Þjóðviljinn - 26.05.1961, Blaðsíða 6
£) -— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. maí 1961 ----------
þJÓÐVlLIINN {
tTtsefandl: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritsti6rar: =
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Siguröur Guðmundsson. - ==
PréttarltstJórar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: GuðgelrSSS:
Magnusson. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19.==
Blml 17-500 (5 lín^~' Askriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.qq.=s
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. r==
HllllllilllílllllllllllimillilllHllllllllllllíllllíllllllilllllllllM^
Verðir vestræns lýðræðis |
JJeimsfréttirnar minna á ]?að nær daglega hvers konar =5
„frelsi" það er sem ríkisstjórnir Atlanzhafsbandalagsins =j
eru að berjast fyrir og viðhalda. Þær fréttir koma frá Kóreu §§•
einn daginn, frá Laos hinn næsta, frá Suður-Vietnam, frá =
raðagerðum valdamanna bandalagsins að taka fasistastjórn =
Spánar með í hópinn sem vernda á vestrænt frelsi og lýð- §§
ræði, standa vörð um mannhelgi og manngöfgi, eins og Morg- 1=
unblaðið, Alþýðublaðið, Vísir og meira að segja Timinn segja =|
lað sé helgasta og raunar eina hlutverk Atlanzhafsbanda- !§
lagsins. §§
'Í kandariskum blöðum er farið að bóla á þeim skilningi, =
að stuðningur Bandarikjanna og þeirra ríkja, sem ásamt |§|
því mynda hernaðarbandalög við blóðugar afturhaldsstjórn- S
i. og kugunaröfl 1 löndum Asiu, A.fríku og hinnar rómönsku =
Ameríku, hljóti að enda með skelfingu fyrir utanríkismála- §§
siefnu Bandaríkjanna og Bandarikjastjórn. Sú stefna heíur II
•hlotið þung áföll. Sameiginlegur glæpaferill Syngmans Rhee =
og bandarískra stjórnarvalda í Suður-Kóreu í heilan ára- fjf
•tug var orðinn of hroðalegur til þess að honum yrði haldi𠧧§
áfram lengur án mannaskipta, enda þótt þar væri nafn §§
Sameinuðu þjóðanna dregið uiður í svaðið og er raunar §§§
gert enn. Reynt var um skeið að blekkja fólk með stjórn- §§
arfari nýrra Bandaríkjaleppa og litlu lýðræðislegri en fyrr, H
en nú virðist svo sem aftur eigi að taka við í því ógæfu- 3
sama landi grímulaus fasistakúgun og gengur hún svo um- =|
búðaíaust til verks, að enda þótt Bandaríkjastjórn hafi a𠧧§
rjálfsögðu haft þar hönd í spili; virðist sem einhver vand- ==
kvæði þyki á því að láta hina nýju fasistastjórn bera í byrj- Í=E
lin alit of mikinn svip hinna opinberu Bandaríkjaleppa. En §§§
siíkar fasistastjórnir héldust tæpast við völd í Suður-Kóreu H§
f egi lengur, fremur en í Suður-Vietnam, á Formósu og í §§§
fleiri löndum ef þær sætu ekki af náð bandarísks hers 3
og bandarískra dollara. Og nú stórauka Bandaríkin stuðning i§
Einn við fasistastjórnina í Suður-Vietnam, eina hina gerspillt- §§§
i:stu stjórnarklíku sem nokkurs staðar hangir í völdum í heim- II
inum, og hefur meira að segja verið boðað að bandarískur e||
her verði látinn verja þessa fasistastjórn fyrir réttlátri reiði =
og frelsisbaráttu fólksins í landinu sjálfu, sem ekki virðist §s
kunna að meta „frelsi" Kennedys og Morgunblaðsins og fas- §§§
istans í stjórnarráðinu í Saigon. =
TLjorgunblaðið var hér nefnt. Og það blað og Sjálfstæðis- §§§
flokkurinn, og Alþýðublaðið og Alþýðuflokkurinn, hljóta §§§
að skilja að meðan þessi blöð nefna baráttu ríkisstjórna i§|
Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlanzhafsbandalagsins fyrir H§
viðhaldi sorafyllstu og spilltustu fasistastjórna heimsins bar- §§§
áttu fyrir frelsi og lýðræði, baráttu fyrir manr.helgi og mann- l|§
göfgi, þá hlýtur fólk að álykta þar af hvers eðlis þau hugtök §§|
eru hjá þessum blöðum og flokkum. Blöð Atlanzhafsbanda- §|
Jagsins á íslandi hafa skákað í því skjóli að fasistastjórnin h§
í Portúgal, í Tyrklandi og í Grikklandi, í Suður-Kóreu og §§§
Suður-Vietnam, væru of lítið kunnar eða of langt í burtu til §§§
þess að íslendingar skildu hvað það þýddi að telja stuðning §§§
við þær eða bandalag vörn vestræns frelsis og lýðræðis. En f§§
í-slendingar skilja það væntanlega betur livers er að vænta §§§
í vörn frelsis og lýðræðis, mannhelgi og manngöfgi, af fas- Hf
istastjórn Francos á Spáni. Og enda þótt innganga Spánar s
í Atlanzhafsbandalagið gerði ekki mikla breytingu í sjálfu §§§
sér, þar sem Bandaríkin eru þegar í hinu innilegasta hernað- |§§j
arbandalagi við fasistastjórn Spánar, yrði það samt til að |=j
cýna heiminum, einnig ýmsum hér á landi, hið sanna eðli S
Atlar.zhafsbandalagsins. . =H
Föstudagur 26. maí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (T
„Enn kom vorið. Allt er á sín-
um stað:
árborin sól á himni, fugl og
blóm —“.
Þessar ljóðlínur Hannesar
Péturssonar sem vitna öllu
framar um sólelsku og vor-
gleði hafa inni að halda nokkur
helztu tákn lífs og gróðurs:
vorið, árborin sól, fugi, blóm;
og allt er á sínum stað. Þegar
maður hugsar útí þetta kemur
manni í koll sá fögnuður er
grípur hjörtun á blíðum stund-
um við það að finna að allt
skuli nú vera á sínum stað. og
skiljanlega er þessi kennd hlýj-
ust þegar vorið er að koma.
Allt er á sínum stað; og nú
þegar jurtir spretta sem óðast
í görðum og fugl sýngur,
kemur í ljós að Hannes Pét-
ursson getur samvizkunnar
vegna að skaðlausu bætt einu
tákni enn í þessa hugþekku
upptalníngu; Hanr.es hefur
nefnilega skrifað grein í Vett-
vang Morgunþlaðsins (þ. 18.
þ.mán.) þarsem hann tjáir
innileik sinn yfir þv: að ame-
ríski herinn skuli nú enn vera
á sínum stað, á Miðnesheiði.
Ég má nú sjálfsagt fara að
var mig þarsem það getur
stundum verið mjög varhuga-
vert að vera nærgaungull
svona hjartans málum hjá
fólki. Þó er ég varla sá bóg-
ur að Hannes Pétursson bíði
sálartjón fyrir minn tilverkn-
að, enda væri það hroðaleg
svívirða um svo ástsælan
mann.
Hannes á sér marga vold-
uga samherja og skoðanabræð-
ur. Einn kom til landsins í
stutta heimsókn 16. maí. sí-ð-
astjiðinn; liann heitir Róbert
L. Dennison, aðmíráll. „Sam-
tök um vestræna samvinnu“
héldu blaðamannafund með
kappa þessum daginn eftir og
voru blaðamenn spurulir að
vanda. Að sjálfsögðu bar þar
á góma herstöðina í Keflavík.
Dennison aðmíráll sagði í því
sambandi, skv. Morgunblaðinu,
að „t'marnir hefðu breytzt, en
samt sem áður væri landfræði-
leg lega íslands þ.annig, að það
gæti enganveginn flúið átök,
ef þau yrðu í þessum heims-
hluta, hvort sem landið væri
hlutlaust eða ekki“. „Hann
sagði að viðræður við Ásgeir
Ásgeirsson, forseta íslands, ut-
getur hann og aðrir ■ stríðs-
málaspekíngar rætt Ijúflega
um í blöðum vestra, én þeir
pappírar slysast híngað stund-
um með opinskáa dauðadóma.
En hvað um það, hér um dag-
inn var. bezt að tala sem
minnst um þetta, enda ekki
líkur til að viðræðugrúppan
hafi hrellt Dennison með slíku
vandræðahjali. Því meir skal
í þess stað súnginn sónninn
tóninn og álasar honum fyrir
barnaskap; þykist hann sjálf-
sagt mega trútt um tala, þar
eð hann sjálfur er stundum
sagður fullorðnari en títt sé
um úng skáid, og rnerkur rit-
dómari hefur látið á sér skilja
að Guðmundur megi telja
Hannes til sinna lærifeðra.
Guðmundur hafði látið svo um-
mælt í Þjóðviljanum í vor að
markmið hernámsandstæðínga
En svo snýr Hannes sér að
hinum ofboðslegu kommúnist-
um og skáldum á ísjandi. Að
vonum blöskrar Hannesi fjöldi
og vaxandi fylgi hernámsand-
stæðinga og byggist ádeila
hans þarafleiðandi á því hve
svívirðilegt sé að kommúnist-
ar og öll þessi skáld skuli fvlla
flokk þeirra. Kommúnistar
vilja nefnilega „þoka járn-
tjaldinu vestur fyrir íslands-
Þorsteinn frá Hamri
TURSSON
anrikisráðherrann Guðmund í.
Guðmundsson og dómsmálaráð-
herrann, Bjarna Benediktsson,
hefðu fullvissað sig um að ís-
land væri Atlantshafsbandalag-
inu styrk stoð gegn hvers kon-
ar árás, sem gæti verið beint
að þessum hluta norðurhvels“.
Síðan var óspart mærðað um
hinn nauðsynlega hlekk í vörn-
um Nató, þ.e.a.s. ísland, og er
slíkt ekki nýmæli leingur.
Það er auðvitað eingin von
að aðmírállinn staddur í
grennd við skammsýna eyjar-
skeggja eyði tíma í að orða
nokkurn skapaðan hlut séðan
frá þeirra bæjardyrum. Þaraf-
leiðandi fylgja ekki fullyrðíng-
um hans um óumflýjanlega
hlutdeild íslands í blóðbaðinu
neinar nánari upplýsíngar um
hversu mikið afhroð yrði hér
goldið (miðað við íslenzkt þjóð-
félag ellegar þá hið marglof-
aða Atlantshafsbandalag). Frá
dyrum aðmirálsins séð er held-
ur ekki von að hann fari útí
miklar umræður útaf því hvort
hættan sé meiri eða minni
fyrir fsland ef amerískur her
hefur hér dvalir sínar. Slíkt
ljúfasti um hlekkinn og hve
„ísland væri Atlantshafsbanda-
laginu styrk stoð gegn -hvers
konar árás“. Allt er þetta
skiljanlegt um þennan tigna
gest Natóvina.
Hannes Pétursson, sem marg-
ir kynna undir titlinum „ís-
lenzkastur allra íslenzkra
skálda“ tekur natóvinalega
undir þetta alltsaman, að sjá
er. Almættið forði mér frá
því að gruna hann um svik
við þessa íslenzkustu einkunn
állra íslenzkra, þótt hann færi
sjónarhólinn ofurlítið og raun-
ar al'lángt útfyrir túngarðinn.
Að því er virðist er hann
nefnilega sá kunnáttumaður að
gera ísland (sem stundum er.
svo aumt og lítið að það heitir
glæpur og ofbeldi ef íbúar þess
voga að verja rétt sinn gagn-
vart „vinaþjóðum") stærra og
merkara en títt er um slíkar
eyjar. Sjáum Við því merla í
augu hans lángt úr vestri. fs-
landi er semsé eingin vorkunn
þó bað sé hannesarpéturssonar-
laust p'nulitla stund.
Þaðan sendir hann síðan
Guðmundi Böðvarssyni skáldi
sé algert afskiptaleysi landsins
um alla framtíð áf vajdabar-
áttu austurs og vesturs. Hann-
es - kallar þetta „barnaskap",
„vonda sagnfræði“, „rugl“ og
„óraunsæja frelsisbaráttu eins
og málum sé komið". Á þessu
má sjá hve fsland er orðið
merkilegt, og hve .afkoma stór-
veldanna — og þá líklega helzt
Bandaríkjanna — er í ríkum
mæli undir eyju þessari kom-
in. Þessu mun Dennison líka
vera samþykkur.
Haxines Pétursson
strendur“ og þessvegna er her-
námsandstaðan þeirra stór-
glæpur. (Á morgunblaðsmáli:
vítavert gerræði, eins og allt
annað sem vinstrimenn gera
hvort sem það er illt verk eða
gott). f þessa ádrepu Hannes-
ar um „heimskommúnista eins
og Sigfús Daðason, Hannes Sig-
fússon og fleiri“, skáld „sak-
laus og gruijphyggin, önnur all-
slóttug og vitiborin“ og her-
námsandstöðuna í heild sínni
vantar þó eina röksemd, og er
það skiljanlegast af öllu í fram-
burði þeirra Dennisons aðmír-
áls og Hannesar skálds. Þar
sem sjónarmið íslenzks fólks
er þeim jafn fjarlægt og raun
ber vitni, er ekki von að þeir
kæri sig neitt um að ræða það
sem ísland ber úr býtum fyr-
ir tilstilli bandarískrar hersetu.
„Tímarnir hafa að vísu
breytzt“ sagði þó Dennison af
einhverri rælni, „en ísland get-
ur engan veginn flúið átök“,
og „ísland er Atlantshafsbanda-
laginu styrk stoð gegn hvers
konar árás“. Nú er það svo
að átök slík sem þarna er átt
við yrðu háð með gereyðandi
eimyrju kjarnorkunnar, og það
er ekki sízt vegna þeirrar vissu
sem friðsamt fólk óttast slík
átök og leitast við að forðast
þau eftir megni. Iiannes skáld
segir í ljóðum sínum: Öngvar
hendur hræðist ég meir en her-
guðsins krumlur.
Nú er það laungu vitað að
með því að tala um árás á
Atlantshafsbandalagið eiga
Dennison og hans nótar við
árás Rússa. í hvoru þætti nú
þeim geigvænlegu Rússum
meiri slægur fyrir vetnis-
bombu, hlutlausu og herlausu
fslandi eða íslandi með banda-
rískar herstöðvar? Það er þessi
kjarni málsins sem hernáms-
sinnar forðast eindregið að
ræða. Og ef til vill er það óað-
gætni við fjöregg Hannesar
Péturssonar að minnast á þetta
• núna.
En svo vikið sé aftur að ís-
lenzkum heimskommúnistum,
þá segir Hannes að þátttaka
þeirra undir merkjum her-
námsandstæðínga sé ekki heils
hugar, þar eð að öllu athuguðu
hljóti þeir að þjóna ríkjasam-
heild sósíalismans, og vegna
þess er hernámsandstaða þeirra
svona óhugnanleg, að áliti
Hannesar. Gott og vel; en það
er heldur varla von að Hannes
hætti sér útí að skýra hvaða
meginmáli það skiptir. Það
skyldi þó aldrei vera hlutverk
ameríska hersins að standa í
vegi fyrir sósíalisma á íslandi?
Það er raunar einsog maður
hafi heyrt og lesið um slíkar
aðgerðir hans í heiminum. í
öllu falli getur hann til að
byrja með stuðlað að sefjunar-
sljóleika, skrílsæði og býssu-
dýrkun samfara kommúnista-
hatri hjá æskulýðnum, ■ einsog
,,börn“ af heimilum betra fólks
hafa ríflega vitnað um undan-
farið.
En hversu harðvítugri skríl-
mennsku sem íslenzk^ ^stjómar-
Dennison aðmíráll kemur út
úr Ilótel Borg á leifi í veizlu
rikisstjóniarinnar.
völd og Natóvinir belta gegn
kommúnistum og öðrum póli-
tiskum andstæðíngum, sem
þessir aðilar og málgögn þeirra
víla ekki fyrir sér að telja
til glæpamanna, þá munu lang-
dvalir bandarísks hers í Kefla-
vík, Hvalfirði og öðrum máng-
skikum ekki fyrst og fremst
færa þeim sigur yfir kommún-
istum, skáldum og öðrum her-
námsandstæðíngum; bg ekki
heldur neina varanlega gleði
yfir öryggi Atlantshafsbanda-
lagsins. Öllu frekar er sá ár-
angur hersetunnar umhugsun-
arefni, þegar henni tekst að
troða í skítinn þá marglofuðu
íslenzku menníngu sem góðir
menn kenna við þúsund ár og
ýmsir myndu telja höfuðrótina
að beztu kvæðum Hannesar
Péíurssonar; og hinn, eí til á-
taka kemur, er ber með sér
þetta Jand gegnumeitrað og
þakið sviðnum líkum, en þau
augu færri sem lengur dásama
í vorblíðunni árborna sól á
himni, fugl og blóm.
= J
8945 Jestír í
1121
] Ólafsvík, 18/5. Frá frétta-
ritara.
Heildarafli Ólafsvikurbáta
• il5. maí var samtals 8915,11$
Jkg .1 1121 róðri (í fyrra: 9860,
1440 kg í 1065 róðrum). 15.
\jvoru flestir bátarnir kæftir
.fveiðum. Stapafell er nú farið
flút á síklveiðor og cinn bá'.ur
ler farinn til rækjuveiða, en
. aðrir bátar búa sig undir síkl-
, veiðar fyrir Norðurlándi.
q Röð bátanna 15. maí:
■jValafell 834 1. 93 róðrar
|ÍBaldvin Þ. 832 1. 88 rcðrar
lOSteinunn 790 1. 92 róðrar
.aBjarni Ó. 787 I. 95 róðrar
þJón Jónsson 784 1. 92 róðrar
^Hrcnn 719 1. 87 róðrar
fstapafell 716 1. 80 róðrar
^Sæfell 700 1.' 79 róðrar
i {Glaður 646 1. 87 róðrar
ÁBárður Snæfellsás 603 1. 77 r.
Jökull 601 1. 90 rcðrar
Freyr 350 1. 56 róðrar
Þórður Ólafss. 327 1. 44 róðrar
Týr 265 1. 61 róður.
! Slæmcr ctvinnu-
| horfur í Árness.
= Stokkseyri, 19/5. Frá fré'.ta-
= ritara.
= Af vertiðarbátum sem voru
E gerðir út héðan, var Hólm-
E steinn hæstur með 396 tonn.
= Aflahlutur háseta var kr.
= 40.592,60, en það munu vera
E ein beztu skipfi á lardinu.
= Skipverjar fá 36% af afla.
r Vertíðiri var léleg og afli
= rúmur helmingur þess sem
= hann var á s.l. vertíð.
= Þrír bátar eru hafnir hum-
= arveiðar og eru horfur á sæmi-
= legri veiði.
= Atvinnuhorfur eru ekki góð-
= ar hér í sýslunni og ekki vitað
= um neinar meiriháttar fram-
= kvæmdir.
.....immiiimiiimiumiiimiuimii|HimM|imi|..............................mmimu.............iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii.................iiiiuiiiiii...........mmiimimimmmmmmmmi............................................................................................................................... 1111 n, ■ m imiiiiiin„i „.............................................
Laugardaginn 13. maí söfnuð-
ust blaðamenn saman til að
hafa tal af Mikhaíl Botvinnik,
nýbökuðum heimsmeistara í
skák. Botvinnik svaraði veb'bg
greinilega, gaf mjög ýtarleg
svör við spurnfngum um skák-
fræðileg efni, en kunni auðsjá-
anlega síður við spurningar
sem snertu hann persónulega,
enda mjög hógvær maður. En
það var einmitt töluvert um
slíkar spurningar, enda all-
margir vestrænir fréttamenn
viðstaddir:
— Reykið þér, Míkjáll Mós-
esarson?
— Hafið þér lagt af, Mikjáll
Mósesarson?
— Hversvegna drekkið þér
kaffi núna, en sítrónuvatn í
fyrra?
•— Hvaða líkamsæfingar iðk-
uðuð þér fyrir keppnina?
Botvinríik sagðist aldrei hafa
reykt, yfirleitt reyktu stór-
meistarar ekki nú . orðið, en
hefðu gert mikið ,að því áður.
Vín væri auðvitað útilokað
bæði fyrir keppni og meðan á
henni stæði, já og yfirleitt
neytti hann sjaldan víns. Hann
kvaðst nýfarinn að drekka
kaffi á meðan hann tefldi og
hefðu Þjóðverjar komið sér
uppá þetta í mótinu í Leipzig.
Þar fékk hver skákmaður lít-
inn hitabrúsa með kaffi, þetta
hafði góð áhrif, hjálpaði til að
halda höfðinu kláru á fimmta
tímanum, er Botvinnik kvaðst
orðinn það roskinn, að hann
þreyttist mjög undir lok tafls-
ins. Þó hefði heilsa lians verið
sýnu betri nú en í fyrra, höf-
uðið hefði staðið sig ágætlega;
hinsvegar hefði taugakerfið
unnið það illa í fyrra, að hann
hefði beinlínis fitnað meðan á
einvíginu stóð. Nú hefði hann
aftur á móti haldið eðlilegri
þyngd. Botvinnik sagðist ekki
hafa lagt neina sérstaka stund
á líkamsrækt fyrir keppnina,
enda hefði veturinn verið slæm-
ur og lítið hægt að vera á skíð-
um.
Scúrt var: Hversvegna höfð-
uð þér engan skákmeistara yð-
ur til aðstoðar að þessu sinni?
Botvinnik svaraði: Meistari
Go'dberg, sem hefur verið að-
aðstoðarmaður minn lengi. neit-
aði að liðsinna mér. Ég skil
hetta vel: Goldberg er maður
roskinn, eldri en ég, og það er
miög erfitt að vera aðstoðar-
maður í svona éinvígi, eiginlega
e^n erfiðara en að tefla sjálf-
ur. F.yrst fylgist aðstoðarmað-
urinn í fimm stundir með skák-
inni og er .auðvitað í geðshrær-
ingu allan tímann, síðan fer
skákin í bið og' hann þarf að
vaka yfir henni um nóttina. En
það var erfitt að taka nýjan
aðstoðarmann eftir að Gold-
berg var úr leik, sllkt samstarf
krefst þess að aðilar gjörþekki
hver annan, helzt að þeir séu
gamlir vinir. Ég ákvað því að
hætta á það að leika aðstoðar-
laust eins og ég gerði þegar ég
var ungur.
— Hvaða álit hafið þér á
taflmennsku Tals?
— Ég sagði víst ekkert um
taflmennsku Tals þegar ég tap-
aði fyrlr. honum, og' ég' ætti
eiginlega að haga mér eins
núna þegar ég hef sigrað hann.
Ég skal samt fara nokkrum orð-
um um þetta mál.
Auðvitað er Tal mikilhæf-
ur skókmaður. En hann er
nokkuð einhæfur. Hann kann
vel að reikna út afbrigði og
hann er sterkur í opinni stöðu,
í mannaslag (fígúranja borba).
En- í öðrum stöðurn er hann
sýnu veikari, og takist andstæð-
ingi Tals að komast hjá eftir-
lætisstöðum hans, þá er taflið
tiltölulega auðvelt. Auk þess
verður að geta ura það, að Tal
vinnur of lítið. Hann yann
miklu meira áður en hann
hefur slakað til að undan-
förnu. Og síðustu tvö órin hef-
ur hann varla komið með neitt
nýtt, frumlegt. í þessu einvígi
kom hann með nýjan leik í
Caro-cann, en sá leikur var
ekki ýkja hættulegur. Ég var
að þessu leyti í betri aðstöðu
en Tal, því ég' hafði oftast und-
irbúið eitthvað nýtt handa hon-
urn og gat svo teflt rólegur í
kunnugu umhverfi.
Spurt var um þær byrjanir
sem notaðar voru, hvort byrj-
anir hefðu yfirleitt svo mikla
þýðingu' sem af væri Játið,
hversvegna Botvinnik hefði svo
mjög beitt Caro-cannvörn.
— Ég tel, sagði Botvinnik,
að Caro-cann takmarki mjög
rnöguleika hvíts, bindi hendur
hans, og gefi um leið svörtum
mjög tr.austa stöðu. þessvegna
er þessi byrjun mjög nytsam-
leg í skákeinvígi. Þið minntust
á þá kenningu, að það sé nokk-
uð sama hvaða byrjun sé tefld,
það eitt skipti máli að tefla
vel. Þetta er aðeins hálfur
sannleikur, því að hér er hinni
sálfræðilegu hlið málsins
gleymt: Það hefur alltaf mikla
þýðingu að velja einmitt þær
byrjanir sem koma sér verst
fyrir andstæðinginn, skákstíl
hans.
— Heldur heimsmeistarinn
Frá Ár na
Bergmann
að yfirburðir hans í endatafli
hafi ráðið úrslitum keppninn-
ar?
— Varla. Tal tefldi oft ágæt-
lega i endatafli, notfærði sér
dável möguleika sína. Það er
og athyglisvert í þessu sam-
bandi, hve mörgum skákum
hann tapaði þegar hann lék
svörtum. Það bendir til þess
að hann hafi illa undirbúið
byrjanirnar.
Annars má og geta þess, að
í undirbúningi mínum fyrir
einvígið lagði ég sérstaka á-
herzlu á endatafl, á fimmta
tímann. í fyrra lenti ég oft
í tímaþröng og gerði þá marg-
ar slæmar villur. í æfingaskák-
um, sem ég tefldi við meistara
Fúrman. var lögð aðaláherzla
á að skipuleggja vel tímann:
að ég hefði nægilegt þrek og
umhugsunarfrest fyrir siðustu
leikina.
— Hvenær ég hafi verið viss
um sigur? Ekki fyrr en í tutt-
ugustu skákinni, þegar ég við
nónari yfirvegun heinia fyrir
komst að þeirri niðurstöðu að
ég gæti náð jafntefli. Fram að
þessu var hætta á ferðum: í
síðustu skákunum hafði Tal leik-
ið mjög ákveðið en ég orðinn
þreyttur, og þótt ég væri að
vísu alllangt á undan var það
alls ekki útilokað að hann næði
Framhald á 11. síðu.
Botvinnik með lárviðarsveiginn við lokaathöfn einvígisins í
Moskvu. Hann hefur nú tvisvar cndurheimt heimsmeistara-
tignina.