Þjóðviljinn - 11.04.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.04.1961, Blaðsíða 4
) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 11. apríl 1961 Af innlendum veffvangi Jóhann J. E. Kúlcfit Hvað er hið réíta íiskverð? ' Þegar maður. alhugar freð- fiskúiflutninginn og verð- mæti hans eins og það er hirt í Hagtíðinduin, þá verð- ur úlkoman sú, að meðal verð á freðfiski árið 1960 ‘hafi verið sem næst kr. 13.92 pr. kg. En sé hins- vegar alhugaður útflutning- nrinn frá hinu stóra frysti- húsi hjá Findus í Hammer- í fest. í Norður-Noregi og ; verðmæti hans á árinu 1960 I eins og það er birl í . Fréttum frá sjávarafurða- deild L.l.S. samkvæmt heim- ild úr „Food Manufacture, . marz 1961, þá kemur í Ijós, i að þeirra frosnu fiskafurðir i eru taldar lil verðs á isl. , kr. 19.90 pr. kg. Hér er því mlsmunurinn kr. 5.98 á ! hverju fiskkílói. Nú segir þetta ekki al!a 1 sogu, þvi það má vel vera, að Findus flytji út sínar fisk- ' afurðir í miklu dýrari pakn- ingum, sem þá að sjálfsögðu hækka verðið. Eins gæti verið um iað ræða dýrari fisk- 1 legundir að einhverjum hluta sem þá yrðu til iþess, að lyfla upp heiidarverðinu. Þó þykir mér harla ótrúlegt að allan þennan mismun á heild- a'rverði, sé hægt að ■ finna undir þessum tveimur lið- um. Eftir er þá þriðji mögu- leikinn, og hann er sá, að 1 einhvern hlula þessa. verð- 1 mismunar sé máski að finna í hærra markaðsverði á frosnum fiski almennt hjá Findus. Um þetta verður að sjálfsögðu erfitt að fullyrða nokkuð, en aðeins hægt að draga fram likur. 1. Verð á nýjum fiski til vinnslu var hærra í Noregi árið 1960 heldur en hér á larjdi og kaupgjald ' við fisk- vinnslu -hærra. Það verður því að álykta að Norðmönnum hafi verið þörf á hærra út- flutningsverði en Islending- um. Norðmenn hafa komizi fram úr því, að g'reiða fersk- fiskverð í fyrra án mikils taps; á það bendir sú slað- reynd, að ferskfiskverð hjá þeim hækkaði nú á veriíðinni frá því sem greilt var í fyrra. 2. Frá því var sagt í norsk- um fréttum nýlega, að Find- us væri að undirbúa fisk- flulninga sunnan frá Lófót og norður til Hammerfesf, til þess að fullnægja hinu mikla frystihúsi sinu með hráefni. Fast fiskverð e’r nú í Lófót ein króna norsk fyrir kg. af slægðum og hausuðum þorski sem svarar til fjögurra kr. íslenzkra fyrir slægðan þorsk með haus. Mundi nokkur ís- lenzkur frystihúseigandi lelja sér fært, að kaupa fisk á Lófótverðinu, t. d. í Vest- mannaeyjum, ísa hann þar í skip og flytja síðan til Ak- ureyrar til vinnslu, ef miðað er við íslenzkt útflutnings- verð á fiski ? Hér verða menn að svara fyrir sig. Án þess að ég hafi gögn í höndum sem afsanni að þetta sé hægt, 'þá verð ég að segja, að mér þykir ótrúlegt að þet'ta væri fjárhagslega fram- kvæmanlegl. 3. Það eru þessar stað- reyndir hér að framan, sem mér þykja renna sloðum undir þær líkur, að Findus hafi á sl. ári að einhve’rju leyti búið við betra freðfisk- verð heldur en Islendingar. Erjla er því ennþá ómótmælt sem kom fram í blöðum fyr- ir tveimur árum, þegar það var staðfest. að sölur Fisk- iðjuvers Ríkisins hefðu ver- ið talsvert hærri á Banda- ríkjamarkaði heldur en sölur Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna. En hafi sú stað- hæfing verið rétt, þá er ekki ótrúlegt að fyrirtæki eins og Findus selji, nú fyrir hærra verð en íslendingar. Hæltan við keðjuverzlun, þegar fyri’rtæki selja sjálfum sér er nefnilega sú tilhneig- ing, sem alltaf er fyrir hendi að kaupa inn vöruna á sem hagslæðuslu verði, til þess á síðara framleiðslustiginu að geta sýnt sem bezta útkomu. En þessi verzlunaraðferð get- ur orðið á kostnað þjóðholl- ustunnar, og þarf þess vegna mikið aðhald, ef vel á að fara. Nauðsyn á stoínun íisk- iðnaðarskóla Þrátt fyrir margbrotið og dýrl skólakerfi hér á landi, þá virðast valdhafarnir al- gjörlega hafa gleymt öðrum þættinum í sjávarúlvegi, þ.e. fiskiðnaðinum. Við eigum myndarlegan sjómannaskóla, en fiskiðnað- arskóla vantar. Norðmenn reistu fyrir nokkrum árum sinn fiskiðnaðarskóla í Vardö í Norður-Noregi, þetta er rikisskóii. I þessum skóia er slundað bæði bóklegt og verklegt nám, í öllum grein- um norsks fiskiðnaðar nema niðursuðu. I Stavanger er svo sérskóli fyrir no’rskan niðursuðuiðnað. Þetta er sjálfseignarstofnun norsku niðursuðuverksmiðjanna, sem bera allan kos’tnað af skóla- haldinu. í norskum fiski- mannaskólum et nú jafnhliða stýrimannafræði kennd öll meðferð á fiski um borð í skipunum. Þegar Norðmeiín 'léggja svona mikið í kostnað til að mennta sína fiskiðnaðarmenn og fiskimenn, skyidi þá ekki einnig okkur Islendingum vera nauðsynlegl að hefjast handa í þessu máli, þar sem svo að segja allur útflutn- ingur okkar byggisl á sjáv- arafla ? Einn af aflaskipstjórum togaraflotans sagði við mig fyrir fáum árum, að það hefði háð sér á fyrslu skip- stjórnarárunum, að engin meðferð á fiski var kennd í sjómannaskólanum. Hér á landi er fjöldi manna sem meðhöndlar milljóna verðmæti af fiski án þess að hafa næga þekkingu á við- fangsefninu, og því fer oft sem fer í þeim efnum, að skaðinn tekur stundum það sæti, sem hagnaðinum ber með réltu. Við höfum ekki efni á því sem þjóð, að biða lengur eftir fiskiðnaðarskóla. Iðnaður getur marg- faldað útflutningsverð- mætið Ýmsir hér á landi talí mikið Um iðnað, og þá helzt stóriðnað sem að mestum hlula væri í höndum útlendra auðjöfra, en landsmenn leigu- þrælar. Ýmsa menn íslenzka að þjóðerni dreymir um ráðs- mannshlutverk hjá erlendu auðfélagi, þegar svo væri komið. Ég ætla hér að tala um iðnað, en ekki slíkan iðnað, því hann tel ég ekki aðeins óæskilegan, heldur þjóðinni beinlinis skaðlegan. Sá iðnaður sem ég vil hér ræða um, er matvælaiðnaður, þar sem stór hluti dýrmætra hráefna, sem nú eru flutt hálf unnin úr landinu fyrir tiltölulega lítinn pening, væru fullunnin fyrir erlenda neyt- endur og seld þeim síðan í heppilegum pakningum. í íslenzku síldinni bæði Norður- og Suðurlandssíld eigum við mjög gott hráefni sem getur verið undirstaða fullkomins matvælaiðnaðar til úlflutnings. Þá má nefna margskonar fiskhrogn. Ýsu- aflanum eigum við að mestu að breyta í fiskibollur sem sendar væru á markað ýmist niðursoðnar eða hraðfrystar, og þannig mælti lengi telja. Það eru engar skýjaborgir eða draumórar að auðvelt sé að breyta þeim matvælahrá- efnum sem flutt eru út hálf- untiin nú, í fullunna markaðs- vöru fyrir neytendur, en slík framkvæmd mundi marg- falda úlflutningsverðmæti þjóðarinnar og leggja grund- völlinn að betri lífskjörum fjöldans. I slað kyrrstöðu þurfum við framfarastefnu sem leggur ótrauð í fjárfest- ingar til þessara hluta. Fiskileit hefur verið vanrækt I vetur birtisf. við’tal í Morgunblaðinu við einn af dugmestu skipstjórum tog- araflotans Markús Guð- mundsson skipstjóra á togar- anum Marz. I þessu viðtali kvartaði Markús undan því, að fiskileit væri nú engin, þrátt 'fyrir rýran afla tog- aranna um margra mánaða skeið. Þessi kvörtun var ekki borin fram að áslæðulausu, þó henni hafi ekki verið sinnt. Það er fullkomið hneyksli hvernig þessum mál- um hefur verið s'tjórnað í tíð núverandi ríkisstjórnar. —- Helztu afrekin eru þau að láta ekkert ge'ra í þessum efnum, þrátt fyrir rýran afla togaranna í allt fyrra sumar og hausl. Fiskileitarnefndin var lögð niður og þeir sem vinna áttu að þessum málum látnir hælta störfum. Nátl- úrlega hefur störfunum verið sjálfhætt ef engir peningar hafa fengizt til þessara hluta. Þetta verður að teljást vafa- samur sparnaður, þegar það er vitað að ka'rfamiðin við Nýfundnaland fundust á sín- um t.íma, vegna skipulegrar leitar. Við skulum taka bandarískar kvenfélagskonur til fyrirmyndar — daglegt líf breytir senn um svip -— íslenzkar blaðahórur — lúterssinnuð bæj- arsgorn. I meiri háttar borgum i Bandarikjanna elanda víða ; skilti í almenningsgörðum til athugunar og hugleiðing- | ar prúðbúnu fólki á sunnu- | dagsgöngu. ; Það þykir mikið við liggja að reisa þessi skilti á ólík- legustu stöðum. Þau dúkka alll í einu upp úr rjóðrum pg við hverja bugðu á gang- stígnum og heyja harða samkeppni við Coca cola um athygli og eftirtekt vegfar- enda. Já, — hvað etendur á (þessu mikilvæga skilti? Sjóliðum og hundum er bannaður aðgangur. Þetta mun að vísu aðal- lega bundið við lútherska be’ltið í Bandaríkjunum og fellur grunur á siðavand- ar kvenfélagskonur innan kirkjudeildarinnar, ér beita sér fyrir þessari pössun velsæmisins og er oft hinn trausti bakhjarl húsbænia sinna á hinum breiða vegi lífsins. Hversvegna er þetta tekið til umræðu hér? Við höfum lifað og hrærst. í engilsaxneskum áróðri sið- ustu luttugu ár og hefur ekki þessi litla þjóð dansað eftir gullkálfi bandarísku- hefsf jórnarinnar ? En nú virðast breytingar hér á næstunni og svipur áróðursins mun skipta um svið. ÍBandaríski flotinn er nefnilega að leysa banda- ríska flugherinn af hólmi. Og það hefur sín mótunar- áhrif á daglegt lif okkar. Við höfum verið til skamms tíma sleyptir í áróðursmót bandaríska fJughersins. — Blaðakonur hafa þeyst í herþotum um loftin blá og hver kvikmyndin hefur rek- ið aðra um þessa mikil- virku manndrápara frá því sprengjan féll á Hirósíma og við höfum séð þessar flughetjur í rósrauðum bjarma hetjudýrkunar. Allar stúlkur vllja gerast flugfreyjur og ungir menn flugkappar og sexapíllinn hefur óspart svifið yfir vötnunum, þó að í hlut eigi vesaldarlegt farþegaflug. En nú munu gamlar kon- ur hætta að príla upp i her- þotur á friðsælu ævikvöldi. Dægurlögin, kvikmyndirnar, útvarpið, vikublöðin og dag- blöðin munu nú skipta um svið. Islenzkar blaðahórur hinnar bandarísku áróðurs- vélar þeysa nú milli flota- bækistöðva á austurströni- inni og safna áróðursgögn- um í sarpinn. Senn spýja þeir ófögnuð- inum yfir okkur og við hverfum úr háloftunum nið- ur á sollinji sæ. Það þarf nefnilega að undirbúa inn- rásina. Svo munu ejóliðar flæða hér yfir bæinn og setja sinn sérstaka menn- ingarsvip á staðinn. Sál- fræðingar, barnakennarar og fulltrúar úr barnavernd- arnefnd munu setja upp merkissvip og tala um spill- ingu ungu kynslóðarinnar og blása upp allskonar aukaatriði. En það verður aldrei minnst á liina 'raun- verulegu orsök eins og þeg- ar köttur gengur í kringum heitan graut. En erum við ekki lúthers- trúar? Við skulum taka hinar bandarísku kvenfélagskonur til fyrirmyndar. Við skulum smíða áttunda furðuverk veraldar upp á Öskjuhlíð. Það skal verða stærsta skilti heimsins hjá minnstu 'þjóð veraldar og sjást ljós- um prýtt margar mílur af hafi með fyrmefndri áletr- un. Við brjótum ekki hunda- samþykkt hinnar lúthers- sinnuðu 'bæjarstjómar og okkur á ekki að muna um. að láta hinn helminginn fylgja með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.