Þjóðviljinn - 16.05.1961, Side 10
<&) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. maí 1961
FIS Ki MÁL
Ferðir ðtsýnar
Framhald af 4. síðu.
eftirtekt í veiðiskap á sjó, þá !
voru menn ærið mislagnir á j
það að ná fiski. Og þrátt fyr-
ir fullkomin leitartæki svo :
sem fisksjá og dýptarmæli, þá
. er þessi munur á aflasæld
manna ekki minni í dag held-
ur en hann var áður á með-
ar' engin hjálpartæki voru til
fif.’deitar. Ef við athugum
aflaskýrslur t.d. síldveiðhnna
siðustu ár, þá eru það sömu
mennirnir sem aldrei bregzt
afli á hverju sem gengur með
veiðarnar almennt. Hinsvegar
er svo hcpur af mönnum sem
aldrei hafa komizt í það að
fá meðalafla.
Nú þegar aflinn byggist
meira og meira á notkun
dýrra og fullkominna leitar-
tækja, þá veltur að sjálfsögðu
á miklu að mera þekki til
fullnustu á þessi tæki og geti
lesið með öruggri sérþekkingu
þær rúnir sem þau skrá. En
einmitt á þessu sviði hygg ég
að sérþekkingu skorti mjög.
Menn sem stundað hafa síld-
veiðar hin síðari ár hafa sagt
mér, að sumum skinstjórum
þýði alls ekki að kasta á sild
sem fundin sé með tæki, þeir
nái henni svo að segja aldrei.
Svo eru aðrir sem fá mest af
sínum afla með tilvísun þess-
ara sömu tækja,
Einn skipstjóri' sagði mér
þessa sögu: Hara ásamt cðr-
um skipstjóra réðust til út-
gerðar úti á landi til síldveiða
og voru sinn með hvort skip-
ið. Sá er scgði mér söguna
fékk góðaa afla, en allan með
leitartækjum. Starfsbróðir
hans fékk hinsvegar engan
afla. Um haustið hittust þeir
skipstjórarnir og báru saman
ibækur sínar. Sá sem enga síld
fékk, sagðist aldrei hafa orð-
ið var við hana á leitartækin.
Síðari atvikaðist það einhvern-
veginn svo. að aflaskipstjór-
inn komst yfir það að sjá
lóðningarmr sem skráðar voru
á pappírsrúllu dýptarmælisins,
hjá hinum en þá brá honum
heldur í brún, því hann sá
allsstaðar s'íld á rúllunni.
Það getur vel verið að þessi
saga sé eitthvað færð í stíl-
inri, en því miður gæti ég þó
trúað að í henni felist of mik-
ill sannleikur. Það er nefui-
lega svo hér hjá okkur, að
við höfum keypt í skipin dýr
og fullkomin fiskleitartæki,
eiginlega strax og þau hafa
verið tekin í notkun erlendis,
■ til þess hefur ekkert verið
sparað. En við höfum hins-
vegar algjörlega vanrækt að
ke~aa mcnnum til fullnustu
alla notkun þessara tækja,
svo skipstjómarmenn sem
ekki em aldir upp með þess-
ari tækni geti tileinkað sér
hana til fullnustu. Maður hef-
ur getað lesið um það í er-
lendum blöðum æ ofan í æ, að
slík námskeið hafa verið aug-
lýst þar. En ég minnist þess
ekki að hafa hevrt um sl'ikt -
hér. Og sanr’eikurinn er víst
sá, eftir þeim upplýsingum
sem ég hef getað aflað mér,
að það er fullkomin þörf að
kenna notkun þessara tæk.ia,
því þetta er sérstök fræ'ði-
grein og hana geta allir ekki
tileinkað sér, svo í lagi sé
r.ema með tilsögn, og æfingu.
Það er of dýrt i flestum til-
fellum að láta menn afla sér
þessarar þekkingar með bit-
urri reynslu, eins og hér
hefur verið gert, erda eru
ekki allir jafn hæfir til að
stunda slíkt sjálfsnám eins og
komið hefur á daginn. Á
þessu verður að fást fram
breyting.
Fyrirhyggjuleysi eða
annað verra
Nú þegar togararnir eru
farnir að fiska karfa á Ný-
fundalandsmiðum, þá kemur á
daginn að opinberir aðilar og
sölusamtökin hafa ekki ennþá
þegcr þetta er skrifað gert
samnirg um sölu á neinum
karfaflökum. Ráðstjórnarríkin
hafa verið okkar stærsti kaup-
andi á frosnum fiski á und-
anförnum árum, og hafa þau
keypt bæði þorsk og karfa.
Ekkert hefur verið hugsað um
að fá þessa samninga endur-
nýjaða í tíma. I staðinn fyrir
að gera það, þá er hætt að
frysta þorsk fyrir Rússlands-
markað, og hann heldur seld-
ur þangað sem fengizt hefur
lægra verð á undanförnum ár-
um. Svo þegar allt er komið
í óefni, þá er rokið til og
reynt að gera samninga við
Rússa um karfasölu. Þegar
svona fáránlega er haldið á
málum, þá þarf engan að
undra, þó eitthvað dragist
með samninga, ef nokkur
grundvöllur er þá lengur fyr-
ir herdi, sem ég skal csagt
látið. En þessi vinnubrögð em
hreint forkastanleg og and-
stæð bæði hagsmunum útgerð-
arinnar og alls almennings 'i
landinu.
Framhald af 3. síðu.
var farin i september í fyrra,
og var hún mjög rómuð aí
þátttakerdum. Ferðin í ár ér
ágætt tækifæri til að kýríriast
þessu fagra landi á bezta árs-
Þma, fegurð þess, sögu, list-
um, þjóðlífi og menningu. Ferð
azt verður með flugvél frá
Reykjavík um London til Mil-
ano, en um Italiu verður ferð-
rs't í nýtlzku langferðavagni.
fvrst til vatnanna á Norður-
ítal'íu, sem rómuð eru fyrir
fegurð, síðan til Feroyja, Fir-
enze og Rcmar. Stanzað verður
4 daaa í Rómaborg, en síðan
i ha'dið til Napoli, Pompei, Am-
, alfi, Sorrento og Capri Einnig
i verður stanzcð á hinnm fræga
baðstað Viareggio og ? Genua.
Að lokum verður ekið eftir
Rivierurni um Snn Remo og
Mon+e Carlo til Nice og dva'izt
,þar í. 3 daga. áður en haldið
I er heim flugleiðis. ÞntUakend-
1,r "°ta þó orði'ð eft.ír í Nice,
París eða Londori, ef cskað er.
Mótmæli
srnnhíiP^lDHAALa
Trúlofunarbringdr, steln-
hrlngir, hálsmen, 14 og 18
kt. eul!
Framhald af 1. síðu.
ískyggilegu saniEÍngaumlcit-
unum, sem nú munu vera á
döfinni niilli islcnzkra og
amerískra stjórnarvalda um
bandariskar njósna- og kaf-
bátastöðvar í landi okkar.
Fulltrúar samtakanna munu í
dag kl. sex ganga á íund Roberts
L. Dennisons i stjórnarráði ís-
lands og aí'henda honum viðvör-
unar- og mótmælaorðsendingu
frá samtökunum. Munu hernáms-
andstæðingar fylgja fulltrúum
sírum að stjórnarráðinu og
standa þar með kröfuborða u.þ.
b. stundarfjórðung tii að undir-
strika mótmæli sín. Fram-
kvæmdanefnd samtakanna bvet-
ur hernámsandstæðinga, sem
þarna koma sarnan, til sömu
prúðmennsku og þeir hafa jafn-
an áður sýnt og biður þá að
taka hugsanlegum æsingatllraun-
um óspektarmanna með still-
:ngu“.
MINNINGAR-
SPIÖLD DAS
Minningarspjöldin fást hjá
Happdrætti DAS, Vestur-
veri, sími 1-77-57 — Veið-
arfærav. Verðandi, sími
1-3787 — Sjómannafél.
R.eykjavíkur, sími 1-19-15 —
Guðmundi Andréssyni gull-
smið, Laugavegi 50, simi
1-37-69. Hafnarfirði: Á
pósthúsinu, sími 5-02-67.
BARNARtíM
HNOTAN,
húsgagnaverzlun,
Þórsgötu 1.
Smurt brauð
snittur
fvrir ferminguna.
MIÐGARBUR
ÞÓRSGÖTU 1.
Þýzkur skuttogari
bíður viðgerðar
hér í Reykjzvík
' 1 gær kom hingað þýzkur
skuttogari, Viking Bank frá
Bremerhaven, og mun hann
hafa viðdvöl liér í tvo—þrjá
daga vegna bilunar, en togar-
inn er í fyrstu veiðiferð sinni.
Viking Bank er 1000 lesta
togari og er alveg nýr af nál-
inni. Eitthvað hefur bilað og
verður beðið eftir sérfræðingi
frá Þýzkalandi sem mun ann-
ast viðgerðina.
Frá höfiiinni
Fimm togarar eru nú í höfn,
Egill Skallagrímsson með full-
fermi af karfa, Skúli Magnús-
son með 160—180 tonm af
karfa. Þormóður goði og Ing-
ólfur Arnarson eru að búa sig
undir veiðar í salt. Einnig er
Úranus í höfn.
Kommunistdlokkur Tékkóslévakiu
minnist 46 ára afmælis sins
Framhald. af 5 síöu
aukningar einahagssiarfseminn-
ar eru líi'skjör tékkósióvakísku
þjóðarinnar nú mjög miklu
betri en i'.vrir stríð. Atvinnu-
leysi heiur verið útrýmt að íullu,
cg meðaltekjur manna iara si-
hækkandi.
Menningarlíi hins vlnnandi
fólks er í sífeildri i'ramþróun.
Tala leikhúsa og kvikmvndahúsa
eykst hröðum skrel'um, og blóm-
leg menningarstarfsemi íer
fram í menningarhöllum. i'é'ags-
heimilum verksmiðjufólks og
og ýmsum námshópum íullorð-
inna. Breytingar á skólakerfinu
hafa skapað skilyrði fyrir mjög
víðtækri þjálfun drengja og
stúlkna fyrir hagnýt verkeíni
lífsins, skilvrði síaukinnar hæí'ni
og kunnáttu hins vinnandi
fólks.
Kommúnistaílokkur Tékkó-
slóvakíu styðst í öllu sínu starfi
við nýskapandi frumkvæði
þjóðarinnar. Hann tryggir þróun
hins sósíalska lýðræðis til meiri
íullkomnunar með því að auka
áhrif og ábyrgð þjóðnefndanna,
en í þeim starfa rúmlega 203
þúsund kosinna fulltrúa. Önnur
310' þúsund manna, stprfa. í ,ýms-
um undirnefndum þessara þjóð-
nefnda. samborgaranefndum og:
kvennanefndum. Eitt áf því,
sem ávállt einkennir starf mið-
stjórnar f’.okksins. eru umræður
meðal allrar þjóðarinnar, sem
jafnan eru látnar fara fram um
meiri háttar ráðstafanir g verk-
efni. er hann hvggst ráðast í.
Hann leggur tillögur sínar fvr-
ir alla þjóðina til umræðna.
Það má nefna til dæmis, að
2.735.000 ríkisborgarar tcku þátt
í alþjóðarumræðum þeim. er
fram fóru 1954 um hin nýju
lagafrumvörp um starf þjóð-
neíndanna. Fjórum árum síðar
tóku um 4.000.000 manna þátt
í umræðunum um ráðstafanir til
að bækka jífsaíkpmustig al-
menninas, og; jafnvel ennþá
meiri fjöldi tók bátt i urríræðum
um frumvarpið að hinni nýju
sósíölsku stjórnarskrá. Þetta
sýnir Jióslega. að bjóðin litur
á þessar umræður sem mikils-
verða leið til hlutdeildar í á-
kvörðunum um mikilyægustu
viðfangsefni þjóðarinnar. Það er
einnig til yitnisburðar um traust
það, sem Kommúnistaflokkurinn
riýtur meðal þjóðarinnar.
Siglfirðingamót 19S1
Hið árlega Siglfirðingamót verður haldið í Sjálfstæð-
ishúsinu, fimmtudaginn 18. þ.m. og hefst kl. 9 s.d.
Dagskrá: Ávarp: Jón Kjartansson, forstjórí.
Einsöngur: Kristinn Hallsson — Gamanþáttur.
Dans. — Hljómsveit Svavars Gests.
Aðgcngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu, miðvikudag-
inn 17. þ.m., frá klukkan 4 til 7 s.d.
NEFNDIN.
Tveggja herbergja íbúð óskast
l
Óskum eítir að taka á leigu tveggja herbergja ibúð
með húsgögnum, fyrir útlendinga um tveggja mán-
aða skeið.
FLUGFÉLAG ISLANDS H.F.
Aðalfmidur
Skógræktarfélag Reykjavíkur ver'ður haldinn
fimmtudaginn 18. ma'i 1961 kl. 8,30 s.d. í Tjarnar-
café, uppi. ,
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÖRNIN.
Læknaskipti
Þar sem Oddur Ólafsson hefur látið aí störfum sem
samlagslæknir þurfa allir þeir samlagsmenn, sem
hafa haft hann fyrir heimilislækni, að koma í af-
greiðslu samlagsins, Trj’ggvagötu 28, með samlags-
bækur sínar, til þess að velja sér lækni 5 lians stað.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.