Þjóðviljinn - 07.03.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.03.1961, Blaðsíða 9
r-«-' Ið6X stsrn ,T tir3ní>yj;6h< X1 j;-J‘C'ri j.í 1. X1 Íi-J')'. . - .. . . ,, , , ^ - Fráliær írammisÉafta okkar maiaeia á IBM ísland — Tékkóslóvakía 15—15. — Leikur [>essi fór fram í Stuttgart á sunnudaginn og vöktu úrslitin mikla atliygli, þar seni enguin liafði komið til hugar, að íslendingar myndu standa sig svo vel gggn því liði, sem talið \ar að myndi leika i úrslitum heimsr meistarakeppninnar. 1‘ýzka fréttastofan DPA sendi út frétta- skeyti um leikinn og sagði að Tékkarnir hefðu byrjað léttilega o,g sýnt fjölbreyti- legan leik, en síðan hefði spil þeirra farið í mola, er íslendingarnir tólux að leika „mað- ur á mann“ snemma í leiknum. Islendingarnir voru mjög liarðir í vörn og fengu línu- spilárar Tékka ekki notið sín. Dómarinn þótti ekki sýna nógu mikla árvekni gagn- vart brotum Ieikmanna okkar og varð þetta allt til þess að Tékkar misstu leikinn úr hönduni sér. Þegar langt var liðið á leikinn stóðu leik- ar 15—12 fyrir Tékka, en þá tóku Islending- ar á öllu er þeir áttu til og fen.gu skorað þrjú mörk í röð og gerði Gunnlaugur síð- asta marldð rétt fyrir leikslok. Þýzka féttastofan sagði, að langbezti mað- urinn hefði verið Iíarl Jóhaimsson, en liann skoraði 6 mörk í Ieiknum, einnig hefðu Birg- ir, Pétur og Hjalti í markinu átt góðan leik, I dag leika íslendingar við Siía og á fimmtudag við Frakka. Eftir þessi óvæntu úrslit má búast við að íslendingar sigri Frakka, og ef svo fer, er ekki fjarri la.gi að álykta, að þeir muni spila um 3.—4. Karl Jóliannsson skoraði 6 mörk í leiknum. sæti eða 5.—6. sæti. Síðast er Islendingar léku á móti Tékkum 1958 sigruðu Tékkar 11—27. Þetta var 13. landsleikur íslendinga; við höfum tapað 9 leikjum, gert tvö jafntefli og un,nið 2 leiki (Rúmena 1958 og Sviss nú). Á suiinudag urðu úrslit í öðrum leikjum: Rúmenía—Danmörk 15—13 Þýzkaland—Noregur 15—8 Svíþjóð—Frakkland 15—11 á M1 innanhúss I Sú grein, sem langmesta at- hygli vakti á 10. Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum innánhúss á laugardaginn var hástökkið, i'yrsta einvígi þeirra Jónanna. ólafssonar og Péturssonar. Fólk stóð á önd- inni meðan stökkvararn.ir gerðu tilraunir sínar og laust upp fagnaðarópi er þeir gerðu vel. Stórkostlegar franifarir Jóns Ólafssonar Jón Ólafsson sýnir geysilegar framfarir um þessar mundir. Það er ekki ýkja Jangt síðan nafn hans kom fram á himni frjálsíþróttanna, og er skemmti- legt að sjá árangur af erfiði Jóns koma í ljós, en Jón er sagður taka grein sína mjög alvarlega, eins og vera ber. Jónarnir komu inn í hástökks- keppnina á 1.80 (Jón Ólaísson) og 1.85 (Jón Pétursson) og stukku báðir hátt yi'ir Jiessar hæðir. Jón Ólafsson ,.kláraði“ sig einnig mjög vel á 1,85. Rá- in fór í 1,90 og hvorugur lét bil- bug á sér finna, báðir vej yf- ir í fyrstu tilraun. 1,95 felldi Jón Jón Ólafsson i keppnl Ól. af klaufaskap, þak upp- stökksfótinn í rána. Jón P. var heppinn, snerti rána. sem svign- aði óhugnanlega, en hékk samt á sínum stað. Jón Ólafsson reyndi nú öðru sinni, en fellir enn, þó hann væri hátt yfir, nú með hnénu. Það leit því ekki byrlega út, en þriðja tilraunin brást þó ekki og Jón stökk vel yí'ir. 1,98 stökk Jón CJafsson i þriðju tilraun, en Jón Pétursson sleppti þeirri hæð. Þetta gerði úti um sigur hins unga ÍR-ings, þar eð hvor- ugur þeirra stökk næstu hæð 2.01 m. Er greinilegt að báðir bera mikla virðingu fyrir ,,2 metrunum". Guðmurtdur Hcrmannsson öruggur sigurvegari í kúluvarpi Guðmundur Hermannsson. KR, var öruggur sigurvegari í kúlu- varpinu og gamla kempan Huse- by náði sér aldrei verulega á strik í keppninni. Sigurkast Guð- mundar kom í 2. umferð, 14.74, sem er allgott á okkar mæli- kvarða, en afar lélegt miðað við afrek annarra þjóða. Huseby virðist ekki vera í góðri æf- ingu og kastar nú aðeins af kraíti, ekki af lagni. Lengst kastaði Gunnar 14,23. Jón Pét- Þriðjudagur 7. marz 1961 TCTIL.IT/GEOK ÞJÖÐVILJINN — (9 Hcindkgtczttleiksifiótið Fram vahn Þrótt í míl. kvenna. í 1, ílokki karla vann Þróttur KR, Valur vann Víking og Fram vann Ármann Um helgina fóru fram nokkrir leikir í yngri ilokkunum og i meistaraflokki kvenna fór fram leikur milli Þróttar og Fram. svo og 3 leikir í 1. flokki karla. en það eru fyrstu Jeikirnir í þeim ilokki. Úrslit á laugardagskvöldið urðu þessi: 3. flokkur A: ÍR — Ármann 8:8 3. flokkur A: Fram — Haukar 11:.) 2. flokkur A: Fram — Haukar 14:9 2. flokkur B: FH — Víkingur 6:4. Á sunnudagskvöld léku Fram og Þróttur ,i meistarallok'ki kvenna. Leikurinn var heldur daufur, og þrátt fyrir það að hann væri jai'n var hann aldrei skemmti- legur né vel leikínn. Sigur Fram er þó verðskuldaður, enda léku Fram-stúlkurnar mun ákveðnar. í háífleik höfðu Framarar yfir 5:4, en leikurinn fór 11:9 þeim í haga. Margar Framstúlknanna eru mjög skemmtiiegir leikmenn. Ingibjörg Jón'sdóttir átti t.d. mjög góðan leik, er skothörð og markviss., Sama er um Inger Þorvaldsson að segja. Jóhanna átti og ágætan leik. Hjá Þrótti áttu flestar stúlk- urnar heldur slakan leik og langt undir getu. ;Helga Emils- dóttir var þó sú sem mest bar Valbjörn Þorláksson, í keppni. ursson var ekki langt að baki honum með 13,95 m. og hafði þá aðeins, náð einu gildu kasti i seríunni. Vilhjálmur bar af í langstökki án atrennu Vilhjálmur var í sérflokki í langstökkinu eins og við mátti Framh. á 10. síðu á í þessum Jeik og skoraði húrt megnið af mörkum liðsins. Þróttur varn KR í hörðum leik, í 1. flokki áttust fyrst við KR. og Þróttur. Bæði liðin voru nokkuð sterk og raunar ekkL langt undir getu meistaraflokkæ sömu i'élaga. Það var KR sem tók frum— kvæðið j sínar hendur og KR- ingar voru öllu hættulegri i fyrri hálfleik, sem þeir og unnu 9:7. Siðari hálílcikinn sýndu. Þróttarar nokkra yfirburði. og unnu hálfleikinn með 10:5, ert'. leikinn í heild með 17:14. Leikurinn var allvel lelkihn 4. köflum, en full harður og gróf- ur. Daníel Benjamínsson. Vík— ing, dæmdi vel. Sigur Vals yfir Víking í lélcgum leik. Valur byrjaði leikjnn vel meði því að komast í 7:2 'ýfir Viking- Þetta. var það sem dugði þeim. til sigurs. Þó var eins og Vík— ing'arnir, sem höíðu á að skipa. mun frísklegra liði en Valur, væru að sækja síg rétt íyrir hlé, og komusú þeir þá í 7:5. Valsmenn unnu þó Jeikinn með 13:8. Undir lokin lék Víkingur „maður á mann“, sem, . var- rei'ndar hlægileg leikaðferð hjá. liðinu, þar sem menn virtust allg; ekki kunna að leika þannig I Valsliðinu kennir ýmissa grasa. Þar mátti t.d. í'inna Hall- dór Halldórsson liinn gamal- þekkta landsliðsmann í knatt— spyrnu og Stefán Hallgrímsson varði mark- Vals aí sömu prýði. og hann gerði fyrir mörgum ár— um síðan. Víkingar hefðu raunar átt að' vinna þennan Jeik, ef þeir hefðu notað yíirburði síha í frískleika og æfingu, en það- Framhald á 10. síðu. „Þér vœri nœr að.. „Þér væri nær að ’esa handknattleiksreglurnar aft- ur‘‘ . . . heyrðist kallað meðan leikur Fram og Ármanns í meistárafJokki stóð yfir. Dómarinn, ungur piltur, gekk þegar að einum Fram- aranum, Ingólfi Óskars- syni og vék honum af ieik- velli fyrir slæman munn- söfnuð. Hálf var þetta þó súrt í brotið fyrir Ingólf, sem ai- droi lét sér þessi orð . um munn fara, heldur var þetta kallað úr áhorfenda- svæðunum, að vísu af ein- um áhangenda Framara, sem hugðist mótmæla úr- skurði, en þó átti þetta ekki að bitna á saklausum. Það er hinsvegar af kaU- aranum að segja, að hann sat á sér það sem eitir var, enda kærði hann sig ekki um að missa fleiri af Jiðs- mönnum sínum af leikvelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.