Þjóðviljinn - 18.03.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1961, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. marz 1961 = Starfsmen,n orðabókarinnar að síörfum, talið frá vinstri: Ásgeir Blöndal Magnússon, = ~ dr. Jakob Benediktsson og Jón Aðalsteinn Jónsson. E 1 Lokicl vSð að orð&aka allar | liækiai* er komu úí íyrir | itiMja níljsiiadu öld = Árið 1959 flutti tannlækna- E deild úr háskólabygging- = unni í hið nýja húsnæði í E Landspítalanum. Iíúsnæðið E sem iosnaði heí'ur nú veril -.5: búið út fyrir starfsmenn ís- •“ lenzkrar orðabókar og hafa 'S þeir til umráða þr.jú herbergi. S Undirbúningsvinna við samningu ísienzkrar orða- = bókar, frá því um 1510 og = til vorra daga, hóst á árinu = 1944,- en segja má að starf- = semin komist í fast horf frá := ársbyrjun 1948 að telja, er := dr. Jakob Benediktsson tók i= við starfi forstöðumanns. Frá •;= þeim tíma hafa þrir fastráðn- ir menn staríað við samningu orðabókarinnar, ‘ dr. .Jakob Benediktsson, Ásgeir Blöndal Magnússon og Jón Aðalsteinn Jónsson. Starfsemin er styrkt af Sáttmálasjóði og ríkissjóði. Fréttamenn ræddu stundar- korn við dr. Jakob er þeir skoðuðu húsnæðið og sagði hann að lokið væri við að orðtaka allar þær bækur er hefðu komið út í'yrir miðja 19. öld, eða írá árinu 1540 er fyrsta bók kom út á íslandi — Nýja testamentið. Á síðustu áratugum hafa komið út ógrynni bóka og = virðist varla vinnandi vég- = ur að orðtaka þær allar. = Orðabókin er því enn á „söfn- = unarstigi". Búið er að skrifa = um 750 þúsund seðla, en enn : er mikið ógert og ekki hægt = að segja neitt um hvenær = verður byrjað á samningu = sjálfrar orðabókarinnar, enda = er stofnunin svo fáliðuð. = Aðstoð almennings hefur = verið mikils virði og nokkrir E menn haí'a unnið að því í E sjálboðavinnu að orðtaka = bækur. = Á Árnasaíni er verið að = vinna við samningu orðabók- = ar er nær fram að árinu = 1540. Heíur verið unnið við = hana í rúm 20 ár og má bú- = ast við að fyrstu heftin byrji = ekki að koma út fyrr en eftir = 5—10 ár. Ritstjóri þessarar = orðabókar og Ole Widding. iimiiiiiiiiiiiiiimmmiiiimmiiiimMiimmiiiimmiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiiiimiiimimmuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii Látið okkur Reykvísk húsmóðir heíur orðið — mismunur á verðlagi nauðsynjavara — kurteisir verzlunar- stjórar en hvað um hagsýnina — danskennsla á sunnudagskvöldum — leiðinleg lög. iReykvísk húsmóðir hefur orðið í dag. „Nú þegar herðir að kaupgetu almennings, er iþað ekki lítils virði, ef hægt er að kaupa nauðsynjar á Jægra verði í einni búð en annarri. Min aðstaða er þannig í einu hverfi útbæj- arins, að ég á stutt að sækja í tvær vsrzlanir i sömu götu, annarsvegar kronbúð og 'hinsvegar einstaklingsverzl- tm h'ið við hlið. í>eir standa pfundum í ' lyrunum. verzlun- - ars*jóramir cg kinka kolli mcð kurt og pí til önnum krfinr.a húsmæðra og má vart sjá, hvor hefur betur í kurteisi og finni hegðun fyrir utan alla þá brandara og skemmtiiegheit, sem þtsir gauka að okkur á. st.undum. En er þetta nóg frá sjón- armiði hagsýninnar ? I morg- un fór ég í kronbúð ög gerði innkaup fyrir daginn: Einn pakki af hafragrjón- lun, einn pakki af corn flakes, ein dós af vim, einn paktki af kakó og ein dós af salti. Þetta er ekkí mik- ið magn en ’er þó fjórum krónum og nítíu aurum ódýrara en í kaupmannabúð- inni við hliðina. Þegar ég bar þetta upp á kaupmannimi seinni um dag- inn fékk ég auðvitað dipló- matískt. svar hinnar hörðu samkeppni. —- „kæra frú — þetta er mjög skritið til- felli“. Já, I— það er margt skritið í kýrhausnum. Hús- mæður ættu að gera meira af því að gera samanburð á verði í verzlunum, sér- staklega vörum sem við kaupum að staðaóJri. Sam- vinnuverzlun þjónar öðru markmiði en gróðahyggja eins taki ings verzlunar* ‘. Sextán ára dótlir liúsmóð- urinnar vildi einnig leggja orð í belg en er á annarri bylgjulengd. „Mér líkar vel sú tilhög- un útvarpsins að láta dans- kennara leiða danslögin á sunnudagskvöldum framan af, en vildi gera eina at- hugasemd. — Er ekki hægt að velja skemmtilegri lög til kennslunnar. Karluglan fað- ir minn er nokkuð seinn upp úr hægindastólnum, en ég hef nú ekki annað karl- kyns til þess að hoppa í kringum á heimilinu. Hann notar þetta alltaf sem af- sökun til þess að skjótast í stólinn aftur. „Þetta er svoddan væl, góða mín“. Og þetta finnst mér eiginlega Lka“. Já —1 því ekki að breyta til, — ég meina með danslögin. mynda bainið Laugavegi 2. Sími 11-980. Heimasími 34-890. Rósir Tulipanar Páskaliljur Pottaplöntur Pottamold Pottar Pottagrindur gróðrarstöðin við Miklatorg. — Sím- ar: 22822 og 19775 Húseigendur Nýir og gamlir miðstöðvarkatl- ar á tækifærisverði. Smíðum svala- og stigahandrið. Við- gerðir og uppsetning á olíu- kynditækjum, heimilistækjum og margs konar vélaviðgerð- ir. Ýmiss konar nýsmíði. Látið fagmenn annast verkið. FLÓKA.GATA 6, slmi 24912. ISLENZK TUNG-A Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 140. þáttur 18. marz 1961 S JL A N c; Flestir kannast við það íyr- irbæri sem máiíræðingar nefna slang á erlendum málum. Orð- ið er notað um sérstaka teg- uncl málfars. óvandað mál. einkum sé það staðbundið eða notað af einhverjum ákveðnum hópi m'anna. Oft hafa menn verið í nokkr- unr vandræðum með íslenzkt heiti íyrirbærisins og hafa fs- lendingar jafnvel kaliað það „slang" með ng-hljóði (eins og í „hringla“ viðast hvaf á land- inu) og a-i. Freysteinn Gunn- arsson þýðir það „óvandað mál, götumál, skrilmál1-. Jón Ofeigs- son notar einnig þýðinguna „slengi“. Ilallbjörn heitinn Halldórsson prentari stakk ein- hvern tíma upp á því við mig að nota orðið „ruddi“ og vitn- aði til samsetninga eins og heyruddi, því að slang skæri sig úr vönduðu máli eins og ruddi úr góðu heyi. Ég' hef áður niinnzt á þetta hér í þættinum, og er sama sinnis og þá að einfaldasta lausnin sé að nota erlenda orð- ið, íslenzka það, halda rithætt- inum óbreyttum (meðan við skriíum ekki almennt á á und- an ng), en bera það fram eins og „sláng“. Það beygist eins og venjulegt hvorugkvnsorð, fang. þang o.s.frv. Margt það í máli .er nú hef- ur hlotið viðurkenningu sem íullgott mál, hefur upphafiega verið slang, og verið litið þann- ig á það. Nú hneykslast eng inn lengur þótt orðið bíll sé notað í vönduðu máli, en áður þótti það ekki rithæft vegna þess að það er' -koniið úr dönsku. Þá var komið með orð eins og ,,sjálfrenningur“ og ein- hver fleiri af sama tagi, einn- ig „bifreið“, sem ruddi sér til rúms og er nú notað samhliða orðinu bílj, þó fremur í hátíð- legu eða vönduðu máli. Aimað slangorð sem hlotið hefur við- urkenningu er t.d. blýantur. í vönduðu máli var áður notað „ritblý“, sem enginn tekur sér víst í munn lengur. Fleiri dæmi mætti nefna. Ýmislegt í framburði hefur fyrst byrjað sem slang, þótt nú hafi það náð j-firhöndinni, og yfirleitt má segja að flest- ar meiri háttar breytingar á máli byrji sem einhvers konar slang. Ég hef áður minnzt á orða- lista þann úr reykvísku slangi sem Elías Mar hefur sent þætt- inum. Hér skal nú vikið að nokkrum orðum úr listanum. Sum þeirra hef ég borið undir tvo unga stúdenta frá Akur- eyri,' og kom strax í ljós að það slang sem þeir þekktu heiman frá sér er ekki að öllu eins og Reykjavíkurslangið. Sum þekktu þe;r ekki, en önn- ur urðu þeim tilefni til að minna á qrð sem Elías hefur ekki á lista sínum. Var og raunar við því að búast að slangið væri ekki eins á báð- um stöðunum, Reykjavik og Akureyri. Elías hefur sögnina að bísa = hnupla og nainorðið bísi = smáþjóíur. Hvorugur Akur- e.vringanna þekkir sögnina, en nafnorðið þekktu þeir og vildu 'útskýra það „ófyrirleitinn, frakkur í fjáröflun“. Ekki kann ég að skýra uppruna þessa orðs, nema það sé dreg- ið af dönsku „bisse“ = flæk- ingur. landshornamaður. Nafnorðið blók er alþekkt sem hnjóðsyrði. Eiías þýðir það með „bleyða“, en Akureyring- arnir „ræiill, aumingi, undir- tylla“, og finnst mér raunar ég hafi oftast heyrt þá merk- ingu lagða í orðið hér í Reykjavik. Fleirtalan er_ bæði blækur (sbr. bók — bækur) og blókir (sjaldgæíari). Brandari er alþekkt um fyndni, skrýtlu, smásögu. Auk þess voru Akureyringarnir með dæmin „það er brandari að horfa á þetta, maðurinn er hreinasti brandari.“ Hvorugur stúdentanna þekk- ir orðið bjalla í merkingunni „ónýt bifreið“, en það e\ á lista Elíasar. Ég kannast heldur ekki við orðið í þessari merk- ingu. Líkingin er sjálfsagt dregin af skrölthljóði því sem gjarnan heyrist í ónýtum bif- reiðum. En þetta minnti Ak- ureyringana á annað orð sem ég hef ekki heyrt í þeirri merkingu og kann að vera eingöngu notað í norðlenzkú slangi. Það er bjöllusauður urp kjánalegan mann eða „hálf- gerðan hálfvita“, „hann er óttalegur bjöllusauður. karl- inn“. Þetta mun vera útvíkk- uð merking orðsins sauður, en forystusauður voru löngum hafðir með bjöllu til þess að hitt féð ætti auðveldara með að fylgja þeim eftir. Hér sunnanlands er allalgeng í slangi sögnin að híla = aka í bíl. Hvorugur Akureyring- anna kannaðist við það. ,,Ég er bílandi“, er alloft sagt í Reykjavík. Þetta orð er rétt myndað og' í sjálfu sér ástæðu- laust að amast við því. Um áfengisverzlimina, á- fengi yfirleitt, mismunaridi teg- undir og áhrif þess á .ýmsum stigum eru mörg orð til í slangi. Sumt eru fyndnir orða- leikir, svo sem dýraríkið = Áfengisverzlun ríkisins, út- færsla á styttingu hins form- lega heitis (Ríkið), og hefur þeim er naínið gaf sjálfsagt þótt varan dýr. Útsala áíeng- isverzlunarinnar í Austurbæn- um hlaut í upphafi slangheit ið Austurríki. Akureyringarnir sögðu mér einnig frá orðinu glasbankinn um útsölustaði á- fengisverzlunarinnar. Ekki veit ég hvort það er notað í Reykja- vík, en orðmyndunin minnir á nauðsynjafyrirtæki eins og blóðbankann. Þetta látum við nægja um sinn. En þessi upptalning ætti að minna áhugamenn á það sem oft hefur verið drepið á hér í þættinum, að safna orð- um og orðasamböndum úr slangi og koma þeim á fram- færi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.