Þjóðviljinn - 17.06.1960, Page 12

Þjóðviljinn - 17.06.1960, Page 12
Verkfall á humar- veiðum í Hafnarfirði þlÓÐVILIINN Föstudagur 17. júní 1960 — 25. árgangur — 136. tölublað Bótavið^erð á malbikinu Vor- og suniarmánuðina má oft sjá vinnuflokka að störfum við gatnaviðgerðir liér í Reykjavík, enda veit- ir ekki af að tekið sé til hendinni eftir veturinn, j*eg- ar akbrautirnar, ekki hvað sízt þaer malbikuðu, eru sem verst útleiknar. „Bóta- aðferð“ er oftast nær við- höfð, þegar gert er við mal- bikuðu göturnar — o,g þykja ýmsum þau vinnu- brögð kyndug á stundum. Ákveðnir blettir akbrautar- innar, allt frá Iófastórum blettum upp í stóra, ó- reglulega fleti, eru af- markaðir með krjtarstrikum, yfirborðið burstað, asfalti sprautað á flötinn og gróf- um sandi stráð yfir. Þá er viðgerðinni lokið í bili a. m.k., því að endingin er ekki alltaf haldgóð. — Myndirn- ar voru teknar hér í bænum einn góðviðrisdaginn. Til vinstri sést hvernig blett- irnir, sem gera á við eru af- markaðir með krítarstrik- um; til liægri: asfaltinu hellt á bikið. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). í gær kom til vinnustöðvun- ar á humarveiðuin hjá Sjó- mannafélagi Itafnarfjarðar. — Snéri Þjóðviljinn sér af því til- efni til formanns félagsins, Ein- ars Jónssonar, og spurði liann, hvað sjómönnum og útgerðar- mönnum bæri á milli. Það hafa engir sérsamning- ar verið á humarveiðunum, sagði Einar. Fyrir alllöngu fór félagið fram á viðræður við út- gerðarmenn, úr þeim hefur enn ekkert orðið. Þeir hafa all-taf borið því við, að þeir hefðu ekki tíma. Félagið sá sig því til- nejdt að boða stöðvun í dag. Hefur það nú orðið að sam- komulagi við útgerðarmenn, að viðræður um samninga hefjist fyrir hádegi á laugardag. Einar sagði, að kröfui: þær, sem hafnfirzkir sjómenn færu fram á á humarveiðunum væru í aðalatriðum þær að fá 40% til skipta og sömu tryggingu eins og á öðrum veiðum, enn-. fremur helgafrí. Þá eru sjó- menn mjög óánægðir með það, að undanfarið hafa vélar verið notaðar til þess að þvo hum- arinn. Hafa verið mikil brögð að því, að skeljarnar brotnuðu í vélunum og humarinn af þeim sökum lent í 2. flokki. Fara sjómennirnir einnig fram á úrbætur á þessu. Búizt er við, að yfir 10 bát- ar frá Hafnarfirði muni stunda humarveiðar. 2 DAGAR <i 11111111111111111111111; m 11111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 f 111111111111 n Stórátaks er þörí í skólabyggingum Það virðist öllum ljóst nema bæjarfulltrúum ihaldsins KEFLA- VlKURGANGAN Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær bar Guð- mundur Vigfússon, bæjar- fulltrúi Alþýöubandalags- ins, fram tillögu sem fól í jsér áætlun um myndarlegt álak í skólabyggingamálum bæjarins á næstu 5—6 ár- um. Tillögu þessa felldu bæjarfulltrúar íhaldsmeiri- hlutans, enda þótt ófremd- arástand hafi ríkt í skóla- málum bæjarins á undan- förnum árum og meiri- hlutafulltrúana hafi skort skilning á lausn vandans og dugnað til framkvæmda. Tillaga Guðmundar var svo- hljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að fela fræðsluráði og fræðslustjóra að semja áætlun og tilliigur um framkvæmdir í skólabygginga- niálum á næstu 5—6 árum. Skulu tillögurnar við það miðað- ar að að þeim tíma liðnum verði: 1. Einsett í skólastofur gagn- fræðastigs, 2. hvergí meir en tvísett í skólastofur barnafræðslu- stigs, 3. skólastarfsemin Iosuð úr leiguhúsnæði, 4. sómasamlega séð fyrir námsgreinum, sem þarfnast sérstaks húsnæðis í skól- unum, svo sem matreiðslu, handavinnu og öðru verk- námi, söng, tónmennt, eðl- isfræði, efnafræði, landa- fræði, náttúrufræði, leik- fimi, svo og nauðsynlegri læknisþjónustu og ljósastof- um. 5. aðstöðu til félags- og tóm- stundastarfs nemenda og vinnuskilyrðum kennara komið í viðunandi horf. Bæjarstjórnin telur rétt að höfð sé við áætlun þessa og tillögugerð hliðsjón af greinar- gerð og tillögum skólamálanefnd- ar frá 2. febr. 1957, og leggur áherzlu á að framangreindar á- ætlanir og tillögur geti legið fyrir liið fyrsta“. Vanræksla kallar á mark- vissa áætlun Guðmundur. Vigfússon fylgdi tillögunni úr hlaði með sköru- legri ræðu, sem væntanlega verð- ur rakin nánar hér í blaðinu síðar. Lauk hann framsöguræð- unni með því að segja m.a.: Framhald á 10. síðu í dag, 17. júní, minnumst við þess að sjálfstæðis- barátta íslendinga er ævarandi. Hernámsandstæðing- ar. heitum því í dag að 19. júní 1960 skuli marka þáttaskil í því lífsstríði íslenzkrar þjóðar, sem hcr er háð gegn svívirðu erlendra herstöðva. Hvetjið 'félaga ykkar til þátttöku í Keflavíkurgöngunni hvern eftir sinni getu. Skrifstofa íramkvæmdanefndar er í Mjóstræti 3 annarri hæð, simi 2 - 36 - 47. Þeir sem ætla að vera með um morguninn láti skrá sig strax. Farið verður af stað með bílum suðurel'tir kl. 6 árdegis. Á laugar- dag verða allir að liafa samband við skrifstofuna í Mjóstræti eða hringja í síma 1 -23-20 til að fá upplýsingar um á hvaða stað í bænum þeir skuli mæta morguninn eftir. Þið sem ekki getið gengið alla leið getið líka lagt mál- inu lið. Leggið til bíla á sunnudaginn og látið skrá þá strax. Auðveidið með fjárframlögum framkvæmd göngunnar. Komið til móts við Keflavíkurgönguna, þegar hún nálgast Reykja- vík síðdegis á sunnudaginn, og sýnið samstöðu ykkar með, því að fylgja langgöngufólki niður í Lækjargötu. Kann engln ráð til þess að verkamanns- Ijölskylda geti lifað af kaupi sínu Jóns Haralz viÓurkennir oð viSreisn hans standisf ekki reynslu daglegs lifs 15. júní leið til kvölds án þess að Þijóöviljanum bærist nokkur greinargerð frá Jónasi Haralz um það hvernig verkamannafjöl- skylda ætti að fara aö því að lifa af kaupi sínu. Þrátt fyrir hálfs mánaðar um- hugsunarfrest hefur hinn sprenglærði og hugkvæmi sérfræðingur ekki komiö auga á neinar leiðir til þess. Þjóðviljinn lagði spurningar sínar fyrir .Jónas Haralzs 29. maí og bað hann að svara eftir- töldum atriðum; „Hvernig á verkafólk að fara að því að lifa eftir við- reisnina? Hvernig á fjölskylda Dags- brúnarverkamanns — af sömu stærð og vísitöluf jiil- skyldan — að lifa af kr. 4.131; á mánuði miðað við verðlag í dag? Hvernig eru búreikningar slíkrar fjölskyldu hugsaðir í einstökum atriðum?" Hét Þjóðviljinn Jónasi rúmi í blaðinu fyrir svör sín. Spurningar þessar voru ítrek- aðar hér í blaðinu 9. júní, og þá var Jónasi gefinn frestur til 15. júní til að senda svör sín. Jafníramt var, honum bent á einfalda aðferð til þess að íást við vandann. Visitölufjölskylda sú sem sérfræðingárnir reikna með var talin hai'a 70—80 þús- und króna útgjöld á ári miðað við verðlag 1. maí — en árs- kaup Dagsbrúnarverkamanns er aðeins 50.000 kr. Jónasi vaK bent á að hann þyrfti aðcins að tiltaka hvaða liði liægt væri að skcra niður í útgjöldum visitiilu- fjölskyldunnar til þess að kom- ast af með 50.000 kr. árstekj- ur. En allt kom fyrir ekki. 15. júní leið til miðnættis án þess. að nokkurt svar bærist frá Jón- asi Haralz. Dýrmæt viðurkenning. Eins og landsrriönnum er kunn- ugt stafar þögn Jónasar -ekki af því að hann sé hléclrægur mað- ur. Þvert á móti héfur hann otað fram vísdómi sínum ura Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.