Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 11. ágúst 1960
— Erú margír' érleíidir stú-
dentar við skólann?
Vasil Mirtséff og Þrandur Uhoroddsen.
ÆSKULÝÐSSÍÐA
Frá töku skólamyndar í kvikmyndaháskólanum í Lodz.
hlendmgur stundar nám
kvikmyndagerá í Póllandi
Notar sumarleyííð til að taka hér fimm kvik-
myndir ásamt skólabróður sínum
Nýlega eru komnir hingaö til lands tveir nemendur
Kvikmyndaháskólans í Póllandi og ætla að' taka myndir
af landi og þjóð. Þeir eru íslendingurinn Þrándur Thor-
oddsen og Búlgarinn Vasil Mirtséff Hér á landi hefur
löngum þótt hvílá einhver ævintýraljómi yfir kvik-
myndagerð og því kom okkur til hugar að lesendum
oíðunnar þætti gaman að kynnast nánar starfsemi skóla
í þessari grein.
Við fáum iþá Vasil og Þránd
í heimsókn og biðjum þá að
fræða okkur um skólann og
ferðir sínar hér. Þrándur
verður fyrir svörum.
Kvikmyndaháskólinn 1 Pól-
landi er í Lodz og heitir
Panstawa Wysza Szkola Teat-
ralna i Filnowa. Hann skipt-
ist í tvær deildir, kvikmynda-
deild og leiklistardeild, sem
eru algerlega aðskildar og
hafa aðsetur í itveim húsum.
Um 90 nemendur eru í leik-
listardeild, en í k^ikmynda-
deild þar sem við stundum
nám eru 75. Hún skiptist svo
aftur í myndatökudeild, leik-
stjóradeild og skipulagningar-
deild. Hvert vor fara fram
samkeppnispróf inn í skólann.
Þau eru í þrem liðum. Fyrst
eru forpróf og eru þá valdir
um 500 af umsækjendum til
að fara í raunverulegt próf.
A,f þessum 500 komast 30
áfram til að taka próf í skól-
anum sjálfum en af þeim
komast um 10 inn í skólann
á ári. Auk prófanna eru inn-
tökuskilyrði í myndatökudeild
stúdentspróf og þar tekur
námið síðan fimm ár, í leik-
stjóradeild háskólapróf, þar
tekur námið 3—4 ár en reglur
um skipulagino’ardeildina eru
ekki til enn, hún er alveg ný,
hefur starfað aðeins eitt ár.
— Þeir eru núna fimm,
einn Rússi. þrír Búlgarar og
einn Islendingur.
. Skólinn nýtur.nú álits sem
<bezti skóli heims í kvikmynda-
fræði eins og kom í ljós á
alþjóðaþingi prófessora við
kvikmyndaháskóla bæði að
austan og vestan. Umsóknir
um skólavist hafa komið frá
Frakklandi, Vestur- og Aust-
ur-Þýzkalandi, Mexíkó, Dan-
mörku, Svíþjóð, Indónesíu,
Irak og fleiri löndum. Það er
nú í athugun að taka eibthvað
af þessum útlendingum inn
í skólann eftir samkeppnis-
prófi.
■— Hver er ástæðan til að
skólinn hefur komizt svo
langt að vera álitinn sá bezti
sinnar tegundar í heiminum?
— Það er bæði vegna góðra
starfskrafta við skólann og
vegna þess frjálsræðis sem
þar ríkir, enda fær ,hann mjög
háa styrki frá ríkinu. Rektor
£ skólans er prófessor Toeplitsz
sem er þekktur um allan lieim
sem menningarfrömuður.
Hann hefur verið kosinn for-
seti Alþjóðasambands kvik-
myndaskóla. Hann kennir
kvikmyndasögu. Aðrir frægir
kennarar við skólann eru
Stanislaw Wohl sem kennir í
myndatökudeild og prófessor
Munk, sem er aðalfrömuður
„nýju öldunnar“ í pólskri
kvikmyndagerð ásamt Wajda.
— Og hvað áttu við með
frjálsræði?
Nemendúr fá að velja efni
kvikmynda og sjá um fram-
kvæmdir alveg án eftirlits eða
afskipta prófessora eða ann-
arra. Skólinn greiðir allan
kostnað við myndatökur.
Venjulega eru skólakvikmynd
irnar 10 minútna myndir og
hver þeirra kostar um 64.000
zloty. Það verður að undir-
strika að engar hömlur eru
lagðar' á efnisval og ekkert
igert til að koma pólitík inn
í efnið. Þó eru auðvitað oft
gerðar pólitískar myndir við
skólann. . v < fí ‘ •
— Og ihvað gérir hver nem-
andi margar myndir?
— Myndatökumenn gera
fullt af æfingamyndum sem
eru bara tæknilegar æfingar
en geta svo fengið í lið með
sér nemendur í leikstjóradeild
til að gera aðrar myndir.
Hinsvegar gera nemendur í
leikstjóradeild 1—4 myndir
á ári, allt 10 mín. myndir Á
síðasta námsári gera svo n.em-
andi úr leikstjóradeild og
og nemandi úr myndatöku-
deild eina mynd saman sem
er þáttur í burtfararprófi.
Slíkar myndir eru hálfrar til
einnar klst. langar og eru o,ft
sýndar í kvikmyndahúsum.
Þær eru yfirleitt leiknar. Leik-
stjórinn skrifar handritið.
Leikendur eru stundum úr
leiklistarskólanum en mjög
oft er kostað til atvinnuleik-
ara. Margir heimsfrægir leik-
arar hafa leikið í skólakvik-
myndunum, t.d. Cybulski.
— Og hvernig er það með
þig, Þrándur, var ekki erfitt
að setjast í skóla þar sem
kennt er á svo annarlegu máli
sem pólskan er fyrir okkur?
— Ja, mín persónulega saga
er sú, að ég fór ekki á mála-
námskeið fyrr en í febrúar
og var þá búinn að missa 5
mánuði af þvi. Samhliða málg-
náminu sem tók þrjá tíma á
dag, fékk ég að fylgjast með
í kvikmyndaskólanum. hafði
frjálsan aðgang að fyrirlestr-
um og aðstoðaði við gerð
þriggja kvikmynda.
Framhald á 8. síðu.
Kongó (effa) Frelsararnir.
Um væntanleg afrek þeir segja þær sögur
að sjóðirnir opnist nú hvar helzt- sem er.
En engum mun virðast sú uoptalning, fcgur
aumingja Kongó — guð hjálpi þér.
Ætlarðu að taka þeim örmunum þcndum
og eiga þitt fjör undir þvílíkum her.
AuðhringakLkum í afætulöndum,
aumingja Kongó — guð hjálpi þér.
Þú leggur bitt ráð undir vesturheimsk veldin
svo vont er að líða hinn belgíska her.
En þetta er að flýja úr öskunni í eldinn,
aumingja Kongó — guð hjálpi þér.
Heyrirðu enn ekki hróp þeirra þjóða
sem hlekkina urga og mala af sér.
Ætlarðu meið þinn m.sð ruðmýkt að fcjóða,
aumingja Kongó — guð hjálpi þér.
Þeir koma með hægð "his og krumminn á skjánum
með kærleik og frelsi á vörum sér.
En slást svo um eplin sem enn eru á trjánum,
aumingja Kongó — guð hjálpi þér.
Þ.
Viðreisnarbramboltið
Einn vinnufó’agi minn er
hálfsjötugur maður, harðleg-
ur karl, eh þó farinn að gefa
sig hvað heilsu snertir. Ný-
lega er hann búinn að fá út-
svars- og skattseðilinn sinn,
og hann á að greiða í útsvar
og skatta samtals rúmar átta
þúsund krónur.
Útsvarið hans hefur liækk-
að talsvert frá í fyrra.,
kirkju- og kirkjugarðsgjöld
liafa hækkað, tryggingagjald
snarhækkað og eignaskattur
sömuleiðis. Hann borgar að
vísu engan tekjuskatt núna,
en samt eru Mrggjökl lians
nokkru hærri nú en á s.l.
ári. Hann hafði tæpar 55 þús-
krónur í tekjur s.l. ár, og af
því á hann sem sé að greiða
8 þús. krónur í útsvar og
skatta. Þessi maður nýtur
engra fjölskyldubóta, hann á
engin börn á ómagaaldri,
hins vegar er konan hans
mjög heilsulaus og verður
alltaf öðru hvoru að ganga
til læknis og nota rándýr
meðul. Mig minnir að stjórn-
arblöðin hafi sagt okkur, að
tekjuskattseftirgjöfin og fjöl-
skyldubæturnar ættu þvi sem
næst að vega upp á móti
kjaraskerðingunni, sem leiddi
af viðre'snar-bramboltinu í
vetur; hér sjáum við hvern-
ig það er hjá éinum öldruð-
um lág'aunamanni: Tekju-
skattse'ftirgjöfin hrekkur
ekki til ’ að, vega upp á móti
hækkuninni á öðrum þing-
gjöldum; f jölskyldubætur
engar, thkk. Bn þess' vegna
segi ég frá Þessu, að ég veit
að nákvæmlega það sama
verður upp á tenngnum hjá
fjölda annarra skattgreið-
énda, allar hækkanirnar
lenda á þeim, án þess að þeir
fái nokkuð á móti, ékki einu
sinni þeissar margumræddu
fjö'skyldubætur, sein mér
sk’ldist á stiórnarblöðunum,
að jafna ættu reikninginn hjá
öllum, (ætli skyldulið ráð-
herranna sé yfirleitt barn-
margt fólk?).