Þjóðviljinn - 14.06.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.06.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júní 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5 löndum i ymsum S-Ameríku Mikil og dagvaxandi ólga er í ríkjum Suður-Ameríku. Um helgina bárust fréttir af átökum í þremur lönd- um álfunnar, Bólivíu, Brasilíu og Paraguay. Á laúgardaginn var gert allsherjarverkfall 'i (Bólivíu til að mótmæla handtöku sextíu verkalýðsleiðtoga tveimur dög- um áður. Þeir höfðu verið hand- teknir að s'kipun Estenssero forseta og gefið að sök að hafa staðið fyrir ,,kommúnistisku samsæri" um að steypa stjórn landsins. Jafnframt allsherjarverkfall- inu fóru fram samn'ngaviðræð- ur milli fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinmar og stjórnarinnar i bústað forsetans í La Paz. Þeir fyrrnefndu mótmæltu harðlega ákvörðun stjómarinmar að lýsa yfir umsátursástandi í landinu og visuðu á bug ásökunum hennar um að gert hefði verið samsæri gegn henni með til- styrk sendiráðs Kúbu í höfuð- borginni. Talið er að ráðstafanir Est- enssero forseta eigi rætur að rekja t:l Bandaríkjamanna, en verkalýðslirej-fingin hefur lýst yfir að hún sé reiðubúin að berjast, ef nauðsyn rekur til. 1 La Paz er sagt að forset- imn eigi einnig andstöðu að mæta í röðum síns eigin flokks Þjóðlegu byltingarhreyfingúnni, sem er í tengslum v:ð verka- lýðsfélögin og komst til valda með stefnuskrá um þjóðfélags- umbætur og efnahagslegt sjálf- stæði landsins h Stúdentaverkfa.11 í Brasilíu Á laugardaginn lýstu stúd- entar við háskólaua í Recife, Rio de Janeiro, Bahia og Sao Paolo 'I Brasilíu yrir verkfalli. Verkfallið hófst í Recife, en þar var herl:ði sigað á stúd- entama sem höfðu búið um sig í háskólabyggingunni til að i mótmæla bágum lífskjörum, lé-1 legum aðbúnaði og skorti á kennurum. Quadros forseti lýsti yfir neyðarástandi og fyrir- skipaði her og lögreglu að koma aftur á röð og reglu í borginni. Lögreglan kom einnig í veg fyr- ir að móðir efnahagsmálaráð- herra Kúbu, Ernesto (Che) Guevara, héldi fvrirlestur á fundi stúdenta, en hún hefur að ur.idanförnu verið á ferða lagi um Suður-Ameríku. Skæruliðar taka tvo bæi ;í Paraguay Og sama daginn bárust þær fréttir frá Paraguay að tals- maður Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar hefði tilkynnt að sveitir skæruliða, undir stjórn Patricio Lopez, hefðu tekið tvo bæi í Paraguay með áhlaupi. Hér er Þeir hálfbræður, Laosprinsarnir Súvannafúma, leiðtogi hlutlausra, og Súfannúvong, foringi um að ræða bæina San Estan-1 pathet Lao, eru komnir til Gen.far til að sitja ráðstefnuna, þar um framtíð lands þeirra og islao, 75 km fyrir norðaustan! jlafa þejr famzt á að hitta leiðtoga hæ.gri manna Bún Úm. Myndin er tekin af þeim bræðrum á höfuðborgina, og Itacurubi i i blaðamannafundi j Genf. Súfannúvong er til vinstri. Rosariofylki. I_____________________________________________________________________________________________ <*>- Sonur Trujiilo skiuf varnarlausa fanga Banda.ríska blaðið St. Louis Post-Dispatch segist hafa það eftir góðum hemiildum að yngsti sonur Rafa- els Trujillos, einvaldans í San Domingo, sem myrtur var á dögunum, Rhadames, hafði misst a.lla stjórn á sjálfum sér þegar hann, kom í flugstöðina, í Isidro, skömmu eftir dráp föður hans. Honum voru sögð tíð- indin, greip hann þá vélbyssu og skaut á hcp varn- arlausra fanga, sem hafðir voru í lialdi í flugstöðinni og stráfelldi þá. Tveir bastdarískir hermenn myrtu sgö á tóif cfögum 4- Merki frá Venusarfari í 100 millj. km fjarlægð? London 11/6 — Hinn mikli radíókíkir í Jodrell Bank í Bret- landi tók í dag á móti nýjum merkjum utan úr geiinnum, en slík merki höfðu einnig; lieyrzt dagimi áður. Radíókíkinum er nú miðað á þann stað úti í geimnum þar sem talið er að sovézka Venus- arfarið sé, en það er nú komið 100 milljónir kilómetra frá jörðu og hefur farið framhjá Venus. Hamingjuósk frá E. Paturssyni Um helgina barst forseta ís- lands svohljóðandi símskeyti frá Erlendi Paturssyni, lögþings- manni í Þórshöfn: „Beztu hamingjuóskir frá allri færeysku þjóðinni með sigurinn í handritamálinu“. Sovézki stjörnufræðingurinn, prófessor Anna Matsévitsj. hefur verið í Jodrell Bank að undan- förnu til að aðstoða prófessor við leitina að hi.nu so.vézka geim- fari. Nokkrum vikum eftir að Ven- usarfarið var sent á loft var tilkynnt í Moskvu að það hefði af ókunnum orsökum hætt að gefa frá sér merki, en ýmisleg't hefur bent til þess að sendistöðv- ar geimfarsins væru aftur tekn- ar til starfa og þessar fréttir j frá Jodrell Bank virðast einnig Sa't Lake City 12/6 — Tveir bandarískir hermenn, George York, 18 ára, og James Latham, 19 ára, játuðu í gær að hafa rært og myrt sjö manns á tólf daga ferða'agi um Bandarikin. Hermennimir höfðu skorið átta skurði í skeftið ó skamm- byssu sinni í þeirri trú að þeir hefðu drepið átta manns, en í ljós kom að eitt af fórnarlömb- um þeirra haíði liíað af árás- ina. York og Latham kyrktu fyrst tvær konur í Georgia eftir að hafa rænt þær peningum sem þær höfðu unnið á veðreiða- braut. Síðasta fórnarlamb þeirra var átjón ára gömul stúlka sem þeir drópu daginn. í Colorado á föstu- Sren um helgina Teheran 11/6 — Um 50 menn týndu lífi og jafnmargir særð- ust í jarðskjálfta í bænum Denkouhen í íran um hejgina. AJlur bærinn sem hefur um 1500 :búa hrundi til grunna og bæjarbúar hafa ekkert þak yf- ir höfuðið. Jarðskjálftans« varð einnig vart í bænum Lar í ná- grenninu, en þar fórust 3.500 menn í jarðskjálfta í fj'rra. Bernard Lovell og starfslið hans bera það með sér. Berlín 11/6 —-Mikið af suð- vesturhluta, Austur-Þýzkalands fór undir vatn um helgina eft- ir nær vikulangar úrhellis rign- ingar og ofsaveður. Mörg fljót hafa flætt yfir bakka sína. Héruðin kringum Helle, Leip- zig og Karl Marxstadt hafa orðið harðast úti. Vatnið hefur fyllt margar brúnkolanámur og standa verkamenn víða í vatni og leðju upp að mitti til að halda franileiðslunni við. Umhverfis Halle og í Thuring- en þar sem vatnselgurinn h'efur skolað burt brúm vinna þús- undir sjálfboðaliða, bændur, lögreglumenn og sovézkir her- menn, að því að byggja varnar- garða. Óttazt er að flóðin kunni að hafa hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrír landbúnaðinn í þess- um héruðum. Kaíró 12/6 — Fulltrúar 22 landa sem setlð hafa á ráðstcfnu í Kaíró til að undirbúa ráð- stefnu hlut’.ausra ríkja hafa kamið sér saman um að halda liana í Belgrad og hefjist hún 1. september í haust. Þá varð. einnig. samkomulag um dagskrá ráðstefnunnar. 138 jafnréttis menn kendteknir Jackson Missisippi 13/6 — í gær voru enn 12 „frelsisferðar- menn“ handteknir í Jackson höfuðborg Missisippi fyrir að berjast gegn kynþáttamisréttinu í Bandaríkjunum. Þeir voru dæmdir í fjögurra Framhald á 2. síðu. Helztu málin sem rædd verða eru: Ágreiningur stórveldanna, leiðir til að binda endi á heims- valdastefnuna og til að auka alþjóðasamvinnu og tryggja heimsfriðinn. . Ekki varð fullt samkomulag um öll atriði. en reynt verður að jafna ágreining eftir diplómat- ískum leiðum. þannig að mála- miðlun hafi fundizt íður en ráð- stefnan kemur saman í haust. Tvö þeirra mála sem mestur ágreiningur varð um voru hvern- ig skilgreina beri þær kröfur sem gera verði til ríkja til þess að þau geti talizt standa utan við bandalag stórveldanna og afstaðan til kröfu Ghana urn að stjórn Gizenga í Stanleyviile í Kongó verði boðið að sitja ráð- stefnuna i Belgrad.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.