Þjóðviljinn - 22.03.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. marz 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3' Morgunblaðið hótar dómsmólardðherra Fyrirlitning allra sann- gjarnra manna á æð’slegum viðbrögðum Morgunblaðsins -við tillögu Þjóðviljans, um að íslenzk stjórnarvöld beiti sér fyrir að íslenzkur dcm- stóll kanni hinar alvarlegu sakargiftir sem bornar eru á íslenzka rikisborgarann og Eistlendinginn Eðvald Hn- riksson í heimalandi hans, hafa sett ritstjóra blaðsins xir jafnvægi. I gær birtir blaðið tvær rit- stjórnargreinar um málið með liroðalegasta munnsöfraði, og nú hefur ritstjórinn í hótun- um við Bjarna Benediktsson dómsmálaráðherra og segir: ..Enginn æriegur Islendingur mundi líða það að stjórnar- völd landsins tækju undir kröfu kommúrísta um að þau stuðluðu að pclitísku morði“. Dómsmálaráðherra skal sem sagt heita pólitískur morð-» ingi taki hann þá sjálfsögðu afstöðu að þetta alvarlega ■ mál fái fullnægjandi rann- sókn og meðferð að íslenzk- um lögum. Menn sem svona skrifa geta varla talizt með réttu ráði. Það er Eðvald Hinriksson sem sakaður hefur verið op- inberlega um morð. og ekkert nema fullnægjandi rarnsókn fær úr því skorið á hvaða rökum þær sakargiftir eru reistar. I þriðju grein Morg- unblaðsins ‘i gær um mál hans er tekin sú afstaða að ong'n ástæða sé til að gera sér rellu útaf þvi þótt Eist- lendingur þessi hafi myrt menn, hafi svo verið hafi þar verið um kommúnista að ræðn og þeir sóu hvarvetna réttdræpir. Svona biint ofstæki er þá til á íslariii og nýtur vel- þóknunar Morgunblaðsins, Heildaraílinn 1960 513,7 púsund lestir 52 þús. lesta m'mni afli en áriS 1959 Heildarfiskafli landsmanna á síðasta ári nam, sam- kvæmt nýútgefinni skýrslu Fiskifélags íslands, sam- tals 513,7 þús. lestum, en þaö er um 52 þús. lesta rninni afli en 1959. Afli bátaflotans nam á s'ið- asta ári 396,7 þús. lestum, 407,9 þús. lestum árið á und- an. Togararnir öfluðu hinsveg- ar 113,6 þús. lestir á síðasta ári en 156,4 þús. lestir 1959. Þorskaflinn meiri í fyrra en 1959 Af einstökum fisktegundum veiddist mest af þorski eða 243,3 þús. lestir, 232 þús. i lestir 1959. Síldaraflinn nam á síðasta ári 136,4 þús. lest- nm en 1959 182,8 þús. lestum, Karfaaflinn var á síðasta ári 55,8 þús. lestir á móti nær 100 þús_ lestum árið á und- an. Af ýsu öfluðust á ár'nu 33,7 þús. lestir (18,7 þús. lest- ir 1959) og af ufsa 10,2 þús. lestir (12 þús. lestir 1959).' Af öðrum fisktegundum aflað- ist mun minna. 200 þús. lestir af þorskafl- anum fóru í frystingu á síð- asta ári, 236 þús. lestir árið 1959. Sr.ltaðar voru 74,8 þús. lestir (69,3 þús. lestir 1959), 56 þús. lestir fóru í herzlu (45 þús.), út var fluttur ís- aður f'skur sem ram 27,7 þús. lestum (13,3 þús.). Þá* fóru 6500 lestir i rríjölvinnslu (10,7 þús.) og 86C0 lestir til inn- anlandsneyzlu (6800 lestir). 3300 lestir af skelfiski Af síldaraflanum, 136,4 þús. lestum, fcru 103,5 þús. lestir i bræðslu (131,4 þús. lestir 1959), 21.8 þús. lestir voru saltaðar (36,3 þús. lestir) og í frvstingu fóru 9700 , lest:r (14,7 þús. lestir). Starfsmenn Flugfélagsins fá Sl. lauganlagskvökl hélt starfsfólk Flugfélags íslamls árshátíð sína í Sjálfstæðishús- inu. Hófst hún klukkan 7 um kvöldið með borðhaldi og var „luilt borð“ framreitt. Mun það liafa smaklíazt vel og menn skemmt sér liið bezta um kvöld- ið en um nóttina og daginn eftir veiktist þorri J eirra, sem í hófinu liöfðu verið og er tal- ið, að Jieir hafi fengið maíar- eitrun. Veiktust margir all- liastarlega og lágu sumir enn í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagsmönnum, sem blaðið aflaði sér í gær, veiktust flest- Veðurútlitið Allhvass vestan og suðvest- an, smáskúrir en bjart á milli, ir, scm á árshátíðinni voru, margir allilla þannig, að blóð gekk niður af þeim, og voru sumir enn rúmliggjandi i gær. Veiktust sumir strax um kvöld- ið en aðrir er líða tók á nótt- í ina. Mun snginn, þó hafa fund- j ið neitt athugavert við þann! mat, er framreiddur var. Framkvæmdastjóri Sjálfstæð- ishússins, Lúðvík Hjálmtýsson,! kvaðst hafa verið í húsinu þar til klukkan 3 tim nóttina cg hefðu sér þá engar kvartanir jborizt, og hann ekkert vitað um þetta fyrr eii klukkan 3 á mánudag, er Flugfélagsmenn komu að gera mpp við húsið. Kvaðst hann , harma mjög þannan atburð.i Lúðvik sagði, | að ekkert af starfsfólkinu, er j hefði borðað þafna þetta kvöld Framh, á 10. síðe Skelf'skaflinn, humar og rækja, nam 3300 lestum á síð- asta ári, þar af fóru 2972 lest- ir i frystingu, en liðlega 300 lestir í niðursuðu. Með þessari mynd af Hannesi Sigfússyni, rithöfundi er verið að minna ó árshátíð Æskulýðs- iylking'arinnar og Sósíalistafé- lags Rej'kjavíkur, en þar mun Hannes halda ræðu. Árshátíðin er í Lido á föstu- daginn kemur og hefst með borðhaldi fyrir þá sem óska, en sjálf skemmtunin verður sett klukkan 9. Skemmtiatriði kvöldsins verða auglýst nánar i blaðinu á morg- un, en heimildarmaður blaðsins hefur heyrt að hér sé um að ræða fjölbreytta og vandaða dagskrá. Aðgöngumiðar ku renna út eins og nýbakaðar kleinur og er því síðbúnum félagsmönnum ráðlagt að hafa hraðan á. Gest- jr eru velkomnir. Miðar eru af- hentir á skrifstoíum félaganna, Nýr frambyggður bátur vekur mikla athygli skipstjórnar- og útgerðarmanna í Keflavík Vélbáturinn, Baldur KE 97 á siglingu í Keflavíkurliöfn. Eins og skýrt var frá liér í blaðinu í gær kom nýr 40 rúmlesta bátur til Kef'avikur á sunnudaginn, \b. Baldur KE 97, smíðaður í Svíþjóð fyrir þá Ólaf Björnsson og Hró- bjart Guðjón.sson, útgerðar- menn í Keflavík. Bátur þessi er nýstárlegur og hefur þegar vakið talsverða athygli manna, enda ekki ólík- legt að hér sé um að ræða nýjung sem haft geti áhrif á smíði fiskibáta Islendinga í framtíðinni. Margir útgerðar- menn og skipstjórar skoðuðu vb. Baldur eftir komuna til Keflavíkur og luku all'r lofs- orði á hann. Samfellt Jiilfar Það sem athvgli vekur í sambandi við bátinn er að harn er frambyggður. Við það skap- ast betri vminuskilyrði á þil- fari, sem er samfelt frá stýris- húsi aftur 'i skut. Nýtist þil- ,far'ð hví mun betur til vinnu og stýrishúsið veitir skipveri- iim mikið skiól. Inripriorengt er I úr stýrishúsi í íbúðir skip- jver.ia og þurfa þe;r því ekki , að fara út á þilfar þegar bát- urinn er á siglingu. Skapar þetta bæð: öryggi og þægindi, sem grei'iilegast komu í ljós á heimsiglingunni, er.i þá hreppti báturinn mikinn storm nokkurn hluta leiðarinnar. Reyndist Baldur hið bezta sjó- skip. Kristján G. Gíslason hf. hef- ur í samráði v'ð Egil Þorfinns- son í Keflavík, sem teiknað hefur bátinn, haft milligöngu um útvegun hans. Báturinn er smiðaður úr eik í Djupvik í Sviþjcð, 38. báturinn sem þar er smíðaður fjTÍr íslendinga. Aflvél bátsins er 230 hestafla Deutzdísilvál og var ganghra'ði í reynsluferð 10 mílur. Tog- og línuspil eru olíudrif'n, ratsjá er í bátnum og tveir dýptar- mælar með asdic-útfærslu. Ibúðir eru plastklæddar en yf- irbyggingin úr léttmálmi_ Lest- in er plasthúðuð innan en lest- arborð og lestargclf úr létt- málmi og útilokar þetta slag- vatnsskemmdir á þeim fisk’, sem settur er í lest. Vb. Baldur byriar nú veið- ar með þorskanetum og er skinst.ióri á honum annar eig- endanna Ólafur B.jörnsson. r ~~-------------------------------- Ætia ísleizkir skskpiltar m heyja keppni á Keflcvíkurfiug- velii áu vituudar skélastjára? Þjéðviljinn hafði í gær spurnir af því að nemendur í Gagn.fræðaskóla Austur- bæjar ætluðu að heimsækja bandaríska jafnaldra s'iaa á Keflavíkurflugvelli og 'keppa við þá í körfuknattleik. Þjóðviljinn snéri sér til skólastjóra Gagnfræðaskóla ■Austurbæjar, Sveinbjamar Sigurjónssonar og spurði hvort þessi frétt væri á rök- tim reist. Skólastjórinn kvaðst ekki hafa heyrt að keppni þessi ætti að fara frarn nú, aftur á móti vissi hann, að það hefði staðið til, er bandarísku ungling- amir léku hér, að nemendur sínir svöruðu í sömu mynt. Skólastjórinn kvað ástæðu- lít'ð að vera að hlaupa með slíkt í blöðin. Þjóðviljinn spurði einnig hvort kennarafundur hefði fjallað um málið, en skólá- stjórinn svaraði þv'i reit- andi. ★ Skoðanir skólamanna virð- ast mjög skiptar þegar rælt er um samskiptl æskuanar við bandariska hernámslið- ið Nokkrir kennarar róa að því öllum árum að troða nemendum inn á Keflavíkur- flugvöll og er þar einna öt- ulastur Gisli Guðmundsson, kernari við Verzlunarskól- ann, enda er hann starfs- maður fcandarísku upplýs- ingáþjónustunnar og mun telja sér skylt að efla sam- skiptin sem mest.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.