Þjóðviljinn - 17.06.1960, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.06.1960, Qupperneq 10
50) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. júní 1960 I i t f í [ f í I ( ! I r DAGSKRÁ hátíðahaldanna 17. júní 1960 I. SKRUÖGÖNGUK Kl. 13.15 Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þrem stöðum í bænum. Frá Melaskólanum verður gengið um Furu- mel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkjustræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðrasveit barnaskóla ReykjaV'íkur leika. Stjórnandi: Herbert Hribersehek. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu, Laufásveg, Skothúsveg, Frí- kirkjuveg, Lækjargötu og Skólabrú. Lúðra- sveitin Svanur og lúðrasveit barnaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Pósthús- stræti Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Jón G. Ásgeirsson. n. HÁTÍÐAHÖLDIN VIÐ AUSTURVÖLL: Kl. 13.55 'Hátíðin sett af formanni Þjóðhátíðarnefnd- ar, Eiríki Ásgeirssyni. Gengið í kirkju. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Séra Jón Auðuns, dómprófastur. — Ein- söngur: Einar Kristjánsson, óperusöngvari. Organleikari: Dr. Páll Isólfsson, tónskáld. Dómkórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir: 664 Upp þúsund ára þjóð ....... 671 Beyg kné þín, fólk vors föðurlands .., 16 Þitt lof, ó Drottinn vor .... Kl. 14.30 Forseti Hæstaréttar, dr. jur. Þórður Eyj- ólfsson leggur blómsveig frá íslenzku þjóð- inni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. All- ir viðstaddir syngja þjóðsönginn með und- irleik iúðrasveitanna. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. Kl. 14.40 Forsætisráðherra, Ólafur Thors, flytur ræðu af svölum Alþingishússins. „Island ögrum skorið" sungið og leikið. Stjórnandi: Her- bert Hribersehek. Kl. 14.55 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingis- hússins. „Yfir voru ættarlandi" sungið og leikið. Kl. 15.00 Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll. Staðnæmst við leiði Jóns Sig- urðssonar. Forseti bæjarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum. Karlakórinn Fóstbræður syngur: ,vSjá roðann á hnjúkunum háu“. Stjórnandi: Carl Billich. III. Á ÍÞRÓTTAVELLINUM VIÐ SUÐURGÖTU: Kl. 15.30 Ávarp: Gísli Halldórsson, formaður l.B.R. Skrúðganga íþróttamanna og skáta. — Úr- valaflokkur karla úr Glímufélaginu Ármanni sýnir fimleika. Stjómandi: Vigfús Guð- brandsson. — TJrvalsflokkur úr K.R. sýnir fimleika. Stjórnandi (Benedikt Jakobsson. — Sýningar og bændaglíma. Stjórnandi: Kjartan Bergmann. — Keppni í frjálsum íþróttum: 110 m grindahlaup — 100 m ihlaup — 40C: m hlaup — 1500 m hlaup — kúluvarp — kringlukast — stangarstökk — þrístökk — 1000 m boð-hlaup. Keppt verður um bikar þann, sem forseti Islands gaf 17. júní 1954. -— Keppni og sýningar fara fram samtimis. — Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson. Kynnir: Bragi Friðriksson. IV. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI :Stjórnandi: Baldur Pálmason, fulltrúi. Kl. 16.00 Séra Ölafur Skúlason æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar ávarpar börnin. — Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Karls O. Run- ólfssonar. — Atriði úr þrem leikritum: „Skugga-Sveini1 ‘, „Undraglerjunum“ og „Kardimommubænum". Leikstjóri: Klem- ens Jónsson. Leikendur: Jón Aðils, Klem- ens Jónsson, Bessi Bjarnason, Helgi Skúla- son, Baldvin Halldórsson og Ævar R. Kvar- an. Carl Billieh leikur undir söngnum. — Harmonikuhljómsveit barna leikur undir stjórn Karls JónatanSSOn^jppj|g^j^jpj V. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI: Kl. 20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi: Her- ibert Hribersehek. Kl. 20.20 Kvöldvakan sett: Ólafur Jónsson, ritari Þjóðhátíðarnefndar. -— Lúðrasveit leikur: „'Hvað er svo glatt“. Kl. 20.25 Geir Hallgrímsson, borgarstjóri flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Reykja- víkurmars eftir Karl O. Runólfsson. Höf- undurinn stjórnar. Kl. 20.40 Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Carl Billich. Einsöngvari Kristinn Halls- son. K1..20.55 Leikrit: Ástir og Stórmál, eftir Guðmund Sigurðsson. Leikendur: Guðbjörg Þorbjam- ardóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Har- aldsson. Kl. 21.20 Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson, óperu- söngvari. Undirleikari: Skúli Halldórsson, tónskáld. Kl. 21.35 Prófessor Richard Beck, forseti Þjóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi flj'tur kveðju frá Vestur-lslendingum. Kl. 21.40 Leikaiarnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson skemmta. Kvöldvökunni lýkur um kl. 22.00. VI. DANS TIL KL. 2 EFTIR MIÐNÆTTI: Kynnir: Ævar R. Kvaran, leikari. Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöidum stöðum: á Lækjartorgi: Hljóm- sveit Svavars Gests. Einsöngvaii: Sigurdór Sigurdórsson. I Aðalstræti: Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Einsöngvarar: Ellý Vilhjálms og Óðinn Valdimarsson. — Á Lækjargötu: Hljómsveit Áma ísleifsson- ar. Einsöngvarar: Hulda Emilsdóttir og Sig- ríður Guðmundsdóttir. Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur til skiptis á öllum dansstöðunum. Kl. 02.00 Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi. Fröken Júlía Framhald af 7. síðu. hnittilegum og skemmtilegum svipmyndum af Kristínu elda- busku, kærustu Jeans, hún er roskin, siðavönd og sérgóð, og dansinn í senn þrunginn alvöru og safaríkri kímni. Hinn fimi og grannvaxni Svíi Gunnar Rundin er unnusti Júliu og gerir hann ærið kátbroslegan í útliti og hreyfingum ■— er það nokkur furða þótt Júlíu geðjist lítt að slíkum manni? Niels Kehlet ber af sveitfólkinu í skoplegu gervi Andrésar vinnu- manns, heljarstökk hans vekja hreina furðu; maðurinn er þéttfullur og ærið valtur á fót- um, en hnitmiðað jafnvægi hins unga dansara bregst aldrei. Eske Holm sómir sér vel sem greifinn faðir Júlíu. og með hlutverk Klöru fer Stella Hólm Ólafsdóttir. en aðrar ungar stúlkur íslenzkar mynda hinn í'ámenna dansílokk og tekst vonum betur, njóta sín vel und- ir myndugri handleiðslu Birgit Cullberg. Tónlist Ture Rang- ström er varla tilkomumikið verk í sjálfu sér, en fellur vel að efni leikdansins; hljóm- sveitinni stjórnaði Hans Ant- olitsch. Sérkennilegar sviðs- myndir og búningar eiga Sven Erixson að upphafsmanni, hinn viðkunna sænska málara, en tjöldin málaði Lárus Ingólfsson. En hvað líður leikdansinum íslenzka? Við höfum fátt heyrt um starf dansskólans í Þjóð- leikhúsinu hin síðustu ár, en vonum að þar sé ekki sofið á verðinum. Langt er í land og við ótal örðugleika að etja unz hæfur dansflokkur getur orð- ið til á landi hér og innlendur leikdans. en mest um það vert að gei'ast ekki upp. missa ekki sjónar á markinu. Leikhússins biður þrotlaust starf í þágu íslenzkra lista, við þvi blasir önn hins virka dags. Á. Hj. íþróttir Framhald af 9. síðu. innar. mjög góður í miðvarðar- stöðunni. í framlinunni, sem var betri hluti liðsins. var Guðjón langbeztur; bezti leikur Guðjóns í ár, og .e.t.v. besti leikur ísl. út- herja, sem við höfum fengið að sjá í sumar. Grétar var einnig liflegur og vann ötullega i öllum upphlaupum og sama má segja um Guðmund Óskarsson. sem hefur sýnt góða framför í sum- ar. Baldur átti einnig góðan leik, þó ekki nálægt sínu bezta. Björg- vin var góður í fyrri hálfleik, meðan hann hafði hörkuna en í síðari hálfleik va.r hann heldur slakur. KR liðið virtist þetta kvöld algerlega falla saman við þá mótspyrnu, sem Fram sýndi. Langbeztan leik sýndi Þórólfur. og var raunar sá eini sem eitt- hvað kvað að. Ellert gerði einnig margt vel. Vöm KR, en í hana vantaði H.reiðar, sem mun yera erlendis, var mjög léleg, bæði opin og laus i sér, enda kvað mun meira að sóknarlotum Fram fyrir bragðið. Heimir varði þó oft vel. Furðulítið bar á lands- liðsuppistöðunni úr KR í þess- um leik, ef í'rá er talinn Þórólf- ur. Garðar, Örn og Gunnar sá- ust varla. Dómari í leiknum var Þorlák- ur Þórðarson, Víking. — bip — Skólabyggingar Framhald af 12. síðu. „Það er hvorki viðunandi eða sæmandi fyrir stærsta bæjarfé- Iagið og liöfuðborg landsins að láta skólamál sin vera í þeim ó- lestri vegna húsnæðisleysis sem þau eru nú í. Bæjarstjórnin verður að gera sér ljóst að löng vanræksla kallar nú á mark- vissa áætlun. sem verður að framkvæma undanbragðalaust og verja til hennar því fé sem nauð- synlegt er. Verkefnið iná ekki vaxa bæjarstjórninni í augum og áframhaldandi vanræksla þess eykur vandann stórlega og gerir hann lítt viðráðanlegan. Þess vegna þarf nú bæjarstjórn- in að brjóta í blað í þessum málum ....“ Gísli Halldórsson bæjarfull- trúi íhaldsins var fenginn til að verja vanrækslusyndir meiri- hlutans í þessu máli, en öll bar ræða hans með sér að íhaldinu er ljóst að mál þetta stendur skammarlega illa fyrir það. Gísli gaf þær atliyglisverðu upplýsingar í ræðu sinni að bæj- arstjórnarmeirihlutinn ætlar að vera til ársins 1972 að byggja þá skóla sem reisa á samkvæmt á- ætluninni frá 1957! Bar Gísli í lok ræðu sinnar fram frávisunartillögu Sjálf- stæðisflokksmanna við tillögu Guðmundar. Var sú tillaga sam- þykkt að umræðum loknum með 10 atkvæðum íhaldsins gegn 3. Jónas Haralz Framh. af 12. síðu efnahagsmál í tirna og ótíma, þótzt hafa lauSn á hverjum vanda og talið viðreisnarkerfið mikla listasmíð. Honum hefur aðeins láðst að gæta þess að það Iifir fólk í landinu sem verður að reyna að lifa af almennu verkamannakaupi eða lægri tekjum. Og þegar honum er bent á það vandamál kann hann engin ráð til þess að leysa það. Hið mikla og flókna viðreisnar- kerfi hans hrynur til grunna um leið og á það er lagður mæli- kvarði daglegs lífs. Þögn Jónasar Haralz er dýrmæt viðurkenning fyrir verkalýðshreyfinguna. í henni felst skilyrðislaus játning á því að fjölskylda geti ekki Iifað á verkamannskaupi. Með þögn sinni tekur sjálfur við- reisnarpostulinn Jónas Haralz á öflugasta hátt undir kröf- urnar um verulegar kaup- hækkanir. D A M A S K — Sængurveraefni Lakaléreft Flauel Léreft Hvít og mislit ULLAR-VATTTEPPI Skólavörðustíg 21. Pantið fermingarmyndirnar timanlega. Laugavegi 2. Sími 11-980. Heimasími 34-890;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.