Þjóðviljinn - 07.08.1960, Side 5

Þjóðviljinn - 07.08.1960, Side 5
Surmudag'ur 7. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Kappleikurinn sem hér um ræðir var á milli knattspynu- liðs Rauða hersins og Dynamo og áhorfendur á vellinum voru yfir 100 þúsund. Leiknum var bæði sjónvarpað og útvarpað lýsingu á honum þar sem hann var liður í Sovétmeistarakeppn- inni í knattspyrnu. Leikurinn þótti mjög harka- legur alit frá byrjun. í seinni en mörg sSys S1. mánudag var frídagur bankafólks í Bretlandi, og var þessi langa fríhelgi notuð til þess að gera tilraun með há- marksökuhraða þar í landi. Á- kveðið var að frá föstudegi til mánudags, að báðum dögum meðtöldum, skyldi hámarkshraði vera 50 mílur (80 km.) á klst. Þrátt fyrir slæmt veður fóru 150.000 manns í ferðalög frá London til þess að eyða frídög- unum úti á landi. Slys munu þó sízt hafa verið minni um þessa helgi þrátt fyrir hinn takmark- aða ökuhraða. Á föstudag og laugardag létu 53 menn lífið í umferðarslysum, en ekki er enn vitað hversu margir fórust á sunnudag og mánudag. Um sömu helgi I fyrra fórust 78 manns í umferðaslysum í Bret- landi. hálfleik urðu •afar harðar deilur um mark sem l.'ð Rauða hersins skoraði og nokkrum mínútum síðar sáu æstir sjónvarpsáhorf- endur mannfjöldann á vellinum streyma út á völlinn og um- kringja dómarann. Sjónvarps- sendingunni var þá hætt. Það sem mun hafa gerzt er þetta: Leikmaður sém þegar hafði margsinnis sparkað í fót- leggi andstæðinganna og gert sig sekan um alls kyns rudda- mennsku aðra í leiknum gekk í lið með nokkrum þeirra sem streymdu inn á völlinn og ógn7 aði dómaranum með krepptum hnefum. Nokkrir pörupiltar meðal áhorfenda réðust þá strax á dómarann og þjörmuðu svo að honum að það þurfti að bera hann út af vellinum á sjúkra- börum. Lögreglan komst ekki að fyrr en um seinann. Nokkrir voru handteknir. Sovézka knattspyrnusamband- ið fjallaði um hneykslið - s.l, mánudag. Leikurinn var dæmd- ur ógildur og hinn þekkti leik- maður Rauða hersins, Krylov. dæmdur frá leik í itvö ár fyrir að hafa æst til árásarinnar á dómarann og fyrir ruddalega framkomu á velli. Tveir menn aðrir í sama liði fengu alvariega áminningu. Þeir sem réðust á dómarann verða ákærðir fyrir rétti. Fer vesturþýzki fiskiflotmu áhe-fendur réðust á dómarann Aóalumræðuefjii íþróttaimnenda í Moskvu þessa dag- ana er stórkostlegt fótboltahneyksli sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum þegar ltappleikur á Leninleikvellinum í Moskvu endaði með handalögmálum og áhorfendur réðust á dómarann. Þessi einkennilega vél er í verksmiðju í bæn mn Susice í Tékkóslóvakíu og það eru eld- spýtur sem verið er að framleiða. Eldspýtna verksmiðjan er orðin 120 ára og framleiðir árlega 500 milljón eldspýtur. í þær fara um 17 þúsund rúmmetrar af viði. Kannski eru eldspýtumar sem við notum daglega framleiddar í þessari verksmiðju, en eins og kunnugt er fáum við allar okkar eldspýtur frá Tékkóslóvakíu. Orsokir ofdrykkjunnar lang- oftast sálfrœðilegs eðíis segja sérfræðingar á alþjóðlegri ráðstefnu í Stokkhólmi um vandamál ofdrykkjunnar Þetta er 26. alþj óðaráSstefnan sem haldin er um vanda- mál ofdrykkjunnar og eru þáttfakendur nú yfir 500 talsins frá 40 löndum. Þeir eru læknar, félagsfræðingar, fulltrúar ýmissa bindindisfélaga og margir helztu sér- fræðingar heimsins í þessum málum. Miklar umræður urðu um hvaða ástæður væru helztar til til þess að menn gerðust of- j drykkjumenn. Nefndar voru j margar ástæður, flestar sál- fræðilegs eðlis, m. a þessar: j að þeir hefðu sem börn ekki notið nægrar ástúðar og því: fyllzt sjúklegu hatri til um- hverfisins: að þeim tækist j ekki að verða fullorðnir og fá á- j byrgðartilfinningu; að þeir gætu j ekki gleýmt öryggi fyrstu barns- áranna og flýðu raunveruleik- ann með því að grípa til flösk- unnar; að þeir hefðu ekki nægi- lega sterka sjálfstilfinningu og væru óöruggir í kynferðismál- um; að eiginkonan réði öllu í hjónabandinu. Antabus og fleiri lyf Skýrt var frá ýmsum tilraun- um til að hjálpa ofdrykkju- mönnum. Danski læknirinn Dr. Oluf Martensen-Larsen sem fyrstur kom fram með antabus, sagði frá reynslu sinni af því lvf: í 12 ár. Hann hé!t því fram að antabus væri mjög áhrifa- ríkt. hefði engar aukaverkanir og væri algerlega skaðlaust. Það yrði þó að fara að með varúð og látá sjúklinginn auk þess taka inn antihistamin, salttöflur, B-6 vítamín, svefnlyfið Allonal og fleiri lyf. Með þessum lyflækningum sagði Martensen-Larsen að sjúk- lingurinn yrði mjög vel undir- búinn undir hina sálrænu með- ferð, en um það bar öllum sér- fræðingunum á ráðstefnunni saman, að sálræn meðferð of- drykkjumannsins væri langþýð- ingarmesta atriðið í lækningunni ef góður árangur ætti að nást. Ekki voru allir safnmála um að antabus væri hættul^ust lyf T. d. sagði Dr. Kulisiewics frá Varsjá að lyfið hefði um 20 mismunandi aukaverkanir og orsakaði m. a. kynferðislegan vanmátt. Einnig skýrði hann frá því að fimm menn sem fengið hefðu lyfið í Póllandi, hefðu dáið. Sænskur prófessor, Leonard Goldberg sagði frá nýju lyfi sem verið væri að gera tilraunir með í Svíþjóð. Það nefnist Temposil og fær ofdrykkju- manninn til að hætta drykkj- unni eftir fyrsta sopann og bjargar honum þannig frá að lenda á löngum túr. Lyfið er mjög fljótvirkt, virk- ar á hálftíma og hefur reynzt mjög árangursríkt í einstökum tilfellum. Það er nú í athugun hve lengi það virkar, hvort eigi að gefa það inn seint eða snemma o. s. frv, burt af norðurslóðum? Sérfræðingar í matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Vestur- Þýzkalands eru nú að rannsaka hvort það muni borga sig' fyrir Dr. Olof Forsander frá Hels- ingfors sagði að hægt væri að ráða. bót á öllum þeim sjúkdóm- um sem ofdrykkjan veldur með venjulegum lyfjum. Það væru einkum efnaskiptasjúkdómar sem þjáðu ofdrykkjumanninn. Lyfin sem sjúklingurinn ætti að taka væru B-G og B-1 vitamín, hormónalyf og insúlín. yke hefði átt að tala um San Francisco „í San Francisco höfum við hærri hlutfallstölu ofdrykkju- manna og sjálfsmorða en þið hafið í Stokkhólmi og mér þyk- ir leitt að Eisenhower skyldi tala um ykkur frekar en okkur, þegar hann drap á þessi vanda- mál fyrir skömmu,“ sagði sál- fræðingurinn J. M. Stubblebine frá San Francisco á ráðstefn- unni. Hann deildi hart á lækna og almenning sem væru með siðaumvandanir við ofdrykkju- menn og benti á að læknismeð- ferð drykkjamanna hefði oft engin áhrif vegna þess að lækn- ar og starfslið sjúkrahúsanna legðu alla áherzlu á hinar lík- amlegu þarfir sjúklingsins en hirtu minna um tilfinningar hans og þörf fyrir ástúð. Margir starfsbræður dr. Stubblebines tóku undir þetta og sögðu að oft væri ofdrykkju- manninum sjálfum kennt um Framhuid á lö. síðu, vesturþýzka fiskiflotann að draga úr fiskveiðum í norðlæg- um höfum og í Norðursjónum, og fiska þess í stað í hitabeltis- höfunum. Það er m. a. rannsakað, hvaða horfur séu á því að þýzkir tog- arar geti stundað túnfiskveiðar úti fyrir ströndum Mið-Ameríku og Vestur-Afríku. Einnig er athugað, hvort þýzk fiskiskip muni geta veitt sardín- ur og svipaðar tegundir við Kyrrahafsströnd Ameríku. Sér- fræðingarnir telja mjög litlar líkur á því að hægt sé að láta þýzk skip veiða á svæðum ná- lægt Suðurskautslandinu. Þúsundir vilja seijasi í Yináiiuháskólann Rúmlega 16 þúsund stúdentar frá Asíu, Afríku og Suður- Ameríku hafa sótt um skólavist í hinum nýja háskóla fyrir er- lenda stúdenta sem stofnaður liefur verið í Moskvu og sagt var frá í ÞJÓÐVILJANUM fyrir nokkru. Þessi nýi skóli ber nafnið Vináttuháskólinn. Sérstök nefnd tók umsóknirn- ar til athugunar 1. ágúst og á að ákveða hverjir skuli koma til Moskvu til að taka inntöku- próf í skólann. Háskólaráðið hefur nú ákveð- ið námsefni á undirbúningsnám- skeiðum fyrir skólann. Þar eiga stúdentarnir að læra rússnesku. stærðfræði, eðlisfræði, sögu og fleiri fög eftir því hvaða mennt- un þeir hafa þegar og í hvaða deild þeir ætla að setjast.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.