Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 10
fl)) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. september 1960 K'IB Veðurhorfurnar Suðaustan kaldi með allhvössum skúrum, heldur kaidara. g jalday risskýrsl u Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að með bréfi; dags. 7. þ.m., barst póst- og símamála- stjcrninni 8. þ.m. beiðni gjald- eyrisef iirlitsins um nákvæma greinargerð yfir heildar gjald- eyristekjur og gjaldeyrisnotkun pósts og síma 1956 til 1959 að báðum árum meðtöldum, svo og fyrir fyrstu 5 mánuði þessa árs. Póst- og símamálastjórnin hófst þegar handa um skýrslu- gerðina. Þar sem hér er um talsvert verk að ræða mun skýrslugerðini ekki lokið fyrr en á máuudag ,12.. þ.m. (Frétt frá Póst- og og simamálastjórn)_ Útbreiðið Þjóðviljann Bardagar hafnir í KATANGA Fjérir 60 þús. líra námsstyrkir Itölsk stjórnarvöld hafa boð- ið fram styrk handa íslending- um til að sækja málanámskeið á ítalíu námsá ið 1960 til 61. Styrkirnir eru fjórir, ætlaðir til mánaðardvalar, og nema 60.000 lírum hver. Þó getur komið til greina að’ veita held- ur færri styrki til lengri dval- ar, eða þriggja mánaða hið lengsta. Námskeiðin, sem um er að ræða, eru ítölsku-nám- skeið fyrir útlendinga og hald- in við ýmsar menntastofnanir á Italíu, aðallega háskóla. Um- sækjendur þurfa helzt að geta sýnt fram á, að þeir hafi þeg- ar fengizt nokkuð við itölsku- nám. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneyt- isins fyrir 10 oktcber n.k., og fylgi upplýsingar um aldur, námsferil og störf. Umsókn- areyðublöð fást i menntamála- ráðuneytinu, Stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg. i ' Islenzk tunga Frainhald af 7. siðu. telja rétt að minna á neinar kröfur). Við hressingargöngu eða hei’su.verndargöngu er hressingin eða heilsuverndin aðalatriði, en ekki það hvort gengið er langt eða stutt, jafnvel getur maður verið á hlaupum mest allan tímann; það væri kölluð ganga samt. Fleiri siðari lið'r samsetn- inga eru hliðstæðir, t.d. ferð, og við utanferð skiptir út- landið mestu máli, við heim- ferð það að fara heim, og þannig mætti lengi telja. Og við Keflavíkurgönguna var herstöðin þar í grennd aðalat- riði. Það væri efni í sérstakan þátt að reyna að gera sér grein fyrir orðanotkun þeirra ,sem helzt berjast fyr- ir herstöð i landinu. Niðurstaðan , yrði .þó, senni- lega sú að þar væri síður um að ræða ranga notkun orða en hugtakarugling, annað- hvort viljandi eða þá áunn- inn og vanabundinn. Þúsundir komu Tramhald af 1. síðu. verið birt í blaðinu og verður það sem fram lór ekki rakið hér, því að fundurinn stóð enn þegar blaðið fór í prentun síð- degis eftir venju á laugardög- um yfir sumarið. Þórarinn Haraldsson bóndi í Laufási stjórnaði fundinum. Fundarmenn voru á þriðja þús- und. Framhald af 12. síðu. Vilja ekki til Kongó Fulltrúi Sovétríkjanna í Ör- yggisráðinu lagði fram tillögu ■ um að Öryggisráðið héldi næsta Cund sinn í Leopoldville, höfuð- borg Kongó, þannig að ráðsfull- trúum gæfist kostur á að kynna sér ástandið þar af eigin raun. Tillagan fékk einnig fylgi full- trúa Ceylon og Póllands, en 6 fulltrúar voru á móti. Fulltrú- ar Ekvador og Túnis greiddu ekki atkvæði, Gíneu ofbýður Yfirstjórn hersveita Gíneu. sem eru við gæzlustörf í Kongó á vegum S,Þ. hefur farið þess á leit að herlið Gíneu verði leyzt frá störfum meðan herlið S.Þ. í Kongó er misnotað eins og gert liefur verið í stað þess að styðja • faina löglegu og þingræðislegu ‘ stjórn landsins. Sekou Touré forseti Gíneu hefur staðfest þessi tilmæli og jafnframt farið þess á leit að hætt verði að nota hermenn írá ríkjum Atlanzhafs- bandalagsins í Kongó, en gæzlu- störfin falin frjálsum Afríku- ! þjóðum. Túnþökur vélskornar. í gær bárust þær fréttir að hermenn væru horfnir af sjón- arsviðinu í Leopoldvlle og segir í Reutersfrétt að skýringin á þessu sé sú, að hermennirnir hafi lagt niður vopn að fyrir- skipan foringja herráðsins. sem væri stuðningsmaður Kasavúbu. Herráðsforinginn tók þó þátt í stjórnarfundinum, sem vék Kasavúbú úr embætti forseta. Jafnframt bárust fregnir af því að bardagar hefðu byrjað við landamæri Katangahéraðs milli herliðs Kongóstjórnar og fylgismanna Tshombe. Rúmlega 34 þús. f jár slátrað á Akureyri í haust Á Akureyri hefst sauðfjár- slátrun n.k. miðvikudag, 14. september og stendur til 17. október. Mun verða slátrað þar rúmlega 34 þús. fjár. Á Dalvík verður slátrað um 8 þús. kind- um og á Grenivík 3500. • AUGLÍSIÐ I • ÞJÓÐVILJANUM ÁTTUNDA FULLTRÚAÞING Landssambands framhaldsskélakennara verður haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykja- vík, dagana 16.—18. sept., og hefst föstudaginn 16. september klukkan 4 síðdegis. DAGSKRA: 1. Kjaramál. 2. Tillögur Skólamálanefndar 1958. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar sambandsins. 4. Lagabreytingar. 5. Kosningar. 6. Önnur mál. . @parið yöur Maup á roilii imrgra veralana1- OÖkUOOLJöm OtöUH! ($1$) -Aiiscurstiaeci gróðrastöð viS Miklatorg. Sími 22-8-22 og 1-97-75 OTSALA Mikið úrval af drengja- og unglingafötum. Karlmannafatnaður allskonar. CLTlMA KJÖRGARÐUR Laugavegi 59 12 gerðir af CATERPILLAR bátavélum Registered Trade Mark 50 til 600 hö Fyrir utan hinar frægu hæggengu bátavélar, framleiða CATER- PILLAR _verksmiðjurnar nú hraðgengar og fyrirferðalitlar vélar, heppilegar í báta 15 til 25 tonn. Vélarnar eru 50; 80, 100 eða 150 hö. fjórgengar, ferskvatnskældar með óbeinni eldsneytisinnspýtingu og forbrunaholi, sem tryggir að vélin getur gengið í hægagangi um langan tíma, án þess að sóta sig og tekið svo við fullu álagi, hvenær sem á þarf að halda. Hægt er að búa vélina með fastri skrúfu og olíustýrðum gír eins og sýnt er á myndinni. eða skiptiskrúfu. Þér stundið veiðar en ekki viðgerðir með CATERPILLAR í bátnum. Kynnið yður kosti Caterpill ar Heildverzlunin HEKLA h.f., Hverfisgötu 103. — Simi 1-12-75.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.