Þjóðviljinn - 12.02.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1961, Blaðsíða 7
SýföÖS'^lLJINI'íSunnudagur 12. febrúar 1961 - ssiffiiSíiifii^SíwS^ISSíSSS Útgeíandl: Sametnlngarflokkur aiÞýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson. Slg- urður Quðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón BJarnason. — Auglýslngastjóri: Guðgeir Magrússon. — Rltstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Askrlftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. • • * * • ..............— • - ~rr-.~r~~ -n, ^ t.....Ij^ .1) ! ^ W | Lélegir st’ónunálameim Ij’in er sú staðreynd sem yfirgnæfir aðrar í stjórnmálaátökunum á íslandi um langt skeið: Það er ekki unnt að stjórna landinu af neinu viti og tryggja góð afköst atvinnuveganna án samvinnu við verklýðshreyfinguna, og allra sízt er þetta unnt í stríði við alþýðusamtökin. Slík samvinna er forsenda þess að ríkisstjórn nái árangri, og hver þau stjórnarvöld sem gera sér þessa staðreynd ekki ljósa bíða óhjákvæmi- lega ósigur. Jj’n forustumenn afturhaldsflokkanna hafa átt ákaflega erfitt með að sætta sijg': við þessa staðreynd. Þeir hafa seinustu áratugina mynd- að eina ríkisstjórnina af annarri og látið eins og verklýðshreyfingin væri ekki til. Þessar stjórnir hafa fundið upp hver bjargráðin af öðrum, leitað uppi hinar hugvitssamlegustu að- pS ferðir til þess að rýra kjör verkafólks og skerða Bréttindi alþýðusamtakanna og sumar hafa um tíma þótzt hrósa sigri. En allar hafa þær fallið M: vegna þess að þær háðu stríð við verklýðshreyf- inguna og biðu ósigur að lokum. Hin vonlausa . „j styrjöld þessara stjórnarvalda hefur orðið þjóð- i:;.“ inni mjög kostnaðarsöm; hún 'hefur leitt af sér m- 'harðvítug átök í þjóðlífinu, framleiðslustöðvun, verkföll og verkbönn; og oft hafa þjóðartekjurn- j ar skerzt til muna vegna þessarar röngu og þjóð- | ihættulegu stefnu. En eftir að ríkisstjórnirnar L höfðu fallið á verkum sínum fengu þær þau | : eftirmæli að þær hefðu verið duglausar og ill- virkar; engin ríkisstjórn sem hefur haft fjand- skap við verklýðssamtökin að leiðarljósi hefur yl hlotið nokikrar varanlegar vinsældir á íslandi, ekki einu sinni meðal stuðningsmanng sinna í hópi almennings. :=a Cjtundum er sagt að það sé einkenni á góðum ^ stjórnmálamanni að hann geri sér Ijóst hvað er framkvæmanlegt og hvað ekki. Leiðtogar nú- verandi ríkisstjórnar eru ákaflega lélegir stjóm- málamenn. Þeir eru sumir orðnir aldurhnignir menn og hafa meginhluta ævi sinnar verið að böglast við að koma saman ríkisstjórnum, en þeim virðist ætla að takast að ljúka ferli sín- um án þess að skilja að verklýðssamtökin á ís- landi eru orðin svo sterk að þau verða ekiki yf- irbuguð af nökkurri ríkisstjórn. Þess vegna verð- ur þjóðin enn að þola þessa tilgangslausu og stórhættulegu baráttu við verklýðssamtökin. Enda láta afleiðingarnar ekki á sér standa. Rík- isstjórnin er búin að stöðva verulegan hluta af togaraflota landsmanna um langt skeið; báta- flotinn hefur mikið til verið stöðvaður frá ára- mótum; svotil öll verklýðsfélög á landinu eru búin að segja upp samningum sínum; verkföll- in hafa dunið yfir eitt af öðru að undanförnu; samdráttur og kreppa vofir alstaðar yfir í efna- hagskerfinu. Ríkisstjórn sem kállar slíkt ástand yfir þjóðina vitandi vits er léleg stjórn og þarf að víikja sem fyrst úr valdasessi. Stjórnmála- menn sem ekki megna að tileinka sér eina ein- falda staðreynd á langri ævi eiga sízt af öllu heima í ráðherrastólum. 777. mt ua íslenzkt handrit, mynd dregin í upphafsstaf. ef farið yrði út á þá braut að skila Islendingum hand- ritunum sem héðan hafa bor- izt til Danmerkur. Vitað er að H. C. Hansen hafði persónulega á'huga á því að leysa handritamálið þanu- ig að Islendingar mættu við una, og Jörgen Jörgensen mennlamálaráðherra í stjórn hans mun hafa 'haft svipaða afstöðu. Forsenda þess að nokkuð yrði afhafzf í málinu af Dana hálfu var þó að helzt allir stjórnmálaflokkarnir, eða að minnsla kcsti rikisstjórnar- flokkarnir, gætu komið sér saman um hvað gera skyldi. Afstaða Viggo Starcke kom í veg fyrir að svo gæti orðið. Enginn danskur stjórnmála- foringi, hversu fús sem hann er að Jeysa þetta síðasta á- greiningsmál hinna fornu eam- bandisríkja, mun nokkru sinni stofna aðstöðu sinni í dönsk- um stjórnmálum, hvað þá heldur lífi ríkisstjórnar, í 'hættu vegna ’handritamálsins. Eftir að Starcke kvað uppúr með afstöðu sína var H. C. Hansen bundinn í báða skó, handritamálið hvarf af dag- urnar í Danmörku, og verður ekki annað séð en þær séu okkur Islendingum mun hag- stæðari en þegar handritamál- inu var síðast hreyft. En hver er svo hlutur okkar Islendinga sjálfra? Hvað höfum við gert. til að búa svo í haginn að Danir sem vilja taka óskum okkar ve’. hafi sitt mál fram gegn háværri andstöðu ekki ýkja fjölmenns en harðsnúins hóps ? Fljótsagt ekki neitt. Árin líða án þess að nokkur skap- aður hlutur sé gerður til að eýna að við séum undir það búnir að taka við liandrilun- um og búa sómasamlega að þeim, ef Danir skyldu ákveða að skila þeim. Vanræksla okkar í þessu efni var rakin í erindi sem Þórhallur Vilmundarson flutti í hátiðasal 'háskólans 1. des- ember. Félag íslenzkra fræða hefur nú gefið erindið út fjöl- ritað. Þar ber.dir Þóhallur á hversu vel Danir hafa gert við Árnasafn siðustu árin, fengið því rúmgott og heppilegt hús- næði og veitt. fé til aukinna rannsókna og útgáfustarfsemi. Breytt stjórnmálavidhorí í Danmörku œttu að gera handritamálið auðsóttara ■í^rrtnrhzrmntuiirsrc Breytingarnar sem urðu á flokkaskipun á 'þingi Danmerkur við síðustu kosningar vöktu talsverða athygli á sín- um tíma, en því hefur ekki verið hreyft að kosningaúrslitin ættu að gefa haft áhrif á gang handritamálsins. Ætla má að stjórnin sem nú situr í Kaupmannahöfn hafi mun betri aðstöðu til að leysa málið þann- ig að við íslendingar megum við una en sú sem fór með völd síð- asta kjörtímabil. I fljótu bragði kann þetta að virðast ótrúlegt, því for- sætisráðherrann er sá sami fyrir og eftir kosningar og skipun flestra annarra ráð- herraembætta óbreytt. Megin- munurinn er að nú standa tveir stjórnmá’aflokkar að stjórninni í stað þriggja áð- ur. Fyrrverandi samstarfs- flokkur sós'ialdemókrata og róttækra um stjóm Danmerk- ur, Réttarsamband’-ð, datt nefnilega úlúr danska þinginu í kosningunum.. Það er þessi ósigur Réttar- sambandsins og breylingin á samsetningu rikisstjórnarinn- ar sem af honum leiðir sem breytt hefur viðhorfum mál- stað Islendinga í handritamál- inu í hag. Handritamálið var síðast á dagskrá nokkru eftir að H. C. Hansen myndaði þá sam- steypustjórn þriggja flokka sem sat siðasta kjörtímabil. Islenzka ríkisstjórnin vakti þá á ný tilkall Islendinga til haniiritanna, og var málið mikið rætt opinberlega í Dan- mörku. 1 þeim umræðum kom í ljcs að málstaður Islendinga átti skilningi að mæta hjá þrem af þeim flokkum sem þá át.t.u þingmenn á danska þinginu, sem sé sósíaldemó- krötum, róttækum og komm- únistum. Stjórnarandstöðu- flokkarnir, íhaldsmenn og vinstri flokkurinn, tóku nokk- uð mismunandi afstöðu. I- haldsmenn voru eins og jafn- an áður mótfallnir því að Islendingum yrði skilað hand- ritunum, en vinstri flokkurinn var skipttir. Sá danskra stjórnmála- manna sem í þetta skipti lagð- ist eindregnast og ákafast gegn óskum íslendinga var Viggo Starcke, foringi Réttar- sambandsins og ráðherra án stjórnardeildar í ríkisstjórn H. C. Hansen. í greinum og blaðaviðtölum hélt liann uppi andróðri gegn því að Islend- ingum yrði skilað nokkru blaði islenzkra handrita sem geymd eru í dönskum söfn- um. Útmálaði hann hversu alvarlegar afleiðingar það myndi hafa ef látið yrði að óskum ís’endmga, hvert ríkið af öðru myndi ganga í skrokk á Dönum og heimta handrit cg aðra merka gripi sem danskir fræðimenn og safn- arar hefðu aflað á liðnum öldum. Myndu dönsk söfn að lokum standa uppi rúin mörg- um helztu dýrgripum sínum, skrá og hefur ekki komizt þahgað fram á þennan dag. En nú ætti að vera komið tækifæri fyrir okkur Islend- inga að taka málið upp á ný. Viggo Starcke situr ekki einu sinni á þingi, hvað þá he’dur 1 ríkisstjórninni. Flokk- : ur hans er áhrifalaus. Hins | vegar er stjórn Danmerkur í | höndum tveggja af þeim | flokkum sem á undanfornum | árum hafa tekið óskum Is-1 lendinga í handritamálinu | bezt. Þeir tveir foringjar sós- íaldemókrata sem síðastir veittu dönskum ríkisstjórnum forstöðu, Hans Hedtoft og H. : C. Hansen, höfðu áhuga á að leysa handritamálið með sam- komulagi .við íslendinga. Ekki ? er vitað að Viggo Kampmann, núverandi forsætisráðherra og foringi sósíaldemókrata, hafi látið uppi neina einkaskoð- un á málinu, en ekkert bendir til að afstaða flokks hans 'hafi breytzt. Jörgen Jörgen- sen, sem stóð með H. C. Han- sen þegar 'handritamálið var síðast á dagskrá, er enn mennt amál aráðher ra. Kommúnistaflokkurinn, sem ætíð hefur viljað ganga allra danskra 'stjórnarflokka iengst í að mæta óskum Is- lerdinga, á nú engan mann á þingi, en þar sitja í slaðinn ellefu, þingmenn Sósíalistiska alþýðuflokksins undir forustu Aksels Larsens, sem hvað eft- ir annað hélt fram málstað íslendinga í umræðum um handritamálið á danska þing- inu meðan hann var foringi kommúnista. Þetta eru sem sagt aðstæð- þótt illt að búa undir ásökun- um íslendinga um að safninu væri lítill sómi sýndur. „Hins er þá ekki heldur að dyljast, að rausn sú, sem dönsk stjórnarvöld hafa nú sýnt í þessu máli, ér orðin vopn í höndum þeirra aðilja í Dan- mörku, sem hingað til hefur tekiz.t að halda í handritin, — ef á sama tíma er unnt með réttu að benda á sinnu- leysi Islendinga um þetta fremsta menningarmál sjálfra þeirra og óviðunandi aðbúnað a.f hálfu hins cpinbera að hliðstæðum íslenzkum menn- ingarstofnunum“. Slðan rekur Þórhallur hvernig búið er að íslenzkum fræðum og iðkendum þeirra hér á landi. Tvennu telur hann einkum áfátt. 1 fyrsta lagi er engin starfsmiðstöð til á borð við Árna Magnús- sonar stofnunina í Kaup- mannahöfn. Minnir hann á hvílíkt ófremdarástand ríkir varðandi starfsaðstöðu fræði- manna í Landsbókasafni og Þjóðslcjalasafni, bæði .vegna þrengslna og óhæfrar starfs- tilhögunar. Hefur (Þórhallur eftir kunnum íslenzkum fræði- manni, að telja megi fullkom- in landráð að sýna Dana hverndg búið er að Þjóðskjala- safni Islands. „En þá er hlut- ur okkar Islendinga fyrst orð- inn að marki illur í handrita- málinu, ef með skýrum dæm- um verða vaktar grunsemdir um, að okkur sé ekki trúandi fyrir varðveizlu 'handritanna, Segir.hann, að gert hafi verið ef úl kæmi“. ráð fyrir að tuttugu rit yrðu Hinn aðalljóðurinn á að- búin til prentunar í safninu búð íslenzkra fræða er að á síðasta ári. Enginn vafi er dómi Þórhalls að þeim hefur því að dómi Þórhalls, að auk- á síðari árum verið haldið in rækt Dana við Ámasafn í fjárhagslegu svelti. Vanda- stafar af því að þeim hefur söm og tímafrek útgáfustörf ATb^r.rúíþ' atiwútjrt ^rðrwia lijií .ná acr Ii|í> Vnol luroa vcr,' uíiðvijt l-rr Jzrn' ec <?AWt pðKi úýiim n c5 x uáhoKitii' 441|» KW w. Í. 4' ^ntge fóiora ttiMJi *’ tðjg kpS&L W?fSa hefe 4 Mwbðc úapnat víl. ánú'ct ,i. Júvíwc crne ct rW i ú V)«ím tW ri&f ftfcttcr 1<J1 fiíft afeoe ■ " tÆtStSSffÉ tn; *'***^$f m-a. vfffK<s sticmíe «r1 SSfewr- ' ** I . t ......................... Síða úr Konungsbók Eddu þar sem skráður er hluti síðari kviðunnar af Helga Hundingsbana. Segir þar af því er „ Sig- rún gekk i hauginn til llelga. ft b. 1 fyrir ene'sirheimt hemdritCTMig er að befur oð íslenzkum frœðum m cserf liefur verið eru orðin sjálfboðavinna, svo menn fást ekki lengur til að taka þau að sér. Hinir hæf- ustu menn verða að verja tima sínum til óskyMra starfa og oft ómerkari til þess að sjá sér farborða. Ekki lætur Þórhallur við það sitja að sýna fram á hvað að er, hann ber einnig fram til- lögur um úrbætur. Hann vill að skilyrði séu sköpuð til að stuhda hér íslenzk fræði við eins góða aðstöðu og fræði- mönnum hefur verið búin í Kaupmannahöfn. „Þvi ber okkur að setja á laggirnar íslenzka vísindastofnun, hlið- stæða stofnun Árna Magnús- sonar í Kaupmannahöfn, er verði miðstöð íslenzkra hand- ritarannsókna og fræðilegs útgáfustarfs“. Þessi stofnun leggur Þórhallur til að verði sett. á laggirnar 17. júní í ár, á hálfrar annarrar aldar af- mæli Jóns Sigurðssonar og há’.frar aldar afmæli Háskóla íslánds, og verði hún nefnd Stofnun Jóns Sigurðssonar. Slík stofnun gæti tekið til starfa hvenær sem vera skal, enda þótt handritin séu úti í Kaupmannahöfn, því að ljós- myndir og smáfilmur eru nú mjög notaðar við rannsóknir, auk þess sem auðvelt. er að fá handritin sjálf að láni. Árnastofnun í Kaupmanna- 'höfn og Jónsstofnun í Reykja- vík „ættu að sjálfsögðu að kosta kapps um góða og nána samvinnu, skipta með sér verkum og láta hvor annarri margháttaða aðstoð í té, en ástunda jafnframt. heilbrigða samkeppni um starfsskilyrði og vinnubrögð", segir Þórhall- ur. Hann rninnir á að eftir tæp þrjú ár, 13. nóvember 1963, er þriggja alda afmæli Árna Magnússonar. „Það liggur í augum uppi, að æt’.i núlifandi kynslóð íslendinga og Dana sér að leysa hardritamálið, er enginn dagur kjörnari til að sjá þá lausn en fyrrgreind- ur afmælisdagur .... Islenzk stjórnarvöld h’jóta að leggja á það höfuðáherzlu að endur- heimta hin fornu ísl. hand- rit á þeim degi. (Eín hitt er jafnaugljóst, að til. undirbún- ings og stuðnings þeirri end- urheimt eiga þau engan styrk- ari leik en þann að set ja upp þá vísindastofnun, sem hér hefur verið rætt um“. Meginatriði þessa máls er, að sé íslenzkum stjórnarvöld- um alvara að endurheimta handritin, verða þau að sýna það i verki með því að efla íslenzk fræði langt. framyfir það sem gert 'hefur verið hing- að til. Með öðru móti verður ekki sýnt fram á að þessar fornu bækur eigi heima á Is- landi og hvergi annarsstaðar. Skírskotun til uppruna þeirra nægir ekki ein saman, sízt gagnvart fræðimönnum þeim iog safnamönnum J Danmörku sem hljóta að liafa töluvei’ð áhrif á afdrif harJlritamáls- ins. Getum við Islendingar ekki sýnt framá að handritin verði eins vel gejrnid og hag- nýtt hér og í- Kaupmannahöfn, mun okkur reynast þungur róðurinn að endurheimta þau. Hér hefur vcrið sýnt framá að stjórnmálaaðstæður í Dan- mörku eru hagstæðari,„„mál- stað okkar í handritamálinu Framhald á 10. síðu. Sunnudagur 12. febrúar 1961 — ÞJÖÐVILJINN — (7 13. -----RbG. (Valdar d5 til undirbúnings e5.) 14. BhG He8, 15. Hf-el e5 (Það er ekki órökrétt, þótt svartur reyni að leika þennan leik og losa á þann veg um tafl sitt. Það er taktískri snerpu Lárusar að þakka að honum tekst nú að snúa tafl- inu sér í hag). Svart; Halhlór Jónsson ABCOKraN Skákþing Reykjavíkur hófst föstudaginn 3. febrúar i Sjó- mannaskólanum. Teflt er i þremur flokkum, meistara- flokki, fyrsta flokki og öðr- um flokki. í meistaraflokki eru 22 þátttakendur. í fyrsta, flokki 16 og 20 í öðrum ílokki. í meistaraflokki eru tefldar 9 umferðir eftir Monradkerfi, sömuleiðis er teflt eftir Mon- radkerfi í fyrsta flokki, en annar flokkur er skiptur í tvo tíu manna riöla. Sern áð Jíkum lætur, þá vek- ur keppnin í meistaraflokki mesta athygli, en þar tefla margir þrautreyndir og lands- frægir skákmenn. Má þar fyrst frægan telja Inga R. Jóhanns- son, sem verður að álíta sigur- stranglegastan keppenda. Svo má nefna menn eins og Lárus Johnsen, Benoný Benediktsson, óla Valdimarsson, Sigurð Gúnnarsson;- Bjarna Magnús- 111JL H i i in * ý' mv 1 i á ! * iil M I- ABCDEFGH Hvítt: Lárus Johnscn 16. Bb3! (Ekta Lárusarleik- ur. Hann leppar . peðið á d5 éngi Reykjeavíkur son og Hermann Jónsson, en af yngri kynslóðinni Björn Þorsteinsson, Sigurð Jónsson, Guðjón Jóhannsson og Eið Gunnarsson og ekki má gieyma yngsta keppandanum, Jóni Hálfdánarsyni, sem er þrettán ára að aldri. Er þetta fyrsta keppni hans í meistaraflokki. Svo sem vikið var að áðan ætti Ingi R. Jóhannsson að vera nokkuð öruggur sigurveg- ari í keppni þessari, en ein- hverjir ofangreindra manna og máski einhverjir sem ég hef ekki talið liér, gætu þó kom- ið til með að vcita honum allharða keppni. . Þetta mun vera einhver fjöl- mennasta keppni, sem fram hefur farið í meistaraflokki um árabil. í eftirfarandi skák frá fyrstu umferð keppninnar, sigrar Lár- us Jonssen hinn norðlenzka skákmeistara Halldór Jónsson á sannfærandi hátt. Hvítt: Lárus Johnsen Svart: Halldór Jónsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5, 2. Rf3 e6, 3. c3 Rf6, 4. Bd3. (Lárus hefur uppáhald á kerfi þessu, sem er fáséð, en gott til tilbreytingar gegn hinni þrautkönnuðu Sikileyjar- vörn). 4.------Rc6, 5. 0—» Bc7, 6. Bc2 d5, 7. e5 Rd7, 8. d4. (Skák- in fær nú á sig blæ franskrar varnar). 8.--------cxd4, 9. cxd4 0—0, 10. Rc3. (Riddarinn fær þarna góðan reit, en ef til vill var þó sterkara að leika fyrst Hel, til að gera svörtum erfiðara fyrir með Í6). 10.--------f6, 11. exfS Rxf6, 12. Dd3. (Framkallar veikingu á kóngsarmi svarts). 12.--------gS, 13. a>. (Nauð- synlegt var að hindra —• — Rb4). og verst á þann veg hótuninni e4, um leið og hann hótar að drepa á e5 og vinna síðan peð. Bezt var nú sennilega fyrir Halldór að drepa með riddara á d4. Þótt út úr því komi leikjaafbrigði, sem eru hvítum heldur í hag, þá ætti svartur þó • með nákvæmni að geta haldið stöðunni). 16. — — Bf5. (Við fáum brátt .að sjá ágallann á þess- um leik). 17. Db5. (Eykur fargið á d5.) 17. -----Rxd4. (Eftir 17. — — a6, 18. Bxd5t, Kh8, 19. Db3 exd4, 20. I\ce8t Dxe8, 21. Dxb6 dxc3, 22. bxc3 Bxc3, 23. Hcl o.s.frv. hefur hvítur betur). 18. Rxd4 cxd4, 19. Rxd5 Rxd5, 20. Bxd5t Kh8, 21. Dxb7. (Lárus hefur nú unnið peð og hótar að leika Df7 með ban- vænum afleiðingum. Halldór á- kveður þvi að Játa skiptamun til að ná drottningarkaúpum, en það leiðir auðvitað einnig til vonlausrar stöðu). 21.-----D37, 22. Dxd7 Bxd7, 23. Bxa8 Hxa8, 24. Ef4 «13. (Einasta trompið, en það reyn- ist ekki hættulegt). 25. Ha-dl Bf5. (Nokkru betra væri ,að valda peðið af b5, en það kæmi þó allt fyrir ekki). 28. g-4! (Þar með er frípeðið úr sögunni). 26. — — Bxgl, 27. Hxd3 Bx2,' 28. Hb3 Bd4, 29. Bli6 HcS? (Leikur af sér manni og styttir þar með baráttuna áð mun). 30. He.4 — og' Iíalldór gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.