Þjóðviljinn - 04.10.1960, Side 10

Þjóðviljinn - 04.10.1960, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4 október 1960 Glötum ekki því sem hefur áunnizt Framhald af 6. síðu. Þá sýndu brezkir líka vin- áittuna 'í verki eins og reyndar oft áður. Við sjó- menn fengum þær fregnir á öldum ljósvakans í sumar, að hinn þjóðkunni skip- stjcri og aflamaður nefndur Binni í Gröf kallaði á varð- skipið Þór sér itil hjálpar gegn brezkum veiðiþjófum við SA-strönd landsins. Svo náin var hin brezka vinátta, að hann varð hvað eftir annað að gæta ýtrustu lagni og snarræðis til að forða bát sín- um frá ásiglingu Bretanna, sem sýndu þar með ljósu dæmi hina hefðbundna kurteisi •hnefaréttarins og ágirndarinn- ar, sem hefur geymzt þar í landi cmenguð frá dögum (Búastríðsins Enn á ný skal Bretum veitt hjálparhönd; það höfum við fengið að sjá svart á hvítu í blöðum stjórnarflokkanna nú síðustu daga. Enda er þjóðin þegar vöknuð og er á verði gegn gamla draugnum, sem þegar er uppvakinn. Nú skal semja við Bretann, þvert við allar áður gerðar samþykktir alþingis þar að lútandi, og með því framið brot á íslenzk- um landslögum. Fyrir hverja er verið að semja? Ekki er verið að semja fyrir okkur vinnustétt- irnir. Nei! það er verið að semja fyrir brezka auðvaldið svo þeir verði sér ekki frekar til skammar á alþjóðavett- vangi en þeir þegar eru orðn- ir, og það er verið að semja fyrir fáeina auðmenn hér á Islandi svo þeir geti lifað hér áfram í vellystingum á her- mangi og öðru svindilbraski eins og þeir hafa leyft sér, alltof lengi. Við sáum það á öftustu siðu Morgunblaðsins í fyrra- dag hvað hér er á ferð, það er verið að semja fyrir Breta og þessa fámennu klíku hér- lendra auðmanna, um löndun- arbannið sem þeir beittu okk- ur fyrir nokkrum árum. — Um leið og auglýstur er fund- ur í stjórnmálafélaginu Verði, um landhelgismálið, er í sama dálki fagnað yfir einstakri kurteisi Englendinga viðvíkj- andi löndun fisks úr íslenzk- um togara þar í landi. Löndunarbaiinið er þegar yfirstigið af íslendinga hálfu og landhelgismálið 1‘íka!! Um hvað á þá að semja? Eigum við að gera eins og Norðmenn og hörfa inn að 6 mílunum? E’gum við að hleypa brezka togaraflotanum upp í landsteina, ásamt öðrum er- lendum fiskiskipum, sem á því hefðu áhuga? — Ekki getum við sagt við Norðmenn og Færeyinga t.d. og allar aðr- ar þjóðir, sem vildu fá sömu fríðindi: Þið fáið ekkert, þið sýnduð okkur allt aðra kurt- eisi og vináttu en Bretarnir, þeir komu fram við okkur sem mikla menn og vildu berj- ast við okkur vopnlausa. Nei! Þetta getum við ekki verið þekktir fyrir. Heldur fáum við yfir okkur allan fiskiskipa- flota þeirra þjóða, sem kæra sig um að veiða hér við land. Ef til vill væri sönnu nær, að geta sér þess til, að slík óheillaspor séu ekki stigin án einhvers þankagangs og vitn- eskju um að hér sé 'ekki vel ' á málum haldið, og þjóðin mundi ekki í fram.íðinni veg- sama slíkar aðgerðir. Þá ligg- ur næst fyrir að halda, að reyrt verði með einhverjum ráðum að ná sem flestum at- kvæðum flokkanna eftir darra- dansinn, sem á eftir mun 'fýlgja. — Cg það mundi helzt gert með því að reyna að friða einhvern hluta kjósendanna í þéttbýlinu hér sunnanlands á kostnað dreifðari byggð- anna. Með því til dæmis að lofa Bretum að veiða við j austur. og norðurland eins og ! þeim henitaði, gegn því að færð yrðu út einhver önnur friðunarsvæði. Með þeim samningum, að brezka togaraflotanum og öðrum erlendum fiskiskipum yrði hleypt upp að ströndum landsins til veiða aftur yrði gengið svo freklega á fiski- stofninn íslenzka að þess bið- um við aldrei bætur, alveg sama þó ekki væri nema hluti af strandsvæðinu sem opnað væri, því það vitum við fullvel, að fiskistofninn er sá eami á öllu grunnsævinu við landið. Og með þeim samningum, mundum við einnig glata unn- um sigri 'í þeirri viðleitni okk- ar að fá viðurkennda friðun landgrunnsins alls. Reykvíkingar! og aðrir fundarmenn! Við skulum gera okkur það ljóst, að slíkir samningar, sem þessir eru svik við þjóðina. •Þeir sýna okkur að við er- um ekki taldir siðmenntaðir menn heldur skepnur á mjög lágu þroskastigi! Við skulum einnig gera okkur það ljóst, að allir slíkir samningar hvernig sem þeir yrðu, eru svik við þjóðina í heild, og væru hnefahögg í andlit allra sannra íslendinga. — Með þeim værum við að lítilsvirða öll áðurgefin heit þjóðarinnar í landhelgismálinu og öllum’ öðrum frelsis- og réttlætismál- um ihennar fyrr og nú! Með því að mæta hér á þessum útifundi, erum við að ^ sanna öllum út um hinar | dreifðu byggðir landsins, að við þéttbýlismennirnir verð- um ekki ginntir með fag- urgala og gylliboðum. Við erum einhuga þjóð í þessu máli. Með því að mæta hér, sýn- um við þeim óheillaöflum, sem hér eru að verki að þeim ihefur ekki itekizt að dreifa huga okkar frá þessu máli, ýmist með skjalli eða gifur- yrðum, og við sýnum einnig hinum eimþá lítilsigldari, sem ekki eru einu sinni eyðandi orðum á eins og t.d. framá- mönnum Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, að . við hc.fum ekki í hyggju að ! veita hrautargengi, hvorki þeim né öðrum óheillafuglum sem að þessum afglö'um standa. Við munum heldur víkja að þeim hinum gamal- kunnu orðum Skallagrims er hann mælti við Harald kon- ung hárfagra forðum:. „Eigi mun ek þér þjóna, því ait ek veit at ek mun eigi gæfu til að bera at . veifa þér þá-þjónustú sem skulum ekki líða neina samn- hefur Stýrt því svo glæsilega ek munda vilja ok vert inga við Breta um þetta mál. í höfn. væri.“ Við skulum ekki rjúfa þá ein- Glötum ekki, því sem þegar- Gcðir fundarmenn! Við ingu þjóðarinnar sem þegar hefur áunnizt! 'gum landhelgismálinu með órofa samsföðu allra Framhald af 7. síðu. Þeir samningar, sem nú eru áíormaðir við Breta um fisk- ve'ðiiandhelgi ísiands, hafa verið undirbúnir áis samráðs eca vilunlar þjóðarinnar. Því hefur jafnvel verið neitað í stjórnarblöðunum að hér væri um sammngaviðræður um landhelgismá'ið að ræða, heldur aðeir.s um kurteisis- viðtöl varðandi árekstrana á íslandsm'ðum. En auðvitað er s'ikt blekking. Bretar tala umbúðalaust um samiiinga- viðræður og nú í fyrradag játaði Bjarni Benediktsson á Varðarfundinum, að viðræð- urnar verði um landhelgis- málið cg liann bætir því við að það eitt sé takmark, grundvallarskilyrði og ófrá- víkjanieg rcgla að af!a fram- tíðarviðurkenningar á 12 mílna fiskveiðilögsögunni. Og annar ræðumaður á Varðar- fundinum sagði, að land- helgismálið yrði að leysa með samkomulagi við Breta. Það er athyglisvert, að Bjarni Benediktsson skuli segja að það eitt sé takmark- ið að afla framtíðarviðurkenn- ingar Breta. Bretar hafa lýst yfir, að þeir fallist á 12 mílna fisk- veiðlögsögu, ef þeir fái að veiða upp að 6 mílum í 10 ár. Þeir þykjast fallast á framtíðarviðurkenningu. En um megin stefnuatriði þjóðarinnar, að í engu verði hvikað frá 12 mílna mörkun- urn þogir ríkisstjórnin og Bjarni Benediktsson þunnu hljóði. Eins og undirbúningur samninganna hefir verið gerð- ur á bak við þjóðina, eins er ætlunin að villa um fyrir þjóðinni um raunverulegt innihald samninganna. Undanhaldið skal ekki heita undanhald, heldur nýr sigur. Það að hleypa Bretum inn í helming fiskveiðilandhelginn- ar skal ekki heita afslátturg- frá 12 mílna landhelginni vegna þess að Bretar eiga að lýsa yfir friðunarsvæðum fyrir utan annarsstaðar. Og það að afhenda Bretum Iiluta af s pildunni til afnota í nokkur ár, skal aðeins sanna ] að, að við eigum spilduna og getum ] ar með leigt hana frá okkur. Þannig eigum við að fá rétt okkar viðurkennd- an með 1-VÍ að láta af hendi yfirráðin. Þannig eru og verða rokin, eða öllu heldur blekkingarnar. Á Varðarfund- inum í fyrradag tck Bjarni Bencdiktsson það dæmi þess- um máif utningi til rökstuðn- ings, að eins og húseigandi gæti le'gjt út íbúð í húsi sínu vegna þess að hann væri eig- andi, eins gætu íslendingar leigt út hiuta af 12 mílna landheig’.nni af því að þeir væru viðurkenndir, sern eig- endur hennár. Þanng á Ieigan, að jafn- gilda viðurkenningu á rétti okkar til landheiginnar. Skyldu Bretar ekki brosa í kampinn þegar þeir heyra þessa skýrlngu á þeim sigri íslendinga að eftirláta Bret- um það af islenzku landhelg- inni, sem þeir hafa heimtað af okkur ailan tíman. Húseigendur, sem leigja út íbúðir telja sig eflaust hafa hagnað af því að ráð- stafa lausum íbúðum. En íslendingar eiga ekkert autt eða ónotað pláss í fisk- veiðilandhelgi sinni. Þar er ekkert pláss til leigu. Að hleypa þangað inn brezka togaraflotanum myndi jafn- gilda því, að húseigandi, sem byggi í allof þröngu hús- næði með fjölskyldu sína, tæki inn í þá íbúð nokkrar fjölskyldur til viðbótar. Þannig leigu samþykkir enginn heiðarlegur húsráð- andi þvingunarlaust, eða að eigin vilja. Góðir fundarmenn! Landhelgismálið er nú í meiri hættu en það hefir ver- ið í um langan tíma. Svik hafa verið undirbúin, en í veg fyrir þau verður að koina. Sterkasta stoð okkar í landhelgismálinu til þessa hefir verið einhugur almenn- ings í landinu, hefir verið sú samstaða manna úr öllum flokkum og öllum stéttum og íbúanna um allt land, sem tekizt hefir. Málið hefir áður staðið tæpt. Undansláttarmennirnir hafa áður gert sig líklega til þess að láta undan erlendum kröfum í málinu og bregðast óskum þjóðarinnar. En hið einbeitta og sterka almenn- ingsálit hefir bjargað okkur hingað til yfir hætturnar Þéir íslenzku stjórnmálamenn, sem voru að bogna undan er- lenda þrýstingnum voru réttir við aftur og málinu var bjargað. En hvað verður nú? Nú verður sagt við ykkur hér í Reykjavík: viljið þið ekki vernda ríkisstjórnina, ef hún hleypir brezkum togurum ekki (í þetta skiptið) inn á- ykkur, heldur bara inn á mið Austfirðinga og Norðlenöinga. Viljið þið ekki styðja þá stjórn sem jafnvel gæti krækt ykkur út einhvern bita í leiðinni ? Þannig verður spurt á bein- an og óbeinan hátt. Þannig á að reyna að skipta Islendingum upp í málinu. Siðgæðið er prang- arans, okurkarlsins — þess sem vill selja allt, jafnvel selja meðbræður sína. En fiskimið Austurlands og Norðurlands verða ekki seld á leigu til Breta, án þess að allir landsmenn verði fyrr eða síðar að greiða fyrir þá leigu. Rányrkja þar mun bitna á fiskveiðunum einnig annarsstaðar. Samstaða íslendinga, fólks- ins í öllum flokkum og um allt land verður einnig nú að bjarga landhelgismálinu. Eitt verður yfir okkur alla Is- Iendinga að ganga í jþessu máli og getur aldrei airnað. Ég þekki marga Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn víðsvegar um lar.dið, sem eru heilsteyptir í landhelg- ismálinu og eömu skoðunar og meirihluti landsmanna um, að sérsamningar við Bretá komi ekki til m.ála og að úti- loka eigi með öllu að ví.kja um .þiimlung frá 12 mílna mörkunum allt umhverfi^ landið, án undantekningar. Ég veit að hér í Rvík er fjöldi slíkra manna. Ég skora alveg sérstaklega á þá að sameinast okkur hin- um um það að koma í veg fyrir s\'ik í landhelgismálinu og gera ríkisstjórninni það ljóst, nú þegar i, upphafl samningaviðræðnanna við Breta, að þjóðin muni aldrei þola neina svikasamninga. Björgum landhelgismálinu með órofa samstöðu allra. Tilboð óskast í nokkrar Dodge Weapon og Pick-up bifreiðar, enn- fremur fólksbifreiðar til niðurrifs. Bifreiðarnar verða sýndar í Rauðarárporti, í dag kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri klukkan 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Verkfræðinsar Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga beinir því til félags- manna, að sækja ekki um stöður, án þess að ihafa áður haft samráð við félagið. Auglýsið í Þjóðviljanuin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.