Þjóðviljinn - 15.06.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.06.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. júní 1961 — ÞJÖÐVILJINN — ífe •JTSW6R1: yrnumennirnir K.S.Í. hafði í gær boð fyr- ir fréttamenn að Hótei Borg' og vor þar skýrt 1'rá komn hollenzka landsliðsins. Fyrir hönd K.S.Í. skýrði Guðmund- ur Sveinbjörnsson frá því að undirbúningur keppninn- Um daginn var þess getið að Rússinn Taran hefði sett heimsmet á 3000 m hindrunar- hlaupi, en á móti þessu náðu fleiri athyglisverðum árangri. Voru það 6 sem hlupu undir 8,45 mín. en þeir voru Nor- odriisky 8,39,0, Sokalov, 8,40,2, Jevdokomoff 8,40,2, Osipoff 8,43,9, og sjötti var fyrrver- andi heimsmethafi Rhisjin 8,44,8. ar hefði byrjað fyrir tveimur árum og að hollenzka knatt- spyrnusambandið væri með elztu sambönduin í Evrópu og stæðu að því 3—4000 félög og virkir meðlimir væru 300 þúsund. Hollendingarnir koma hingað sunnudaginn 18. júní og fara laugardaginn 24. júní. Menntamálaráðherra liefur ákveðið að fara með ]iá í ferffalag og bæjarráð mun bjóða þeim til hádegis- verðar, ennfremur hefur hol- lenzki konsúllinn boðið þeim í eftirmiðdagskaffi. í förinni eru 24 menn, en á vegum K.S.Í. eru 20 menn, fjóra menn muiiu Hollending- ar kosta að öllu leyti. Enn- Þrír Hollendingamia leika sinn fyrsta landsleik hér Hollenzka liðið er þannig: Van Zanten markvörður, Quaedaekers, h. bakv. Hersche, v. bakvörður Libregts, h. framv. Molenaar, miðframvörður Zinnemers, v. framvörður Brand, li. útherji Hainje h. innherji Kerens, miðframherji Roseboom, v. innherji Weber, v. úlherji. Þelta er áhugamannalið og eru leikmenn yfirleitt ungir. E'.ztur er miðfram- yörðurinn Molenaar, 32ja rára, og yngstur er vinstri útherjinn Weber, sem er 19 ára. Hægri framvörðurinn Libregts hefur leikið flesta lardsleiki, eða 7 alls. Þrir þeirra sem eru í landsliðinu hafa ekki áð- ur leikið landsleik, mark- maðurinn, miðframherjinn og vinstri framvörðurinn. fremur gat Guðmundur þess að samskipti við Hollendinga liafi verið öll hin ánægju- legustu, en hvort íslenzka landsliðið myndi leika í Hol- Iandi yrði ákveðið súðar. HoIIendingarnir búa á Hótel Garði meðan á dvöl þeirra stendur. Forsala aðgöngumiða hefst 17. júní við Útvegsbankann. B 1913 Danmerk- urmeistari í knattspyrnu 1961 Dönsku knattspyrnukeppn- j inni í fyrstu deild er nýiok- ið og fcru leikar þannig að 1B-1913 frá Cdense sigraði, og þar með tryggði liðið sér rétt- inn til þess að taka þátt í keppninni um Evrópubikarinn, sem er orðið mikið keppikefli til viðbótar við það að sigra og verða meistari lands síns. Síðasta dag keppninnar lék B-1913 við AGF og fóru leik- ar þannig að B-1913 vann með 3:0, og fékk sömu stigatölu og KB eða 16 stig eftir leikina, eii B-1913 hafði betra marka- hlutfall. AGF varð í þriðja sæti með 15 stig. Síðan komu: Esbjerg 14, B-1909, B-1903 og Fredriks- havn 11 hvert, Köge 10, OB og Veilje 8 og AIA og Skogs- hoved með 6 hvort. Keflvíkingsr sigursælir í yngri flokkum í Keflavík og Njarðvíkum var mikið fjör í knattspyrnunni um síðustu helgi. I fyrsta lagi leikur annarrar reildarinnar, sem Keflavik tapaði fyrir Þrótti heldur óvænt. Þann sama dag komu í heim- sókn þrír flokkar frá Hafnar- firði og kepptu þeir við jafn- aldra sína í Keflavík. I fimmta flokki skildu flokkarnir jafnir, 1:1. 1 fjórða flokki sigruðu Kefl- víkingar 3:1, og einnig í þriðja flokki unnu Keflvíkingar 5:1. Þá keppti B-lið Keflavikur við A-lið Njarðvíkur og fóru Ieikar þannig að jafntefli varð 2:2. Yfirleitt eru flokkarnir efni- legir hér og með góðri æfingu má mikils af þeim vænta. Mr—X. íþróttevike FRI er 10.-17. júní íþróttavika FRf fer frain dagana 10.—17. júní. Keppt er í 100 og 800 m hlaupi, lang- stökki og kringlukasti fyrir karla og 100 m hlaupi, lang- stökki og kúluvarpi kvenna. Til að fá 1 stig er lágmarks- árangur 16.0 — 3:00,0 3.80 og 17 fyrir karla og 18,0 — 2,60 og 4 fyrir konur. Keppnin er-, annars vegar milli kaupstaða og hins vegar milli héraðssambanda. Sem flestir ættu að taka þátl í þess- ari f jöldaíþróttakeppni, því fullhraust fólk ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að næla sér í stig — eitt eða fleiri í hverri grein. Sitt af hverju Á sama móti vann Artinjuk 1500 m á 3,45,8. Á sama móti kepptu einnig beztu frjálsi- þróttakonur Rússa og var ár- angur þeirra bezti árangur i ár. Tugþrautarmaðurinn Kuten- ko náði 8127 stigum, og var ár- angur hans mjög jafn og góður, en þó beztur í stöng og sþjót- kasti. Árargur: 11,0 — 7,17 —- 15,08 — 1,83 — 50,6 — 14,9 — 45,83 — 4,20 — 72.19 — 4,45,4. Því er spáð p.ð það verði erfitt fyrir Bandar'ikjamenn að sigra Rússa í þessari grein í sumar, eða vera á toppnum í henni, þar sem sagt er að Rafer John- son sé hættur keppni, og afl Formcsu-maðurinn Chuan er sagður í mjög góðri þjálfun. Bandaríkjamenn hafa ekki náð sérlega góðum árangri f ár í tugþraut, því bezti árarg- Ur sem frézt hefur þaðan er 7809 og þeim árangri náði ó- bekktur tugþrautarmaður, Paul Hermaci að nafni. Bill Nieder er byrjaður sem hnefaleikari og þv'i úr kúlu- hringnum fyrir fullt og allt. O’Briem hefur lítið gert að því að varpa kúlunni, en hefur mest kastað kringlu, en tekur brátt til við keppnina, og er hann reyndi um dagirn varpaði hann rúman hálfan nítjánda. metra. Sá kúluvarparinn sem mesta. athygli vekur af þeim sem eru á uppleið er Silvester, og not- ar hann hvert tækifæri til þess að takp. þátt í henni. Hefur hann þegar kostað nokkuð á 19. metra og kringlu hefur- hann kastað 56,64. utan úr heimi VIÐUNDRID I HAFNARHRM Framhald af Y. síðu. Kristján. Nú er ekki verið að fara fram á að semja um íull- ar kröfur verkamanna, heldur gera samninga á sama grund- velli og Vinnumálasamband samvinnufélaganna og bæjar- stjórnir Húsavíkur, Akureyrar, Siglufjarðar og Kópavogs hafa þegar samið um. Kristján færði síðan frekari rök að þvi að samningar nú væru beinir hagsmunir Hafnarfjarðarbæj- ar og skoraði á alla fulltrúa Alþýðuflokksins að samþykkja að semja við Hl:f. Kristján Andrésson krafð- ist svara við því hvað fulltrú- ar Alþýðuflokksins ættu við með svari sínu, að bærinn hefði ekki efni á að semja, á sama tíma og þeir viðurkenndu að samið yrði um þau kjör sem nú stæði til boða, og hvort það þýddi að þeir ætluðu að segja af sér stjórnarforustu í bænum þegar samið hefur ver- ið við verkamenn eftir fáa daga. Kristinn Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar, sem talaði næst- ur neitaði því að þeir ætluðu að afsala sér fprustunni, og færði engin rök fyrir því að bærinn hefði betri efni á að semja eftir nokkra daga og gat eng'a ástæðu tilfært fyrir því að semja þá ekki nú þegar. Hann viðurkenndi að til boða stæðu samningar á sama grundveili og bæjarstjórnirnar fyrir norðan og í Kópavogi hafa samið um, en kvað Hafn- arfjarðarbæ hafa, nema 1955, haft þá afstöðu að semja ekki fyrr en Vinnuveitendasamband- ið liefur gert sainniiiga. Þá kvað hann núverandi rikis- stjórn hafa tekið upp „nýjan efnahagsgrundvöll“ (!) til að bæta kjör verkamanna og ,,mun velta xá 'giítu verkalýðs- íélaganna hvort þau taka tillit til breyttra þjóðfélagshátta", sagði hann, þ.e. hvort þau við- urkenna ..viðreisnina", -— þ.e. mestu kjaraskerðingu sem gerð hefur verið. — sem kjarabót fyrir verkamenn!! Kristinn sneiddi hjá að ræða afstöðu þeirra bæjarfélaga fyrir norð- an sem þegar hafa samið, en hreytti ónotum i Kópavogs- kaupstað fyrir að hafa skorað á Haínarfjarðarbæ að semja við verkamenn! „Það er full- komin hræsni að segja að það sé skortur á skilningi á hags- munum verkamanna að Al- þýðuflokkurinn í Hafnarfirði hefur ekki viljað semja við verkamenn“, sagði Kristinn. „En væri það ekki móralsk- ur stuðningur við verkamenn að bærinn semdi?“. „Jú vissu- lega“, sagði Kristinn. Síðan fimbulfambaði hann um að ekki væri hægt að semja við verkamenn. Væri kaupið hækk- að meira en um 6% ógnaði hann verkamönnum með því að hleypt yrði af stað nýju dýrtíðarflóði. Meginkjarninn í þessu langa máli hans var. eins og hann komst að orði: Það er „fávizka“ úr verka- mönnum að krefjast meiri kauphækkunar en 6%. Jafn- framt fáraðist hann yfir að kjör bænda myndu batna við samningana! Jafnframt viðurkeimdi liann að á næstunni myndi verða samið yfirleitt við verka- inenn á sama grundvelli og Vinnumálasamband sam- vinmifélaganna og bæjar- stjórnirnar fyrir norðan og í Kópavogi liafa þegar gert. Og þá myndi Hafnarfjarð- arbær vitanlega semja á þeiin grundvelli líka (nema þessu viðundri detti í liug eilífðarverkfall við Hlífar- meiuí!). Samt mátti Hafn- arfjarðarbær með engu móti semja nú! Kristinn neitaði því að það væru hagsmunir verka- manna og hagsmunir bæjar- félagsins að semja við verkamenn nú — á sama grundvelli og gert yrði síð- ar. Það er sama að segja að sem Iengst verkfall sé liagsmunir hafnfirzkra verkamanna og Ilafnarfjarð- arbæjar! Kristinn Gunnarsson túlkaði sjónarmið atvinnurekenda og íhaldsins með slíkum ágætum að forustumaður íhaldsins í bæjarstjórninni, Stefán Jóns- son, þurfti ekkert að segja, heldur sat allan tímann og brosti í kampinn og lét Pál V. Daníelsson lýsa yfir jái og ameni við röksemdafærslu bæjj arstjórnarforseta kratanna! Fyrir fundinn höfðú einstak- ir bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins sagt að þeir teldu rétt að semja. Kristján Andrésson skoraði eindregið á þá fulltrúa að bregðast ekki málstað verkamanna, þeirrar alþýðu sem hefði kosið þá. En þeir reyndust ekki menn til þess, heldur völdu þann kost að hlýða rikisstjórninni og Vinnu- veitendasambandinu, því nú lýsti Árni Gunnlaugsson yfir því að bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins stæðu allir sem einn maður með því að NEITA að semja við verkainenn. — neita að gera þá samninga nú sem þeir viðurkenndu að yrðu- gerðir síðar!! „Það er fullkom- ið ábyrgðarleysi að semja nú“„ sagði Árni. Kristján Andrésson lauk máli sínu á fundinum á þessa: leið: Þótt ekki verði sam'ð nú þá hafa verkamcnn ekki beðið ósigur, heldur tapað orustu. Ég er kosinn af verkamönnum, lief mestan liluta ævinnar ver- ið verkamaður og skil þörf þeirra á kjarabótum. Engar ögi-anir geta fengið mig af því að lialda uppi þeirra baráttu- Og þótt við töpum þessari or- ustu hljótum við alltaf að- vinna sigurinn. Undir þessi orð hans tóku: Hlifarmenn í salnum með dynj andi lófaklappi. Að loknum umræðum var til- lögu Kristjáns Andrésonar urrt sérsamninga við Hlíf vísað frá. með 8 atkvæðum krata og í- halds gegn atkvæði Kristjáns. Þá flutti hann tillögu um ,.að' fela bæjarráði að taka upp’ viðræður við Hlíf með það markmið að kjarasamningar- verði gerðir.“ Kristinn Gunnarsson kvað; „ekki leyfilegt“ að greiða at- kvæði um slíka tillögu (!) og: NEITAÐI að bera hana upp.. Var sá úrskurður hans stað- festur af krötum og íhalcs- mönnum gegn atkvæði Krist- áns. J.B,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.