Þjóðviljinn - 20.04.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1961, Blaðsíða 4
5t) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudcgiir 20. apríl 1961 Meistarlhn kennir neinencluin undirstöðuatriði í ljó.smyndun. Um páskana fjölmenntu fá- lagar úr ÆFR og ÆFK í skíðaskálann í Sauðadölum. Farið var í tveim hópum, og fór sá fyrri á skírdag og sá síðari laugardaginn fýrir páska, og var ég svo hepp- in að fljóta þar með. Lagt var upp frá Tjarn- argötu 20 kl. rúmlega fimm sd. og ekið um allan bæ til að taka hraðsuðuskatla úr samband1, sækja ýmsa muni, sem höfðu gleymzt og síðast en ekki sízt, sækja félaga Óla Einars, sem hafði láðst að muna að hann ætlaði með. Þegar öllu þessu var lokið hófst ferðalagið. Ekið var 'í austurátt og nokkrar eftir- legukindur hirtar á leiðinni. Guðrúu Hallgríms sagði sögur af Menntskælingum og Sigga Jó söng sjálfri sér og öðrum ti] skemmtunar. Annars var lít’ll sönghugur í fólki, þar sem helztu forsöngvara Fylk- ingai’innar vantaði. Ferðin tók stuttan tíma og brátt vorum við farin að kafa snjó og klifra yfir hálsinn í átt til skálans. Skálabúar, sem fyrir voru, tóku okkur með kostum og kynjum og kváðu okkur hafa misst mikils að koma svo seint. Alla bænadagana hefði verið gott skíðafæri og veður h'ð ákjósanlegasta. Þráinn, Jcn Sig. Grca og fleiri útbjuggu kvöldverð handa okkur. Var hann ljúf- fengur i meira lagi og marg- réttaður. Síðan var farið í ýmsa leiki og félagi Hafsteinn Fihppusson lék fyrir dansi. Þá upphófst ein sú almesta danssýning, sem ég hef séð á minni löngu ævi. Dansmeist- ari. einn, sem staðið hefur fyrir þjóðdansaklúbb á vegum Fylkingarinnar 'í vetun og lians etskulega hoppuðu og skoppuðu um gólfið og við og við stappaði meistarinn niður fótunum og rak upp gól, að öhum líkindum til að leggja áherzlu á listina. Aldrei fannst honum blessað- ur undirleikarinn leika nógu hratt fyrir dansinum og þó blés hann (meistarinn) eins og físibelgur. Nokkrir félagar hrifust af eldmóði meistarans og runnu út á gólfið, en stóðust hvergi nærri samanburð og hrökkluð- ust því von bráðar í burtu. Þann:g lcið kvöldið við glens og gaman. Er líða tók á nótt, fóru eldri félagarnir i koju og nokkuð fækkaði í salnum. En um áttaleytið hrökk fólk upp úr fasta sve.fni við óhljóð mik- il og óp úr salnum. Óskap- leg ringulreið var og talaði hver upp í annan. Þeir sem vöknuðu, vildu vila, hvað ylli þessum látum, en engum bar saman. Sögðu sumir, að maður nokkur, draugslegur í meira lagi og v'igalegur, hefði komið á gluggann vopnaður ljóskeri. Aðrir töldu, að tröll og for- Mikið er dásamle.gt að livíla lúin bein. ynjur hefðu riðið gandreið eftir skálaþakinu og væri ráð að leggjast í koju og stinga höfðinu á kaf ofan í svefn- poka. Flestum þótti þetta mikil speki, enda orðn:r syfjaðir og þreyttir eftir annasaman dag. Þröngt mega sáttir sitja og einnig sofa. Um þrjátíu gistu Ritnefnd: Arnór Hannibalsson Einar Sverrisson lijé til að gæta hans. Á páskadagsmorgun risu nokkrir félagar árla úr rekkju og elduðu kjarnmikinn hafra- graut og smurðu brauð. Er allir hö.fðu etið sig metta af þessari kostafaðu, bar félagi Jón Sig itin bakka yfirfullan af einhverju marglitu og ó- kennilegu dóti og bað alla V Fimur skíðamaður rennir sér fram af pallinum. t í skálanum þessa nótt. Nokkur vandræði urðu vegna eins félagans, sem ekki kvaðst geta sofið í margmenni, og baðst leyfis aö so,fa frammi við skáladyr. Spratt af þessu nokkur orða- senna og þótti mönnum, sem framtíð félagsins væri í voða stefnt með sl'iku hátterni og var þáð csk margra, að mannfælni félaginn léti af þessu, er honum yxi fiskur um hr.vgg. Lyktaði málinu svo, að fé- laginn fékk að sofa fram við skáladyr, gegn því að stór og stæðilegur félagi yrði þar. viðstadda að gjöra svo vel. Kom þá í ljós að þetta voru páskaegg. Höfðu nokkrir fé- lagar vakað til klukkan að ganga sex um morguninn við að mála hænuegg eftir öllum kúnstarinnar reglum. Höfðu þeir tafizt nokkuð við list- sköpunina, því þegar þeir voru vel hálfnaðir kom í ljós, að eggin voru h rá og allt verk- ið unnið fyi’ir gýg. Gerðu all'i góðan róm a'ð páskaeggjahu gmyndinni og kunnu listmálurunum beztu þakkir fyrir. Páskadagur leið fljótt við Framhald á 11. síðu. fiimuiim)iiimmiiim:nniiiiiiiinnii■iii.iiiinmiiiiiiiiiiii111mi i1111111um111■ m1111111111!1111iii:m:m11111111111111111i111iiiii111111ii: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii Alþýðuflokkurinn varð 45 ára fyrir fáum vikum. í því tiiexni birti Alþýðublaðið fvær stórar greinar. Var önnur skreytt mynd Jóns Báidvinssonar, en Benedikt Grönúal hafði sett mynd af sjálfum sér til að prýða hina, enda var hann höfundurinn. Alþýðuflokkurinn má muna tvenna tímana. Upphaflega var hann hagsmunasamtök alþýðunnar og baráttutæki gegn arðráni auðstétlarinnar. Þegar hann starfaði í þeim anda mótaði Jón Baldvinsson hið fleyga kjörorð Alþýðu- flokksins gamla: — Meðan íhaldið skammar okkur, get- um við verið vissir um að við erum á réttri leið —. í <En nú er öldin önnur. Alþýðuflokksforingjarnir eru löngu orðnir leiðir á erfiðri baráttu fyrir hagsmunum I verkalýðsins. Ihaldið er ekki 1 lendur andstæðingur hedur bandamaður Alþýðuflokksins. Saman hafa þessir aðilar lækkað kaup launþega með lagaboði og framkvæmt hér stærstu lifskjaraskerðingu síðan þjóðin öðlaðist sjálf- stæði. Alþýðufiokkurinn hefur ‘fundið sér nýjan andstæðing. Og sá erkifjandi er höfuð- flokkur alþýðunnar á íslandi og forystuflokkur verkalýðs- ins, Sósíalistaflokkurinn. 1 samræma við þessi um- skipti hefur Alþýðuflokkurinn fengið sér nýtt kjörorð, og höfundur þess er einmitt Benedikt Gröndal. Hann móf- aði það að vísu í nafni Al- þýðublaðsins, en það er jafnframt inntak og viðhorf Alþýðuflokksins nú orðið og hljóðar þannig: „Þessvegna telja Alþýðublaðsmenn það jafnan öruggt merki um að þeir séu á réttri leið, ef kommúnistar skamraa blaðið hressilega“. (Alþýðublaðið, 6. nóv. 1960). Það ,er ekki að ófyrir- synju að gamall jafnaðar- maður gaf fyrir skömmu Al- þýðuflokknum nafnið: „Um- skiptingur" og Benedikt Gröndal nafnbótina „öfug- snáði“. Benedikt Gröndal er þver- skurður af andlegu ástandi Alþýðuflokksins í dag, og siðferði Alþýðuflokksins op- inberar hann daglega í Al- þýðublaðinu, sem hann rit- stýrir af mikilli pennagleði. Benedikt hefur sjálfur valið núverandi foringjum Alþýðu- flokksins samheitið „topp- kratar“, og skal það notað hér honum til hægðar. Síðan toppkratar tóku að safna vaUastöðum og alls- konar bitlingum í stórum stíl fyrir náð íhaldsins hafa þeir gerzt ærið umsvifamiklir, og ýmsir athafnasamir menn innan þeirra raða hafa ekki staðizt þá freistingu að mala krókinn á kcstnað almenn- ings. Seta toppkratanna í valdastólum þjóðarinnar hef- ur orðið lærdómsríkur próf- steinn á pólitískt siðgæði þeirra. Dæmi um þetta er meðferð valdamanna úr Al- þýðuflokknum á ríkisábyrgð- um, og útgerðarbrask topp- kratans Axels Kristjánsson- ar. Gefum fyrst Benedikt Gröndal orðið í málinu. Hann segir í leiðara um ríkisá- byrgðir í Alþýðu'blaðinu 6. des. e.l.: „Fjármálaráðherra fær með stjórn þessara mála mikið vald, sem beita má á ýmsan hátt. Og hins verður að gæta, að ekki séu knún- Jón Baldvinsson Ben. Gröndal ar fram ríkisábyrgðir af pólitiskum ástæðum, sem fyr- irfram er reiknað með að falli á ríkissjóð". Þannig er siðférði topp- krata í orði. Toppkratinn Guðmundur í. Guðmundsson var fjármála- ráðherra í 11 mán. Hann not- aði þá aðstöðu sína m.a. til þess að knýja fram 4,3 millj- óna króna rikieábyrgð til handa Axel Kristjánssyni • vegna kaupa á gömlum tog- ara frá Þýzkalandi. „Topp- kratar hafa lengi átt drjúg- an þátt í að afla þjóðinni togara“, segir Gröndal með stolti í Alþýðiiblaðinu. En dýrðin var skammvinn. ÖIl útgerð Axels fór á haus- inn og togari hans, Keilir, var se’dur á nauðungarupp- boði fyrir 1,5 milljónir króna. Við uppgjör kom í ljós að á togaranum var livorki meira né minna en 7 millj- ón króna rikisábyrgð, en kaupverð lians var hinsvegar aðeins 2,8 milljónir. Spurn- ingin er: I hvað hefur mis- munurinn 4,2 milljónir farið? Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.