Þjóðviljinn - 31.07.1960, Side 3

Þjóðviljinn - 31.07.1960, Side 3
Simnudagur 31. júlí 1960 ÞJÓÐVILJINN (3 Hertta Kuusinen og Judit Nederström-Lundén a háskólatröppunum í fyrradag ferð- búnar í Þingvallaförina. (Ljósm. Þjóðv. S.J.) 1() aívopnun eigum við öll að vinna saman Meðal fulltrúa, er sitja ping Norðurlandaráðsins, sem lýkur hér í Reykja- vík í dag, eru fjórir þing- menn Lýðrœðisbanda- lagsins finnska, í hópi þeirra er kunnasta stjórnmálakona á Norö- urlöndum, Hertta Kuus- inen, fyrrverandi ráð- herra og núverandi for- maður þingflokks Lýö- rœðisbaridalagsins. Hinir fulltrúarnir eru Yrjö Enne, verkfrœðingur, og Gösta Rosenberg, -rit- stjóri, báðir frá Helsinki, og ! Judit Nederström- Lundén frá Abo. í gœr hitti fréttamað- ur frá Þjóðviljanum að máli í fundarhléi þrjú þau fyrst tnefndu og lagði fyrir þau nokkrar spurn- ingar um stjórnmálaá- standið í Finrdandi og fleiri mál, sem nú eru efst á baugi. Noróaustan stinningrskaldi fyyst, síðan kaldi. Léttskýjað með köfl- Fréttamaðurinn spyr fyrst um stjórnmálaástandið í Finnlandi og styrkleikahlut- föll flokkanna í finnska þing- ipu. — Lýðræðisbandalagið er nú stærsti flokkur þingsins, seg'r Kuusinen, en það vann mikinn kosningasigur í sið- ustu þingkosningum árið 1958. I oktcber í haust fara fram kosningar til sveita- stjórna og af þeim má nokk- uð ráða um stytkleika flokk- anna, }ótt þær komi raunar t'l greina önnur sjónarmið heidur en við þingkosningar. Eins og er hefur Lýðræðis- bandalagið hreinan meiri- h'uta í 9 sveitarstjórnum og er mjög sterkt í mörgum þeirra. Hins vegar er það takmarkað, sem sveitastjórn- irnar geta Ijomið til leiðár, vegna þess hve þær eru háð- ar ríkisvald’nu. Gösta Rosenberg gefur fréttamanninum yfirlit yfir styrkleika þingflokkanna. — Lýðræðisbandalagið hefur 50 þingmenn af 200. Næst stærsti fckkurinn er Bænda- flokkur nn með 47 þingmenn, hafði 48 eftir síðustu kosn- ingar en einn þingmaður hef- ur sagt sig úr honum. Sós- íaldemókratar liafa 37 þing- menn eftir að flokkurinn klofnaði en i vinstra flokks- brotinu, sem sagði sk'lið við aðalflokkinn eru 14 þing- menn. íhaldsfokkurinn hefur 29 þingmenn. Sænski þjóð- flokkurinn 14 og Finnski þjóðflokkurinn 8. — Er ekki stjórnarkreppa í Finrilandi núna? — Jú, Bændaflokkurinn myndaði minnihlutestjórn og fer einn með stjórnina nema hvað Ralf Törngren frá Sænská þjóðflokknum er ut- anríkismá'.aráðherra, segir Kuusinen. Afturhaldsöflin vilja kjma á afturhaldsstjórn þeirra og Bær.daflokksins, en það hefur ekki reynzt hægt að mynda meirihlutastjórn. I Bændaflokknum er t.d. hægri klofningur og raunar eru sumir flokkarnir marg klofn- ir. -s- Hvenær eru næstu kosningar til þingsins? Næstu reglulegar kosn- ingar eiga að vera 1962, Á þvi ári eiga að vera tvenn- ar mjög þýðingarmiklar kosningar í Finnlandi, því að í ársbyrjun fara fram for- setakosningar. Hægri öflin vilja efna til þingkosninga fyrr í von um að ná meiri- hluta en ólíklegt er að af því verði. Hvernig er ástandið í efna- hagslífi og atvinnumálum í Finnlandi ? — Atvinnuleysið er erfið- asta vandamálið, en það hef- ur verið mjög mikið allt frá árinu 1948, er Kommúnista- flokkurinn fór úr rikisstjórn- inni. Efnahagspólitík núver- andi rik'sstjórnar er óvinsæl, jafnvel meðal bænda, enda miðuð mest við hagsmuni kapitalista. — Eru ékki átök núna í stjórn finnsku verklýðssam- takanna ? — Jú, eftir að hægri sós- íaldemókratar urðu í minni- hluta í stjórn sambandsins hafa þeir reynt að kljúfa það og stofna nýtt sambar.d, en Jeim hefur ekki orðið mik- ið ágengt, enda eru margir innan þeirra raða, sem eru því andvígir að kljúfa sam- bandið. Lýðræðisbandalagið og vmstri sósíaldemókratar fara nú með stjórn sambands- ins. — Hvernig er afstaða Finna til Nato? — Innan Sósíaldemókrata- flokksins og Ihaldsflokksins eru klíkur sem vinna fyrir Bandaríkin, vilja að Finnar gangi í Nato og taki upp fjandsamlega afstöðu til Sovétríkjanna, segir Kuusin- en, en jafnvel þeir þora ekki að segja það upphátt vegna fólksins. Allir flokkar styðja opinberlega góða sambúð við Sovétríkin og Finnland og Sovétríkin hafa friðar- og vináttusamning sin á milli. I Finnlandi er mjög sterkt fé- lag, er vinnur að bættri sam- búð Finna og Sovétþjóðanna. I stjórn þess eru menn úr öll- um stéttum, en verkamenn eru fjölmennastir í þvi. Þeir vita, að það þýðir ekki aðeins frið heldur eirinig brauð og atvinnu fyrir Finna að hafa góða samvinnu við Sovétþjóð- irnar, því að Sovétrikin eru langmesta viðskiptaland okk- ar. Sú stefna í utanrík'smál- um, sem Finnar hafa. haft ef.iir . heimsstyrjöldina, siðari, er bezt fyrir okkur sjálf. Að áliti Lýðræðisbandalagsins er núverandi stjórn að vísu eltki alltaf sjálfri sér samkvæm í utanrík'spólitíkinni. Þannig hefur hún t.d. lýst yfir fylgi við afvopnun en lítið gert til þess að stuðla að framgangi hennar. ^ Ekkert þeirra fjórmenn- inganna hefur komið til Is- lands áður og þau eru öll sammála um, að koman hing- að hafi verið mjög ánægjuleg og fróðlegt að kynnast landi og þjóð. Kuusinen segirj að sér virðist Finnar geta lært ýmislegt af Islendingum t.d. í launamálum kar'.a og kvenna, þar sem hún segir að Finnar séu á eftir öðrum, í tryggingamálum og fleiru. Finnar skilja vel, hver lífs- nauðsyn útfærsla landhelg- innar var fyrir Islendinga, segir hún, og hafa stutt þá í þ-ví máli, t.d. á fundum Norðurlandaráðsins. Um Norðurlanlaráðið segja þau þremenningarnir, sem fréttamaðurinn ræddi við, að það sé gagnlegt að koma saman til þess að kynnast sjónarmiðum og skoðunum hinna Norðurlandaþjóðanna, en ráðið hafi fram að þessu fátt mikilvægt gert. Kuusinen kvaðst hafa hreyft því, að Norðurlandaráðið gæfi út yf- irlýsingu um að Norðurlönd- in höfnuðu atómvopnum, en það hefði ekki fengið hljóm- grunn, —- en að afvopnun eig- um við öll að vinna saman, segir hún að lokum. Hlmennur áhugi á að aflétta hersetunnl Fundir í Ausiur-Skaftafellssýslu hafa sýnt almennan stuöning' fólks þar trm slóðir viö málstaö hernámsand- stæöinga og sóknartiug í baráttunni fyrir aö hersetunni verði aflétt. í fyrrakvöld var fundur hald- inn á Höfn í Hornaí'irði á vsgum íramkvæmdaneíndar Þingvalla- fundarins. Frummælendur voru ’ Einar Bragi. Jónas Árnason, séra | Skarphéðinn Pétursson, Þorsteinn | Þorsteinsson frá Reynivöllum og | Þor teinn Geirsson frá Reyðará. I Fundarstjóri var Bjarni Bjarna- l son í Brekkubæ. Iíomu frá uppskipun. Auk frummæJenda töluðu Ey- steinn Pétursson stúdent, Höfn, Jóhann Hallgrímsson verkfræð- ingur, Geir Sigurðsson bóndi Reyðará. Hjálmar Ólaísson kenn- ari og Bjarni Bjarnason, Brekku- bæ. Allir lýstu ræðumenn ein- dreginni andstððu sinni við her- setuna og hvöttu til aukinnar baráttu fvrir að losna við herinn úr landinu. Undirtektir fundarmanna voru I afbragðs góðar. Fundarsókn var ágæt, yfir 80 manns. Það vakti athygli að verkamenn sem unnu við útskipun í Herjólf komu á fundinn beint frá vinnunni allir með tölu. Ávarp til íslendinga var sam- þykkt einróma á fundinum. Ritið um Keflavíkurgönguna seldist upp. Fimmtán manna héraðsnefnd hefur verið stofnuð á Höfn til að undirbúa þátttöku í Þingvalla- fundi, og sjö manna héraðsnefnd hefur verið stofnuð í Nesjum. Haldið áfram. I gær fóru þeir Einar Bragi og Jónas Árnason um Lón og Geit- helinahrepp. í kvöld halda þeir fund á Djúpavogi, annað kvöld á Breiðdalsvík, á Stöðvarfirði á þriðjudagskvöld og á miðviku- dagskvöld á Fáskrúðsflrði. Síðar verður skýrt frá frekari funda- hcioum hernámsandstæðinga á Austurlandi. Ef þú vilt komast út úr höfn- inni, lagsi, þá skaltu teygja þig e.hir sppltanum. Eitthvað á- [ e. sa leið hefur stýrimaðurinn á dráttarbátnum Magna, Jón Nikulásson, hugsað, er verið- var að koma dr.áttartaug um borð í þý/.ka herskipið „Hipp- er“, s©m dvaldi hér í rúma viliu og hélt heimleiðis s.I. [r'.ðjudag. — (Ljósm. Þjóðv.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.