Þjóðviljinn - 16.05.1961, Page 3
- Þriðjudagur 16. maí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3
A að eyðileggja mesta og
bezta markað íslendinga?
Mozgunblaðið játaz að það hafi gerf sig seki urn „landráðaskrif"
Um langt skeið hafa Sov-
étríkin verið bezti og ör-
uggasti markaður íslend-
inga. Viðskiptin við þau
hafa numið um 500 millj-
ónum króna á ári miðað
við núverandi gengi, og fyr-
ir fiskafurðir okkar höfum
við keypt olíu og aðrar
brýnar lífsnauðsynjar sem
að öðrum kosti hefðu ekki
verið fáanlegar nema fyrir
harðan gjaldeyri. Þennan
markað viröist ríkisstjórnin
nú ætla að eyðileggja; hún
hefur ekki enn gert neinn
viðskiptasamning fyrir þetta
ár og ekki selt til Sovét-
ríkjanna einn fiskugga.
Á sama. tíma og ríkisstjórn-
in afrækir gersamlega þennan
6tærsta. markað Islendinga get-
ur liún ekki selt fiskafla þjóð-
arinnar. Karfaveiðarnar hafa
nú verið stöðvaðar að mestu,
enda þótt mokafli hafi verið,
vegna þess að ríkisstjórnin
neitai' að selja aflann! Þetta
gerist eftir slika vetrar-
vertíð — sem rikisstjómin
hefur barmað sér mikið út. af
— og þetta gerist á sama tíma
sem almenningur, sjávarútveg-
urinn og hraðfrystihúsin þyrftu
sannarlega á því að halda að
fá mikil verkefni.
Landráðaskrif játuð
Stjórnarliðið finnur fordæm-
ingu almennings hvila á sér
af vaxandi þunga og viðbrögð
Morgunblaðsins eru — eins og
venjulega •— stjórnlaus geðbil-
unarskrif. í fyrradag æpir
blaðið af öllum kröftum:
„Landráðaskrif Þjóðviljans:
Reynir eð spilla fyrir karfasölu
til Rússlands“!! Þegar betur er
að gáð eru „landráð" Þjóðvilj-
ans í því einu fólgin -— að
vitua í Morgunblaðið. Þjóðvilj-
inn hefur bent á það að eina
skýringin sem Morgunblaðið
hefur gefið á því að ekki hefur
verið samið við Sovétríkin er
þessi:
„Islenzki fiskiðnaðiirirn tel-
ur sig nú þuri'a að 1‘á söluverð
á krafa.niun til Rússlands
hælvkað verulega svo að luegt
sé að gera skipin út á þessar
veiðar. Er þá haft til liliðsjón-
ar verðfa.U það, sem orðið hef-
ur á fiskiinjöli á heimsniark-
að'airm, því um 75% af karfan-
um sem á Iand berst fer til
ntjölvinnslu“.
Maður drukknar af trillubáf
út af Kjalarnestöngum
Um klukkan 6 síðdegis á laug-
ardaginn varð það slys út af
Kjalarncstöngum, að maður féll
út f trillubátnuin Örnólfur
RE-33 og drukknaði. Hann var
frá Akureyri og hét Valmundur
Svcrrisson.
Samkvæmt frásögn eiganda
bátsins, Lúðvíks Árnasonar
Karfavogi 39, er var með Val-
mundi þegar slysið varð. hafði
vél bátsins bilað er þeir voru
staddir út af Kjalarnestöngum
Vélstjórar I
verkfalli enn
Grimsby 15/5 (NTB)
Rúmlega 300 vélstjórar á tog-
urum írá Grimsby hafa ákveðið
að halda áfram verkfalli til þess
að knýja fram hæi-ri laun.
Margir vélstjóranna hafa á-
kveðið að reyna að fá stöður í
landi, ef kauphækkunarkröfum
þeirra verður ekki sinnt. Þeir
gengu í dag í hóp til skrifstofu
útgerðarmanna til þess að sækja
skattaskírteini sín, en þau þurfa
þeir að sýna nýjum vinnuveit-
endum.
Stéttarsamband vélstjóranna
.Vtlar að beita refsingum gegn
þeim félagsmönnum, sem gerð-
ust verkfallsbrjótar með því að
fara til veiða með togurum s.l.
sunnudag.
um sex leytið. Segist Lúðvik
haí'a verið að íást við vélina og
re.vna að koma henni i gang og
ekkert vitað fyrr en hann varð
þess allt í einu var, að Valmund-
ur var horfinn úr bátnum. Lúð-
vík sá Valmund hvergi í sjón-
urn og varð þess ekki var, er
hann fór fyrir borð. Kallaði
Lúðv.'k á nálæga báta til að-
stoðar og leituðu þeir Valmund-
ar lengi í sjónum en árangurs-
laust.
Lúðvík tilkynnti lögreglunni í
Reykjavík um slysig þegar er
hann kom í Iand á laugardags-
kvöldið. Rannnsókn málsins
hefst fyrir sjórétti í dag kl. 2 e.h.
Skýring Morgunblaðsins var
þannig sú að ríkisstjórnin
heimtaði að Rússar greiddu
hærra verð fyrir karfann —
vegna þess að verð á karfa-
n-.jöii hef'ði lækkað á hinum
vcst rænu mörkuðum! Slíkur
rökstuðningur hefur aldrei
heyrzt fyrr i sambandi við við-
skiptasamninga, enda ko’nst
Þjóðviljinn þannig að orði um
þessa skýringu Morgunblaðs-
ins:
„Skrif Morgunblaðsins —
hvort sem þau eru sönn eða
login — virðast til þess birt að
spilla samningunum og gera
aðstöðu Islendinga tortryggi-
lega“.
Nú finnst Morgunblaðinu
þetta ekki nógu þungur á-
fellisdómur; þetta skulu
hcita landráðaskrif — jafn-
vel hjá þeim sem aðeins vitn-
ar í þau. Og raunar m.á
Morgunblaðið gerzt um það
dænia.
Dómur ekki umflúinn
Það sýnir bezt hvernlg
Morgunblaðsmenn eru á sig
komnir að þeir skuli halda því
fram að Þjóðviljinn reyni að
spilla samningum við Sovélrík-
in — hingað til hefur blaðið
sannarlega haldið því fram að
Þjóðviljinn væri allt of hlynnt-
ur þeim viðskiptum! Enda veit
hvert mannsbarn í landinu að
það er afrek Sósíalistaflokksins
að hafa tryggt íslenlingum
hina miklu noarkaði í Sovét-
ríkjunum. Og sósialislar hafa
ekki aðeins Iryggt mikla mark-
aði þar í lar.di heldur einnig
það verð sem hæst hefur verið
fáanlegt á heimsmarkaðnum.
Þau viðskipti hafa tryggt Is-
lendingum mun hærri gjald-
eyristekjur en þeir hefðu ella
haft og vegna þeirra hefur ver-
ið full atvinna í landinu um
langt skeið.
Það eru þsssi viðskipti sem
ríkisst jórnin er nú að eyði-
leggja, og áfel.lisdómurimi
verður ekki umflúinn hversu
mjög sem Morgunblaðið gólar.
I Feneyjum opnast ferðamsnniniun sýn inn, í töfraheini fornrar
fcgurðar og frægðar. Knn scm fyrr eru bátar helzta sam.göngu-
tækið. Þátttakendur í ferð Útsýnar s'.íga um borð í gondól
i
við brottför frá Feneyjum.
opferðir Ötsýn-
í sumar
Kind við Hafravafn lá fösf í
vírflœkju í nokkra daga
Fyrir helgina voru tveir
menn á ferð hjá Hafravatni og
sáu þeir þá hvar kind lá föst
i vír allhátt uppi i íjallinu. Er
þeir koniu að kindinni var
mjög af henni dregið og álíta
þeir að hún hafi verið föst
í vírnum í nokkra daga. Menn-
irnir fóru að Miðdal og skýrðu
írá þessu. Bóndinn í Miðdal
taldi að kindin væri eign
þónda, sem ætti nýþýli hjá
Hafravatni og sagðist skyldi
láta hann vita um kindina.
Mennirnir fóru siðan til
Re.vkjavíkur, en héldu síðan
aítur uppeftir og þá með byssu.
Er þeir komu að kindinni var
búið að skjóta hana, en eig-
andi hennar hafði ekki fyrir
því að dysja hana, heldur lét
hana liggja.
Mennimir skýrðu Þjóðvilj-
anum frá því að þarna um-
hverfis væri mikið um vír, sem
hefur legið þarna frá því her-
inn haíði þarna bækistöðvar.
Sögðust þeir vera forviða á
því að ekki skuli vírinn enn
hafa verið hreinsaður burt því
hann væri stórhættulegur
skepnum, ;ins og þetta dæmi
sannar.
Ferðafélagið íítsýn gengst
að vanda fyrir hópferðum til
ýinissa Evrópulanda í sumar.
Auk ferða, scm skipulagðar
eru fyrir ákveðna hópa, verða
þrjár almennar liópferðir á
mismunandi leiðum um sjö lönd
álfunnar. Þetta er sjöunda
starfsár félagsins, og liafa
ferðir þess notið trausts og
vinsælda, sem bezt má marka.
af því, að margir hafa tekið
þátt í 2—3 ferðum félagsins
á þessum tíma.
Sumarferðir Otsýnar eru
þessar:
Tólf da.ga ferð: Edinborg —
London
Siglt verður með Gullfossi
milli landa og dvalizt viku-
tima í Bretlandi. Frá Edin-
borg verður ekið suður um
Skotland og gegnum hið fagra
Lake District í Norður-Eng-
landi, gist í Buxton, en ferð-
inni haldið áfram næsta dag
Imn fæðingarborg Shakespeares,
; Stratford-on-Avon, háskóla-
j borgina Oxford og Wirdsor til
London. Þar verður gist í 4
daga, farið í kynnisferðir um
jborgiiia undir leiðsögn íslenzks
fararstjóra, á skemmtistaði og
í verzlanir. Á heimleiðinni verð-
ur dvalizt einn dag 'i Edinborg,
en síðan siglt heim með Gull-
fossi. I hópferðum sem þess-
ari er jafnan haldi'ð uppi gleð-
skap á skipinu með dansi, söng
og myndasýningum. Hér er um
mjög ódýra ferð að ræða, eða
frá rúmum sex þúsund krón-
um að meðtöldum ferðum og
fullu uppihaldi.
25 daga fcrð
Siglt verður með Gullfossi til
Leith og Kaupmannahafnar,
dvalizt 3 daga í Höfn, en síð-
an ferðazt um meginlandið i
dönskum largferðavagni af
nýjustu gerð. Gist verður 2
nætur í Hamborg, en síðan
haldi'ð suður í Rínarlönd og
stanzað á mörgum fegurstu
stöðum við Rín.
•Þá verður haldið til Heidel-
berg. hinnar glaðværu Jiáskóla-
borgar og dvalizt þar einn dag.
S'íðan ekið suður um Svarta-
skóer. Freudenstadt og Triberg,
skoðaðir Schaffhausenfossarnir
í Rín. stærstu fossar Evrómx,
oe: haldið til 7/irich í Sviss.
Rvísis cr ern cem f vrr- p.itt
eftirscttasta ferðamannaland
álfumiar sakir frábærrar feg-
urðar landsins og ágætar þjóxi-
ustu við feðamenn. Dvalizt
verður viku í Sviss og komið
á marga fegurstu staði lands-
ins, s.s. til Luzern, Viei’tvald-
státter See, Interlaken, Bern,
Lausanne og Gerif. Frá Genf
verður ekið um Frakkland^ til
Parísar og gist þar i 4 nætur.
Skoðaðar verða merkusíu
byggingar borgarinnar, heim-
sctt listasöfn og skemmtistaðir
og farið til Versala. Heim verð-
ur haldið flugleiðis hinn 2?.
ágúst, en þeir, sem óska, geta
orðið eftir í París eða Losdon
og komið heim með annarri
ferð.
22 daga ferð í september
Fyrsta Ital'íuferð 'Otsýnar
Framhald á 10 s'íðu.
Ráðstefnan um
Laos hafin
Genf 15/5 — Ráðstefr.a 14
ríkja um Laos verður formlega
sett á þrið.judag kl. 16 eftir ís-
lenzkum tíma, segir í opinberri
tilkynningu irá utanríkisráð-
herrum Sovétrikjanna óg Bret-
lands, sem hafa forsæti á ráð-
stefnunni.
Áður hafði Dean Rusk uta.n-
ríkisráðherra USA, sem er for-
maður bandarísku sendinefndar-
innar, tilkynnt að Bandaríkja-
stjórn féllist á að fulltrúar
PnthetLao-hreyfingarinnar taki
þátt í ráðstefnunni. Þá tilkynnti
talsmaður hægri stjórnarinnar í
Vientiane að fulltrúar þeirrar
stjórnar myndi ekki taka þátt í
ráðstefnunni vegna nærveru íull-
trúa Pathet Lao.
Hjólum stoliö
í fyrrinótt voru tveir menn
staðnir að verki, er þeir voru
að stela felgum undan bíl, er
stóð v:ð bifreiðaverkstæði við
Kringlumýrarveg. Þetta var um
kl. þrjú urn nóttina og voru þeir
settir í kjallarann. Nóttina áður
var stolið íelgum og hjólbörð-
um undan Chevroletfólksbifreið,
sem var í bifreiðaverkstæðinu að
Skipholti 37. Þar var einnig stol-
ið rafmagnsslípivél.