Þjóðviljinn - 12.02.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. febrúar 1961 — ÞJÖÐVILJINN (9' ' Rússi, Helleitclliigiir @g Frakki % \ þeir beztu á EM í skautahlaupi Evrópumeistaramótið i skauta- hlaupi íór íram í Helsingíors um síðustu helgi, og varð Rúss- inn Victor Kositsjkin meistari, og kom bað íáum á óvart svo heí- ur hann verið snjall í skauta- mótUm vetrarins. Hann er lang- hæstur að stigum samaniagt og það Þótt hann yrði fyrir smá óhappi á 500 m, sem munaði hann nokkru í tíma. Sérfræðing- ar telja að ef það hefði ekki komið fyrir hefði hann haft yf- irburði, sem hefðu orðið hlið- stæðir og yíirburðir Hjalmars Andersen 1952. 10 km. vann hann með miklum yfirburðum, eða 20 sek. Hann vann líka 5000 m og var 8 sek á undan næsta manni. Margir höfðu spáð því að hann mundi ef til vill sigra á 1500 m, en þar var það franskmað- urinn Kouprianoff sem vann sér það til ágætis að sigra á þeirri vegalengd, en Kositsjkin varð annar. Kouprianoíf hefur að undanförnu vakið á sér mikla athygli með frammistöðu sinni á skautamótum undanfarið, og kom þetta ekki sérlega á óvart í þessu hlaupi. Hitt kom meira á óvart að hann skyldi verða 3. samanlagt, og vaíaiaust verð- ur hann meðal beztu manna í skautahlaupi í framtíðinni. Sá maður. sem kom verulega á óvart í keppni þessari, var Hollendingur, Henk van der Griíít, sem iram að þessu heí- Vietor Kositsjkin 'er sá fremri á myndinni og er hún tekin er liann keppti á vetrarolympíuleikunum í Squaw Valley. Victor Kositsjkin Áður en hinir sovézku skautamenn fóru til Squaw Valléy í fyrra tóku þeir þátt í Evrópumeistaramótinu í Osló, og var Kositsjkin meðal keppendanna. Þá sagði aðalþjálfari sov- ézka flokksins að ekki mætti gleyma Kositsjkin þegar tal- að væri um beztu menn sam- anlagt, en það væri ári of fljótt. Næsta ár vinnur hann enginn! sagði þjálfarinn. Nú, ári síðar, bendir allt til að hann hafi haft rétt íyrir sér. í landskeppninni við Norðmenn í janúar hafði hann langflest einstakiings- stig og vann tvær vegalengd- imar, og nú um fyrri helgi vann hann fyrsta Evrópu- meistaratitil sinn. í fyrra kom það ekki lítið á óvart er hann vann gull- verðlaun á 5000 m og það með miklum yfirburðum. Hann ógnaði hinum snjalla Norðmanni Knut Johannes- sen á 10.000 m og allt til s'ð- ustu stundar var óvissa um hvor mundí vinna. Margir á- litu að Kositsjkin hefði þá orðið að hlaupa við mun lak- ari skilyrði en Knut, og að hann hefði unnið, ef rásröð- inni hefði verið snúið við, og að hann hefði þá þegar verið bezti langhlaupari heimsins. Þegar hann sýndi sig fyrst í keppni, þótti hann heldur tilþrifalítill og ekki líklegur til stórræða. Hlaupalag' hans er ekki venjulegt og mikill munur á honum og öðrum sovét-skautamönnum. Þeir hafa haft hlaupalag sem er dálítið „sitjandi“, en svo kem- ur þessi langfætti ungi mað- ur og' hleypur allt öðruvísi með beinum fótum og mjög uppreistur. Um daginn varð Kositsjkin sovétmeistari í hraðhlaupi á skautum og var árangur hans þessi þar; 500 m 44,3; 1500 m 2.15.9; 5000 m 8.00,2; 10.000 m 16.54.1. Bezti árangur hans í einstökum greinum er þessi: 500 m 42,7; 1500 m 2.15.6; 5000 m 7.51,3; 10.000 m 15.49.2. Þessi árangur gefur honum 182,490 stig sem setur hann í fjórða sseti á afrekaskránni yfir beztu skautamenn til þessa. Ma.rgir eru það sem spá að þetta sé byrjun á mörgum sigrum i alþjóðamótum og að þarna sé á ferðinni nýr skautakóngur, sem enn er að- eins 23 ára gamall. ur ekki vakið verulega athygli. Það var gott afrek að verða í öðru sæti í 10 km hiaupinu á 17.36.9. ef litið er á það að hann er kornungur maður. Hann varð í öðru sæti samanlagt og' segir það ekki svo lítið um ágæti þessa unga manns. Knut Jóhannesen tókst ekki sem bezt upp að þessu sinni og varð hann í 5. sæti samanlagt. Á 10 km varð hann þriðji, en þessa vegalengd hefur hann unnið 5 sinnum í röð, en í hlaup- inu voru bæði Kositsjkin og Sví- inn Ivar Nilson á undan honum. Hann var einnig i þriðja sæti á 5000 m og með sömu menn á undan sér. Grisjin var eins og l.vrri dag- inn öruggur sigurvegari á 500 m og setti hann í hlaupinu nýtt valiarmet í Heisingfors. Hann átti einnig eidra metið sem var 43.4. Veður og vallarskilyrði voru ekki góð, 2 st. hiti, og sýn- ir því úrangurinn að Grisjin er hinn ókrýndi konungur spretts- ins á skautum. Finnar hQÍðu okki sérlega mikinn áhuga á móti þessu því að! aðeins rúmlega 7 þúsund komu til að horfa á meistarana. Úrslit: 500 metrar: Grisjin, Sovétr. 43.2 van der Grii'ft, Holland 43.4 I-Ians Wilhelmsson. Svíþj. 43,5 Boris Stenin, Sovétr. 43,8 1500 metrar: Kouprianoff, Frakkland 2.18,8 Kositsjkin, Sovétr. 2.18,9 van der Gril'ft. Holland 2.20,3 Ivar Nilsson, Svíþjóð 2.21.1 5000 metrar; Kositsjkin, Sovétr. 8.17,8 Ivar Nilsson, Svíþjóð 8.25,4 Khut Jóhannesen, Noreg. 8.29,5 Karenus, Svíþjóð 8.30,8 10.000 metrar: Kositsjkin, Sovétr. 17.11,3 Ivar Nilsson, Svíþjóð 17.30,1 Knut Jóhannesen, Nor 17.21,1 Kouprianoff, Frakkl. 17.32,7 Samanlagt: Kositsjkin, Sovétr. 193,238 van der Grifft, Holl. 194,812 Kouprianofí, Frakkland 195,152 Ivar NiJsson, Svíþjóð 195,978 Sittafhvénu ★ Sænsk'a land'sliðið hyggst fara í suðurveg í marz n.k. og heimsækja ítali. Til að afla farareyris er ætlun- in að leika 4 leiki við ítölsk lið. Tveir leikir eru þegar öruggir. Sá fyrri er við Cat- ania, sem er nú í 4. sæti í I. deild og Messina sem er í öðru sæti í II. deild. Bæði þessi lið eru frá Sikiley. Aðr- ir leikir sem unnið er að að koma á eru við Palermo. sem er í II. deildinni og eitt vin- sælasta lið ítaliu og' Roma. sem dregur aldrei færri á- horfendur ,að gn 25—30 þús. Ferðin er liður i undirbún- ingi undir heimsmeistara- keppnina. W Alain Mimoun, hinn sí- ungi Maraþonhlaupari Frakka er ekki enn setztur í helgan , stein. Frétt- ir berast frá-'rLuxem- bourg að hann hafi Uiínið þar frægan sig- ur í miklu víðavangshl. og unnið þar alþekkta - hlaupara. nú í efsta sæti í Allsvenskan, I. deild hand^nattleiksmanna i Svíþjóð.: Þaði-héyndist þeirn ; þó eri'ið raun að vinna sig. upp i það sæti, sem þeir þóit náðu í leik gegn næstneðsta liðinu í deildinni. Majorna. en Heim vann leikinn eftir mik- ið mótlæti með 19:18. ei'tir að hafa undir 2:11 og 12:18. Liðið hefur eftir 14 leiki 21 stig, eða einu fleira en Vik- ingarna. 4 umferðir eru eftir. 'k Real Madrid er langefst í spönsku deildakeppninni með 32 stig eftir 18 leiki, Aðrir eru Bilbao Atletico með 25 stig og Barcelona með 22 stig i þriðja sæti. utan úr Mimoun Bandaríska innanhúss- metið í 60 metra hlaupl var nýlega jat'nað af ungum og upprennandi hlaupara, A1 Washington að nafni. W -Sænská handþnáttleikslið- ið HEIM, sem að öllurn lík- indum kemur hingað í marz- mánuði n.k. í boði Vals, er Barcelona hefur í vetur verið mjög' óheppið með ménn :s:na. Hvorki meira né minria en 12 af 25 leikmönnum fé- lagsins eru á sjúkralistanum og alls ófærir til leiks. Síð- ast slasaðist hinn ágæti knattspyrnumaður Kubala, sem er ungverskur. ★ Sem dæmi um góðar skyttur í körfuknattleik tök- .um við Bandaríkjamennina Frank Burgess, sem er með 31,5 stig gegnumsneitt, og at- virinumanninn Wilt Chamb- erlain, sem er með enn betri útkomu, eða 38 stig að meðal- tali á leik. Leikir atvinnu- manpa eru 4x12 mín. ★ Samningur Di Stefanos við Real Madrid var nýlega i'ramlengdur um tvö árv Fær hann í árslaun sem svarar 2,5 milljónum króna. Ungverska landsliðið undirbýr I-IM í knattspyrnu með férð; til Bg- yptalands þar sem liðið mun keppa nokkra leiki. Úrslit í fjórðu umferð í skák- keppni stofuana og fyrirtækja 1 fjórðu umferð í skákkeppni stolnana urðu úrslit sem hér segir; A-flokkur: Stjórnarráðið, 1. sv., 3 : Hreyíill, 1. sv., 1 Raforkumálaskrifstofan 2M> : Út- vegsbankinn IV2 Pósturinn 215 ; SÍS, 1. sv„ 1>L, Veðurstofan sat hjá. Röð eftir fjórar umferðir: 1. Stjórnarráðið 10 vinninga, 2. Raforkumálaskrifstofan 8 3. Veðurstofan 71/- (af 12), 4. Póst- urinn 7, 5. Útvegsbankinn 6 (a.f 12), 6. Hreyfill 5 (af 12), 7. SÍS 4M> (af 12). B-flokkur: Hreyfill, 2. sv.. 2 V2 : Daníel Þor- steinsson 1% Útvarpið 2 : Landsbankinn, ^ sv., 2 Áhaldahúsið, 1. sv.. 2 : Lands- smiðjan. 1. sv„ 2 Gutenberg sat hjá. Framhald á 10. síðu. Landsliðsmennirnir œtla að rœsta húsið að leik loknum svo þeir þurfi ekki að greiða í dag fer fram leikur lands- liðsins og' blaðaliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Leikurinn liefst klukkan 3 e.h. Sérleyfisstöð Keflavíkur sér um ferðir til og frá leiknum, og verður lagt upp frá BSÍ við Kalkofnsveg kl. 1.15 e.h. og til Reykjavíkur þegar að Ieik loknum. Búast má við að margir leggi leið sína til Keílavíkur að sjá landsliðið og framfarir þess, sem eru geysimiklar frá því fyrr i vetur og má segja að piltarnir séu orðnir mjög vel vanir hin- um stóra velli, sem lengi hefur verið þeim fjötur um fót. Ágóði af Jeiknum rennur til utanfararinnar. — Okkur var boðið húsið með þeim kjörum að annað hvort borguðum við 3000 krónur í leigu til ræstingar, eða ræstum húsið sjálíir. Og síðari kostinn völdu pijtarnir sjálfir. Enda er hér um góðan pening. að ræða, sem ekki er tekinn upp af göt- unni, segir Hannes Þ. Sigurðs- son formaður landsiiðsneindar. Sern sagt, þegar landsliðs- menninrir hafa lokið leik sín- um vopnast þeir skrúbbum og skolpfötum og byrja hreingern- ingar á salnum. Þetta er gleðilegur vottur urn samheldni landsliðsmannanna og góðan félagsanda innan hópsins. - bip -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.