Þjóðviljinn - 05.10.1960, Síða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1960, Síða 7
Miðvikudagur 5. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — ríkir, enda dautt mál eins og er, að ætia að benda á einhverjar framfarir þar, úr því að ráðamenn iandsins v'rðast engan áhuga hafa fyr- ir því, að hressa upp á það lið og aðstöðu þess. IV. Margir hafa í ræðu cg riti bent á einn herfilegan is- lenzkan löst: Óstundvísina. Þessi lardlæga plága virð;st hreint ekki vera í rénun. Þeir .aðilar, sem bezta hafa aðstöðuna til þess að venja menn af þessum ósóma, láta það yfirleitt ógert. Muna má, þegar einn fyrrverandi út- varpsstarfsmaður ta;aði þannig eitt sinn í útvarp fyr- ir. ca. 2 árum, að hann fór 20-30 mínútur fram yfir sinn auglýsta tíma, svo að út- varpið varð að fella niður he;lan aagskrárlið á eftir manninum! Óþarft er að geta þess, að hvorki hann né út- varpið ómakaði sig á þvi að biðja útvarpshlustendur af- sökunar, en viðkomandi herra hefði áreiðanlega verið fær um að skrifa (og það með réttu) magnaða blaðagrein 1 um ósómann, ef hann hefði komið úr annarri átt. Eitt algengasta fyrirbrigð- ið, sem fólki er boðið upp á, af þeim, sem þekkja ekki á klukku, er þegar flokkar, fé- lög, stofnanir eða einstak- lingar auglýsa að þetta eða hitt hefjist á einhverjum til- teknum tíma, sem það gerir svo auðvitað ekki. Svona fram- koma er alveg orðin óþolandi og verður að leggjast niður, því hér er ekki um neitt ann- að að ræða en svik, pretti, aumingjaskap, siðleysi og ómerkilegheit. Auðvitað gegn- ir það svo öðru máH, þegar um óviðráðanleg atvik er að ræða, en það er saldnast Að gera svo ekki grein fyrir óstundvísinni, þegar hún hendir einhvern aðila, né biðjast afsökunar, er kórón- an á öllum ræf'idómnum. Oft er því haldið fram, svona eins og í afsökunar- skyni, að t.d. einhver tiltek- in athöfn hafi óh.jákvæmilega byrjað of seint, þar eð hún hafi krafizt of mikils og tímafreks undirbúnings. Þetta, er auðvitað engin af- sökun. Þeir, sem kunna sitt verk, ætla undirbúningnum al'taf nægan tíma o.s. frv. og þarf þá til engrar óstundvísi að koma. Það er illu heilli búið að venja menn svo á óstundvís- ina, að vissulega verður þess- um málum ekki kippt ■ í lið- inn án mikils átaks, en það er þó þrátt fyrir allt það, sem allir þrá í raun og veru og verður að koma. Þess vegna er rétt að leggja sem fyrst í þetta átak. Stundvísi er gulls ígildi V. Höndlararnir í Reykjavík virðast ýmsir latir og kæru- lausir, eða hvað skal halda, þegar sama og ekkert virð- ist gert til þess að hressa upp á fáfræði sums af- greiðslufólks í verzlunum og hjá fyrirtækjum? Að ætla að fá haldgóðar upplýsingar um vöru, virðist ógerlegt, a.m.k. þessar stofnanir ætla að keppa til úrslita inn það, hver þeirra sé leiðinlegust í þjón- ustunni við almenning: Landsíminn, Mjólkursam- sálan og Strætisvagnar Reykjavíkur og verður keppn- in hörð og úrslit vandséð. En hvað um það, Helgi Hjörvar segir meira umLand- símann (Mbl. 11.6. ‘60): ,,Eins og ófreskja í tröila- sögum bölsótast þessi stofnun í mold og leðju og dauðra manna beinum, rétt fyrir dyrum Dómkirkjunnar og Al- þingis, og fyrir augum alþjóð- ar... Getur Landsíminn ekk- ert framfaraspor tekið nema j stíga um leið sinn ógeðslega j djöfladans á mannabeinum ?“ Þá nefnir Hjörvar ,,taum- j lausan þjösnaskap" nefndrar stofnunar og að lokum telur Hjörvar miðbæinn aldrei geta j orðið fagran, „nema óheilla- j kumbaldi Landsímans verði j afmáður af grunni sínum“. Þannig lýsir virðulegur borgari, og Landsímanum ekki ókunnur, þeirri stofn- un. Það er varla von, að stofnunin sú arna gangi langt í þjónustunni við lifend- ur, úr því að hún hefur feng- ið þá dauðu svona rækilega á heilann. Þarna verða réttir aðilar að grípa í taumana: 1.) Framhald á 10. síðu Hópur stúdeiíta frá Indónesíu hefur að undanförnu ferðazt um Evrcpulönd, nú siðast Norðurlöndin. Hafa stúdentarnir sýnö indónesíska dansa og Ieikið þjóðlega tónlist á hljóðfæri, senrn hvergi þekkjast annarstaðar en í Indónesíu. Dans Indónesanna. og hljóðfæraieikar hafa hvarvetna vakið mikla athygli. —* Myndin er af nokkruin úr hópi indónesísku síúdentanna. Halldóra B. Björnsson: fW\ •• •••11 loougjold hjá , fléstu, afgreiðslufólki. -! Nokkuð hefur þökað í rétta j átt, áð því er kurteisi af- ! greiðslufólks snertir, en ér þó engan veginn kcmið í það horf, sem bef. Enn þá sést og heyrist t.d. að viðskipta- vinur bendir seljanda á, að tiltekin vara sé gölluð eða stórskemmd. Á þá seljaiidi stundum til að fara að þræta og þrefa rétt eins og kaupanda bæri skylda til að kaupa skemmdu vöruna eða skemmda varan ætti að vera skenund! Svona framkomu verður maður oft vottur að og skil ég ekki það verzlun- arfólk, sem temur sér slíka framkomu. ■* Hér skal því nú skotið inn í, svona eins og innan sviga, að hinum ágætu og sjálf- sögðu verðmerldngnm verður að framfylgja betur en gert er. Þær eru til hins mesta hagræðis . og það er menning- arbrágur að þeim. Þá er enn ónefnd sú plága, hve afgreiðslufólk gefur oft skakkt til baka. Þetta hefur þó lagazt mjög hjá sumum stærri fyrirtækjum, þar sem reiknivélarnar eru komnar til sögunnar, sem þó þýðir ekki, að mistök geti ekki orðið. Vafalaust getur Mjólkursam- salan haft einna versta „sam- vizku“ í þiessum efnum. I mjólkurbúðunum er sennilega einna mest þörfin fyrir sam-' lagningarvélar. Það er hreinn voði að senda börn í mjólk- urbúðir vegna þess, að þeim er mjög oft gefið skakkt til baka (of lítið) en sjálf geta þau sjaldnast hnekkt slíku eða náð rétti sínum. Þetta veldur flestum heimilum miklum erfiðleikum. Legg ég nú til, að forráðamenn Mjólk- ursamsölunnar fari að morgni dags í allar mjólkui’búðirnar og heyri sjálfir skammimar, skætinginn og lætin, sem fram fer í þe;m sumum og stafar oftast af þvi, að fólk kemur þar og segir, að börn- um þess hafi verið gefið skakkt til baka, en afgreiðslu- fólkið sver, að það hafi al- drei á æfinni gefið skakkt til baka! — Nei, háttvirtu mjólkurherrar, þetta ófremd- arástand dugir ekki. Við bú- um alltaf við óviðráðanlega óstjcrn i þessum efnum á meðan þið get;ð ekki hugsað ykkur að hætta þessu fokki og sulli með mjólkina. Send- ið mjólkina heim í húsin. Það er þjónusta, sem segir sex! VI. Og þá er það síminn, þessi stofnun, sem manni skilst helzt á Helga Hjörvar, að of- sæki bæði lifendur og dauða. (Það er liklega þess vegna, sem stofnunin þarf svo óhugnanlega mikla peninga). Og þar með erum við komin að því, að Bæjarsiminn er frekasta okurstofnunin á ís- landi. Þetta fólk — (yfii“ stjórnin þar og valdhafarnir bera að sjálfsögðu alla ábyrgðina) — fæst ekki til að snúa sér við inni hjá manni í sambandi við flutninga og breytingar nema fyrir fleiri hundruð krónur minnst. En hin starfsemi stofnunar- innar er svo „hauskúpuveið- ar“, segir Hjörvar. Að öllu óbreyttu, virðast Þegar halla tekur sumri og heyönnum að ljúka, kalla bændur saman fólk sitt eina dagstund að gleðjast með því yfir heyfeng sínum. Áður fyrr meðan tún voru lítil og mest heyjað utantúns, voru töðu- gjöldin oftast snemma á slætti, pönnukökur með nónkaffinu útí síðasta flekkinn. Nú er víð- ast allt heyjað á túni og þá eru töðugjöldin í sláttulok. Fyrir nokkrum dögum var ég stödd á bæ einum við Skarðsheiði og var þá svo heppin að lenda í töðugjöldun- um. Þar var margt fólk saman- komið, bæði innansveitar og utan og lá vel á mannskapn- um einsog vera ber eftir svona dásamlegt sumar, Þar var ort og skanderazt og sagðar skemmtisögur sannar og Jogn- ar. Þegar rökkva tók um kvöldið, var enn setið að sumbli við kertaljós og' varð þá umhverfið hið ákjósanleg- asta fyrir draugasögur. Eftir hersetuna við Hvalfjörð myndaðist sérstök tegund draugasagna, sem flestar snú- ast um viðureign hersins við íslenzka drauga. Sumar þeirra eru allmergjaðar og standa sizt eldri draugasögum að baki, og ævinlega er það hinn vopn- aði her, sem fer halloka fyrir draugunum okkar. Þær minna talsvert á okkar ágætu þjóð- sögur um Kölska, nú er það herinn sem e'r tekinn við hlut- verki hans: að bíða ævinlega lægri hlut í sögunni og fær oft háðulega útheið, hvort sem hann á í höggi við landvætti eða drauga. Úggur fólks við hersetuna og andóf gegn henni. birtist greinilega í því, að gera drauginn að landvarnarmanni og láta hann berjast við þann fjanda sem því var meinað að rísa gegn. Allar láta sögur þessar í það skína að fólki sé ósárt um þótt hallað sé á verndarana og þeir verði hlægilegir, sýnir það glögglega hvert traust það ber til þeirra ef á reyndi. En oft finnst manni að bændur yfirleitt mættu vera skeleggari og láta meira til sín taka í því að frelsa land sitt frá her- setu. En nú eru þeir að rumska fyrir alvöru og þá láta þeir áreiðanlega taka mark á sér. Sveitafólk virðist hafa næmt auga fyrir því hjákátlega við þetta varnakák, en síður gera sér Ijósa hættuna sem það skapar. Eftirfarandi draugasaga var sögð í töðugjöldunum um dag- inn af einum Skarðsheiðar- bónda, sem sjálfur hafði unn- ið hjá hernum sem varðmaður, þegar þetta gerðist, og þekkti sögupersónur sínar, einnig drauginn. Ég fékk leyfi hans til að skrifa söguna einsog hann sagði hana. Kani á varðstöð eitt austan Bláskeggsár sá óvenju stóran mann koma gangandi austan veginn. Þá var skylda varð- manna á þessari stöð að stöðva alla .umferð um veginn og hringja á varðstöð tvö vestan Sanda og tilkynna þeim um- ferðina. Þegar göngumaður nálgast stöð eitt, gefur Kan- inn honum merki um að stanza, en sá hávaxni lætur sem hann sjái það ekki og gengur ró- legur áfram framhjá varðstöð- inni. Varðmaður gerði þá skyldu s:na og skaut á hann, þremur skotum í bakið. Kauði. leit við og glotti, en hægði ekki gönguna að heldur. Varðmaður náfölnaði og yfirkominn a£ hræðslu hringdi hann í varð- stöð tvö vestan Sanda, og til- kynnir þau býsn að maður sc á leið vestureftir þótt hann hafi skotið hann í bakið. Varð- stöð tvö hringdi á aðalstöðv ar og tilkynnir hve óvænlega horfi. Samstundis er sendur af stað herjeppi með vélbyssu og fimm manna sveit vopnaða. Þeir mæta manninum í brekk- unni ofan við ketilhúsið og gefa honum stöðvunarmerki. en hann heldur áfram, og sinn- ir því engu. En bryndreka- menn reyndust starfi sínu vaxnir cg án frekari viðvörun- ar renndu þeir á þrjótinn úr heilu magasíni 160 eitthundrað- ogsextíu skotum úr vélbyss- unni. Þeir sjá rnelinn rótast upp í mökk og jörðina umturn- ast, stíga síðan út úr vígvél inni og hyggja að risanum, ei samkvæmt öllum þekktum nátt- úrulögmálum átti að liggja þarna sundurtættur. En þar var ekkert sundurtætt nema melurinn, hvergi vætlaði blóð. En Bláskeggur hafði tekið stefnu í átt frá þeim, hann gerði örlítinn stanz á göngu sinni, leit til þeirra um öxl eins og hann hefði orðið vai einhverra skrípaláta, glotti háðslega svo skein í gular tenn- ur í svörtu skeggi. Síðan hélt hann göngunni áfram.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.