinn-- ar. Féíagið á Akureyri hefur nú komið sér upp feiagsheimili ■ en; John Williams Meadows heitir skipstjórinn sem dæmdur var, en hann var tekinn að ó- löglegum botnvörpuveiðum í landhelgi vestur af Vest- , mannaeyjum í togara sínum Northern Pride GY-169 síð- degis sunnudaginn 13. april 1958. Hafði gæzluflugvélin Rán staðið togarann að landhelg- isveiðunum ásamt fleirum skip- happdrættis til þess að afla fjór íyrir iélögin. Treysta forraða- menn þess því, að almenningur í landinu bregðist vel við og styrki gott máleíni með þyr að kaupa miða i happdrættinu. Vinningar í happdrættinu eru. 5, Volkswagenbifreið, kæliskápur, strokvél, hrærivél og bónvél. Gefnir verða út 35 þúsund miðar og verða þeir seldir um iand; allt. Úti á landi hófst sala í gær, en hér í Reykjavík byrjar 17. júní. Dregið ve.rður í um þennan dag og kvatt síðan til aðstoðar varðskipið Albert. I forsendum hæstaréttar- dómsins segir m.a.; „Eftir uppsögn héraðsdóms hefur Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, framkvæmt athugun á mæling- um gæzluflugvélarinnar Rán 13. apríl 1958 og markað á sjóuppdrátt staði togarans samkvæmt þeim mælingum. Reyndist staður togarans kl. 19.24 um 0,9 sm innan fisk- veiðimarkanna, kl. 19.25 um 0,7 sm og ltl. 19.32 um 0,9 sm. Ákærði hefur játað að hafa, verið að veiðum með stjórn- borðsvörpu togarans á þeim tíma, er mælingarnar voru gerðar Ákærði hefur því gerzt sek- ur við 1. gr. shr. 3. gr. laga. j nr. 5/1920, sbr. 1, gr. laga. í nr. 5/1951 og 1. gr. laga nr. 82/1952. Refsing ákærða þykir. með: tilliti til þess, .að 1724.21 papp- írskrónur jafngilda nú 100 gull' krónum samkvæmt vottorði Landsbanka íslands, hæfilega ákveðin kr. 230.000.00 sekt til’ Landhelgissjóðs Islnnds, og' komi 8 mánaða varðhald í staö sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birt— ingu dóms þessa." hin öll vantar húsnæði til að: starfa í. Á þinginu á. Akureyii var. á-lsa)an kveðið, að sambandið efndi til' happdrættinu L ógúst'n.k. Sjálfsbjörg, landssamb. fatl- aðra, efnir til happdrættis Á þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaö'ra, sem haldiö var á Akureyri 10.—11. júní sl. var ákveöiö aö efna til happdrættis til ágóöa fyrir samtökin_

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.