Þjóðviljinn - 26.05.1961, Side 12

Þjóðviljinn - 26.05.1961, Side 12
Dagsbrún neitar Eimskipa íélaginu um nœturvinnuna I fýrridag fór Eimslripaíc- I-g Islands þess á leit við Verkamannafélagið Dagsbrún að það leyfði að unnin yrði næturvinna í sambandi við af- fermingu Gullfoss, sem kom til Reykjavíkur í gær og á ?ð l:alda liéðan aftur á Iaugar- dag. Dr.gsbrún neitaði að verða við þessum tilmælum, þar sem engar horfur væru á að sam- komu'ag næð'st við atvinnu- j rekendur, sem tefja tímann á | Gullfóss er með 6—700 samningafundum með til- hundruð lestir af varningi og á að taka um 500 lestir út aftur. gangslausu lijali, víðsfjarri meginatriðum málsins. Kennedv boðar aukin út- © •• O' - —-/ tJ Hinn nýi ambassador Banda- ríkjanna á Islandi, herra Jam- es K. Penfield, afhenti for- seta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn 'í fyrra- dagt að viðstöddum utanríkis- ráðherra. Halldór Kiljan Laxness var meðal farþega sem komu með Gullfossi i gær, en hann hefur nú dvalizt erlendis um nær tveggja mánaða skeið. Halldór kvaðst fyrst og fremst hafa verið í viðskiptaer- indum, ráðgazt við for- leggjara sína og þýðend- ur, m.a. hefur hiriu kunni útgefandi Feltrinelli nú samið um útgáfa bóka hans á Italíu. Þá kvaðst Halldór hafa fengið all- margar fyrirspurnir er- lendis frá um nýja leik- ritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu ‘i haust, hafa bæði leikhús í Lund- únum og Vestur-Þýzka- landi hug á að fá það til flutnings. Er Magnús Magnússon rú að þýða léikritið á ensku, en hann hefur áður þýtt Atómstöð- ina og Paradísarheimt. Þá kvaðst Halldór hafa dvalizt um skeið í Rúmen- íu sem gestur stofnunar þeirrar sem annast menn- ingarskipti við önnur lönd, og hefði ham átt þar hina ánægjulegustu vist. Myndina tók Ari Kára- son af Halldórit Auði konu hans og dóttur þeirra er Gullfoss kom í gær. Washington 25/5 — Kennedy Bandaríkjaforseti flutti boð- skap í dag á fundi þjóðþings Bandaríkjanna. Fór hann fram á stóraukin fjárframlög í hernaðarþágu og til aðsíriðar erlendum ríkjum. Hann sagði að Bandaríkja- stjórn myndi halda áfrm að styrkja her sinn, m.a. þyrfti 60 milljón dollara viðbótar- fjárframlag til að efli flotann þannig að í honum yrði 190.000 manna lið. Þá fór forsetinn fram á 1855 milljón dollara framlag til að efla hernað- arstyrk vinveitt'ra r.'kja og 2650 milljónir dollara til efna- hagsaðstoðar við önnur ríki. Kennedy kvaðst hyggja gott til fundar með Krústjoff. Valur vann KR 3:2, Frcm vann mátið í gær fór fram lokaleíkur Reykjavíkurmótsins í knatt- spyrnu. Valur sigraði KR með þrem mörkum gegn tveim. Eftir þessi úrslit er Fram Reykjavíkurmeistari með sex stig. Valur er í öðru sæti, KR í þriðja, Þróttur í fjórða og Vik- ingur í fimmta. Hann kvaðst skýra Krústjoff frá því að Bandarikin vildu lifa í friðsamlegri sambúð við Sovétríkin og að reyna að ná við þau samkomulagi um að draga úr stríðshættunni. Engin sérstök dagskrá lægi fyrir fundum þeirra, en þeir gætu samt haft mikla þýðingu. Þá sagði Kennedy, að Bandaríkjasljórn m.yndi halda áfram að styrkja herafla sinn með fleiri vopnum en atóm- vopnum. Lögð yrði áherzla á að koma upp skæruliðasveitum. Samtök hernámsandstæð- inga brýna fyrir öllum sem safna undirskriftum að hafá samband við skrifstofuna í Mjóstræti 3, annarri hæð, næstu daga. Þar er opið kl. 9—22 daglega, símar 2-36-47 og 2-47-01. (Þeir sem llafa happdrætt- jismiða samtakanna til sölu eru hvattir til að gera skil við I fyrstu hentugleika. ncutabanann Nautabaiiinn Paco Ca.mino var liætt kominn í nauta- ati í Madrid á liátíð heil- ags Isidorusar, verndar- dýrlings Spánar. Nautið kom hornunum á mann- inn og fleygði hon.um í loft upp eins og sést á efstu myndinni. Á næstu mynd liggur maðurinn særður á nautaatsvellinum undir klaufum bola. Það varð Camino til lífs að Gregorio félaga hans (til vinstri á neðstu myndinni) og aðstoðarmanni tókst að beina athygli dýrsins að sér. Málsvarar kynþáttajalnréttis í Bandaríkjunum handteknir Jackson 25/5 Yfirvöldin í Mississippi létu í gærkvöldi handtaka 25 menn, hvíta og blakka, sem komu þang- að til bess aö leggja áherzlu á kröfuna um aö blökku- fólk fái mannréttindi á viö hvíta menn í Bandaríkjun- um. Feröamennirnir ki'efj- ast þess eins að framfylgt veröi heildarlögum Banda- ríkjanna, sem kveöa á um algert iafnrétti, og sinna ekki árásum ofbeldismanna sem á þá ráöast. Hópurinn kom í langferðabíl frá Montgomery í Alabama. þar sem hann varð fyrir oíbeld- isárásum hvítra ofstækismanna. Þegar komið var til Jackson. höfuðborgar Mississippi. var fyrir mikið her- og lögreglulið á b lastöðinni. Það varnaði mis- réttismönnum að ráðast að vagninum. en handtók alla ferða- mennina þegar í stað og ók með þá til íangelsis borg- arinar. Ferðamönnunum, sem ferðast í hreinum friðsam- iegum tiigangi og reyna ekki að verjast ofbeldisárásum. var gefið að sök að hafa efnt til óeirða, óhlýðnast lögreglunni og reyna að vekja oí mikla at- hygli á sér. Áskorun Keimctlys. Rofcert Kennedy, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna. heíur sent ferðamönnunum áskorun um að hætta að ferðast til að reyna að fá jafnrétti kvnþátt- anna, því nauðsynlegt sé að koma á ,.kæ!ingartímabili“ þann ig að mönnum hætti að hitna svo í hamsi að þeir beiti ofbeldi. Formaður samtakanna, sem berjast fyrir afnámi kynþátta- írrisréttis, Fields. hefur svarað því til; að hinni friðsömu bar- áttu- fvrir jafnrétti blökkufólks verði haldið áfram þrátt fyrir áskorun dómsmálaráðherrans. Fields segir í simskeyti til Kennedy; Eí ekki hefði verið komið á ,.kælingartímabili“ eft- ir þrælastríðið, væru blökku- menn orðnir frjálsir í dag. Eru 99 ár ekki nógu langur timi til kælingar, herra dómsmálaráð- herra? Framhald á 5. siðu. Sex hépferðir til Grænlands héðan í sumar Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugfélag íslands gang- ast í sumar sameiginlega fyrir hópferðum héðan til Græriands. Þrjár þriggja daga ferðir verða farnar til íslendinga- byggða hinna fornu á vesturströnd Grænlands í júlí og ágústmánúðum og þrjár dagsferðir til Meist- aravi’kur á austurströrd- inni í júní, júlí og ágúst. Frá ferðum þessum verð- ur nánar skýrt í næsta blaði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.