Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.08.1960, Blaðsíða 6
I 6) —; ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. ágiist 1960 þlOÐVILIINN ÓtRefandl: SameinliiKarflokkur alþýBu — Sóslallstaflokkurlnn. — RltstJA^ar: Magnús Kjartansson (áb.), Maenús Torfl Ólafsson. Bíb- urBur Guömundsson. — Fréttarltstlórar Ivar H. Jónsson. Jón BJarnasor.. - Auglýslngastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn. afgreið8ia auglýslngar, prentsmiðJa: Skólavörðustig 19. — Blml 17-500 (£ línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. Röng stefna fjað hlýtur að hafa verið átakanlegt fyrir sam- vinnumenn um land allt að fylgjast með málsvörn Tímans í tileíni af hinu stórfellda svikamáli Olíufélagsins h.f. Það hefur verið helzta haldreipi blaðsins að benda á það að marg- ir gróðamenn Sjálfstæðisflokksins hafi einnig stundað rnikil fiársvik, verið dæmdir fyrir þau æ ofan í æ, og Ví farist þeim sízt að áfellast aðra. Víst eru frásagnir blaðsins um atferli gróðabralls- manna í Sjálfstæðisflokknum sannar, en er hægt að afsaka það sem gerzt hefur innan vébanda samvinnuhreyfingarinnar með slíkum rökum? Samvinnuhreyfingunni var sérstaklega ætlað að vernda almenning, bændur og neytendur, fyrir féflettingu og svikum einstakra gróðamanna al- ger heiðarleiki í viðskiptum og óbrigðul þjónusta við almenning áttu að vera einkenni hennar; sú siðferðilega reisn sem einkenndi brautryðjend- urna þurfti að vera leiðarljós í öllupi athöfnum hen.nar. Það er hörmulegt að spilltir menn skuli hafa notað slík samtök og fjármagn þeirra til hinna verstu óhæfuverka — en þó er hitt kannski ennþá alvarlegra að reynt skuli að réttlæta fram- ferði þeirra með þeim rökum að ekki séu aðrir betri. Sú málsvörn ber vott um alvarlegar sið- ferðilegar veilur, sem óhjákvæmilegt er að sam- vinnumenn uppræti að fullu i samtökum sínum- eti mt ua Annur málsvörn Tímans er sú að hamra á því ^ að fjandmenn samvinnuhreyfingarinnar reyni nú að nota olíumálið til hinna harðvítugustu árása á samvinnuhreyfinguna í heild, og því þurfi samvinnumenn að snúast til varnar. Þessi ábending er einnig rétt, en samstaðan gegn óvin- um samvinnuhreyfingarinnar má sízt af öllu verða til þess að meiin verji og afsaki fjársvikin og lögbrotin sem Vilhjálmur Þór og félagar hans hafa gert sig seka um. Því aðeins hafa andstæð- ingar samvinnuhreyfingarinnar nú beitt vopn í 'höndum, að sumir forustumenn samtakanna hafa brugðizt þeim mikla trúnaði sem þeim var sýnd- ur. Þessir menn hafa í verki unnið óvinum sam- vinnuhreyfingarinnar hið mesta gagn, og það er samvinnuhreyfingunni til mikils tjóns ef enn verður reynt að halda yfir þeim hlífiskildi. Sam- vinnuhreyfingin verður nú umfram allt að gera hreint í híbýlum sínum — hversu svo sem Morg- unblaðið hælist um á meðan; aðeins með slíkri hreingerningu mun samvinnuhreyfingin megna að endurvekja það traust og þá samheldni, sem hrinda mun öllum árásum andstæðinga og leiða samvinnustefnuna til nýrra sigra. /~illum er nú ljóst að það var röng stefna þegar iæ ^ fjármagn samvinnumanna var notað til að stofna hlutafélög í stórgróðaskyni í samvinnu við fjárplógsmenn íhaldsins. Engum ætti heldur að dyljast lengur að samvinnuhreyfingin fór inn á SJ háskalegustu brautir þegar hún reyndi að gera jJg hernámið að stórfelldri tekjulind. Þau lögbrot jrrj og svik sem framin hafa verið eru afleiðing af rangri stefnu, og þeirri stefnu verður umfram allt að breyta ef samvinnuhreyfingin á aftur að rgjj öðlast það traust sem hún þarfnast umfram allt. Þá stefnubreytingu ber Tímanum að ræða af heiðarleik og einlægni, f stað þess að ástunda •Hr? lágkúrulega málsvörn sem gerir blaðið samdauna óþurftarmönnunum og verkum þeirra. — m. Miðvikudagur 10. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 hana „mömmu”~ glápa á málleysingjana eins og einhver viðundur þegar það mætti þeim eða sá þá ræða saman á fingramáli. (Rétt mun að skjóta því inn hér, að áður fyrr var málleys- ingjum kennt fingramál, nú er þeim kennt varamál. þ.e. að lesa orðin aif vörum hinna talandi. Fvrir allmcrgum ár- um kvað hafa verið til einn lögregluþjónn. sem skyldi fingramál, og læknar munu yfirleitt ekki skilja það). Þegar Sigríður kom á Mál- leysingjaskólann tck Margrét Rasmus, forstöðukona skól- ans hana að sér, og hjá henni ólst Sigriður. unp. Sigríður er ekki fædd málVaus. en hafði heyrn fyrstu árin, eða þar til henni, einkum öll iheimilisstörf og vinnu. 1 Málleysingjaskólanum var samtímis Sigríði mállaus pilt- ur, Jón Sigfússon að nafni. Hann lærði síðan bakaraiðn og var bakari í Alþýðubrauð- gerðinni. Giftust þau Sigríð- ur og Jón og stofnuðu heim- ili, er að dómi kunnugra var hið ánægjulegasta. Hvor- tveggja mun hafa verið, fá- titt, bæði að mállaust fólk stofnaði þannig he:mili, og hitt að þau héldu tryggð við kunningja úr Málleysingjaskólanum, enda tóku reykvískir málleys- ingjar strax að venja komur sínar heim til þeirra og safnast þar saman Einn- ig þeir sem komu í Málle.vs- ingjskclann utan af landi. Sérstaklega kvað Sigríður hafa verið stúlkum er komu utan af landi sem væri hún móðir þeirra. Alltaf þegar eitthað var um að vera hiá mállevs- ingjunum hér eða þeir voru í klípu, fóru þeir héim til Sig- Heimili Sigríðar varð þannig þegar í upphafi miðstöð og samkomustaður málleysingja og raunverulega félagsheimili þeirra, og héfur svo verið ’i 37 ár. Enn mæla málléysingj- ar sér mót heima hjá Sigríði. Heimp hjá henni ræða þeir og imdirbúa árlegt ferðalag sitt, ofr heima hjá henni sýna þeir myndir og kvikmyndir úr þess- um ferðalöerum. Flest stóraf- mæli sín halda þeir þar. heim til hennar leita þeir um hátíð- ar og þangað fara þeir með máileysingia utan af landi. Fg sovr Sigríði hvort henni hafi ekki fundizt ltfið erfitt, ov hvort það hafi verið leið- inlegt. Það er eins og hún þurfi rmkkurn ulma til að át-ta sig á svo fip^s^æðri spurningu. Fn svo hlær hún innilega hjartanlega og svarar: — Nei, lífið hefur verið á- gætt — og það er ánægjulegt enn. Mesta ánægja Sigríðar hef- ur vitanlega verið að annast sjá landið, en iþess hefur hún átt lítinn kost. Að heimili mállausra hjóna, og síðustu árin mállausrar konu (íón S:gfússon lézt fyr- ir nokkrum árum), skuli hafa verið félagsheimi'i málleys- ingjanna, vekur óhjákvæmi- lega spurningu um það hvað samfélagið geri fyrir mállaust fólk. Það mun stað- reynd að fólki sem útskrifast af Málleysingjaskólanum mun ganga erfiðlega að fá vinnu. Áður fyrr a.m.k. gátu mál- leysingjar lært iðn. Jón Sig- fússon var t.d. bakari og tveir klæðskerar hér voru málleys- ing.jar, en margir mállausra karlmanna munu gerast sjó- menn. Þau Sigríður og Jón eignuðusf 3 börn. Ein dóttir þeirra hefur eðlilegt mál og heyrn, en ein dóttirin og son- ur eru máll.aus. Grétar sonur henrar lærði matsveinsstörf, en það þorir vist enginn að hafa mállausan matsvein — svo hann er háseti. Mállausa systirin hefur unnið í verk- ríður Kolbeinsdóttir hún var orðin fjögurra ára gömul að hún datt og missti heyrnina af þeirri byltu. Eft- ir að Sigríður kom til Reykja- víkur lagði Margrét Rasmus mikla rækt við að kenna ríðar og réðu ráðum sínum þar. Oft voru á heimili þeirra Sigríðar á kvöldin tvö her- bergi fullsetin mállausu fólki er m.a. spilaði þar og stytti sér stundir með ýmsu mcti. heimili sitt og ekki síður að hafa „opið hús“ fyrir allt mállaust fólk, en af öðrum ,,skemmtunum“ kveðst hún hafa notið mestrar ánægju af því að skreppa í ferðalög og smiðju langt til 20 ó.r. Fyrir nokkrum árum fóru málleysingjar héðan til Dan- merkur. Þar dvöldu þeir á málleysingjaheimili þar sem allt var miðað við - Þeir kalla Málleysingjarnir í Reyk.ja- vík kalla hana flestir mömmu. að því mér er t.jáð. Hvers vegna gera þeir það? Cg hver er hún þessi kona, Sigríður Kolbeinsdóttir heit- ir hún, og er sextug í dag Einn daginn heimsótti ég hana og lagði fyrir hana 'heimskulegar spurningar •— með aðstoð fingramálatúlks. Jafnframt fékk ég frekari upplýsingar hjá vinkonu henn. ar, sem kveðst hafa þekkt heimili Sigriðar frá því hún var ung. Sigríður Kolbeinsdcttir fæddist 10. ágúst árið '1900 í Æðey á Isafjarðardjúpi, en þar var móðir hennar vinnu- kona. Hún fór strax I fóst- ur til foreldra Jón Baldvins- sonar, en móðir hans var Ijósmóðir og tók telpuna til sín. Á því heimili var hún til 9 ára aldurs, að hún fór á Málleysingjaskólann í Reykja- vík Sigríður á mynd af nem- endum Málleysingjaskólans hér árið 1909. Þar eru nem- endur allir með einkennishúfu. Það segir Sigríður að þeim hafa fallið þynest, að vera þannig auðkenndir frá öðru fólki. og verst af öllu hafi verið þegar fólk stoppaði og sneri sér við á götunni til að þarfir mállauss fclks. Fyr- ir þá sem kynnast sl.'kum heimilum eru viðbrigðin mikil þegar þeir þoma aftur hnim. Þá finna l>eir betur og sáfar hve skammt þessum málum er komið hjá okkur. Nú mun hópur málleysingja vera á norrænu málleysingjamcti, undir fararstjórn og leiðsösm Brands Jónssonar skólastjóra Máilleysingjaskólans. Til er Zontaklúbbúr á landi hér og a.m.k. deild úr hon- um vinnur að málefnum mál- lauss fólks. Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Mar- grétar Rasmus, fyrsta skóla- sti^ra Mállevsingjaskólans og á að nota sicðinn í þágu mál- levsirgia. Sióðnrinn hecur m.a. tékjur af sölu minning- arsnialda, — en skvldu bmr ekki vera margir sem ekki v:ta að hann er t.il? Heimili Sigríðar Kolbeíns- dct.tur á Grettisgctu 69 hef- ”r verið revkv:skum máll°vs- ingium félagsheimili í ára- tugi Ekki getur svo orðið um pl'a framii'ð. Það bezta s°m S’frr’Aur Rpcrist ge+a óskað °ér, sé að reykvískir máúevsingi- ar mgnipf gut.t o,y follorrt fé- ]ííct0.1-1 eimili Fær bún nð siá þá ósk pírq rætast ? Eðs. vr”-ð- 1 ’r soTnfélagÍð áf"rm i"f'i- og vleymið á að til sé mállaust fclk. Mállausa fólkið í Revk.iavík mun áreiðanlega fiölmenna heim til „mömmu" í dag, færa henni hamingiucskir og þakka he-mi — og það gera margir fleiri. J. R. ....................... 'iiiiiMiimmmmmiimmimimmimiiiimimmmiimiimmiiiiiMmiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmiiimmmimmmmmiimmiiiMiiiimiiimiMiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmiiiiimimmmiiiiimimiiii ' \ Alþjödlegt nuðitmgn 09 alþjöðlegt arðröit I þriðja hefti fjármálatíð- inda siðastliðirs árs skrifar Valdimar Kristinsson, við- skiptafræðingur, grein, sem hann nefnir „Réttindi er- lendra fjármagnseigenda í nokkrum löndum“. Greinin er rituð á þeim forsendum, að Það sé sjálfsagt fyrir Islend- inga að veita eriendu auð- magni starfsskilyrði á ls- landi. Það beri að búa í hag- inn fyrir það með setningu heppilegra laga um gjaldeyr- ismál og skattgreiðslur, svo sem gert hefur verið í ýmsum löndum. I greininni örlar varla á Þeirri skoðun, sem eykst nú æ fylgi í he’minum, að gjalda beri varhug við innflutningi erlends fjár- magns. Þessi afstaða við- skiptafræðingsins gefur til- efni til nokkurra hugleið- inga og birtingu tölfræði- legra staðreynda um f jár- magnsflutninga. Það, sem ríður á að at- huga gaumgæfilega, er ekki hið ytra lagalega form vanda- málsins heldur hagrænt og stjórnmálalegt innihald þess Það er hins vegar í nánum tengslum við eðli auðmagns- ins sem slíks. Auðmagn eða fjármagn er ekki aðeins sam- safn peninga, auðs, sem ávís- unar á framleiðsiutæki, held- ur hefur það og er skilyrði hinnar þjóðféiagslegu af- stæðna milli atvinnurekenda og verkalýðs. Þessar afstæð- ur eru fólgnar í sameiningu andstæðra skauta, launavinnu og auðmagns, þar sem sam- einingin hefur chjákvæmilega arðrán í för með sér. Annað skautið leitast við að halda uppi arðránsafstæðum, hitt við að sundra þeim. Hér er um að ræða baráttu tveggja aðalstétta auðvaldsþjóðfélags- ins, verkalýðs og borgara- stéttar. Þessi móthverfa dýpkar mjög við innflutning auðmagns. Þá verður það deginum ijósara, að hið al- þjcðlega auðmagn arðrænir verkamanninn á alþjóðlegan mælikvarða, enda er undir- okun annarra hjóða í senn f.;rsenda og afleiðing arð- ránsferlsins. I grein Valdimars Krist- inssonar um „Réttlæti er- lendra fjámagnseigenda í nokkrum löndum“ endur- speglast útbreiddustu skoðanir þeirrar hagfræði, sem nýtur náðar og v:ðurkenningar auð- valdsheimsins, um flutning fjármagns landa á milli. Nú eru hagfræðingar Vestur- landa ekki annað en sltósvein- ar borgarastéttarinnar til að viðhalda auðnum og réttlæta völdin. Fræði þeirra eru ekki eilíf sannindi, heldur tak- markaðar skýringar á yfir- borðsfyrirbærum efnahags- lífsins með hina þröngu- sér- hagsmuni auðvaldsins fyrir augum. Það er lærdómsríkt að kynna sér kjarnan í kenn- ingum borgara'egrar liag- fræði um auðmagnshreyfing- ar, og skal nú reynt að setja hana fram. Fyrst er að geta þess, að framleiðsla til fullnægingar mannlegum þörfum fer fram við það, að svonefndir framleiðsluþættir, þ.e. land, vinna og auðmagn sameinast. Hver þáttur fyrir sig leggur fram sinn skerf til framleiðsl- unnar, sérhver þeirra býr yf- ir vissri framleiðni. Handhafendur eða eigend- ur framleiðsluþáttanna, land- eigendur, verkalýður og f jár- magnseigendur (sem sé borg- arastétt) fá í sinn lilut jafn- miklar tekjur og nemur framlagi þ áttarins til fram- ieiðslunnar. (Þannig , eru stéttarafstæður samkvæmt þessari hagfræði ekki annáð en tæknileg hlutföll iriilli ták- markaframleiðni liinna ýmsu f ramleiðsiuþátta!). Visst hlutfall milli fram- leiðsluþáttanna er hagstæð- ara en önnur hlutföll. Ef of mikið er af e:nhverjum í samanburði við hina, er fram- leiðni þess þáttar ákaflega lítil eða hann liggur ónotað- ur. Þannig eru t.d. auð og ónýtt landf'æmi ef því er að skipta. Ef of m'kið er af vinnu (sem framleiðsluÞætti, þ.e. cf margir verkamenn borið saman v:ð framleiðslu- tækin), þi er hún ekki full- uýtt, atvinnuleysi ríkir. Sé um of af auðmagni, er ekki hægt að koma því í fyrir- tæki, í bezta lagi er hægt að legg.ia það inn í lánastofnan- ir, en ékki fer hjá því að framleiðni þess (og þar með arður) verður ákaflega lítill. Tæknileg þróun kapítalismans miðár að því að minnka tak- markaframleiðni auðmagns. ins. 'Framleiðsluþættir eru mis- munandi hreyfanlegir. Land er það alis ekki. Vinna er það, ef svo má segja, bara stundum. Auðmagnið er hins vegar hreyfanlegt í bezta lagi. Hreyfanleiki þáttanna eða öllu lieldur eins þeirra, auð- magnsins, er svo það, sem gefur skilyrði til sköpunar jafnvægis milli þáttanna á hinum ýmsu svæðum. Lágur arður fjármagns í einhverju lardi er tákn um það, að mis- vægi sé kom'ð á milli þátt- anna. Þá er um að gera að flytja fjármagn út í önnur iönd, Þar sem minna er af því fyrir og framleiðni þess enn þá há. Enda er þar eftir- tekjan meiri’. I ljósi þessa verður að átelja harðlega öll þau höft, sem lögð eru í götu hins frjáísa direyfanleika. Ef þau eru engin, getur auðmagnið streymt til og frá og skapað sjálfkrafa jafnvægisástand- ið milli þáttanna. Þá mynd- ast af sjálfu sér hámark mannlegrar veliíðunar, at- vinnuleysi og iðjulausri fjár- söfnun er útrýmt. Vonandi nægir hessi stutt- orði útdráttur til að sýna, hvernig borgararnir setja vandamálin fram. Hvað hafa svo scsíalistar um Þessa kenningu að segja? Fyrst og fremst það, að húri er óvis- indaleg, auk þess sem hún afsakar á lymskulegan hátt atferli borgarastéttarinnar og slær ryki í augu fólks um hina sönnu náttúru auð- magnsflutninga. Það verður ekki farið út í það hér að hrekja þátta- kenninguna frá orði til orðs, aðeins bent á, að hún hvílir á rangri, huglægri gildiskenn- ingu. Sú staðhæfing, að vinn- an ein sé skapari verðmæt- anna, er óhjákvæmilegur grundvöllur allrar vísinda- legrar hagfræði. Og að vísu er vinnugildiskenningin ekki forsenda, sem hægt er að velja eða hafna að vild, heid- ur rökfræðilega sannanleg kenning, og verður gengið út frá því hér. Fyrir verkalýð- inn er tvöföld ástæða til að tileinka sér vinnugildiskenn- inguna, því að hún er biturt vopn í stéttarbaráttunni. Með hjálp hennar skiljum við eðli sjálfrar stéttarbarátt- unnar, arðránsafstæður og aðrar innri mótsagnir auð- valdsþjóðfélagsins. Með Þáttakenningunni er hins vegar hægt að afsaka livaða arðrán sem er, enda er það nú líka tilgangurinn með henni. Tekjur atvinnurekenda eða fjármagnse’genda eru ekki mælikvarði þess, hve auð- magnið hefur mikla „fram- leiðni“, heldur þess, hve mikinn gildisauka tekst að sjúga úr vinnu verkalýðsins. 1 löndum, sem skemmra eru á veg komin tæknilega, er hægt að verja meirililuta auð- magnsins til arðráns verka- lýðsins, þar verður magn gildisaukans eða gróðinn meiri. Einmitt þetta og ekk- ert annað er afivaki auð- magnsf lutninga. Það er stórhættulegt efna- hagsiegu og pólitísku sjálf- stæði hverrar þjóðar, einkum smárrar og lítilsmegnandi, að leyfa auðmagnsinnflutn- ing, enda er og hætt við, að það komi efnahag þjóðarbús- ins á ka’dan klaka. Verð- mætum þeim, sem vinna landsins búa skapa, er hin mesta nauðsvn að halda inn- anlands og láta ekki helming þeirra, gildisaukann, renna til erlendra aðila. Kenningin um óhindrað rennsli framleiðsluþáttanna og jafnvægi j eirra er fögur á að sjá, en hún hefur þann Hjalti Kristgeirsson regingalla að gera ráð fyrir mótsagna'.eysi og fyllsta sam- ræmi í efnahagslífinu. Það er hins vegar óhugsandi, meðan auðva'dsskipulagið er við lýði. E'nmitt þess vegna er kenningin til einskis nýt nema til að réttlæta efna- hagspólitík þeirra stjórnmála- manna, sem sjá heiður s:nn (eða kannske frekar vö'd) í því áð vera attaníossar al- þjcðlegs auðvalds. Jafnframt er talið um „frjálst rennsli" tómt þvaður á tímum hinna tröllauknu einokunarhringa. Framhald » VO siftu Hialti Kristgeirsson, sem stundar nám í hagíræði í Ungverjalandi, heíur sent Þjóðviljanum alllanga ritgerð um eíni ,sem nú er mjög á dagskrá hér á landi: Eigum við að veita erlendu auðmagni aðstöðu til stórframkvæmda á íslandi? Ritgerð Hjalta verðúr birt í nokkrum köflum hér í blaðinu. Effir H]alfa Krisfgeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.