Þjóðviljinn - 22.10.1960, Side 6

Þjóðviljinn - 22.10.1960, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laúgardagur 22. október 1960 Laugardagur 22. öktóber 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 KÍ3 (uöðviliihnI Með *»{ iít; x;« atíj W J is~ 11'! 23 Útgefandl: Bamelnlnearflokkur alþýBu — Sóslalifltaflokkurlnn. — aitatJArar: Masnús KJartansson (áb.), Magnús Toríl Ólafsson. Bl«- qrBur OuOmundsson. — PréttarltstJórar: ívar H. Jónsson. Jón #Ja*nasor. - AuKlýsingastJórl: QuOgeir Magnússon. - Rltfltjórn, -- «iiEdýsir<flrar orent.smlOJa: Skólavöröufltig 19. — Blml 17-500 (6 llnur). - ÁakriftarverO kr. 45 & m&n. - Lausasöluv. kr. 2.00. PrentsmiOJa ÞJóOvllJan*. 1 Víti til varnaðar |§ Ijeg3r ísland var ihernumið 1951, rökstuddu ^EEÍ * valdamennirnir heitrof sín með því að nú jrS yrðu íslendingar að leggja sitt af mörkum til verndar lýðræðinu d Kóreu. Til þess mætti ekki sii koma að hinn eingetni sonur frelsisins Syngmann Rhee og félagar hans hrökkluðust frá völdum; þeir væru persónugervingar lýðræðis um heim allan, ef sól þeirra gengi til viðar í Kóreu yrði tfít-' einnig myrkur hér. Síðar kom í ljós að þessir jpí menn voru raunar ofbeldismenn og morðingjar, einræðisseggir og þjófar, og þeir sem ekki flýðu land með þýfi sitt eins og Syngmann Rhee, hafa verið sviptir lífi að undanförnu. Nú síðast var lögreglustjórinn í Seúl dæmdur til dauða fyrir siS hin verstu óhæfuverk, sá maður sem áður var m* r—1 r þó talinn sönn fyrirmynd öllum frjálsum starfs- Ibræðrum sínum, jafnt í Reykjavík sem annars- staðar. ___j *li; I^n íslenzkum lýðræðissinnum var ekki aðeins mlj sagt að líta á Suður-Kóreu sem andlega upp- TS sprettulind; ráðamenn Tyi'klands voru einnig KT þvílíkir merkisberar frelsisins að við gerðum hernaðarbandalag við þá, og hefðu slíkt eitt sinn þótt kvnleg tíðindi á íslandi. íslenzku ráðherr- arnir lögðu aftur og aftur á sig löng ferðalög til S5 þess að geta heimsótt Bayar og Menderes; þeir ræddu við þá um frelsið og lýðræðið og dyggð- S£ irnar, sátu með þeim dýrlegar veizlur og sungu þeim lof eftir heimkomuna. En nú er allt í einu mt ua komið í ljós — einnig að sögn hernámsblaðanna íslenzku — að veizlufélagar og fyrirmyndir tsa E3 53 Bjarna Benediktssonar og Guðmundar I. Guð- Bmundssonar hafa raunar alla tíð verið óbóta- menn af versta tagi, staðið fyrir hópaftökum, r*~í- einræði og ofbeldisverkum, stundað fjárdrátt og iSJj óhófseyðslu, verið hórkarlar og barnamorðingj- ar. Er þess krafizt af saksóknurum Tyrkja að þessir bandamenn okkar og ráðherravinir verði fjjjl allir sviptir lífi, í fyrstu umferð 400 af þeim tii I sem áður fóru með æðstu völd sem holdi klædd ftfl *t takn vestrænna dyggða. Tj'kki fer mikið fyrir því að íslenzku stjórnar- blöðin ræði þessa sögulegu atburði. Þó er sízt að efa að þungur harmur er kveðinn að rík- isstjórninni og málgögnum hennar, þótt reynt sé að bera hann í hljóði. En það stoðar lítt að sýta horfna vini ef ekki er reynt að læra af örlögum þeirra. Sérstaklega ætti Morgunblaðið að minnast þess að það var eitt aðaleinkennið á vaidamönnum Suður-Kóreu og Tyrklands að þeir töldu alþýðu manna „samsafn fífla einna“ og þvrfti sízt af öllu að skeyta um samtök hennar •yþ °g vilía- Þetta hrokafulla viðhorf til „fáráðling- anna“ og „skrílsins" leiddi smátt og smátt til valdníðslu og hinna herfilegustu óhæfuverka; stiórnarherrarnir töldu sig kjörna til að drottna ^ án allra afskipta almennings; þeir tóku sér vald Uji Og getu tií þess að brjóta á bak aftur „alþingi götunnar“ með ofbeldi og blóðsúthellingum. Þeir rrc vita nú betur. En sporgöngumenn þeirra Syng- cr manns Rhees og Menderesar hér á landi ættu Sað gera sér ljóst sem fyrst, að stefna þeirra fé- laga hefur hvorki orðið sjálfum þeim né þjóðum þeirra til velfarnaðar. — m. Ilákoit Bjarnason Einar Sæmundscn Á s.l. vori, hinn 27. júní, voru þrjátíu ár liðin frá því hógvær maður en ákveðinn gekk upp á eitt af björgunum undir bergvegg Almannagjár og hóf að tala við mannþyrp- ingu fyrir neðan. Þarna var raunar ekki saman kominn stór hluti Alþingishátlðar- gesta, enda talaði maðurinn um efni sem flestum var frek- ar .framandi þá: skógrækt. Þessi maður var Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri, — og á þessum fundi var Skógræktarfélag Islands stofnað. Hvað hefur þetta félag gert á 30 árum? Hvað hefur Skógrækt rí'kisins orðið á- gengt á þessum tíma ? Svör við þeirri spurningu fáið þið ekki tæmandi hér, enda yrði það of langt mál. Þegar ég nýlega lagði svipaðar spurn- ingar fyrir Hákon Bjarnason skógræktarstjóra og Einar Sæmundssen skógarvörð varð það að samkomulagi að ég kæmi með næst þegar þeir þyrftu að fara í Haukadal og sæi og dæmdi sjálfur hvort þeir hafa svikizt um. Haukadalur, hið sögufræga óðal Hau'kdæla, þar sem Ari fróði nam .fræði sín, hefur undanfarið verið í eign Skóg- ræktar ríkisins. Fyrir skömmu fóru þeir Hákon austur í Haukadal vegna framkvæmd- anna þar, og þegar við höfð- um búið um okkur til nætur- innar í skógarmannakofanum hóf ég yfirheyrsluna. — Hvernig atvikaðist það að Skógrækt ríkisins eignað- ist Haukadal? — Forsaga þess hófst suður hjá Miðjarðarhafi, svarar Há- kon. Þá voru þeir staddir þar saman Ejnar Munksgaard bókaútgefandi og Kristian Kirk. Kirk var danskur verk- fræðingur og mjög vel fjáð- ur maður. Ejnar Munksgaard var mikill vinur Islands, .eins og flestum mun kunnugt og hann mun þar hafa vakið á- huga Kirks fyrir Islandi. Nið- urstaðan af viðræðum þeirra þarna suður frá varð sú, að þegar þeir komu aftur til Kaupmannahafnar hafði Kirk tal af Jóni Sveinbjörnssyni konungsritara um að hann vildi verja nokkurri fjárhæð til framfara- og nauðsynja- máls á íslandi, og varð niður- staðan að framlaginu yrði varið til skógræktar. Þetta mun hafa verið vorið 1937. Þegar Jón Sveinbjörnsson kom heim til íslands var ver- ið að enda við að girða í Þjórsárdal. Hér 'í Haukadal var uopblásturinn þá í al- gleymingi og Sigurður Greips- son hafði reynt árangurs- laust að fá hann stöðvaðan, en hvorki Sandgræðslan né Skógræktin gátu sinnt því verkefni. Það varð þá úr að Kirk kaupir Haukadal af Sigurði Greipssyni, eða um 1350 ha. land og lætur girða það með 14 km. girðingu. — Hann gaf 50 þús. kr„ eða álíka upphæð og framlag r’íkisins til skóg- ræktar var á því ári. Hann lét einnig gera við kirkjuna í Haukadal fyrir 8 þús. kr. og ætlaði að byggja upp á jörðinni, en 1939 kom . heims- styrjöldin, og á því árabili lézt Kristian Kirk. — Hvernig var hér þegar Skógræktin fékk Haukadal, og hvað hefur verið gert síð- an? Það var ekki fyrr en 1943 að byrjað var að planta hér og þá skógarfuru, hérna uppi í hliðarbrekkunum. Svo lá þetta niðri af völdum stríðsins og ýmsum öðrum or- sökum. Það var því ekki fyrr en 1948 að farið var að planía liér fyrir alvöru, en s'íðan liefur alltaf verið unnið eitt- veldara verður að vinna eft- irleiðis. — Er þetta mikið land? — Skóglendið sem hægt að planta í í fyrstu lotu 300—400 hektarar. Móamir eru að vaxa upp, klæðast birki. Sumt af því eru gaml- ar rætur sem fyrir voru nokkru hö.fum við sáð. er er en I skógrækt uppskera menn ekki daglaun hugsa í árum heldur áratugum, Fárra ára greniplöntur kjarrið sem fyrir var. |>j|ÍÉ ] j?if; f.'-fl kvökli. Við skógrækt verður ekki aðeins að eru samt þegar vaxnar yfír birki- — Það var mjög mikill upp blástur á Haukadalsheiði og uppblástursgeirarnir teygðu sig niður í gróðurlendið og stækkuðu með hverju ári. Það var byrjað á því að stinga niður rofabörð, það var mikið verk sem þar var fram- kvæmt. Síðan var hrís látið á börðin, voru alls fluttir 900 hestburðir af hrísi til að stöðva uppblásturinn. Nú eru mestu uppblásturs- geirarnir horfnir, hafa gróið upp. Uppblástursbörðin hafa blátt áfram sigið saman og er alveg furðulegt hve mjiig hefur gróið við friðunina eina. Þetta verk var byrjað 1938 og endað 1939. Þegar gefand- inn féll frá varð e’kki af því að byggt væri skógarvarðar- hús, eins og hann hafði ætlað sér. — Og hvað gerðuð þið svo næst? hvað að því nema eitt árið. Við höfum verið að þreifa okkur áfram, en nú erum við búnir að fá fast land undir fætur, og við ætlum að gróð- ursetja mikið á næstu árum. I sumar hefur gengið mjög vel við vegagerð um landið og það þýðir að miklu auð- — Var mikið af birki hér fyrir? — Já, hér var fyrir tölu- vert af birki, en það var arg- asta beitikjarr, svo það hefur verið meiri vinna að grisja rásir i kjarrið til að planta í heldur en að framkvæma sjálfa plöntunina. Við höfum haft hér Norð- menn þriðja hvert ár við plöntun og einnig kennara- skólanemendur sem liafa plantað hér. Já, það er nauð- synlegt að þeir læri plöntun, því það þýðir ekki að fara af stað með skólaplöntun fyrr en ákveðinn hluti kennaranna kann það verk og getur stjórnað nemendunum og sagt þeim til. — Erum við ekki hér í Haukadal komnir töluvert „hátt upp“ eða upp í takmörk þess að hægt sé að rækta ■ skóg? — Haukadalskirkja mun standa í 120 m. hæð yfir sjó. Héðan til Eyrarbakka eru 60—70 km., en við verðum að athuga hvað, landið er lágt og flatt hér fyrir austan, svo að í þessari fjarlægð frá sjó erum við ekki komnir meira en í rúmlega 100 m. hæð yfir sjó. Hlíðarbrekkan hér fyrir ofan er 200—300 m. yfir sjó, og við höfum plantað í nær 200 m hæð — og það hefur vaxið vel. — Er nokkuð vitað hvemig land var hér fyrr á öldum? — I jarðabók Árna Magn- ússonar stendur: Sandur tek- ur til að ganga á land jarð- arinnar, o,g sýnist að til stærri skaða muni verða með tíðinni. Inni í Einifelli, uppi við Jarlhettur, er enn birki. I Hvítá er hólmi uppi und- ir Bláfelli og þar er enn birki, — furðu bein og falleg tré. Jón á Laug o.fl. gamlir menn Sigurður Si.gurðsson búnaðarmálastjóri talar af steini í AI- mannagjá íim nauðsyn skógræktar og stofnunar skógræktar- félags á íslandi, að kvöldi 27. júní 1930. — (Ljósm. Hák. Bj.) sögðu að um 1870 hefði ver- ið heyjað langt inni í Hauka- dalsheiði, þar sem nú eru ör- foka melar, urð og grjót. Það er því öll ástæða til að ætla og má raunar fullyrða, að Haukadalsland ha.fi fyrr- um verið algróið allt inn und- ir Bláfell og Jarlhettur þar sem nú eru örfoka melar. Þegar birtir að morgni för- um við upp i hlíðina til að líta á handaverk skógræktar- manna. Samfelldar spildur í hlíðinni eru nú vaxnar barr- trjám. Þau eru á ýmsum aldri ■■■■■■■■■■■■■■■ og ýmsum stærðum, en árs- vöxtur hér hefur auðsjáan- lega verið góður. Hér verður ókki aðeins fallegur staður heldur verðmætur þegar fram líða stundir — og sennilega fyrr en flesta grunar. Þeir hafa auðsjáanlega ekki svik- izt u mheldur unnið gott verk, Og hér getur hver sem vill á næstu árum skoðað meS eigin augum hvort skógrækt á Islandi sé aðeins fimulfamb nokkurra skýjaglópa eða blá- kaldur veruleiki. J. B. KUl IHK 511 F Röð eldri stðar. barrtrjáa úti við girðinguna skýlir vel ungplöntunum er settar hafa verið í skjólið ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 123. þáttur 22. okt. 1960 ORÐABELGUR 1 þessum þáttum hefur margsinnis ver:ð bent á það að íslenzk tunga skiptist minna í mállýzkur en grann- mál okkar flest. Þó er hún ekki með öllu laus við það. Málið er í stöðugri þróun, og á okkar dögum er hún stór- stígari en áður. Því valda þær stöðugu breytingar á lífs- háttum þjóðarinnar, er nú gerast örari en nokkru sinni áður. Ný hugtök og nýir hlut- ir knýja fram ný orð, nýyrði af íslenzkri rót eða tökuorð, en samtímis hverfa af svið- inu fjölmörg orð sem áður voru í idaglegri notkun. Fólk leiðir almennt ekk; hugann að þeim og telur oft einu gilda, þótt þau hverfi. Það mat má oft til sanns vegar færa, þótt á hinn bóginn sé oft með öllu ástæðulaust að gömlu orðin hverfa. En öll orð sem sjaldgæf hafa verið í málinu og týnast með öllu, hvort sem þau hverfa við breytta lífshætti eða af öðrum ástæðum, má segja að það er tjón fyrir islenzk málvísindi, ef engar heimildir varðveitast um þau. Þetta hefur íslenzkur almenn- ingur skiiið næsta vel, enda hefur það komið skýrt í ljós hverju sinni sem málfræðing- ar hafa leitað fræðslu hjá honum um eitt og annað í málinu. — Hér er rétt að benda á í leiðinni að slík varð- veizluskylda nútimamanna nær að sjálfsögðu til fleiri sviða en málsins eins. Við erum almennt allt of tómlát, með að skilja komandi kyn- slóðum eftir heimildir um daglegt líf okkar. Þetta tóm- iæti hefur raunar einkennt fyrri kynslóðir, en þær eiga sér nokkra afsökun í því að því að þekkja þeirra störf og daglega lifnaðarhætti betur. Nútímakynslóðin hefur þetta ekki sér til málsbóta, og næga hefur hún tæknina til slíkr- ar varðveizlu. Mér þótti hæfilegt að minnast á þetta í inngangi að fyrsta orðabelgnum eftir sum- arið. Margir hafa lagt lið þessum og öðrum móðurmáls- þáttum með því að veita upp- lýsingar um einstök orð og orðasambönd og merkingar þe’rra, og sá hópur í heild á eftir að uppskera enn meiri virðingu og meira þakklæti íslenzkufræðinga með kom- ar.di kynslóðum. I maí síðastliðnum sendi Ríkarður Jónsson mér all- mörg orð úr austfirzku al- þýðumáli, en því er hann manna kunnugastur og hefur gaman af þess háttar. Hann telur þar m.a. upp sagnirnar pípóla, puða, duða, dundsna, duðra og dundra, sem allar eru af sama merkingarsviði. Af þeim vantar sumar í orða- bók Sigfúsar Blöndals, þ.e. puða, duða, og orðmyndin dundsna er þar ekki heldur, en hins vegar myndirnar dunsna og dúnsna, bæði í merking- unni „að hnusa“ (dæmi tekið sérstaklega um kýr) og „að iiunda“. Ekki þykir mér trú- legt að framburðurinn dundsna sé tíður í eðlilegu tali manna er nota þetta orð, og ég býst við að hér sé aðeins um að ræða rithátt Ríkarðar. Eftir núgildandi stafsetningu væri líklega eðlilegast að rita orðið dunzna, miðað við að það sé dregið af sögninni að dunda. Sögninni að duðra er í orðabók Sigfúsar í ýmsum merkingarbrigðum: dunda, slæpast, einn’g vinna í hægð- um sínum og með iðni (sömu merkingar og „puða“ hefur víða ) og einnig „vinna mik- ið“. Sögnin að puða mun vera í orðabók Sigfúsar og merkt Suðurlandi. Merking liennar er tr'in sama og sagnarinnar að . i'unda“, það er slóra, slæpast. Sögnin að puða mun vera alþekkt um land al’.t. Ég þekki úr daglegu ta'i tvær merkingar: erfiða, strita og vinna stöðugt Sérstaldega virðist mér þetta ljóst í nafn- orðinu puð, því að algengt er að segja t.d „bö'vað puð“ um það sem er erfitt, og hins vegar orð'ð e’nnig notað um dudd. stöðuga vinnu sem skilar þó ekki miklum árangri. — Hitt orðið, að duða, þekki ég ekki úr dag- ■ legu tali, en sennilega er þar um p.ö ræða e’dri mvnd orðs- ins dudda. Þá minnist Ríkarður einnig á nafnorðið kangs um „mein- laust flangs" (kárls og konu), eins og hann orðar það, og t'Á sögnina að kangsast. Þetta er ekki í þessari merkingu í orðabók Sigfúsar. Þar er sögnin t.cl. a”s ekki, en nafn- orðið kangs aðeins þýtt með ertur í tali, striðni („spott- ende Tale, Driller:“). Björgvin Þors*einsson á Selfossi (Sunn'e'’lingur) skrifaði þættinum í fyrravet- ur og sagði þar m.a.: „Um lé'ega vettlinga var oft sagt að jetta væru me’ri loddamir og stundum líka groddar, sér- staklega þó, ef þeir voru stór- ir og úr grófu bandi, og þá líka sagt: þetta er ljctu bám- arnir “ Loddi er í þessari merkingu hjá Sigfúsi, en hámur er þar aðeins þýtt með „Slughals" (átvag', hít, matargat). Grodd' er alþekkt orð um eitthvað gróft, he’zt klæðakyns. Notkun crðsins liámur um stóra vettlmga er gott dæmi um að merking orðs færist yfir á e’tthvert sérsvið og sé leidó af upp- haf'egu merkingunni; hér er tekin liking að þvi að stór vettlingur glevpi mann eða hönd manns. líkt og mathák- ur’nn mat sinn. Um þessi orð er hér hafa verið tilgre’- ■ 1 þætti mér fengur að fá munnlega eða skriflega vitneskju, einkum þau sem ekki eru tilgrei.ud í orðabók Sigfúsar Blöndais,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.