Þjóðviljinn - 20.04.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. apr'íl 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Fólk úr öllum landsfjórð-f
ungum tekur þátt í annarri j
Keflavíkurgöngunni sem,
farin er til aö' mótmæla er-
lendri hersetu á íslandi.
I
Samtök hernámsandstæðinga
skýra á þessa leið í fréttatil-
kynningu frá undirbúningi und-;
ir gönguna og-. öðrum fram-
kvæmdum. ,
Keflavíkurganga vegna
10 ára hernáms.
Sunnudaginn 7. maí eða eftir
rúman hálfan mánuð gangast
Samtök hernámsandstæðinga
fyrir nýrri Keflavíkurgöngu.
Þann dag eru rétt tíu ár liðin
síðan ameríska hemámsliðið
kom til íslands öðru sinni.
Mótmælagangan frá Keflavik-
urflugvelli til Reykjavíkur var
ákveðin á Þingvallafundi her-
Háaleitl - ný
strætlsvagnaleið
N.k. laugardag hefst akstur
á nýrri strætisvagnaloið. Verð-
ur það leið nr 23 og ber
nafnið Háaleiti. Ekið verður
frá Kalkofnsvegi á hálftíma
fresti frá kl. 7.00—24.00 um
Hverfisgötu, Laugaveg, Nóa-
tún, Lönguhl'ið, Miklubraut,
Háale'tisveg, Stcragerði og
Hvassaleiti og til baka um
Miklubraut, Lönguhlíð, Nóatún,
Laugaveg, Skúlagötu og Kalk-
ofnsveg.
Skáfa«fteaaur á
sunnudóginn
Fyrsta sumardag fagna skát-
ar sumri með guðsþjónustu. í
ár verður messað í Dómkirkj-
unni og í Fríkirkjunni.
Gengið verður til kirkju frá
Skátaheimilinu við Snorrabraut
kl. lo f.h. Gengið verður um
Snorrabraut, Hringbraut að
vegamótum Suðurgötu og Skot-
húsvegar. Þar skiptist fylkingin
og prestar koma í gönguna. Síð-
an gengur hvor fyiking til sinn-
ar kirkju, um Suðurgötu og
Kirkjustræti, og Skothúsveg og
Fríkirkjuveg. Guðþjónusta hefst
kl. 11 f.h. í þáðum kirkjum. í
Dómkirkjunni messar séra Ósk-
ar J. Þorláksson og í Fríkirkj-
unni séra Arelius Níelsson.
Þar sem skátar eru ekki Jeng-
ur einir um hátíðahöld fyrsta
'sumardag, hafa þeir helgað sér
fyrsta sunnudag í sumri, sem
sérstakan skátadag. Var hann í
fyrsta sinn haldinn í fyrra. Fær-
ist því hin mikla skrúðganga
skátanna yfir á þann dag.
Vegna hinnar öru fjölgunar
í skátafélögunum verður þeim
skipt í hvejrfi og leiðir sú breyt-
ing til þess, að skátar munu
sækja kirkjur hver í sinni sókn
fyrsta sumardag.
Á skátadaginn verða útihá-
tiðahöld skáta með varðeldi og
sýningum á skátafræðum. í
framtíðinni munu skátarnir hafa
hátíðahöldin í Öskjuhlíðinni, en
ekki er fullvíst enn, hvojt svo
verður nú.
námsandstæðinga í septembér.
Hún er farin til að mótmæla
setu amerísks hers á íslandi og
til að leggja áherzlu á kröfu
samtakanna um að herinn hverfi
þegar úr landi og ísland verði
hlutlaust ’á ný. Samtökin vilja
með Keflavíkurgöngunni 7. maí
vekja athygli allra íslendinga á
undirskriftasöfnuninni, sem sam-
tökin gangast nú fyrir.
Fyrsta gangan í fyrra.
Eins og mönnum er í fersku
minni var fyrsta Keflavíkur-
gangan farin 19. júní í fyrra og
var hún upphaf hinnar miklu
mótmælahreyfingar sem nú er
risin gegn hersetunni, og leiddi
af sér stofnun Samtaka hernáms-
andstæðinga haustið eftir. í
fyrra gengu alla leiðina, 50 km,
um 200 manns, en gífurlegur
fjöldi fólks kom til móts við
gönguna og varð hún er til Rvík-
ur kom fjölmennasta hópganga
er hefur sézt á götum bæjar-
ins. Útifundurinn í fyrra í lok
göngunnar var einnig einn sá
fjölmennasti, er hér hefur ver-
ið haldinn, en þar hyllti mann-
fjöldinn samþykkt Keflavíkur-
göngunnar um herlaust og hlut-
laust ísland.
Útifumlui' — skemmtun í Lídó.
I lok göngunnar nú í ár er
aftur fyrirhugaður útifundur í
Reykjavík og verður nánar
skýrt frá honum síðar.
Fimmtudaginn 27. april mun
Keflavíkurgöngufólk gangast fyr
ir skemmtun i Lido og verður
þar fjölbreytt dagskrá.
Skráið' ykkur strax í gönguna.
Þeir sem ætia sér að vera með
frá byrjun í Keflavikurgöngunni
1961 ættu að láta skrá sig nú
þegar á skrifstofu samtakanna
í Mjóstræti 3, símar 23647 og
24701, því að það auðveldar
mjög allan undirbúning. Nú þeg-
ar hafa margir skráð sig þar á
meðal fólk úr öllum landsfjórð-
ungum.
Lagt verður af stað frá Rvík
um kl. 6 að morgni og ekið í
bílum suður eftir, en síðan geng-
ið aftur sem leið liggur til Rvík-
ur, og með álíka hraða og í
fyrra yrði komið hingað á ní-
unda tímanum um kvöldið, en í
fyrra varð reyndar að halda
aftur af göngufólkinu, svo að
ekki væri kornið í bæinn fyrir
áætlaðan fundartíma.
Óhætt er að segja, að gangan .
í fyrra hafi reynzt mönnum
minna erfiði en flestir hugðu og
er vert að minna á frækilegt ;
íordæmi þeirra Sigríðar Sæland
og Sigurðar Guðnasonar, er þá
gengu bæði alla leið, þó komin
væru á áttræðisáldur.
Samtökin vilja þó taka fram,
að þau vilja ekki hvetja neinn
þann, sem ekki veit sig heilan
heilsu, til að leggja harðar að
sér en góðu hóii gegnir.
Undirskriftasöfnunin
gengur vel.
Undirskriftasöfnuninni miðar
vel áfram og berast stöðugt list-
ar bæði úr Reykjavík og utan
aí landi. Við birtum í dag aí
handahófi stöðuna í nokkrum
hreppum, en það skal skýrt tek-
ið fram að í engum þeirra er
söfnun að fullu lokið, þar sem
eítir er að ná til margra, eink-
um þeirra sem að heiman dvelja,
en það er víða úti um land drjúg-
ur hluti íbúanna um þetta leyti
árs.
Af öllum atkvæðisbærum
mönnum hafa nú þegar þetta
margir af hundraði undirritað
i eftirtöldum hreppum:
I Egilsstaðahreppi S.-Múl. um
55, í Hálsahreppi í Borgarfirði
um 45, í Hvítársíðuhreppi í
Mýrasýslu um 35, í Hólmavikur-
hreppi Strandasýslu um 45, í
Beruneshreppi S.-MúJ. rúm 70.
í Borgarfirði eystra um 55, í
Presthólahreppi N.-Þing um 45,
í Stafholtstungnahreppi Mýra-
sýslu um 50, í Hvammshreppi
Dalasýslu tæp 50.
Væru hins vegar hlutfallstöl-
urnar miðaðar eingöngu við þá
sem til hefur náðst væru þær
að sjálfsögðu mun hærri.
SjóstangaveiðibátUrinn Nói við bryggju í Hafna. 'irði.
Nýr bátur smíðaður og búinn
sérstaklega til sjóstangaveiða
Nýslofnað hlutafélag, Sjóstangaveiðin hf., hefur látið
smíða vélbát, sem er aö öllu leyti sérstaklega útbúinn
til stangaveiða á sjó. Verður báturinn tekinn í notkun
einhvern næstu daga.
Báturlim lieitir. Nci, RE 10,
35 feta langur, 8 tonn að
stærð. Þorbergur Ólafsson for-
stjóri Bátalóns í Hafnarfirði
teiknaði bátinn, sem smíðaður
er þar undir stjórn Sigmundar
Bjarnasonar yfirsmiös.
Vandaður bátur
Nói muii vera fyrsti sport-
veiðibáturinn, sem smíðaður er
hér á landi, og var við smíðina
höfð hTðsjón af erlendum
stangaveiðitátum, aðallega am-
erískum. Er báturinn smíðaður j
fyrir íslenzka staðhætti og
hinn vandaðasti að allri gerð
og smíði. Báturinn er fram-
byggður og sæti 'í yfirbygging-
unni fyrir 10 menn, auk þess
sem þar er salerni og snyrti-
klef'. Innréttingar eru úr harð-
viði.
Aftan við yfirbygginguna er
opið athafnasvæði fyrir veiði-
mennina. Eru þar 7 sérstak-
lega gerðir veiðimannastólar.
Báturinn er útbúinn öllum
venjulegum siglinga- og örygg-
istækjum.
UppreisKiarmenn á.
Angóla sækja fram
Sjóstangaveiðin hf. muu gera
Nóa út frá Reykjavík, aðallega.
á Faxaflóamið. Gert er ráð’
fyrir að farnar verði tvær
veiðiferðir daglega þegar viðr-
ar — átta klukkustundir í
senn. Þátttökugjald fyrir
hverja veiðiferð verður um kr.
650 fyrir einstaklinginn, cn í
því verði eru innifalin not af
veiðarfærum af fullkomnustu
gerð og hlífðarfötum, en einnig
leggur útgerðin til beitu og
brauð og kaffi fyrir þáttta'k-
endur meðan á ferð stftidur.
Geta rnenn því komið til veið-
anna spariklæddir og án alls
útbúnaðar og matar, því að
fyrir öllu er séð.
Skipstjóri á Nóa verður Sig-
urður Teitsson en bryti um
borð Örn Ingólfsson. Stjórn
Sjóstangaveiðinnar hf., sem
hefur skrifstofur í Tryggva-
götu 4, skipa beir Smári Karls-
son, Stefán G'islason og Hákon
Daníelsson sem jafnframt er
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins.
éðarframSe
Luanda, Angóla 19/4 (NTB-AFP)
Uppieisnarmenn liafa um-
kringt bæirar Uige, um 200 km.
fyrir norðaustan höfuðborgina
Luaiida. Stór svæði í norður-
h'uta Angóla cru á valdi upp-
reisnarmanna, cn Portúgalir
flytja nú mikið herlið frá Lissa-
bon til nýlendunnar.
Samkvæmt fréttum, sem bor-
izt haía til Luanda, hal’a evr-
ópskir íbúar í bæjunum Mambe
og Mucaba ilúið þaðan. Þessir
bæir eru á milli Uige og landa-
mæra Kongó. Einnig hafa upp-
reisnarmenn umkringt bæinn
Damba, en þangað hafa Evrópu-
menn einmitt flúið.
í Lissabon er tilkynnt að
portúgalskir menn hafi séð
að uppreisnarmenn streymi nið-
ur úr Canda-ijöllum, sem eru
aðeins 70 km. frá Luanda. Þeir
halda í átt til Lifunafljóts i
grennd við Caxito. Fréttastof-
an Lusitania segir að uppreisn-
armenn hafi komið upp mörg-
um útvarpssendistöðvum við
landamæri Kongó, en fyrir
norðan iandamærin bíði mikið
lið uppreisnarmanna.
Fulltrúi þjóðfrelsishreyfingar-
innar í Angóla, Mario de Andr-
ade, sagði i Casablanca í dag,
að Angólabúar væru nú að
skerpa vopn sín og hyggðu á
allsherjarárás gegn Portúgölum.
Andrade tekur þátt í þriggja
daga ráðstefnu í Casablanca á-
samt 12 öðrum þjóðírelsisleið-
togum frá ófrjálsum Afríku-
löndum, er lúta Porlúgölum. Þeir
eru fulltrúar fyrir 12 milljónir
Afríkumanna. Andrada sagði að
verkefni ráðstefnunnar væri að
skipuleggja rothöggið á ógnar-
stjórn Salazars einræðisherra.
Framhald af 12. síðu.
leiðslunni á hvert mannsbarn
á þessu tímabili.
Einnig ber auðvitað að minn-
ast þess, þegar þessi þróun er
borin saman við kaupmátt tima-
kaupsins, að því fór mjög fjarri
að skipting þjóðarteknanna væri
réttlát 1950, þótt það ár sé hér
lagt til grundvallar. Það ár var
einmitt framkvæmd gengislækk-
un sem skerti mjög kjör vin-
andi stétta og jók að sama skapi
hlut auðstéttarinnar.
70% hækkun á
mannsbarn
En þegar litið er á kaupmátt
tímakaups verkamanna kemur í
ljós að hin stórfellda framleiðslu-
aukning hefur að engu leyti auk-
ið hann. Á þessu tímabili hjakk-
ar hann yfirleitt í sama farinu,
er stundum læg.ri en 1950, stund-
um heldur hærri, eins og sjá má
á línuritinu. Og nú 'eftir kaup-
ránið og gengislækkunina er
kaupmáttur tímakaupsins orðinn
mun lægri en 1950 — og var
hann þó ekki mikill eftir geng-
islækkunina þá.
Jafnframt því sem þjóðar-
framleiðslan tvöfaldast stend-
ur kaupmáttur tímakaups
verkamanna þannig í staðe
og er nú raunar 8,5% lægri
en liann var 1950.
Hvað segja hagfræðingar
stjórnarinnar?
Þjóðviljinn hefur áður birt
tölur um sambandið milli fram-
leiðsluaukningar og kaupgjaids.
Þær tölur sem hér eru birtar
gefa þó ennþá greinilegri mynd!
og ná yfir lengra tímabil. Þess
er að vænta að stjórnarblöðin
og hagfræðingar þeirra gefi ein-
hverja skýringu á hinu algera
misræmi sem er milli þjóðar-
framleiðslunnar annarsvegar og
kaupmáttar verkamannakaups-
ins hinsvegar, ekki sízt þar sem
það hefur verið ein eftirlætis-
kenning þeirra blaða að því áð-
eins væri hægt að hækka raun-
verulegt kaup að framleiðslani
ykist.
Til þess að kaupmáttu-inn
ykist í sama hlutfalli og þ.ióð-
arfram'eiðslair á síðusta ára-
tug þyrfti tímakaup Dags-
brúnarmanns nú að vera kr.
44,88! Verkalýðsfélögin cm
sannarlega hógvær í kröfum
cíiniim