Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 6
6) —Í>JÓÐVILJINN —-.SunnudagTir 11. september 1960 Ufdrátiur úr framsögurœBu Sigfúsar DaÖasor (IJOÐVILJINN nc iíSI Útgefandl: Samelnlnsarflokkur alþýBu - Sóslaltataflokkurtnn. — BltstJAj-ar: Magnus KJartanaaon (áb.). Maenús Torfl Olafason. Bla- UxBur QuBmundsaon. — Préttarltattórar: tvar H. JónsBon. Jón BJa^nasor.. - Auslýslnsaatjórl: QuBsetr Masnússon. — Bltatjórn. afsreiðsla auslýslnsar. prentsmiBJa: SkólavörBuatts 19. — Blml 17-600 (6 línur). - ÁakrlftarverB kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 1.00. PrentamtBJa ÞJóBvllJana. Tveir fundir f Tndanfarna daga hafa hópar manna streymt til ^ Reykjavíkur utan af landi. 'Margir þessir ferðalangar hafa haldið áfram til Þingvalla til þess að taka þátt í landsfundi hernámsandstæð- inga. í þeim hópihefur ekki verið að finna neina af ráðamönnum þjóðfélagsins; þetta hefur ver- ið alþýðufólk sem lagt Ihefur á sig mikið erfiði og kostnað af brennandi áhuga á sjálfstæðis- málum þjóðarinnar. Það hefur verið énægju- legt að dveljast í hópi þessa fólks; þar hefur ríkt heiðrikja hugans, einlægni og baráttuþrótt- ur; hið sameiginlega markmið allra hefur ver- ið að auka veg og sóma þjóðarinnar; og öllum hefur verið mikið í mun að þjóðin frétti sem bezt af röksemdum og ákvörðunum Þingvalla- fundar. 'C'n ferðalangar þeir sem streymt hafa til höf- borgarinnar að undanförnu hafa ekki allir haldið til Þingvalla. í hópnum hafa einnig verið ýmsir af kunnustu valdamönnum þjóðarinnar, allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins sem búsettir eru utan Reykjavík- ur, og sótt fund um landhelgismálið. Þeir hafa fengið kostnað sinn greiddan af ríkissjóði, og þótt þeir ferðist að vísu vegna sjálfstæðismála þjóðarinnar, mun sízt eiga við að nefna brenn- andi áhuga í sambandi við þá- Ekki fara sögur af því hver ánægja hefur ríkt í þeirra hópi né hvernig hugur þeirra hafi' verið á sig kom- inn; en viðfangsefni þeirra var að ræða leiðir til að skerða veg og sóma þjóðarinnar; og öllum hefur þeim verið mikið í mun að þjóðin frétti ekki neitt af röksemdum þeirra og ákvörðunum. f»essir tveir fundir eru ímynd étakanna í ís- lenzku þjóðlífi. Annarsvegar er fólkið sjálft sem binzt frjálsum samtökum af hugsjón og áhuga. Hinsvegar er klíka valdamanna sem pukrast í laumi og tekur ákvarðanir án þess að fólkið í landinu fái nokkuð um þær að vita. Þingmennirnir á laumufundunum ímynda sér að þeir geti enn haldið áfram að fara sínu fram, þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar, f krafti áróðurs og valds. Þeir skeyta því engu þótt þeir séu umboðslausir á klíkufundum sínum og ákvarðanir þeirra hafi ekki meira gildi en sam- þykktir hverra annarra jafnmargra Islendinga. Þeir treysta enn á deyfð og sinnuleysi kjósenda sinna. TJ,n fólkið sem kom saman á Þingvöllum í um- boði samherja sinna neitar að hlíta hinum ósæmilegu og umboðslausu ákvörðunum ráða- mannanna, og segir valdi sinnuleysis og deyfðar stríð á hendur. Það minnist þess að þingmenn hafa áður komið saman til umboðslausra leyni- funda. Það gerðist vorið 1951, og nokkrum dög- um síðar hafði erlendur her lagt Island undir sig, þvert ofan í svardaga ráðamanna og í trássi við lög og stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins. Þingvallafundurinn skoraði á þjóðina að láta slíka smán ekki endurtaka sig enn einu sinni, neita að hlíta nokkru nýju afsali landsréttinda, en heíja nýja sókn til að endurheimta það sem glatazt hefu^. Það er á valdi þjóðarinnar sjálfr- ar að ákveða hvor fundurinn skuli vera rétt- hærri, fulltrúafundurinn á Þingvöllum, eða klíkufundurinn í Reykjavík. — m. ua „Islendingum 20. aldarinn- a.r hefur fallið í skaut það hlutverk að skapa nýja menningu, — íslenzka menn- ingu sem hæfði breyttum lifnaðarháttum, aukinni tækni og verkaskiptingu, minnk- andi einangrun, í einu orði sagt: menningu sem væri í höfuðdráttum bqrgamenning, andstætt þeirri sem ríkt hafði hér allt frá upphafi landsbyggðar fram á þessa ö!d. Það er óhætt að segja að eftir því hvo t okkur tekst að leysa það hlutverk vel eða illa af hendi munum við verða dæmdir af óknmnum Sigfús Daðason Uppruna fyrirbærs þessa kvað Sigfús fræðimenn rekja til þess annarsvegar að Bandaríkin eru land án menn- ingarlegrar fortíðar og hins- vegar til hins háþróaða auð- valdsskipulags bandarisks þjóðfélags, þar sem menning- in verður verzlunarvara eins og hvað annað. Nú bregur svo við að ame- ríkanisminn virðist eiga auð- veldast með að ryðja sér til rúms í löndum sem kölluð eru vanþróuð, enda þótt þau búi við forna menningu og fast- mótaða. Þar hefur menningin ekki náð að aðlagast nútíma- háttum, þjcðirnar eru í leit að nýrri menningu, og ame- ríkanisminn flæðir inn. Yfir- ing okkar er varla eins caðt laganleg nútímaháttum og menning þeirra. Eigi að síður er Ijóst að vanþroskr nútíma- menningar okkar. er hið opn- aða hli.ð sem ameríkani-sman- um hefur verið greiðast irin- göngu.V Ge;gvænlegUstu áhrif ame- ríkanismans eru talin' þau að þar sem hann ríkir hefur : ó- menningin tilhneigingu til að leggja undir sig h:na ,. æðri menningu, sagði ræðumaður. Þessa taldi Sigfús ekki gæta að mun í Vestur-Evrópu, enn sem komið er, vegna þess að þar hefur æðri menning ver- ið afmarkaður re tur ti'.tölu- lega jröngrar menntastéttar. Síðan hélt hann áfram: MENNINGAR ERU HVERG 3&Æ ra;:; u mfljuXwZy. kynslóðum. — og ekki aðeins það: heldur velti á öllu fyrir framtíð íslenzks þjóðernis að okkur takist það sem bezt.“ Á þessa leið fcrust S:gfúsi Daðasyni skáld; orð í fram- söguræðu sem hann flutti í Valihöll í fyrrad. fyrir ávarpi Þingvallafundar. Fjallaði Sig- fús í r.æðu sinni um áhrif herseturmar á íslenzka þjóð- mennmgu. Sigfús kvaðst ekki telja það ofmælt, að okkur hafi engan veginn tekizt að leysa þá þraut að skapa okkur nú- tímamenningu. Ýmsir menntamenn hafi að vísu starfað vel og komið miklu til leiðar, einkum í varðveizlu hins forna menningararfs, en sér virtist einkum hafa skort menn með fullan skilning á aðkallandi nýsköpunárþörf. í stað þeirrar menningar sem okkur hefur mistekizt að skapa, sagði ræðumaður, höf- um við verið okkur úti um allskonar eftirlikingar og upp- fyllingar. ,,Ein af þessum uppfylling- um í e.yðu íslenzkrar nú- tímamenningar, og sú sem tekur þar mest rúm, er það fyrirbæri sem nefnt hefur verið ameríkanismi, og fylgt hefur eftir efnahags- og hern- aðarútþsnslu Bardarikja Norður-Ameríku um mikinn hluta heimsins...... Það er óhætt að segja að eitt höfuðeinkenni ameríkanism- ans sé lágt stig alþýðumenn- ingar .... Ytri glans og innri tómleiki, auglýsinga- mennska, taugaæsing, upp- þornun menningarlegs sköp- unarmáttar, tilfinningasemi án sannra tilfinnmga, / tóm- læti um almenn mál, andleg leti og vanþroski, allt er þetta ennfremur talið menn- ingarlegar einkunnir amerik- stéttin tekur upp bandaríska óhófslifna ðarhætti, en alþýð- an verður amerískri skríl- menningu að bráð. Af ýmsum ástæðum hefur ameríkanisminn ekki átt eins auðvelt uppdráttar í löndum Vestur-Evrópu og vanþróuð- um löndum, þótt áhrif hans séu þar mikil. „Aðstaða íslands gagnvart ameríkanismanum er hvorki nákvæmlega sú sama og ann- arra Evrópulanda“, sagði Sig- fús, „né heldur alveg eins og aðstaða hinna vanþróuðu lar.iía. Það mætti ef til vill segja að hún sé þar mitt á milli. Við erum komin lengra frá nýlendustiginu en flest liinna síðarnefndu, og menn- „Þessu víkur öðruvisi við á íslandi. Lengi höfum við tal- ið alþýðumenninguna okkur til höfuðgildis. Þegar okkur þykir við þurfa að rökstyðja tilverurétt okkar sem þjóðar, þá teljum við að vísu afrek okkar í bókmenntum fyrst, en þar næst nefnum við al- þýðumenninguna. Og með miklum rétti. Nú má ef til vill vera að við höfum stund- um hælt okkur fullmikið af alþýðumenningunni á Islandi. Eigi að síður mun það koma í Ijós ef að er gætt að alþýðumenningin er ekki að- eins réttlæting þjóðernis okk- ar heldur lífsskilyrði. — Lífsskilyrði vegna þess að það er óhugsandi að hægt sé - lilllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllU UlllUIIIIIIIIIf ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 118. dagur 11. september 1960 I Samsetnsngar orða amsmans. Oft veldur það mönnum heilabrotum hvernig bezt sé að setja saman orð, og stund- um telja menn sig hafa fundið einhverja reglu um það hvernig setja ber orð saman og hvernig ekki. Sannleikur- inn er þó sá að um þetta verða ekki settar neinar við- hlitandi reglur, að öðru leyti en því að vitanlega ber mönn- um að forðast klaufalegar eða villandi samsetningar. — Hér er rétt að benda á að „sam- sett“ kallast þau orð sem sett eru saman rir fleiri orðstofn- um en einum, þannig að-báð- ir (allir) hlutar orðsins eru þekkjanlegir Stundum fer svo að siðari liður samsetninga hættir að vera til sem sjálf- stætt orð og lifir aðeins í sam- setningunni. Mér er í minni ágætt dæmi um það. Norðanlands, að minnsta kosti sums staðar, tíðkast að menn noti nafnorð- ið úr um suddarigningu og ef til vill aðra úrkomu. Sunnan- lands er þetta ekki almennt orð, en ihins vegar þekkja all- ir þar samsetninguna úrkoma, enda er myndun þess orðs ihliðstæð myndun orðsins sn.jó- koma. Nú ibar svo við eitt sinn á námsárum mínum að íslenzkukennari minn, Eyfirð- ingur, spurði mig um orðið ,,úrkoma“, merkingu ,þess og uppruna. Mér var raerkingin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.