Þjóðviljinn - 07.03.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagiír 7. marz 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hermerm Mobútús reka sveitir SÞ úr hafnarborginni Matadi Leopoldville, 6/3 (NTB-Reuter) — Hersveitir Móbútús hersihöföingja hafa rekið súdanska hermenn Sameinuöu þjóöanna burt frá hinni mikilvægu hafnarborg Matadi. Aö minnsta kosti fimm súdanskir hermenn voru drepn- dr og 13 særöust. Allir hinir voru afvopnaöir. Saknaö er 12 hermenna frá Súdan. Talsmaður Sameinuðu þjóð- margir voru drepnir af liði Mó- anna let svo ummælt, að her- bútús. Gizkað er á að í Kongó- sveitir SÞ mundu taka borgina hersveitunum í Matadi séu um aftur. Hann sagði að herstjóm ) þúsund hermenn. Kongóher- SÞ gæti ekki iþolað að missa mennimir réðust að herbúðum Matadi þar sem allur birgða- j súdönsku hermannanna með flutningur til hersveita SÞ í Kongó færi í gegnum þessa hafnarborg. Bardaginn byrjaði með á- hlaupi á kanadísku útvarps- stöðina í Matadi á laugardags- morguninn. Eins kanadisks foringja er saknað og óttazt er að hann hafi verið drepinn. Súdönsku hermennirnir, sem handsprengjum og hótuðu að tortíma öllu set.ulið' !SÞ í Thys- vi'la ef Súdan-hermennimir létu ekki undan síga. Súdönsku hermennimir höfðu aðeins smávopn undir höndum og urðu brátt uppiskroppa með vopnabirgðir. Foringi þeirra skipaði mönnunum að flýja í hótel í miðborg Mataiii og Þegar vopnahlésviðræður hóf- ust gaf einn ráðherra Leo- polclville-stjórnarinnar, Albert Delvaux, fyrirskipun um að af- vopna Súdan-hermennina. Indverjar senda aukið lið til Kongó I Nýju Delhi er skýrt svo frá að þær hersveitir sem Indland lætur Sameinuðu þjóðunum í té, verði sendar tiL Kongó á næstu 10 dögum. Sagt er að fjöldi indversku hersveitanna geti orðið allt að fimm þúsund manns. Hersveitimar verða undir stjórn K.A.S. Reja hers- höfðingja, og er hann væntan- legur til Kongó n.k. föstudag. Utanrikisháðherra Iniónesíu, dr. Subandrio sagði í Djakarta í dag að Jndónesía myndi halda áfram að kalla hersveitir sínar byrjaði, komu til Leopoldville raða byssum sínum upp við í morgun. Ekki er vitað hve vegg. voru alls 135 þegar bardaginn þar vora þeir neyddir til að burt frá Kongó enda iþótt erf- itt væri að koma þvi fyrir þeg- ar í stað vegna núverandi að- stæðna. Skýrt var frá því í aðal- stöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York í dag, að verstu hungursneyðinni í Suður-Kasaí væri nú lokið. Hungurdauðinn hefði minnkað um 75% síð- ustu viku. ANNECY 6/3 (NTB-AFP) — Lise Bodin, Ijóshærð þokkagyðja sem lilaut titilinn „ungfrú Danmörk“ 1966 og tók þátt í keppninni um „Miss World“ titilinn hefur ver- ið handtekin af lögreglunni og yfirheyrð í samhandi við rán fjögurra ára gamals drengs, Eric Peugeot, í fyrra, en það mál vakti þá mikla athygli, enda var drengurinn sonarsonur eiganda Peugeotverksmiðjannia frönsku. Lise Bodin kom til Frakklands í nóvember í fyrra og hefur unnið fyrir sér sem fyrirsæta. Fimm önnur en hún hafa verið handtekin, einn þeirra, Roland de Beaufort mun hafa játað að hann hafi átt ritvélina sem bréf- ið þar sem krafizt var lausnar- fjár fyrir drenginn var skrifað á. Eric litla var rænt í apríl í fyrra, en hann fannst heill á húfi 56 t'mum síðar, enda hafði lausnarféð þá verið greitt, tæp- ar 4 milljónir króna. Beauíort var handtekinn ásamt ungfrú Bodin í Megeve, sem er mikill vetraríþróttastaður í frönsku Ölpunum. Einn hinna handteknu er læknisfræðinemi, að öðrum hafði .lögreglan leit- að vegna bílaþjófnaðar. Tvær konur auk Lise Bodin hafa verið handteknar. Þær eru sagðar heita Rolande og Mitso- uko og er sú siðarnefnda 26 ára gömul nektardansmær. Þessi sex höfðu öll verið saman í orlofi í Megeve. Beaufort mun sem sagt hafa játað að hann hafi átt þær tvær ritvélar sem bréfin til föður Erics litla voru skrifuð á. Hann segist hins vegar ekki hafa skrif- að bréfin s)ólfur. Moskvu (NTB—Reuter) — Tassfréttastofan skýrir frá því, að Jandbúnaðarráðherrann í Kasakstan, Mihail Roginets, hafi verið leyistur frá störfum, við tekur formaður landbúnað- arakademiunnar Aristanbekoff. Faðir drengsins sem greiddi ræningjunum lausnarféð er van- trúaður á að lögreglan hafi haft upp á þeim. Hún hafi fundið svo nörg spor sem ekki leiddu til neins. Hann segist aðeins hafa hitt einn ræningjann stuttlega, en gerir sér þó vonir um að geta hekkt hann aftur. Stríðsglæpamenn fyrir rétti Moskva, 6/3 (NTB-AFP) — Rétt- arhöld hófust í Tallin í morgun yfir þremur. eistneskum stríðs- glæpamönnum, sem eru ákærðir fyrir morð á 125 þúsund manns, óbreyttum borgurum og stríðs- föngum. Hinir ákærðu eru Erwin Mere, sem var yfirmaður eistnesku ör- yggislögreglunnar á hernámstím- um Þjóðverja; Arlf Gerréts, sem var næstæðsti stjórnandi Yagala fangabúðanna og Jan Viik, fanga- vörður í sömu fangabúðum. Rætt um nýja landhelgi Noregs Stokkhóhnur, 6/3 (NTB-TT) — Samningaviðræður milli Noregs og Svíþjóðar vegna fyrirhugaðrar útvíkkunar norsku fiskveiðalandhelginnar hcfust í utanríkisráðuneytinu í Stokkhólmi í morgun. Belgar reyna að Iialda því fram að þeir eigi enga sök á morð- inu á Lúmúmba enda þótt mör.g vitni séu að því að belgískur liðsforingi skaut hami til bana, Á teikningunni sýnir Bidstrup hvernig Lúmúniba teygir sig úr gröfinni til að þrífa grímu kong* ósku kvislinganna af liinum belgísku yfirboðurum þeirra. @«o SÞ, New York, 6/3 (NTB— Reuter) — Forseti Ghana, Kwame Nkrumáh, ræddi í dag einslega við Dag Ilammarskjöld um þau alþjóðavandamá! sem efst eru á baugi, og þá fyrst og frenisf Kongómálið. Fyrr í dag ræddi Nkrumah við full- trúa Bandaríkjanna Iijá SÞ, Adlai Stevenson, Nkrumali lét isvo ummælt. Elizabetli Taylor Elizcbeth Taylor liggur fárveik Loudon 6/3 (NTB-Reuter) ■— Kvikmyndaleikkonunni Eliza- beth Taylor, sem liggur fárveik á sjúkrahúsi í London, var gefið blóð í kvöld. Það var fyrsta blóð- gjöfin sem hún fékk síðan hún var lögð á sjúkrahúsið á iaugar- fefa einlr í ® * Iamdon 6/3 (NTB—Reuter) — Fraltkland, ítalía og Belgía munu ekki hækka gengið á gjakimiðii sínum til að fylgja vesturþýzka markinu eða hol- Ienzka gjllinu. Stjórnir tveggja annarra ná- ! grannaríkja Vestur-Þýzkalands, daginn. Maður hennar, Eddie ' Danmerkur og Sviss, hafa bor- Fisher, sagði að læknarnir hefðu | ið til baka fréttir um að þær sagt á laugardaginn að hún ætti! hyggist hækka gengi gjald- ekki nema einá klukkpstund eft-jmiðla sinna, Danski fjármála- ir ólifaða, en hún er nú heldur ráðherrann, Pliilip, sagði að að hjarna við. ' engin ástæða. væri fyrir Dani að hækka gengi krónunnar nema að gengi sterlingspunds- ins væri hækkað. Fjármálaráðherra Hollands, Zijlstra, tilkynnti þinginu ídag að gyllinið myndi hækka um 4,75% eins og vesturþýzka markið, svo að nú verða 3,62 gyllini í dollarnum. Fréttaritari Reuters í Haag segir að viðskipti Hollands beinist nú nær eingöngu að vesturþýzka markaðnum en ekki að sterlingssvæðinu eins •ög áður. eftir viðtal sitt við Stevenson, að eina leiðin til að bjarga Kongó væri samvinna meðal Afríkuþjóðanna, sem væri studd af Sameinuðu þjóðunum. Nkrumah kom sl. föstudag til New York til að vera viðstadd- ur þegar 15. Allsherjarþingið hefur störf að nýju. NkrumaLi mun ávarpa Allsherjarþingið við setningu fundarins og mik- ill áhugi, er fyrir ræðu hans vegna þeirrar lykilaðstöðu sem. hann hefur í stjórnmálum. Afríku. Á miðvikudag mun Nkramalt fara til Washington og hitta Kennedy áður en hann flýgur til London þar sem hann ætlar að taka þiátt í ráðstefnu for- sælisráðherra brezku samveid- islandanna. . 'I Stevenson ræðir við Gromikó Siðar um daginn ræddí bandaríski fulltrúinn Stevenson: við Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna um ;dagskrá þingsins. Þeir urðu að sögn ekki sammála um hvaða mál skyldu tekin af dagskránni, en svo virðist sem Bandaivkja- stjórn vilji ekki ræða afvopn- unarmálið að þessu sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.