Þjóðviljinn - 17.06.1960, Page 7

Þjóðviljinn - 17.06.1960, Page 7
Föstudagur 17. júní 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Norrænir gestir FROKEN IULIA Brot úr öðrum leikdönsum eftir Birgit Cullberg Sá fern fyrsta sinn skyggnist inn , undraheima leikdansins opnum hrii'nfemum huga verður sem bergnuminn og gleymir ekki þeirri stundu — honum opnast vðáttur hreinnar feg- urðar og þangað leitar hugur- inn' aítur. Margi.r unna hinni skíri; listgrein á landi hér. en eiga þess sjaldan kost að njóta hennar, og því var það okkur mikið' fagnaðarefni er sænska dansmærin og dansskáldið Birgit Cullberg kom hingað með fríðu föruneyti snjallra listamanna frá Finnlandi, Dan- ínörku og Syíbjóð og sýndi okkur meða! annars leikdans þann sem víðfrægastur hefur orðið norrænna balletta á síð- ari árum, hið máttuga og hug- tæka verk sitt ..Fröken Júlíu". Hrífning áhorfenda var al- menn og einlæg og húsið þétt- skipað á sýningunum öllum; við kveðjum hina ágætu gesti með mikilli þökk. ★ Fyrri hluti danskvöldsins var helgaður tvídönsum og ein- dönsum úr ýmsum ballettum og söngleikum. undirleik annaðist Magnús Blöndal Jóhannsson. Þannig vorum við kynnt fyrir listamönnunum flestum, sér- kennum þeirra og margvíslegri danssnilli. og sú kynning var verulega ánægjuleg, þótt aðeins væri að ræða um „óma af lög- um og brot úr brögum‘\ Mesta GN A GÖNGUM VIÐ Margarethe von Balir og Frank Scliaufuss. mennsku og styrjöldum lýt- ur, sé smánarblettur á sið- menningunni. Hér er ekki og verðnr aldrei neitt annað en flokkur manndrápara, sem hefir þá aðaliðju, svo þokka- leg sem hún er, að læra á hárnákvæman og vísindaleg- an hátt að drepa menn. Með morðvélar í bak og fyrir, uppí yfir sér og allt í kring æfa þeir sig liðlangan dag- inn í því hvernig þe:r eigi að fara að því að drepa með- hræður sína. Manneskjan er undarlegt fyrirbrigði. Ef óður maður verður manni að bana, verða allir felmtri s’egnir og eru ekki í rónni fyrr en búið er að handsama morðingjann og koma honum undir lás og slá. En þó erlendir dátar í hundraðatali hafi lireiðrað um sig suður á Keflavíkur- flugvelli umkringdir þeim hryllilegustu nlorð- og' vít- isvélum, sem mannsandinn hefur getað fundið upp, fyrirfinnst fólk, sem hefur ekkert við það að athuga. Og þó orustuflugvélar hlaðnar kjamorkusprengjum svífi jrfir Tandinu, nótt og nýtan dag, er fólk und- arlega sljótt fyrir þeirri hættu, sem af því stafar. Og þó þyrfti kannske ekki annað en einni flugvélinni hlekktist á, eins og alltaf getur komið fyrir, og hrap- aði til jarðar, til þess að tortíma okkur öllum með tö’.u. Það fer vel á því að Keflavíkurgangan skuli verða þreytt á kvennadag- inn 19. júní. Konum er mildll sómi sýndur með því að sá dagur skuli hafa orðið fyrir valinu. Þannig verður þessi sögulegi atburðifr tengdur kvennadeginum órjúfandi böndum um aldur g og ævi. Og ættu konur að ® sýna það í verki og láta ■ ekki sitt eftir liggja að gera ■ þessa göngu eins fjölmenna b og kostur er. Engum stend- g ur það nær en konum að J mótmæla djöfladansi vígbún- ■ aðarins, sem felur í sér ■ dauða og tortímingu alls ■ mannkyns. Móðurhlutverkið ■ er ekki einungis fólgið í því að fæða mannveru í heim- S inn, heldur engu að síður að ■ vernda og varðveita það líf ■ sem borið er. Hefjum sókn fyrir friði og g bræðralagi í heiminum og ■ tengjum það göfuga hlut- ■ verk kvennadaginum. Ef allar konur heims ■ sameinuðust um að vernda ■ friðinn í heiminum, ef allar rnæður heims sameinuðust 5 um að vcrnda börn sín og ■ hverrar annarrar fyrir ■ i idrápsvélum etríðsæðisins, ■ myndi friðarvon mannkyns- a ins fá byr undir báða vængi ! og liinn gullni draumur um ■ frið á jörðu rætast. Hulda Bjarnadóttir ■ ísland er fótþurrka útlends ■ skríls sem hefur fyrir at- vinnu að tortíma mannslíf- ■ um. Þetta hlutskipti lands ■ síns samþykkja íslenzk ■ stjórnarvöld með glöðu g bljúgu geði. Slíkt samþykki jj á rót sína í fégræðgi þeirra H og þýmennsku gagnvart úr- ■ kynjuðu dollararíki í vestur- ■ átt. Ég mun með - þátttöku ■ minni i Keflavíkurgaungunni a n.k. sunnudag sýna reiðan H hug minn í garð erlendrar ■ hersetu og þrælslundar ■ nefndra stjórnarva’da; og ■ þeirra tortímingarvopna sem ■ þessar staðreyndir tvær H reiða að saklausum börnum. H Þorstfeinn frá Haanri ■ hrifningu vakti tvídansinn -fagri úr ..Svanavatninu", hinum óvið- jafnanlegá sfgilda leikdansi er þau Margaretha von Bahr og Frank Schaufuss túlkuðu með þróttmiklum hætti og undur- íögrum. Það mun sízt ofmælt að Margaretha von Bahr sé ein af fremstu dansmeyjum Finna — hún er íturvaxin og í’jaður- mögnuð. fögur og heillandi og í öllu sönn Odette, drottning svananna, hún er búin þeim hreinleika. göfgi og reisn sem sæmir mikilli klassískri baller- ínu. Formsnilld hennar minnir á frægar sovézkar dansmeyjar og hin fullkomna og stranga rússneska skóla, nágrennið við Leningrad hefur raunar komið leikdansinum finnska að góðu haldi. Frank Schaufuss, ball- ettmeistarinn danski. er fram- ar öllu frábær skapgerðardans- ari. en glæsileiki hans, öryggi og karlmennska naut s:'n ágæta vel í gervi Sigfrieds prins. ,.Carmen“. hinn margrómaði og sérstæði leikdans franska meistarans Rolands Petit var Birgit Cullberg fyrirmynd og hvatning er hún samdi „Fröken Júlíu“, og við fengum góðu heilli að kynnast oíurlitlu broti úr hinu ástríðuþrungna verki. Eindans Flemmings Flindt sem e.r einn af snjöllustu dans- mönnum Konunglega leikhúss- ins danska þótt ungur sé að árum, vakti mikla og maklega athygli. og bar vitni um ör- ugga tækni og auðugar drama- tískar gáfur — Don José birtist ljóslifandi á sviðinu þessa ör- skotsstund. spánskur og skap- heitur. og dansinn gæddur ör- lagaþunga og suðrænni glóð. Af gerólikum toga voru hin- ir ljósu. síðrómantísku dansar sem Hanne Marie Ravn túlk- aði, kornung dansmær, litil vexti en búin ríkum töfrum, æskuþokka, léttleika, hlýju brosi. Hún dansaði ,.La Lit- haunienne“ við tóna Lumbye og ásamt Flemming Flindt tvídans úr óperu Rossini, „Vilhjálmi Tell“ — sá dans er verk Aug- usts Bournonville, meistara og föður ballettsins danska. Mjög skemmtilegt var að kynnast saklausri ást Týrólbúanna ungu í meðíörum hinna snjöllu dans- enda, leikandi fjöri þeirra og ómótstæðilegri glettni. Loks sýndi NielsKehlet örstuttan ein- dans úr „Svanavatninu". en síðar kynntumst við enn betur ótrúlegri stökkfimi hans og mikilli leikni. Ktyiunglega leik- húsið þarf ekki að kvíða kom- andi degi eigi bað marga korn- unga dansendur búna svo auð- úgum gáfum. ★ Listræn einbeitni. óbugandi viljaþrek og áræði mun eigi sizt einkenna Birgit Cullberg, hina frægu umdeildu kon.u. Hún var löngum ótrauður mál- svari frjálsa dansins svonefnda er eitt sinn átti miklu gengi að fagna, en má nú muna fífil sinn fegri, og þegar hún sneri hinu raunsæja meistaraverki Strind- berks „Fröken Júlíu“ í leik- dans fyrir tíu árum töldu marg- ir hana spenna bogann of hátt og árnuðu henni lítilla heilia. Þær raddir eru löngu þagnað- ar, leikdansinn hefur staðizt allar eldraunir og höfundur hans unnið marga nýja sigra; nafn hins snjalla dansskálds er á allra vörum. Júiía er stór- brotnust og hugtækust allra kvenlýsinga Strindbergs og er þá mikið sagt. Hin stórláta, ástsjúka og dutlungafulla greifadóttir ber dauðann í brjósti sér, en mun æ lifa. Sál- arlíf hennar er flókið og torrætt og verður að sjálfsögðu aldrei lýst til hlítar á þöglu máli leik- dansins, en Birgit Cullberg tekst engu síðu.r að gera harm- sögu hennar áhrifamikla og lif- andi, lýsa sterkum mannlegum ástríðum og eilífri baráttu kynj- anna með kyngimögnuðum þrótti. í fjórum stuttum atriðum eða myndum sjáum við hvernig Júlía leikur sér að eldinum, en bíður þrefaldan ósigur í ásta- málum á einni jónsvökunótt, og svo greypilegan að lokum að hún kýs heldur að svipta sig lífi en lif.a við ævarandi smán. -— Máttugur stígandi er í leik- dansinum og rík dramatísk spenna allt til loka. og meist- aralega er elskendunum lýst, hinum algeru andstæðum. að- alsmeynni og þjóninum. Þær sterku og litríku andstæður tekst Birgit Cullberg' eigi sízt að skapa með því að beita ó- líkum stíltegundum; Júlía dans- ar jafnan klassískan tádans sem ættgöfgi hennar sæmir, dansspor Jeans eru sýnu ó- bundnari hinni sígildu hefð, fagnaður vinnufólksins minnir á þjóðdansa, og voveiflegur draugadans forfeðranna í lokin á hinn frjálsa dans og mun eiga ætt sína að rekja til Kurt Jooss hins þýzka. en Birgit Cullberg var um skeið nemandi hans. Þótt ótrúlegt kunni að vírðast tekst dansskáldinu að fella hin ólíku stílíorm í list- ræna lifandi heild; „Fröken Júlía“ er nýt'zkt verk og frum- legt og bendir til komandi tíma. Margaretha von Bahr dansaði hið magnslungna og stórbrotna hlutverk Júliu og mun ekki of- sagt að hún hafi heillað allra hugi. Tækni hennar er ofar mínu lofi, og aðdáun vakti meitluð og innfjálg skapgerðar- lýsing hennar og skír fegurð. Ástum og fýsn holdsins er djarflega lýst í leikdansinum — túlkun Margarethu von Bahr er heilsteypt og mjög íáguð og ber i öllu mark hinnar klass- ísku listar. 1 meðförum hennar er Júlía hrein og spillt í senn, og dansinn í sönnum anda sorgarleiksins, framar öllu í lokin, við hrífumst af ótta hennar og örvæntingu, harm- þrunginni reisn og válegum dauía. Snögg geðbrigði Júlíu og óstýriláta.r kenndir túlkar daha- mærin af lifandi þrótti. kulda- legan þótta og heita ástleitni, hamsleysi og óbeit, hatur og sár vonbrigði, sálarkvalir og óbæriiega smán. Danssnilli og dramatískar gáf- ur Franks Schaufuss njóta sín ágæta vel í hlutverki Jeans, hins óbilgjarna þjóns, hann er fríður maður og karlmannleg- ur sem vcra ber og' lýsir skap- gerð hans og innræti svo skýrt og eftirminnilega að hvergi skeikar; Jean er maður hrotta- fenginn og búinn í'rumstæðum þrótti og hæfiieikum, þræll sem l'klegt er að hefjist yfir stétt sína o° drottni yfir öðrum. Túlkun Franks Schaufuss er mjög svipstór og auðug að lif- andi blæbrigðum; Jean er drembilátur harðstjóri aðra stundina, en hina auðmjúkur og undirgefinn þjónn. Birgit Cullberg bregður upp Framhald á 10. síðu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.