Þjóðviljinn - 11.04.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1961, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 11. apríl 1961 Ililllífll SUs2 Á öftustu síðu 80. tbl. Þjóð viljans 8. þ.m. er birt viðtal við mig og í framhaldi af þvi seg- ir, að Þjóðviljinn hafi „aflað eér þeirra upplýsinga, áð verð- ið psr tonn (af sementi), sem selt er til Bretlands, sé 83 shillingar og nettó fái verk- emiðjan 260.00 kr fyrir tonn- ið“. Eitthvað hafa tölur hér brengiazt. , Sé við það átt, að verk- smiðjan fái 83 sh. fyrir hvert tonn hins útflutta sements, þá er rétt með farið. En það sam- svarar ekki 260. — ísl. kr., heldur 441.39 ísl. kr. Svipaðs misskilnings og að ofan getur hefur áður orðið vart, og er því ekki úr vegi að endurtaka það, sem áður hefur verið birt opinberlega um útflutning sementsins, en það var gert í tilkynningu verksmiðjustjórnarinnar 24/10 1960, sbr. m.a. Þjóðviljann 25/10 1960. Semenlið er selt fyrir 105 sh. c&f norður skozkar hafnir, sé um venjulegt portlandsem- ent að ræða, en fyrir 115 sh. 6 d., sé um hraðsement að ræða. Til flutningsins hefur verksmiðjan tekið erlent skip á leigu og reynslan fram til þessa orðið sú, að flutnings- kcstnaðurinn hefur numið 22—23 sh. pr. t. og er þó hér um ódrýgstan tíma ársins til flutnings að ræða. Með nokkr- um öðrum skipum hefur flutn- ingurinn fengizt fyrir sama verð. Fyrir venjulegt portland- sement fær verksmiðjan því neftó 82—83 sh., en fyrir hraðsement 92y2—931/?. sh., en það samsvarar 436.08—441.39 ísl. kr. og 491.92—497.23 ísl. kr. Enn segir í ofannefndri frétt Þjóðviljans: ,,He>msmarkaðs- verð er tahð um 95 shillingar, fritt, um borð í Álaborg, en það verð skoðast sem heimsmarkaðsverð". Að vísu eru miklar sem- entsverksmið.iur í Álaborg, og hefur ofl verið flutt þaðan út rrtikið magn af sementi, en Ffkki hefur það fyrr heyrzt, að þær réðu heimsmarkaðsverði á sementi. Og nú að undanförnu hefur' ekki verið um útflutning sements þaðan að ræða, að ég bezt veit. því að framleiðslan hefur rétt fui'nægt heimamark- aði. Víst er um það, að hægt var að kanoa sement á lægra verði frá Á’aborg en að ofan get- nr. áður en heimamarkaður iókst svo sem orðið er. En lanet er s’ðan sement var kevpt til íslands frá Álaborg, svo verðviðmiðun baðan að er nanmast fvrir hendi. Hins vegar er ekki langl s;ðnn sement var flutt inn io>io-pð ti'l lands. og var það fr-á Rússlandi. Það sement allt. w kevnt fyrir 83 sh. frítl um boi-ð. Hefur ekki hevrzt nm b-ovtinvar á því verði og sízt í hækkunar átt. BARNARÚM HN0TAN, húsgagnaverzlun, Þórsgötu 1. Sref Sjt &&•*' tiö á á £ á 3 /I 5 (: fc' "Við það, sem hér hefur sagt verið, miðaði ég; er ég sagði i viðtali því við Þjóðviljann, er að ofan getur, að verðið væri gott, sem f.yrir hið út- flutta sement fengizt, þegar miðað væri við verð á sementi erlendis til útflutnings. Heima- markaðsverð erlendis er hins vegar hvarvetna hærra en út- flutningsverð, þar sem ég þekki til, og munar oft miklu. Þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 9. apríl 1961. Jón E. Vestdal. Sterf sölustjéra bókaútgáfu S.Þ. Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssorar, sem umboð hefur fyrir bókaútgáfu Sameinuðu þjóðanna hér á landi, hefur nú borizt beiðni um það frá starfs- mannadeild samtakanna að at- hugað sé hvort einhver íslend- ingur hefði hug á að sækja um starf sölustjóra við útgáfudeild S.Þ Mun hér vera um að ræða góða stöðu og laun i samræmi v:ð það, en umsækjendur þur.fa að liafa þekkingu og reýnslu í alþjóðaviðskiptum og bóksölu, hafa lokið stúdentsprófi eða hlotið hliðstæða menntun og hafa gott vald á enskri tugnu. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu Almenna bókafé- lagsins, Tjarnargötu 16. Aðalfundur Iðju Framhald af 12 síðu. þeir væru að mæla með frv. Hannibals Valdimarssonar en ekki áfangasvikum kratanna. Urðu um þetla nokkrar harð- ur umræður og kom þar fram að meðmælin höfðu verið feng- in á fölskum forseriium. Björn Bjarnason hélt rökstudda og snarpa ræðu um réttmæti launajafnréttis og flutti eftir- farandi tillögu: „Aðalfundur Iðju, haldinn í Iðnó 9. apríl, mótmælir liarð- lega þeirri skerðingu á samn- ingsrétti verkalýðsfélaga sem felst í lögum um launajafn- réjti“. Guðjón Iðjuformaður flutti breylingarlillögu er fól allt annað í sér, og var hún felld og tillaga Björns síðan sam- þykkt og greiddu aðeins 4 at- kvæði móti henni. Mi frumsýnir gamanlsik í kvöld Akranesi 10/4 —• Leikíélag Akra- ness frumsýnir annað kvöld, þ.riðjudag, ..Boomerang'1, gam- anleik í 3 þóttum eftir Karin Jacobsen. Leikstjóri er Þorleifur Bjarnason, en leikendur: Sólrún Ingvarsdóttir, Þorkell Stefóns- son, Sigríður Kolbeins. Ingibjörg Iljartar og Þorleifur Bjarnason. Þetta er annað verkefni leik- félagsins ó þessu leikóri; hitt verkefnið var „Þrir skálkar“. Gamanleikurinn „Boomerang'1 hefur ekki verið sýndur áður hér á landi, en hlotið góða dóma erlendis, enda afar skemmtileg- ur og mjög frumlegur. Ég hitti aðeins ieikstjórann að máli og spurði hann að þvi hvað hann vildi segja um leikritið. Hann sagði að þetta væri gamanleikur og þó nokkur alvara undir niðri. léttir brandarar, og varpaði kastljósi á hjónabandið í þessu daglega lífi. Leikrit í þessum flokki hafa gengið heldur vel á Akranesi og má þvi búast við góðri aðsókn að sýningum nú. Formaður Leikfélags Akraness er Alíreð H. Einarsson kennari. Hægriöfgameiín Algéir.sborg Í0/4 ýNTB—Reut- er) —Lögreglan 1 Algeirsborg lét í dag til skarar skríða gegn hægrimönnum sem undanfarið hafa kastað hverri sprengjunni af annarri þar og í Frakklandi. ^ Gerð var leit að foringjum þeirra og varðlið við opinberar byggingar og járnbrautarlestir eflt. Sovézk tilslökun Gerf 10/4 (NTB-Reuter) — Sov- étríkin gengu mjög til móts við Bandaríkin og Bretland á i'undi ráðstefnunnar um bann við kjarnatilraunum í dag. Þau féli- ust á tillögu vesturveldanna um að eftirlitsnefndin með banninu skyldi skipuð fulltrúum 11 landa, 4 frá vesturveldunum, 4 frá aust- urveldunum og 3 frá hlutlaus- um ríkjum. Sovézki fulltrúinn vildi þó ekki fallast á iorsendur þær sem vesturveldin höiðu fært fyrir tillögu sinni. lanrás á Kúbu á Hæstu hzppdrætt- isvinninger H.Í. í gær var dregið í 4. flokki Ilappdrættis Háskóla íslands. 200.000 krónur kom á númer 14445. Er.u það fjórðungsmiðar. Tveir fjórðungar voru seldir í Keflavík, einn á Akureyri og annar í Vestmannaeyjum. 100.000 krónur komu á númer 47334, sem eru hálímiðar. Voru báðir hálfmiðarnir seldir hér í Reykjavík. Óvenjumikill efli á Húsavik Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Óvenjumikil vinna hefur verið hér á Húsavik undan- farnar vikur en í marz hafa bátarnir aflað óvenjulega vel, ef nokkru sinni jafnvel. Einn af stóru bátunum, Hagbarður, er gerður út frá Húsavík á vertíðinni og mun hann vera með jafnmikinn afla nú og Húsavíkurbátarnir sem nú eru á vertíð syðra. Títá gagnrýnir Hammerskjöld Túnisborg 10/4 (NTB-AFP) — Tító Júgóslavíuforseti sem kominn er hingað í opinbera heimsókn gagnrýndi í ræðu í dag framkomu SÞ í Kongó og þó einkum framkvæmdastjórn- ar þeirra, sem Hammarskjöld veitir forsföðu. Ræðuna flutti Tító á þjóðþingi Túnis. Meðal áheyrenda var Ferhat Abbas, forsætisráðherra útlagastjórn- ar Serkja. New York 10/4 (NTB-AFP) — Stjórnmá'anefnd allsherjar- þings SÞ samþykkti í dag með 47 atkvæðum gegn 29, en 18 sálu hjá, að hvetja öll aðild- arríki samtakanna til að beita Suður-Afríku refsiaðgerðum vegna stefnu stjórnar landsins í kynþáttamálum og framferð- is hennar í Suðvestur-Afríku. New York 10/4 (NTB—Reut- er) — New York Times skýrir frá þv'í í dag í frétt frá Miami að andstæðingar Castros hafi komið sér saman um að setja skæruliða á land á Kúbu sam- tímis á mörgum stöðum í stað þess að leggja til allsherjar at- lögu. Ætlunjn er að í land- gönguhópunum verði frá nokkr- um tugum manna upp í 5—600. Jafnframt landgöngunni á að fretmja skemmdarverk og' hvetja til uppreisnar í landinru Stórverkfall I Framhald af 1. síðu I líf að allur útflutningur danskra búsafurða og iðnaðarvamings stöðvast. Danir hafa fyrirfram tryggt sér stuðning alþjóða- sambands flutningaverkamanna. j og dönsk skip verða því hvergi fermd né affermd hvar sem þau eru í heiminum. Verkfallið mun ná til allra danskra skipa, nema dráttarbáta og björgun- arskipa. Ný stjérn kjörin í Póstmannafélzgi íslands Sl. íimmtudag var haldinn að- alfundur Póstmannafélags ís- lands og fór þar fram stjórnar- kjör en aígreiðslu mála var írestað til framhaldsaðalfundar. Skipt var um flesta menn í stjórninni. Formaður var kjör- inn Dýrniundur Ólafsson, vara- formaður Kristján Jakobsson og meðstjórnendur Ólafur Tímóte- usson. Sigurjón Björnsson og Kristbjörg Halldórsdóttir. Frá- farandi formaður var Ari Jó- hannesson. Veðurútlitið Austar, kaldi, léttskýjað. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og' jarðarför konu minnar og móður okkar ÞÖRNÝJAR ÞORKELSDÓTTUR Áskel! Einarsson og dætur. V0 S Boti Þórður • $ sioari ' m þ-ií *; í V54n-r KafbáLsforinginn hafði tekið ákvörðum Hann ætlaði ekki að láta kafbátinn komast heilan og óskemmd- an í hendurnar á þessum mönnum. Loftið var orðið daunillt, en á meðan dráttarskipið var í burtu var hægt að setja upp súrefnisleiðslu og einn'g sjónpíp- una. Áhöfnir.i beið á milli vonar og ótta og sérhver bjóst við hinu versta. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.