Þjóðviljinn - 16.05.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.05.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. niaí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — Reykgavíkurmótið: KR lék sér að Þrótti 8:0 Það má segja að fyrri hálf- Ieikur hafi liðið án þess að hægt væri að tala um góða knattspjTnu eða að fram kæmu skemmtilega atvik. Yfirleit 1 lá meira á Þrótti, en KR tókst aldrei að ná skemmtilegum tökum á leikn- um í fyrri hálfleik. Þórólfur einlék allt of mikið og missti knöttinn hvað eftir annað. KR-ingum tókst þó að skora tvö mörk, og kom það fyrra á 33. mín. þannig að Þórólf- ur Beck spyrnti að marki af löngu færi, og fór knötturinn rétt undir stöngina, nákvæm- lega þar sem markmaðurinn var og hefði átt að verja eða slá knöttinn í horn. Síða’ra markið kom á 42. mín. fyrir hrein mistök í vörn Þróttar, markmaðurinn átti að slá knöttinn burt, en Gunnar Fel- ixson fékk knöttinn og skor- aði. Lauk þannig fyrri hálf- Jeik. Þróttur hafði sýnt af og til dálitlar lilraunir til þess að leika saman, og nokkuð snemma í leiknum átti Ómar gott skot sem Þleimir bjargaði í -horn. v' .. - ■; í : * Þróttur liafði úthakl í í einn hálfleik 1 síðari halfleik var sem allt önnur lið kæmu á völlinn. KR var miklu virkara og meir leikandi, en Þi’óttarar aftur á móti daufari; þegar KR-ing- arnir fóru að leika saman var sem Þrótlarar fengju ekki við neitt, ráðið, og mörkin komu eitt eftir annað. Það fyrsta kom vegna þess að varnarmað- ur treysti ekki markmannin- um og skallaði, þegar mark- maður, eem er nýliði, kallar og hafði knöttinn, en knött- urinn hröklt fyrir fætur sókn- armanns KR og þaðan til Ell- erts sem skoraði með föstu skoti. Fjórða markið var einn- ig cdýrt, því að markmaður var of eeinn niður og valt knötturinn undir markmann- inn og í netið. Lá yfirleitt á Þrótti, þó áttu þeir áhlaup sem ekki voru hættuleg, nema þegar Guð- mundur Axelsson stóð á mark- teig og skaut hátt yfir. Á 21. mín. áttu RR-ingar gott á'hlaup þar sem knötturinn fór frá manni til manns, og endaði með hörkuskoti frá Gunnari Felixssyni. Skemmtilegt áhlaup og þrátt fyrir hin 5 mörk var þetta fyrsta markið sem kom eftir verulega vel uppbyggt áhlaup. Á næstu mínútum endurtók þetta sig, gott áhlaup sem margir KR-ingar taka þátt í og Gunnar endar með óverjandi skoti: 6:0. Þórólfur er mun virkari nú en í fyrri hálfleik, þ.e. hann notar ágæti sitt til þess að opna fyrir aðra og vinna þannig með þeim sem í kring- um hann eru, með því bætir hann líka við getu hinna. Á 28. mín. skorajKR-ingam- ir svo 7. mark sitt og kom það eftir góðan samleik þeirra Sveins Jónssonar og Gunnars Felixsonar, og enn er það Gunnar sem skorar. Á næstu mínútu eru það þeir Þórólfur og Jón Sigurðsson sem leika fram hægra megin, og sendir Þórólfur síðan knöttinn yfir til Gunnars sem var ekki lengi j að skora 5. mark sitt i leikn- um, og það áttunda og síðasta fyrir KR. Þessi þrjú síðustu mörk KR- inga voru sérlega skemmtileg, og gefa fyrirheil um það að liðið sé að finna sjálft sig. Að vísu var leikur Þróttar i sið- ari hálfleik mjög slakur, og þeir gættu illa mótherjanna, sem stafar af þvi að þeir ráða ekki við knöttinn sem skyldi, en það er undirstaðan undir knattspyrnunni og virkum og hröðum Ieik. KR-liðið stóð mjög vel að leiknum í síðari hálfleik, með sendingum frá manni til manns, án þess að þurfa eða láta eftir sér að ,,kela“ við knöttinn áður en hann var sendur. Margir þeirra hafa lika hlaupalag, þessi hálfu skref, og margir’ sýndu skiln'- ing á staðsetningum. Ef KR-ingar halda áfrám í sama ,,dúr“ og í þessum slð- ari hálfleik þá ætti- þeim að vegna vel í sumar; Beztir í liði KR. voru Þór- ólfur í síðari hálfleik, Gunn- ar Felixson sem stöðugt er í framför og markheppinn i þessum leik og Sveinn Jóns- son sem var betri en ofl áð- ur. Vörnin er yfirleitt sterk með Garðar, Hörð og Hreiðar sem sterkustu menn. Bjarni yar lakasti hlekkurinn. I liði Þróttar var Ómar Magnússon sá sem vakti helzl athygli, en varast ætti hann óþarfa einleik. Svipað má segja um Axel Axelsson sem ein- leikur of mikið. í vörninni voru það 'Haraldur og Bill sem sluppu sæmilega frá leiknum, en í heild gerir liðið það ekki, og þarf að leggja meiri alúð’ við æfingarnar og kryfja sjálf- an leikinn og á hverju hann byggist. Dórpari var Valur Bene— diktsson. 2. leikiir í bikarkeppni Hafn- arfjarðar, Akraness og Kefla- TILKYNNING írá Rafveitu Hafnarfjarðar Frá 15. ma'i til 1. október verða skrifstofur Raf- veitu Hafnarfjarðar opnar sem hér segir: Mánudaga Þriðjudaga MIÐVIKUDAGA Fimmtudaga Föstudaga LAUGARDAGA kl. 9—12 og 13—16,30 — 9—12 og 13—16,30 — 9—12 og 13—19,45 — 9—12 og 13—16,30 — 9—12 og 13—16,30 Lokað allan daginn. Móttaka innborgana fyrir rafmagnsnotkun, utan skrifstofutima, verður í Rafveitubúðinni, en hún'er opin á sömu tímum sem venjulegar sölubú'ðir. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR. 1 Ég hef hann! | víkur fór frani á sunnudag f Keflavík og kepptu þá iBK og ÍBH. Leikurinn endaði með jafntefli 3:3. Snemma í fyrri hálfleik gerðu Hafnfirðingar fyrsta markið úr vítaspyrnu er Ás- geir tók. I fyrri liálfleik voru ekki gerð fleiri mörk en leik- urinn var jafn. Strax í byrjun síðari háif- leiks gerði Bergþór annað' markið fyrir Hafnfirðinga og stuttu siðar það þriðja, svo ekki leit vel út fyrir Keflvík- inga. Keflvíkingar hertu sig- þó og er tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gerðu þeir fyrsta markið, sem Högní skoraði. Stuttu síðar skoraði Hólmbert og rétt fyrir leikslok skpraSi miðframvörðurinn Jón Jóhannesson, sem er nýliði,. með fallegu skoti. ÍBK vann 5’0 Fyrir keppnina léku 4. flokks lið ÍBK og ÍBH og' sigraði ÍBK með fimm mörk- um gegn engu. Næsti leikur í keppninni fer fram á annan i hvítasunnu og keppa þá ÍA og ÍBK í Kéfla- vík, en ÍA vann á Akranesi 6:0' l í fyrsta leik keppninnar. = Fyrir mánuði siðan kepptu = England og Skotland í = knattspyrnu á Wembley- = leikvanginum, leikar fóru = E bannig að England vann — E 9:3. Myndin er af niark- = = manni cnska liðsins, R. = = Springett (Sheffield Wed- = E nesday) sem lieldur fast = E um boltann eftir ap hafa E E varið markið meistaralega = E vel. miiiiiiiiiiiiuiimiiimiimiimimuitt 1. flokks mótið í fyrsta flokks mótinu hafa verið leiknir fjórir leikir. Fyrra laugartlag kepptu líR: Valur 2:1 og Fram:Þróttur 5:0. S.l. laugardag keyptu l al- ur:Fram 1:1 og KR:Þróttur 3:1. v,^.iÍÁfpók óummsoN ll&s'íurujdta, 17<Sóni 2397Ó INNHEIMTA LÖO F/?Æ e/S TÖ1} P I Frjálsíþróttir Fyrir nokkru var haldið í- þrótlamót í Aþenu og tóku þátt i því íþróltamenn frá mörgum þjóðum. Þar sigraði:. Svíinn Dan Waern í 1500 m. hlaupi á 3.51,8, en bezta. árangur átti Italinn Meconi?. sem kastaði kúlu 18.17 m. Stan Sanders heitir nýtr bandarkkur kringlukastari —■ hann kastaði 57.65 m. í Los^ Angeles á dögunum. Tjernobai, Sovétrikjunum,. stökk 4.50 í stangarstökki ný- lega og landi hans Pragomir- jetskij 4.40. Bjerstshagin etökk: 16.13 í þrístökki. Kínverjer keppa við Jepani Eins og kunnugt er hafa-. Kínverjar verið útilokaðir frá. íþróttakeppnum, enda þótt mörg áþróttasambönd, jafnt í austri eem vestri, hafi for- dæmt þá stefnu. Nú er þctta óðum að breytast og í haust munu t.d. kínverskir knatt- spyrnumenn fara í heimsókts. til Japan og keppa þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.