Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. ágúst 1960 Alþjéððegt auðmap og arðrán Hammarskjöld fékk fullt umboð Framhald af 7. síðu. Þegar t.d. Standard Oil er búinn að kaupa tilheyrarjii réttindi í Venesúelu, hefur hann einn og enginn annar ,,frelsi“ til að láta gróðann ,,renna“ af olíuvöllunum og heim í hlað í New York. Verkalýðshreyfingin þekk- Ir enga „jafnvægiskenningu“, Því að hún er sama og pré- -dikun stéttafriðs. Verkalýð- urinn berst ekki sinni bar- áttu vegna þess að hann sam- þykki fræðikenninguna um stéttabaráttu, heldur sam- þykkir hann kenninguna, vegna þess að hann neyðist til að heyja stéttabaráttu. •Það eru þessi rök samhliða vinnugildiskenningunni, sem eru verkalýðnum og jafn- framt þeim þjcðum, sem stynja undir oki auðvaldsins, haldbezt gegn hinum villandi og falsandi jafnvægiskenning- um borgaralegrar hagfræði. Valdimar Kristinsson þjáist af hinni venjulegu skynvillu borgaralegra hagfræðinga: hann sér skortinn alls staðar og í öllu. Gæðin eru af skorn- um skammti, og þar er að finna skýringuna á óham- ingju mannkynsins. Þessi kenning er prýðilega vel fallin til að villa um fyrir lágstéttum Þjóðfélagsins og eins lágtekjuþjóðum heims- ins, sem sannarlega finna fyrir „lögmáli skortsins“. Hún er ætluð að telja þeim trú um, að þetta sé eigin- iega náttúrulögmál, en ekki *háð 'breytilegri og breytan- legri tekjuskiptingu. Vissu- lega eru neyzlugæðin af skornum skammti, ef miðað er við einhverjar alhæfðar þarfir mannanna. En miðað við það, sem auðvaldsskipu- lagið sjálft er miðað, eru þau þvert á móti of ríkuleg. Hér er um að ræða eina af mótsögnum skipulagsins. í kapítalismanum er ekki spurt um þarfir og fullnægingu þeirra, heldur um gróðastig og fjáhagslegan hagnað. Þess vegna og í Þeim skilningi eru gæðin of ríkuleg. Spurningin er alltaf: er hægt að selja framleiddar vörur, er hægt að koma arðinum í lóg ? Á tímum efnahagskreppna, óseljanlegra birgða, atvinnu- leysis og vannýttrar afkasta- getu verksmiðja, skýtur dá- lítjð skökku við að tala um, að gæðin séu af skornum skammti. — Samkvæmt 'kenn- ingunni um skortinn, er fjár- magn líka af skornum skammti Ef við setjum fram- leiðslutæki almennt í staðinn fyrir fjármagn og þarfir mannkynsins í staðinn fyrir gróða, stendur þetta heima, enda er þá um sósíalískar framleiðsluafstæður að ræða. En í framleiðsluskipulagi gróðahyggjunnar er þetta ekki svona. Þar er of mikið af fjármagni. Það eru vand- ræði, hvað á að gera við það, 1 hvað á að beina því, til að :gildisauki myndist, gróðinn skili sér. Valdimar Kristins- son talar um, að það sé sam- keppni um að fá fjármagn í hin og þessi lönd. En sann- Ieikurinn er sá, að Það er meiri samkeppni á milli auð- magnsútflytjenda en á milli auðmagnsinnflytjenda. Kenn- ingin um hið nauma auðmagn hefur það hlutverk eitt að greiða fyrir inngöngu erlends auðmagns í vanyrkt lönd eða minni máttar. Forsendur hennar eru rangar, áhrif hennar hættuleg. Va!dimar Kristinsson gerir réttilega greinarmun á tvenns konar fjámagni, og nefnir hann flokkana lánsfé og áhættufjármagn. Það er nú að vísu skiljanlegt, hvað við er átt, en engu að síður er ástæða til að fetta fing- ur út í þessi heiti. Það er áhætta að leggja fé í fyrir- tæki, það er líka áhætta að lána það; það er eiginlega áhættuminnst að eyða því og sitja slippur eftir. Auk þess kemur áhætta ekki eðli auð- magnsflutninga við heldur gróðinn. Þess vegna er betri skiptingin: lánsfé — starf- andi auðmagn, og er þá farið eftir því, hvernig form gildis- aukning tekur á sig: vextir — arður. Það er líka Þessi gamalkunni afsökunarkeimur að heitum Valdimars Krist- inssonar. Það er eins og hann vildi segja: Vesalings kapí- talistarnir, hvað þeir þjást vegna áhættunnar, áhættunn- ar, sem þeir taka á sig í al- menningsþágu! Annars er rangt að skilja að hin sígildu form auð- magnsútflutningsins, yegna þess að þau eru nátengd, eru af sama uppruna og hafa í flestum tilfellum sama til- gang eða bæta að minnsta kosti hvort annað upp; eru því eins og tvær hliðar á sama peningi. Auðmagnsút- flutningur er óhjákvæmilegt einkenni þróaðra auðvalds- landa nútímans. Hann er beint framhald af markaðs- leit utanríkisverzlunarinnar, nú þegar sammiðjun auð- magnsins krefst alÞjóðlegrar útþenslu. Uppsprettur hans eru ofauki auðmagnsins (capital surplus) í forustu- löndum auðvaldsheimsins, driffjöður samkeppnin um aukaarð (extraprofit). Auk þessara almennu hagrænu atriða, koma pólitísk sjónar- . mið mjög til greina. Kann- ske er engin þáttur efnahags- málanna eins samslunginn heimspólitíkinni og einmitt auðmagnsútflutningur. Það eru athyglisverðar tölur, sem Valdimar Krist- insson nefnir, að 1949 hafi 15% mannkyns „átt“ 62% framleiðslugetu í heiminum. Þetta hrikalega hlutfall veit- ir innsýn í hinn mikla mun á þróun landanna. En jafn- framt eru þessar tölur dá- lítið blekkjandi. Þær gefa nefnilega enga hugmynd um skiptingu auðsins innan þró- uðu landanna, og held.ur ekki um það, hvert stefnir. Það má jafnvel halda, að innan hvers lands sé skiptingin til- tölulega jöfn, og munurinn fari æ minkandi milli landa. Þessu er nú á annan veg far- ið, og skal bent á nokkrar tölur um það. Árið 1955 var hlutafé tólf auðhringa ásamt með hluta- fé ríkisins og erlendra fyrir- tækja 66,3% alls hlutafjár í Vesturþýzkalandi (14,7 mrð. DM). Hlutafé hringsins Ver- ein?gte Stahlwerke eins nam t.d. 2370 milljónum marka Það er hins vegar á allra vitorði, að hlutabréf hvers auðhrings eru í höndum fá- mennrar klíku. ■— 1 Banda- ríkjunum var 59,4% alls iðn- hlutafjár að finna hjá 0,36% iðnhlutafélaganna árið 1954. Aðeins tvær fjölskyldur, Morgan og Rockefeller, eiga Þar vestra. Svona er nú auð- æfunum misjafnt skipt niilli eignastéttanna í hinum háþróuðu löndum. Framhald af 1. síðu. Endurskoða afstöðuna til Atlanzbandalagsins Gaston Eyskens, forsætis- ráðherra Belgíu, ræddi við blaðamenn í Brussel í gær. Hann sagði að Belgar neydd- ust til að endurskoða frá grunni afstöðu sína til Atlanz- bandalagsins. Belgar hefðu eytt 3,5 milljörðum belgiskra franka (2,7 milljörðum króna) í her- stöðvar sínar í Kongó, en þær hefðu verið hlekkir í her- stöðvakeðju Atlanzbandalags- ins. Nú ættu Belgar að fara úr þessum stöðvum. Allur fjár- Það er því ekki alleinasta, austur þeirra hefm verið að ,auðnum sé misskipt milli ir gýg og þejr yrðu ^ flð landa, heldur engu siður inn- endurskoða al]ar hernaðaráætl- an hvers lands. Auðvalds- þjóðfélagið byggist á því, að auðurinn sé í fárra höndum, og þróun þess er m.a. fólgin í því, að hann safnist á enn færri liendur. 1 samræmi við eignaskipt- inguna er og tekjuskipting- in. Áætlað er, að 1949 hafi 2/3 mannkyns lifað í lönd- um, þar sém framleitt var minna en 1/6 hluti allra tekna. Meðaltekjur á nef hvert í þessum löndum voru um 50 dollarar en nm 900 dollarar í Þróuðu löndunum. Og ekki er tekjuskiptingin jafnari innan hinna einstöku •landa. 1 Bandaríkjunum fengu einungis tvö hundruð hlutafélög 28% alls arðs árið 1956 (en hlutafélög eru gríð- armörg, yfir hálfa milljón að tölu). Ekki mun þörf á því að útskýra, hversu mikill munur er á kjörum verka- lýðs og eignastétta. Sá mun- ur fer sívaxandi, enda þótt verkalýðnum takizt með bar- áttu sinni að bæta kjör sín að nokkru. Til dæmis um breikkun bilsins: 1947 fékk verkamaður í bílasmiðjum General Motors 3000 dollara tekjur eftir 52 stunda vinnu. Svipað bar þá fjármagnseig- andi úr býtum, sem átti rúm- lega þúsund General Motors hluta'bréf. Nú líður og bíður, verkamaðurinn vinnur, og peningamaðurinn varðveitir sín hlutabféf. 1 árslok 1958 eða eftir tólf ára tímabil hafði . verkamaðurinn fengið alls 51500 dollara í laun, en hlutabréfaeigandin hvorki meira né minna en 108000 dolilara eftir sín þúsund bréf. Svona gengur nú tekjutil- færslan borgarastéttinni I vil og verkalýðsstéttinni í óhag í Bandaríkjunum. Það mun ekki ofmælt, að örfá prósent landslýðsins eigi®-. cg hirði arðinn að svo til allri framleiðslunni í hinum þróuðu auðvalclslöndum. Og þessi misskipting fer dag- vaxandi. Það hljómar því ankana’ega, að „hin mikla misskipting auðs milli Þjóða veldur miklum áhyggjum á alþjóðavettvangi". Það eru einmitt auðjöfrar þróuðu landanna, sem leitast við að sölsa undir sig auðlindir í þeim heimshlutum, sem skemmra eru komnir í þró- un framleiðsluaflanna. Það er þessi viðléitni, sem borg- araleg hagfræði á að dylja eða a.m.k. að réttlæta. Og hún svíkst heí'dur .ekki um það. amr sinar. Eys&ens þótti ástæða til að taka það sérstaklega fram að hann vildi ekki með þessu segja að Belgar ættu að fara úr Atlanzbandalaginu. Fréttamenn í ÍBrussel segja að belgíska stjórnin hafi í hyggju að afturkalla ýmsar pautanir á hergögnum sem hún hafi gert í samræmi við heild- aráætlanir Atlanzbandalagsins, m.a. á 100 orustuþotum frá Bandaríkjunum.' Hammarskjöld frestar för sinni Við þv!í hafði verið búizt að Hammarskjöld myndi fara þegar í stað til Kongó til að sjá um að ákvörðun Öryggis- ráðsins yrði framfylgt. Hafði hann ætlað að leggja af stað síðdegis í gær með flugvél frá KLM. Á síðustu stundu hætti hann þó við það. Sú skýring var gefin að hann þyrfti að eiga mjög áríðandi viðræður við Pierre Wigny, utanríkisráð- herra Belga, sem' staddur er i New York. Enginn nýr brott- farartími var ákveðinn, og faldi fréttaritari brezka út- varpsins líklegt að ætlun Ham- marskjölds væri að ræða einn- ig við fulltrúa annarra ríkja en Belgíu og væri sennilegt að þær viðræður myndu dragast á langinn. Hljótast af vandræði? iSvo virtist í gærkvöld sem vandræði gætu hlotizt af þeirri ákvörðun Hammarskjölds að fresta för sinni til Kongó. Lúmúmba forsætisráðherra hefur lýst yfir hernaðarástandi í öllu landinu og boðað að her stjórnarinnar í Leopoldville Útflutningur auðmagns er ein aðferð auðvaldsins til að leggja undir sig heiminn, og í rauninni eitt helzta birting- arform heimsvaldastefnu nú- tímans. í hreyfanleika fjár- magns er alls ekki fólgin helzta von mannlcynsins um betri og jafnari lífskjör, heldur þvert á móti stærsta von og vissa auðvaldsins um meiri gróða. Við skulum líta á vandamálið frá því sjón- armiði, og láta ekki blekkjast af áróðri auðvaldsins, hvort sem hann kemur fram í hljómfögrum uppspuna, beinni staðreyndafölsun eða afvegaleiðandi kenningaþoku. verði sendur inn í Katanga. Hann og ráðherrar hans myndu einnig fara þangað. Lúmúmba tók fram að stjórn hans myndi ekki þola að Sam- einuðu þjóðirnar tækju af henni völdin í landinu, þótt hún vildi eiga samstarf við þær. Tshombe setnr skilyrði Tshombe, leppur Belga í Kongó, sagði í gær að liann myndi fallast á að gæzlulið SÞ kæmi til Katanga, ef geng- ið væri að ákveðnum skilyrð- um. Þau helztu voru að í lið- inu mættu ekki vera hermenn frá löndum sem kommúnistar hefðu ítök í og nefndi hann sérstaklega Ghana og Gíneu. Þá yrði SÞ að lofa að skipta sér ekki af „innanlandsmálum" Katanga og her fylkisstjórn- arinnar yrði að fá að halda vopnum sínum. Sendiherrann rekinn úr landi Sendiherra Belga í Leooold- ville var rekinn frá Kongó í gær og fór hann ásamt fylgd- arliði yfir Kongófljót til iBrazzaville Öllum ræðismanna- skrifstofum Belga í landinu verður einnig lokað. Belgíska stjórnin sleit í gær stjórnmálasambandi við Gíneu vegna afskipta stjórnar þess lands af Kongómálinu. Garðyrkjusýning Framhald af 3. síðu urhúsið hér í Hveragerði? — Hann hét Sigurður Sig- urðsson frá Draflastöðum, faðir Ingimars í Fagra- hvammi. Sigurður vann mjög mikið að ýmsum framfara- málum, t.d. var hann einn af forvigism'önnum um stofnun Mjólkurbús Flóamanna. Ingi- mar sonur hans tók seinna við garðyrkjustöðinni, og hefur rekið hana síðan. — Eru vínberin, sem hér eru, ræktuð hér ? — Já, en iþað er nú meira til gamans gert. iFréttamönnum var nú boð- ið upp á veitingar í tjaldi við hlið sýningarskálans. Konur úr Kvenfélagi Hveragerðis sáu um veitingar sem voru hinar beztu. Að lokum bauð Paul Mich- elsen fréttamönnum að skoða aróðrcrstöð sína, Pálshús. Paul ræktar eingöngu potta- blóm og er mi'kið úrval þeirra í stöð hans. Stöð Pauls hlaut fjölda verðlauna á landbún- aðarsýninaunni,, sem haldin var á Selfossi, en það var í fvrsta sinn sem Paul sýndi iurtir s'ínar Stöðin er til fyr- irmvndsr að ö’lum fráganai, ng umhirða blómanna prýði- le.e Að l'Amm viljum við óslca Hve-g'u'ðineum fil hamingiu me* gvnf'íni bes^a. og von- pndi o-ofst fólki kof+ur á að ríó. fleiri slíkar. Sýningimni lýkur n.k. sunnudag. — R. Utbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.