Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. ágúst 1960 bœjarpósturinn Hverjir bera ábyrgðina? Hér kemur seinni hluti bréfsins frá Gesti, og nefn- ist hann: Vöku-draumur millj- ónamæringsins. Draumur kapítalismans rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég las í Mbl. frásögn af því sem mætti kalla Vökudraum milljónamær- ingsins. Það eru kaflar úr nýútkominni enskri bók und- ir f yrirsögninni: Milljóna borgin eem ekki vildi deyja. Þessir kaflar skýra að nokkru leyti frá ægilegustu loftárás sem gerð var á London í síðustu heims- styrjöld. Árásin var upp- hugsuð og planlögð „í f jalla- setri þýzka foringjans“, af honum sjálfur „og hans hjartfólgnustu samstarfs- mönnum, þar sem þeir sátu makindalega með tebolla sína í djúpum leðurklæddum hægindastólum“. Einn þessara kafla ber fyrirsögnina „Sorglegir skopleikir". Eftir að hafa lýst hinu hörmulega ástandi í 'borginni yfirleitt segir svo í þeim kafla: „Menn reyndu að bjarga Því sem bjargað varð — þótt það væri þá ekki alltaf það verðmæt- asta —. Bakari nokkur í Lerevisham kom hlaupandi út úr verzlun sinni í sama bili og sprengja féll rétt hjá. Hann hélt á heljarstór- um smjörpakka í fanginu og lagði hann ofur varlega á gangstéttina. I Hampstead hætti frú Monica Pitman lífi sínu til þess að bjarga nýju, gráu dragtinni sinni úr rúst- um hússins. Við Norrwood Junction sá frú Henrietta. Catwright mann nokkurn ganga sem í svefni um göt- una, sem var upplýst af bjarmanum frá brennandi húsum, allsnakinn. í hend- inni hélt hann dauðahaldi á tveim herðatrjám! I Gor- dons ginverksmiðjunum gengu forstjórinn, Walter Greaves, og menn hans ötullega fram við að bjarga nokkrum tonnum af eini- berjum út úr brennandi húsunum. Þannig mátti hvarvetna s.já „sorglega skopleiki“ gerast í milljóna borginni þessa afdrifaríku nótt“. Það sem manni í her- numdu landi kemur fyrst í hug eftir að hafa hlýtt á slíkar frásagnir er þetta: Hvað gerir varnarliðið (eins og t.d. hér á íslandi) og hjálparmenn þess til að búa fólk undir slíkar og þaðan af allt að Þúsund sinnum verri heimsóknir s’íkra tegunda? Hafa þeir ekki átt með sér makinda- lega kvöldfu’'di og hugleitt hvað fólk eigi yfirleitt að gera af sér undir þsim óhjá- kvæmilegu kringumstæðum, sem skapast þegar styrjald- arvökudraumur milljóna- mæringsins rætist ? Hafa þeir ef til vill unogötvnð einhvem „djúpan og leður- klæddan hægindastól" sem stendur af sér loftþrýsting og íkveikjur atómstyrjald- ar? Eða er hitt sannleikur- inn að ekkert sé hægt að gera, engin vörn til við kjarnorku- og eldflauga- hernaði? Menn verði bara að bíða rólegir, allir i sama rafmagnsstólnum eftir þess- um „ferlega huggulega“ ávexti og láta hann þeyta burt allri friðsamlegri við- leitni friðsamra þjóða til Þess að búa um sig í sínu eigin landi. Síðan geti þeir sem eftir lifa gert sér glað- an dag með því að segja „sorglegar skopsögur" af þeim sem lentu í allra „djöfullegasta lukkupottin- uni“. Ég hefi þessi lýsingar orðatiltæki innan tilvitnana- merkja vegna þess að þau era öll sömu tegundar. Sög- ur eru eitt af tvennu skop- legar eða sorglegar. Ávöxt- ur annað hvort huggulegur eða ferlegur o.s.frv. Nú vil ég biðja þig, Póstur góður, að koma þessum spumingum á fram- færi og helzt að birta, ef þú kynnir svör við Þeim. Ef ekki, verðum við líklega að bíða þar til við heyrum einhverja rödd úr djúpum leðurklæddum hægindastól. Gestur. Sæll Jónsi,, sæll! Tjörnin er full af heyi. Hvað segirðu maður, full af heyi? Já að mér heilum og lif- andi, ja kannske ekki alveg full, en ef þú ferð niður- eftir geturðu sjálfur séð. Annar endinn er útataður með heyi sem hefur verið slegið þarna held ég, en svo hefur það ekki verið hirt, blessaður skrifaðu um þetta í þáttinn. Já það er nú ástæða til held ég. Svo mættirðu minnast á annað í sambandi við tjörn- ina. Og hvað er Það Jónsi minn? Tjörnin er ekki í kafi allsstaðar. Ha, eklti i kafi? Nei, ég meina sko, hún er ekki blaut allsstrðar, það vatnar ekki yfir hana að norðanverðu: Fyrst verið er að laga bakkana svona vel og gera þá fína, finnst mér mega til að hafa vatn í allri Tjörninni. Það þarf endilega að laga þetta, bara að hreinsa hana svolítið bless- aður. — Blessaður. I tilefni af frétt er birtist hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag um ástand í málum síldarstúlkna á Norðurlandi, þar sem sérstaklega er vikið að kjörum og varhugaverðu ástandi hjá aðkomustúlkum á Raufarhöfn þá virðist slíkt hafa komið við lítið og stinnt peningahjarta eins síldarsalt- anda þar á staðnum. 1 svargrein Sveins Bene- diktssonar í Morgunblaðinu í gær er því dróttað að blaðinu, að Það vilji kveðja heim þessar stúlkur á miðri vertíð og spyr um þjóðarhag. Það er hinsvegar reynsla undanfarinna ára, að þegar slíkir menn tala um þjóðarhag þá ber alþýðu að vera á verði. Hverjir bera ábyrgð á þess- um málum? Srar til Sreins fíene- dihtssonar Hvernig stendur á því að aðstæður þessara stúlkna líkj- ast mest kjörum húskvenna átjándu aldar nema síðri séu. Þannig hefur aðstæðum og kjörum þessara stúlkna verið teflt í slíka tvísýnu, að leitun mun vera að öðrum eins sult- arkjörum á byggðu bóli. Stúlka sem ræður sig hjá síld- arsaltanda fær kr. 1200.00 á mánuði ókeypis ferðir fram og til baka ásamt húsnæði. Þetta eru kr. 40.00 á dag. Fyrir Þessa peninga á sildar- stúlkan að kaupa sér verjur og hlífðarfatnað í vaxandi dýr- tíð daganna og reynist fjár- frekur útbúnaður í þessari starfsgrein. Þá kemur fæðiskostnaður og þarfir nútímaþjóðfélags. Þannig mun fæðiskostnaður vera kr. 80.00 á dag, þar sem borið er við að selja þessum ptúlkum fæði, annars verða þær oftast að sjá um sig sjálf- ar í þessum efnum. Það er óskiljanlegt, hvernig þessum stúlkum er ætlað að lifa af þessum launum. Það er ekki úr vegi að hækka tryggingu Þessara stúlkna að minnsta kosti fjór- falt — það eru kr. 4.800.00 á mánuði og virðist þó engin of- alin á slíkum kjörum. Reyndar og vanar stúlkur eru hættar að stunda þessa yinnu. Áróðri og fagurgala er beitt í upphafi hverrar síldarvertíð- ar og þær sem gína við beit- unni eru óreyndir unglingar er uppgötva á miðri vertíð, að þeir hafi verið hlunnfarnir. Þannig kemur það úr hörð- ustu átt, er síldarsaltendur barma sér i blöðum og spyrja um þjóðarhag, þegar þessum piálum hefur verið stefnt í óefni af Þeim sjálfum. Eru slíkir menn færir um að vera fjárráða í þjóðarbúskapn- um? Sérstaka ósvífni þarf til þess pð láta eins og ekkert sé á op- inberum vettvangi, þegar höf- uðpaurinn í þessum málum hefur orðið uppvís að því að misnota sér trúnaðartraust foreldra og umsjármanna þess- gra unglinga og okra á þeim með sjoppurekstri til þess að hirða af Þeim þessa fáu aura sem þeim er svo naumt skammtað úr hnefa, þannig að viðkomandi unglingum liggur við örvinglun af sulti og pen- ingaleysi. 'Slíkir menn ættu að vera við- fangsefni lögreglu á viðkom- andi stöðum. Það er kannski ofætlun að skattyrðast um álagningu slíkra söluturna. Það er þó á allra vitorði að álagning á sæl- gæti og slíkan varnig er 50% og með kvöldsölu slíkra turna er þeim leyfilegt að hafa álagn- inguna allt að 60% til 70% við þær aðstæður. Að lokum þykir mér furðu-' legt að blanda málum vefn- aðarvöruverzlunar við þessa grein viðskipta. Kannski er það höfuðglæpur- inn, að Þessi verzlun- selur Þjóðviljann. Þar kemur fram prentfrelsishugsjón þessa bróð- ur dómsmálaráðherrans. Guðgeir Magnússon. Yfirlýsing frá Jóni Vestdal Þjóðviljanum barst í fyrradag svofelld yfirlýsing: í blaðinu Frjáls þjóð frá 6. þ. m. er birt feitletruð frétt á öftustu síðu þess efnis, að Sem- entsverksmiðja ríkisins flytji ekki sjálí inn poka til umbúða um sement, en sonur minn haíi ..fengið umboð fyrir pokunum" og flytji „sérstakt heildsölufyr- irtæki þá inn með álitlegum hagnaði“. Af tilefni þessarar fréttar blaðsins sé ég ástæðu til að skýra frá innkaupum verk- smiðjunnar á sementspokum, en þau hafa verið sem hér seg- ir: Vorið 1958, nokkrum mánuð- um áður en verksmiðjan tók til starfa, voru sementspokar til þarfa verksmiðjunnar boðnir út. Útboðið var auglýst í öllum dagblöðum bæjarins og ríkisút- varpinu, en erlendum verk- smiðjum, er þess óskuðu, send útboðsiýsingin. Tilboðin voru opnuð að bjóendum viðstödd- um og lægsta tilboðinu tekið, en það var frá S. Árnason & Co., Reykjavík, og buðu þeir poka frá finnskum verksmiðj- um. í annað skipti voru sements- pokar boðnir út með auglýs- ingu í dagblöðum bæjarins og ríkisútvarpinu 27. febr. 1960. Var enn hafður sami háttur á " i fyrra skiptið, að erlendum verksmiðjum, er þess óskuðu, var send útboðslýsingin, en til- boðin voru opnuð að bjóðend- um viðstöddum 2. apríl 1960. Alls bárust 20 tilboð frá inn- lendum og erlendum aðilum. og var hið lægsta þeirra frá Nath- an & Olsen h.f., Reykjavik. er bauð fyrir firmað Henrik Mann- erfrid AB, Gautaborg, og var samið um kaup á pokum í sam- ræmi við það tilboð. Hópur manna, sem var við- staddur, er tilboðin voru opn- uð í bæði skiptin. er til vitnis um, að hér er rétt írá skýrt. Frá öðrum fyrritækum en þeim, er að ofan greinir, hafa sementspokar ekki verið keypt- ir. Sonur minn á engan hlut að þeim fyrirtækjum, sem hér hafa verið nefnd. iMá af þessu ráða, hve frétt Frjálsrar þjóðar er gersam- lega úr lausu lofti gripin. Reykjavík, 6. ágúst 1960. Jón E. Vestdal. Dr. V. Urbancic Úthlutað styrki úr minningarsjéði dr. V. Urbancic Úthlutað hefur verið í þriðja sinn úr minningarsjóði dr. Vict- ors Urbancic. Styrkinn, 5 þús kr. hlaut Guðmundur Tryggva- son læknir. Sjóðurinn var stofnaður við andlát dr. Urbancic 4. apríl 1958 sem þakklætisvottur fyrir ómetanlegt og heilladrjúgt starf þess mæta mann. Dr. Urbancic var fastráðinn hljómsveitar- stjóri Þjóðleikhússins og lagði þar grunvöllinn að óperuflutn- ingi til sóma fyrir Island og leikhúsið. Munu þessi störf á- samt öðrum fjölþættum tón- listarstörfúm halde, minningu dr. Urbancic á loft um aldur og ævi. Minningarsjóðurinn er stofn- aður í anda þessa mikla. mann- vinar, og samkvæmt skipulags- skrá á að úthluta árlega úr 'honiim, á afmæVdegi dr Vict- ors Urbancic ftáhæð tií styrkt- ar lækni til sérnáms 'i heila- o® taneraskurðlækningum. Um- péiknarfrestur var útrnnmun 1- ágúst s.l og hnfði þá borizt ein umsckn, frá samp manni og h’ot.ið 'hefnr stvrkinn und- ánfari-, ár en þag Pr Guðmund- ur Trvgnvason læknir sem istundað he'ur þes^ sérgrein. I læknavísindanna, nú síða=t í Kristirehamn í Sviþióð. Var honum að þes«n sinn út- hluitað úr sjóðnum fimm þús. kr. Þe"ar Guðmundur lau'k læknisnrófi fyrir nokkrum á.rum, hlaut hann einhverja þá hæstu einkunn sem tekin hef- ur verið í þessari grein. Er því mikilg a.f honum vænzt að framhaldsnámi loknu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.