Þjóðviljinn - 24.11.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. nóvember 1960 — ÞJÓÐVILJINN —
^ J"r
! kveMfiokki sigraði Víkingur Armann
óvœnt 7:2 - kariaiiðln ójöfn og c”aufleg
Leikirnir í meistarafl. kvenna
voru skemmtilegustu leikir
þtíðjiidagskvölds'ns og ber þar
fyrst að nefna viðureign Vais
og KR sem gat verið nokkurs-
kona: úrslitaleikur í kvenna-
flokkunum. Það sem kom mest
á óvart þetta kvöld var sigur
Víkingsstúlknanna yi'ir Ár-
manni og það var enginn smá-
sigur.
Aftur á móti voru leikirnir í
karlaflokkunum fremur bragð-
daufir og ójafnir.
KR—stúlkurnar virtust á-
kveðnari, sérstaklega 1 fyrri
háifleik og var sigur þeirra
réttlátur eftir gangi leiksins, en
ekki mátti mikið útaf bera, og'
þær urðu að hafa sig allar við
í síðari hálfleik. Var þetta góð
frammistaða hiá hinu unga Vals-
liði. Gerða skoraði 4 markanna
fyrir KR, en Maríá skoraði 1.
Fyrir Val skoraði Sigríður 2 og
Hrefna og Bergljót 1 hvor, en
Bergljót var sérlega óheppin
með skotin.
mundur var heima með brotin
rif úr Tékkaleiknum síðasta.
Ungi maðurinn í markinu,
Jakob Möller, virt'st ekki í æf-
ingu og voru KR-ingar ekki
seinir að veita því athygli og
notfæra sér það. Vörn KR var
líka mjög sterk og tókst Vals-
mönnum ekki að komast hættu-
lega langt inní hana til að
skora. í hálfleik stóðu leikar
7:3 fyrir KR. KR-ingar skoruðu
jafnt og þétt, og áttu oft góða
leikkafla.
M.fl. kvenna KR—Valur 5:4
Þótt Valsstúlkurnar hafi átt
allgóða leiki í haust munu flest-
ir hafa gert ráð fyrir að KR- j
stúlkurnar mundu eiga létt með
að sigra Val, eins og þær hafa
leikið í haust. Þær byrjuðu líka
vel og höfðu skorað 3 mörk
þegar Valur skoraði fyrsta
markið sitt og í hálfleik stóðu
leikar 3:1 fyrir KR.
Tv virtist sem Vaisstúlkurnar
færú sér alltof rólega til að
byrja með og að þær treystu
sér ekki út í hraðann leik. í
síðari hálfleik léku þær með
meiru fjöri og þá gekk þe:m mun
betur. og þrátt fyrir góðan leik
KR—s'.úlknanna og mikla leik-
reynsiu tókst Val að gera jafn-
tefli 4:4. Sigurmark KR—stúlkn-
anna kom svo úr vítakasti.
Mfl. kvenna Vík.—Árm. 7:2
Þetta var sá leikurinn sem
kom mest á óvart, og engan
mun hafa órað fyrir því að hin-
um ungu Víkingsstúlkum tækist
að s:gra kvennalið Ármanns og
það með miklum mun. Vikings-
stúlkurnar eru leiknar og fljót-
ar, og margar orðnar býsna
skotharðar, og eiga vafalaust
eftir að ná mjög langt. Hinu
má ekki gleyma, að þegar Sig-
ríður Lúthersdóttir og Rut í
markinu eru frátaldar, eru h:n-
ar Ármannsstúlkurnar meira og
minna nýliðar, og Ármannsliðið
er ekki svipur hiá sjón hjá því
sem það var fyrir nokkrum ár-
um. Aðalgallinn á leik Ármanns
var varnarleikurinn, þar virtist
al!t opið og veittist Víkingsstúlk-
unum létt að koma Rut í opna
skjöldu og skora.
Valsstúlka að skora — KR stúlkur reyna að liindra. — Ljósm.
Sveinn Þormóðsson.
iasir lunrsisi
rækiEega á ssensk-
uinhRðfaieikurum
Þær sem skoruðu fyrir Vík-
ing voru Rannveig 3 og Guð-
rún Jóhannsdóttir 2 og voru
þær jafnbeztu stúlkurnar í liði
Víkings. Rakel og Brynhildur
skoruðu sitt markið hvor.
Fyrir Ármann skoruðu Sigríð-
ur og Kristín sitt markið hvor.
Dómari var Birgir Björnsson.
Rétt fyrir leikslok stóðu leik-
ar 16:6 fyrir KR, en á síðustu
mínútunum tókst Val að skora
3 mörk í röð og jafna svolítið
uppá sakirnar og endaði leikur-
inn 16:9.
Mörkin skoruðu fyrir KR:
Karl og Reynir 5 hvor. Heinz
4 og Leif og Sigurður 1 hvor.
Fyrir Val skoruðu Geir 4, Þrá-
inn 2. Sigurður, Jóhann og Ingi
1 hver.
Dómari var Birgir Björnsson.
Mfl. karla FramtÁrmann 14:8
Það leit út fyrir t:l að byrja
með að Ármann ætlaði að láta
dáhtið að sér kveða því þeir
byrjuðu vel. Fengu að vísu
fyrsta markið fyrir megnan
klaufaskap, en unnu svo sér það
til ágætis að skora 3 mörk í
röð. En Adam var ekki lengi í
Paradís, því Fram jafnaði 3:3,
og úr því hafði Fram leikinn í
hendi sinni. Að vísu voru engin
^'rstök 'tilþrif í leiknum af
hálíu Fram, en þeir áttu leik
káfla sem gáfu til kynna að
þeir geía mun meira en þeir
sýndu í þessum leik. 1 háifleik
stóðu leikar 8:4 og þó höfðu
Guðjón c* Karl misst sitthvort
vítakastið. í síðari hálfleik átti
Sigurður Þorsteinsson vítakast í
stöng.
Það virðist sem Ármann verði
að bíða eftir því að hinir ungu,
efnilegu annarsflokksmenn verði
nógu fjölmennir í liðinu, en þeir
voru aðeins 3 með að þessu sinni
og féllu engan veginn inn í
hóp hinna eldri.
Þeir sem skoruðu fyrir Fram
voru: Ágúst 5, Ingólfur 3, Karl
og Sigurður E. 2 hvor og Guð-
jón og Hilmar sitt markið hvor.
KULDAHÚFUR
fyrir
telpur og
Mfl. karla ÍR—Þróttur 16:12
Satt' '' að • segja ha'fði maður
gert ráð fyrir því að Þrótti
mundi ekki takast áð skorá eins
mikið og raun varð á. Kom
fram hjá ÍR að vörnin er þeirra
veika hlið. Sóknin er oft
skemmtileg og sérstaklega var
Gunnlaugur vel fyrir kallaður,
og enda -Hermann. Böðvar í
rnarkinu var nokkra stund að
komast í gang. Hraði í leik ÍR-
inga var oft mikill, og samle.k-
ur góður.
Jón Ásgeirsson lék ekki með
Þrótti að þessu sinni. en það
hefur sýnt sig að þegar hann
er með sýna þeir mun betri
leik, en ekki var vitað hvað
hindraði bann í að leika með.
Hinir ungu menn Þróttar hafa
ekki tamið sér þann hraða sem
æskilegur er, ef þeir hafa út-
hald til þess að leika þannig.
Árangur kemur ekki nema með
því að temja sér leikhraða og
geta haldið honum. í liðinu eru
nú orðið þaðfjriaáfgir af yngrl
k.voslóðiiihi "að . þdirra. jiWXli æfti
'að'i fara áð jgæta, -en þ\u :i«iður
er ekki svo komið enn, stundum
er einsog manni finnist að nokk-
urs kæruleysis gæti.
Þótt ÍR ætti ekki í heirtum
vanda með Þróttara, er váfa-
laust að þeir verða að. taka
fréxm betri leik gegn KR. sem
getur orðið npkkurs kónár 'úr-
sTtaleikur, ef dæma. skal;;pftir
liðunum í leikjum þeirra á
þriðjudagskvö’dið.
Þróttur fékk 2 víti á ÍR. en
Grétar Guðmundsson „brenndi
af“ í bæði skintin. Þeir sem
skoruðu fyrir ÍR voru Gunn-
laugur 0, Hermann 5, Erlingur
3, Haraldur 2 Þorle'fur og Garð-
ar 1 hvor.
Fyrir Þrótt skoruðu: Grétar 3,
Helgi, Axel, Guðmundur og Þór-
hallur 2 hver og Haukur 1. Dóm-
ari var Karl Jóhannsson og
dæmdi mjög vel, eins og hans
er vandi.
Nýlega liélt íþróttaliáskólinn í Leipzig npp á 10 ára af-
mæli sitt og þá var þessi mynd tekin af stúdentuni frá
'fc- Ghana, sem eru við nám í skólanum. Þjáifarinn heitir
Heilmann.
QER8B HA6KVÆÍ 1
BÓKAKAUP fyrir jolin’ !
Allar bækur Heimskringlu 1
SL. föstudag var háð lands-
keppni i boxi milli Svíþjóðar
■og Danmerkur og unnu Danir
með 8 stigum gegn 2.
Sænskur iþróttafréttaritari
er skrifar um keppnina er al-
veg æfur yfir þessum skamm-
arlegu úrslitum og hann segir,
að það sé bezt fyrir Svía að
vera ekki að keppa í boxi á
næstunni, því hnefaleikarar
þeirra voru ekki í neinni æf-
ingu og því auðveld bráð fyr-
ir Danina.
Mfl. karla KR—VALUR 16:9
,Það var erfitt að átta sig á
því að það væri sama lið sem
Valur tefldi fram í þessum leik
og á móti Tékkunum um dagf-
inn. Fæst af því jákvæða senj
þá kom fram sást í þessum leik;.
KR-ingarnir tóku leikinn þegar
í sínar hendur og höfðu skora$
5 mörk þegar Valur skoraði sitt
fyrsta. Hin þétta vörn úr Tékka-
leiknum var ekki lengur á sín-
um stað. Sjálfsagt hefur það
haft mikil áhrif á liðið að Sól-
drengi.
Nýkomið mjög fallegt
og- fjölbreytt
úrval.
Ceysir h.f.
Fatadeildin.
fást með afborgunum.
Nýjar bækur daglega. 1
Leitið upplýsinga um kjörin,
Bókabúð Máls og menningar,
Skólavörðustíg 21 — Sími 1-50-55.