Þjóðviljinn - 16.05.1961, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.05.1961, Qupperneq 7
Myndarlegt ársrit Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum Nýlega er kominn út 22. ár- gangTir Bliks, ársrits Gagn- fr;eúaskólans í Vestmannaeyj- um. Ritstjóri er Þorste'.nn t>. Víg'iundsson skólastjóri. Blik er að þessu sinni 18 arkir í Skírnisbroti og mun vera stærsta og myndarlegasta skólarit, sem gefið er út á ís- landi. Ritið er að venju mjög fjölbreytt að efni og prýtt fjölda mynda. Er efni þess jöfnum höndum tengt skólalíf- inu og sögu Vestmannaeyja. Skal hér nefnt hið helzta: Hug- vekja, flutt í Gagnfræðaskólan- um haustið 1960 (Þ.Þ.V.), Minningarorð um Örn Tr. Johnsen (Þ.Þ.V.), Gamalt bréf úr Eyjum (Á.Á.), Búnaðarskól- inn á Stend í Noregi (Þ.Þ.V.), Minervuslysið (Ingibjörg Ól- afsdóttir), Kafari við Vest- mannaeyjahöfn í 25 ár (Frið- finnur Finnsson), Hjónin í Svaðakoti (Þ.Þ.V.), Hjónin í Brekkuhúsi (Þ.Þ.V.), Saga ís- félags Vestmannaeyja, 2. kafli, (Þ.Þ.V.), Þáttur nemenda, Ingibjörg Tómasdóttir kaup- kona, minningarorð, (Þ.Þ.V.), Fyrstu mormónarnir, sem skirðir voru á í.slandi (S.M. Johnsen), Skýrsla skólans 1959—1960, Fyrsti Vestmanna- eyjabíllinn og hauskúpan (Árni Árnason), Myndlistarskóli Vestmannaeyja (Þ.Þ.V.), Anna V. Benediktsdóttir ljósmóðir (Þ.Þ.V.), TíundaskýrsJa Vest- mannaeyja 1860, Ferðaminn- ingar (E. Sigurfinnsson), Gagnfræðaskólinn 30 ára (Þ.Þ. V.) og Þáttur spaugs og spés. Vmislegt fieira smávegis er í ritinu og ber sérstaklega að nefna, að í því eru birtar marg- ar sögulegar myndir frá Eyj- um auk mynda úr skólalíí- inu. Frágangur ritsins er allur hinn vándaðasti en það er prentað í Prentsmiðju Þjóð- viljans. — Á myndinni til vinstri sjást nokkrir af mun- um í Byggðasafni Vestmanna- eyja. Til hægri: Hluti af nátt- úrugripasafni Gagnfræðaskól- ans í Vestmannaeyjum. Sauð- nauíshausinn efst til vinstri eú frá Gottuleiðangrinum 1929. Homablásfur Ljósvetnlngagoðans Baldur á Ófeigsstöðum Ljósvetningagoði geisar fram á ritvöllinn í Tíman- um 26. apríl s.l. og lætur sig ekki muna um að gerast máÞ svari allra „filistea“ heimsins. Tilefnið er bæklingur sem kom út á vegum Samtaka hernámsandstæðinga s.l. vet- ur og innihélt m.a. grein eft- ir Þórcdd frá Sandi og stíl- uð var til Þingeyinga. Telur hann að hensetuvinum á ís- landi sé háski búinn af grein- um sem þessari og vandar Þóroddi ekki kveðjurnar. Þingeyinga kveður hann hingað til hafa komizt af án leiðsögu fjarlægra árcðurs- manna og á þar bersýnilega við „Fosshólshreyfinguna“ sem hafi verið og sé allra meina hót fyrir Þingeyinga. En eins og allir vita hefur foringi hennar lengi verið í pólitískri útlegð og gerist nú ellimóður. Baldur telur sig sjálfskipaðan eftirmann foringja síns og sér nú al- staðar rússneskar stjömur á lofti. Kuldagiott Krústjoffs á mánanum, og heyrir milda tóna alla leið atistan frá Volgubökkum. Austanmenn segir hann eiga sök á öll- um stríðum í veröldinni, en vestanmenn berjist ætíð fyr- ir frelsinu. Honum þykir miður að við íslendingar skulum ekki gera betur en að lána „sandskaga“ til af- nota. Eisenhower kveður hann ekki hafa dugað nógu vel livorki í köldu né heitu stríði, en bindur hinsvegar meiri vonir við Kennedy til vask'egrar framgöngu. Þá er minnst á Kongó og Laos, en Alsír hefur af einhverjum á- stæðum gleymzt. Ekki er ljóst hvort þessi mikli stríðs- maður vestursins telur að nýlenduveldin séu að berjast fyrir frelsinu með því að eiga í styrjöldum við nýlend- urnar og halda þeim með því móti í ánauðinni. Eða t.d. Stóra-Bretland sem sendi flota 'hennar hátignar inn í landhe’.gina til okkar íslend- inga til að sanna okkur minnsta bandamanni sínum áþrsifanlega hverjir séu í raun og sannleika vinir og vernclarar smáþjóðanna. Maður er nefndur Bjarni Benediktsson. Var áður aðal- ritstjóri Morgunblaðsins en nú dómsmálaráðherra. Sá er ákafasti striðsmaður NATO á ísiandi. 'Hontun hef- ur fundizt leika napur kuldanæðingur um staksteina Morgunblaðsins undanfarnar vikur og mánuði, enda fáir orðið til að veita hernáms- vinum lið í baráttunni gegn hernámsandstæðingum. Bjarni hefur mikið ritað og rætt um frelsi, en vanrækt að rita fyrir hinn fjölmenna lesendahóp Morgunblaðsins æfiágrip þess manns sem nú er yfirmaður alls herafla Vestur-Þýzkalands, sem hann þó væri allra manna bezt til fallinn. Bjarni og Baldur eru miklir aðdáendur Eisenhow- ers og Kennedys sem þeir telja fánabera frelsisins, það hafa margir verið forsetar Bandaríkjanna á undan þess- um tveimur. 'Einn þeirra hét Abraham Lincoln og var myrtur af filisteum“ sinnar samtíðar. Þeim manni má heimurinn aldrei gleyma. 'Honum fórust orð um frelsið á þessa leið. „Heimurinn hef- ur ekki skilið enn, hvað felst í orðinu frelsi, og ame- ríska þjóðin hefur eigi rétt- an skilning á því. Allir þykj- umst vér vilja vinna fyrir frelsið, en okkur kemur ekki saman um hvað frelsið er. Sumir halda því fram að það sé frelsi að hver maður sé sjálfráður um það hvernig hann fer með sig og það sem hann aflar með vinnu sinni. Aðrir lialda því fram að það sé frelsi, að hver maður megi breyta gagnvart öðrum eins og honum sýnist og fara með arðinn af ann- ai-a vinnu eins og honum sýn- ist“. Það hafa áður verið skipt- ar skoðanir á Islandi um hvað sé frelsi. Séra Bjöm í Laufási kvað um hina kon- ungskjörnu á sínum tíma. Ég er konungskjörinn kross og nafnbót fæ í mér eykst svo mörinn að ég skellihlæ. Hlæ þótt gráti þögul þjóð. Fyrir danska sæmd og seim sel ég íslenzkt blóð. Enn heimta feitir þjónar hins erlenda valds frelsi til að mega se’ja íslenzkt blóð. Þeir hafa gert íslenzku þjóðina! hvorutveggja í senn aumkun- arverða og hlægilega í aug- um alls heimsins, með því að leiða hana i stríðsmannafélag til þátttöku bæði í köldu og heitu stríði. I þessum félagsskap unir Baldur á Ófeigsstöðum glað- ur og þeytir gjallarhorn norð- ur í „Djöflaskál" þar sem eftirlegukindur „Fosshóls- hreyfingarinnar“ hafa tekið sér bólfestu. Halldór Þorgrimsson. Aðfaranótt sunnudagsinst fóru ungir Framsóknarmenni í eggjaleit á Akrafjall. Rign- ing var um nóttina og þokaj á fjallim, og er halda skyldfc 'i bæinn kl. 6 um morguninrx kom í ljós, að einn vantaði í hcpinn, Ólaf Hallbjörnssoit prentara, Hagamel 22. Beðið var til kl. 8 um mcrg- uninn eftir manninum, eri þái hélt fararstjóri á fjrdlið viðí þriðja mann og hóf leit. Lög- reglunni á Akranesi var til- kynut um hvarfið og flugvéf fengin til að aðstoða við lcit- ina. Var hún á sveimi yfir- fjallinu í tvo tíma án árai:ig- urs. Eftir því, sem Þióðviljimsí frétti, fannst maðurinn á baa einum í grenndinni. Hafði harni komist niður af fiallinu heill á húfi og svaf á bænum sælf og rólegur er leitsrmen’-fna fcar- að. Hann mun fá eða enjja egg hafa fundið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.