Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 4
4) *— ÞJÓÐVI.LJINN — Sunnudagur 31. júlí 1960 Ung sfjórn Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn fimmtudaginn 14. júlí Þáttur- inn kom þvi efeki við að sækja fundinn og er því ó- kunnugt um þær málefnaum- ræður, sem þar hafa farið fram. Hins vegar er kunnugt að stjórnarskipti urðu í fé- laginu. Stjórn Ólafs Magn- ússonar haðst undan endur- kosningu, en Guðmundur Lárusson tók að sér for- mennsku nýrrar stjórnar. Með honum sitja í jstjórn: Halldór Ölafsson ritari, Guð- jón Jóhannsson gjaldkeri, Guðni Jónsson skákritari, Kristinn (Bjarnason áhalda- vörður, Sigfús Jónsson á- haldavörður, Freysteinn Þor- bergsson meðstjórnandi, vara- maður Jónas Þorvajdsson. Það sem sérsta'ka athygli vekur er æska stjórnarmanna. Sumir þeirra, þar á meðal formaður, eru undir tvítugs- aldri, en meðalaldurinn mun vera um 21 ár. Ellihrumleiki ætti því naumast að hamla störfum stjórnarinnar í ná- inni framtíð og kemur það sér líka betur, a.m.k. í ár, en þá þarf stjórn Taflfélags- irs vissulega á fullu starfs- þreki að halda. Taflfélagið er 60 ára á hausti komanda og það fellur ,í hlut þessarar stjórnar að minnast afmælisins á verð- ugan hátt. Varla kemur til mála annað í þessu sambandi en halda meiriháttar skákmót til að minnast afmælisins og bjóða þangað einhverjum er- lendum gestum. Að því er Guðmundur Lárusson tjáði þættinum í lauslegu samtali þá mun helzt hafa komið til greina að bjóða einhverjum sovézkum stórmeisturum hingað, líklega tvéimur tals- ins, en hverjir það verða mun enn á reiki. Ekki virðist hug- myndin slæm, því þar eystra er mest úrval mikilla meist- ara 'í skáklistinni. Áður hafði þess verið get- ið ; blöðum, að Skáksamband- ið hefði í hyggju að bjóða stórmeisturunum Szabo og Larsen til þátttöku í minn- ingarmóti um hinn látna skákjöfur Eggert Gilfer, en það mun vera fyrirhugað að halda á hausti komanda. Hvort ætlunin er að slá þess- um tveimur mótum saman í eitt eða halda þau sitt í hvoru lagi er þættinum ekki Reshevsky Sem kunnugt er urðu þeir jafnir og efstir á s'kákþinginu á Buenos Aires Rússinn Kort- snoj og Bandaríkjamaðurinn Samuel Rcshevsky. Kortsnoj höfum við tckið til meðferð- ar hér í þrettinum, en ekki nan i'g cftir þvi að hafa birt c!:úk eftir Reshevsky fram að þessu. Það mætti þó virðast að tími væri kominn til þess, og ætla ég því loks að láta verða af því, þótt ég seilist nokkuð aftur í tímann. iSká'kin sem ég birti er tefld á kandidatamótinu 'í Ziirich 1953 og andstæðingur Reshevskys er hinn kunni rússneski stórmeistari Aver- bach. Hvítt: Reslievsky Svart: Averbach Niemzo-indversk vörn 1. d4, Rf6; 2. c4, eG; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, 0—0; 5. Re2, d5; 6. a3, Be7; 7. cxd5, exd5; 8. Rg3. (Þessi staða kom oft fram fullkunnugt um, en sú hug- mynd mun þó hafa komið fram að slá þeim saman. Að sumu leyti hefði verið skemmtilegra að halda tvö mót þar sem tveggja aðskil- inna atburða er að minnast. En hvað sem um það er, þá er ljóst, að hin nýkjörna stjórn Taflfélagsins kemur til með að mæta umfangs- miklum verkefnum, sem leysa þarf með festu og dugnaði. Við skulum Vona, að æsku- þróttur stjórnarinnar vegi þyngra en reynsluleysi henn- ar á félagslegum vettvangi, þegar i harðbakka slær. Þátturinn óskar hinni ungu stjórn farsældar 'í starfi. - Auerbach á kandidatamótinu. Reynslan hefur sýnt að svartur má ekki tefla of rólega. Hann á að leitast við að leika c5 og kæra sig 'kollóttan um ein- angrað peð á d5.) 8. — Be6: 9. Bd3, Rb d7; 10. 0—0, c6; (10. — c5 var rökrétt framhald.) 11. Bd2, He8; 12. Dc2, a5; (Þessum leik er stefnt gegn ,,minnihlutasókninni“ b2-b4- b5. 12. —------c5 kom enn til greina.) 13. Rc-e2, Rb6; (Svartur rýmir fyrir drottningarbiskup sínum.) 14. Rf4, Bd7; 15. Hf-el, Bf8; 16. 13. (Áform hvíts koma nú í ljós. Hann vill leika e4. Svartur reynir með þrýstingi á d4 að gera hvítum erfið- ara fyrir með þetta áform en ekki tekst honum að hindra það til lengdar.) 16. — Bc8; 17. Ha-cl, g6; 18. Rf-e2, Bg7; 19. h3. (Mikilvægur undirbúnings- leikur. Léki hvítur strax 19. e4 þá fengi svartur hættulegt mótspil með 19.---------dxe4; 20. fe4, Rg4! o.s.frv.). 19. —i — a4; 20. e4, dxe4; 21. fxe4. i (Hv’ítur hefur náð sínu strategiska markmiði. Að vísu krefst miðborð hans sem stendur allsterkrar verndar, en hann getur flutt til lið- styrk sinn í ró og næði.) 21.-------BeG; 22. Be3, Bb3; 23. Dd2, Rf-d7; 24. Bg5, f5. (Betra var 24.------Dc7. Innilokun biskupsins á g7 léttir undir með hvítum að treysta miðborð sitt.) 25. Be3, Rf8; 26. h4. (Hvítur blæs til kóngssókn- ar.) 26. — — Bf7;* 27. h5, Re6; 28. Hfl. Bf8; 29. Hf2, Rd7; 30. Hc-fl, c5; (Að lokum kemur framrás svarta c-peðsins, en hún kemur of seint til að trufla mið borð hvíts verulega). 31. d5, Rc7; 32. hxg6, lixgG; 33. Hf4, b5? (Afleikur, sem ræður úr- slitum skákarinnar. Rétt var -------Bd6 til að opna kóngn- um leið til e7 (Hh4, Kf8). 34. Hli4, Re5. (Svartur getur í það minnsta huggað sig við sterk- an riddara á e5.) 35. Khl. (Síðasti undirbúningur undir árás á kóngsstöðu svarts.) 35.-------Dd7? (Svartur vonast til að ná biskupnum á e3 í skiptum fyrir riddara með þvi að gefa peðið á f6 í kaupbæti. Tæk- ist honum það mundi „bisk- upsparið“ tryggja kóngsstöðu hans fyrir beinni árás. Þetta áform strandar þó á óvæntri gagnleikfléttu. 35. — — c4 eða 35. — — Ha6 hefði veitt meira viðnám, T.d. 35. — — Ha6; 36. Bh6, g5; 37. Rf5, Rxd3; 38. Bxf8 með skemmti- legum flækium, að vísu hag- stæðum fyrir hvítan.) 36. Hxf6, Rg4 37. Bg5! (Molar áætlun andstæðings- ins. Svartur má ekki þiggia skiptamunsfómina vegna: 37. ------Rxf6: 38. Bxf6 Bg7; 39. Bxg7, Kxg7; 40. Dh6|- Kf6: 41. Hf4f, Ke7; 42. Hxf7’f! osfrv.) 37.-------Bg7; 38. Hf4, Re5; 39. Bf6. (Uppskioti á kóngsbis'kupi svarts leiða fljótt til leiks- loka.) 39.-------Bxf6; 40 Hxf6, Kg7; 41. *Dg5. Hh8: 42. Rf5f. Dxf5: 43 Hxf5, Hxh4f; 44. Kgl! Svartur gafst upp. Skýringar eftir bókinni „Schach-Elite im Kampf“. Sumarblóm Begoniur Dahliur Animonur Liljur Garðrósir Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75. Leiðir allra sem ætla að kaupa eða selja BlL llggja til okkar. BILASALAN Klapparstíg 37. Pósturinn heimsækir verkamannaskýlið Verkamaður hér í bæ kom að máli við póstmn og bað hann um að minnast á verkamanna- skýlið í þætti sínum. Hann kvað þar umtalsverða óreglu á gest- um staðarins og væri þess vert að minnast á hana. Póst- urinn gerði sér bví ferð þarna niðureftir sl. föstudag, til að sjá „spillinguna“, með eigin augum, en verkamaðurinn kvað föstudaga þá verstu hvað óreglu g:sti snerti. Klukkan var rúmlega 5, þeg- ar pósturinn kom niður í skýlið, og var 'bar margt um manninn. Þarna inni sátu verkamenn yfir kaffi sínu og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Nokkrir þeirra tefldu skák. Pó-turinn leit nú vel í kringum sig til að réyna að sjá einhvern mann undir áhrifum áfengis og hon- um tókst það. Þarna sat full- orðinn maður vinnuklæddur og var bersýnilega ,,áðí“, en mað- urinn var hinn stilltasti. Pósturinn hitti nú Harald Hjálmarsson að máli, en hann veitir verkamannaskýlinu for- stöðu. Við sögðum Haraldi er- indi okkar og báðum hann um að svara nokkrum spurningum varðandi staðinn. Hann kvað það velkomið og bauð pósti inn á skrifstofu sína og upp á kaffisopa. „Hingað koma margir menn daglega, mest eru það sömu mennirnir og ég þekki þá flesta. Nei það kemur ekki fyrir að slagsmál séu hér. Þessir menn gera ekki, flugu mein. Auðvitað er það með þenn- an stað sem aðra, hér er mis- jafn sauður í mörgu fé. Oft verður maður að vera strang- ur, við þá sem drukknir eru en samúð hefur maður með þeim, Það eru svona 8—10 menn sem segja má að vand- ræði séu með, reyndar valda þeir vandræðum hvar sem þeir eru, þetta eru sjúklingar og ætti að meðhöndla þá sem slíka. Samskipti mín við lög- regluna hafa því miður verið misjöfn ef ég hef beðið um aðstoð. Oftast fjarlægir hún manngreyin, en þeim virðist hleypt inn í lögreglustöðina öðrumegin og út úr henni hinumegin, því að þeir eru oftast komnir fljótlega aftur. En einn maður hiá rannsókn- arlögreglunni veitir ætíð ein- hverja úrlausn, sá heitir Ár- mann Kristinsson, reyndar hef ég aldrei séð hann! en hann hefur verið sérstaklega liðleg- ur ef ég hef þurft að leita til hans. Heldur virðist lögreglan sinna þessum vandræðamönn- um meira eftir að skemmti- ferðaskipin fóru að koma til landsins. Annars mun nú vera nefnd starfandi til að koma þessum mönnum á hæli, því þar eiga þeir að vera, því eins og ég sagði áðan eru þeir sjúkling- ar. Nokkuð mörgum hefi ég komið á Bláa bandið, og' hef- ur Guðmundur forstjóóri þess verið sérlega liðlegur í þeim samskiptum. Árangur af þessu hefur ver- ið nokkuð góður, ég held mér sé óhætt að segja að um 30% af þessum mönnum hafi lækn- azt. Nokkuð margir hafa lag- azt eitthvað, en sumir hafa aðeins hvílt sig til að geta byrjað á nýjan leik. Nei hér er yfirleitt friðsælt, og gestirnir góðir í umgengni, það kemur til dæmis aldrei fyrir að þeir séu með skæting við þjónustustúlkurnar, og það er meira en flestir aðrir veitingamenn geta sagt. Fólk sér þennan stað til- sýndar, vinnuklædda menn, og stundum drykkjumenn standa hér fyrir utan, og dæmir stað- inn eftir því. Alltaf er til nóg af fólki sem gerir úlfalda úr mýflugu. Við afgreiðum ekki drukkna menn, það vita þeir líka og hegða sér eftir því. Það eru yfirléitt góði.r félagar sem sækja þennan stað, við erum sem ein fjölskylda, já einS og um borð í togara. Nú er verið að byggja nýtt verkamannaskýli, en það gengur hægt og er ég efins í að því verði lokið fyrir næstu áramót eins og ráðgert hefur verið.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.