Þjóðviljinn - 15.06.1961, Qupperneq 12
þlÓÐVIUINN
Fimmtudagur 15. júní 1901 — 26. árgangur — 133. tölublað.
Aðalíundur SÍS leggur áherzlu á
Nzrídlan gerði
Á annarri hæð við Vífi'.s-
göiu 21 fengum við, frétta-
maður og ljósmyndari >jóð-
vi’.jans, að hnýsast í dálítið
ævintýri, sem skeði inni í
eldhússkápnum í íbúðinni.
Magöa Ólafsdóttir, sem er
leigjandi þarna og hefur af-
not af eldhúsinu skýrði okk-
ur frá því að hún hefði fyr-
ir nokkrum dögum far'.ð að
heyra þrusk í eldhússkápnum.
í fyrstu átti hún erfitt með
að skilja hvað þetta kynni
að vera. Hún atliugaði skáp-
inn hátt og Iágt, en þar var
ekkert óvenjulcgt að sjá'. Hún
sló því þá föstu að þruskið
kæmi ofan úr þakrennunni
fyrir ofan eldliúsgluggann,
þar sem dúfur halda til,.
Næstliðinn laugardagsmorg-
uti, er Magna var að útbúa
sig í ferðalag, virtist óvenju
mik'ð um að vera inni í
skápnum. Magna leit þá út
um eldhússgluggann, en skáp-
urirn er við sama vegg og
g'ugginn er á, og sá hún þá
að smágötótt járnstykki, sem
átti að vera fyrir trekkopi
hafði ryðgað sundur. Magna
opnaði þá lúgu sem var í
efstu h'llu eldhússkápsins og
sá þá hreiður sem maríatla
hafði gert sér í trekkopinu,
en þangað hafði hún komizt
vegra þess að spjaldið hafði
ryðgað sundur. Myndin sýn-
ir vel hvar hreiðrið er stað-
sett. Þetta er ágætur staður,
því ekki er hægt að opna
lúguna nema til hálfs og
engin liætta er á truflun ut-
anfri.
í hreiðrinu voru urgar og
lieyrðist mikið í þeim er
móðirin kom með æti. Magna
liafði nú áhyggjur af þvi
einu, að ungarnir kynnu að
deyja eða lemstrast er þeir
leituðu burt frá hreiðrinu, því
fallið niður er anzi hátt. —
(Ljósm. Þjóðviljans A.K.).
Hofa sóað hœrri upphœð en
nemur öllum kjarabótunum
Verkföllin hafa nú staöið’
í 18 daga, og er tjónið dag
hvern varlega áætlað 10
milljónir króna. Alls hafa
því ríkisstjórnin og atvinnu-
rekendur kastaö á glæ um
180 milljónum króna — en
það er ríflega sú upphæö
sem Morgunblaöiö telur
bera á milli hinna nýju
samninga verklýösfélaganna
og þess sem ríkisstjórnin
var fús til aö bjóöa og laldi
kerfi sitt hæglega þola.
Engum dylst að það eru
einvörðungu rík'ssl jórnin og
Vinnuveitendasamband íslands
sem bera • ábyrgð á þessari
geysiiegu þjóðfélagslegu sóun.
V.erklýðshreyfingin gerði aOt
sem hún gat til þess að ná
samningum án verkfalla; hún
ræddi við rikisstjórnina þegar
i haust um aðgerðir lil kjara-
bóta með verðlækkunum, en
án árangurs; hún gaf Vinnu-
veitendasamba'i linu fimm
mánaða fresl áður en verkfall
værj boðað. En livorki ríkis-
stjórnin né atvinnurekendur
nctuðu þennan tima; ríkis-
stjórnin bannaði meira að
segja samningaviðræður þrjá
síðuslu dagana áður en verk-
fall hófsl og atvinnurekendur
lögðu ekki fram eina einustu
formlega tillögu fyrir þann
líma.
4C0.800 kr á klukkustund
Ríkisstjórnin og atvinnurek-
endur hafa haldið þessari só-
un sinni áfram, einnig eftir
að augljóst var orðið að þeir
höfðu staðfest þaC í verki með
því eð fallast á nýju samning-
ana á Akureyri, Siglufirði,
Eskifirði og v ðar. Þeir drött-
uðust ekki til að hefja samn-
ingaviðræður fyrr en i þessari
viku, og fyrstu Ivo dagana
höfðu þeir ekki neinar ákveðn-
ar tillögur fram að færa. Þeir
virlusl aðeins vera að tefja
tímann, héldu áfram að séa
10 milljónum á sólarhring —
400.000 kr. á klukkustund.
Hvað varðar þá menn um þjóð-
arhag sem alltaf hafa lifað
eins og snikjudýr á almenn-
ingi, hirt grcðann af fýrir-
tækjum sinum en velt hallan-
um yfir á þjóðina?
Ættu að vinna fyrir sóun-
inni á verkamannakaupi
Eftir að úrslit kjaradeilunn-
ar voru orðin augljós hefur
sóunin orðið algerlega til-
gangslaus, einnig frá sjónar-
miöi atvinnurekenda. Ef vel
ætti að v:ra ælli að gera ráð-
herrana í sljórnarráðinu og
stjórnendur Vinnuveilenda-
sambandsins persónulega á-
byrga fyrir fjármunum þeim
sem þeir sóa fyrir þjóðinni —
og skylda þá til að vinna sjálf-
ir fyrir upphæðunum á því
kaupi sem þeir vilja skammta
verkafciki.
í samþykkt sem aöalfund-
ur SÍS geröi í gær er lögö
áherzla á þýöingu samstarfs
milli samvinnuhreyfingar-
innar og verkalýöshreyfing'-
arinnar eins og þaö hefur
komiö fram í samningum í
vinnudeilum undanfarið.
Samþykktin er svohljóðandi:
..Aðalfundur Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga, haldinn
að Bifröst í Borgarfirði dagann
13.—14. júní 1961, vill að gefnu
tilefni vara vlð þvi stórfellda
tjóni, sem ætíð er samfara al-
mennum verkföjlum eins og
þeim, sem hófust á' s.l. vori og
víða eru enn yfirstandandi.
Fundurinn telur mjög m'kils-
vcrCa þá samninga, sem sam-
vinnufé'.ögin hafa gert við verka-
lýðsfílögir til lausnar á vinnu-j
deilunum. Telur fundurinn, að
með þessum samningum liafi
verið afstýrt miklu tjóni og
komið á sanngjarnan liátt til
móts v ð kröfur vcrkamanna uni
kjarabætur, enda eðiilegt og
skylt að gagiikvæmur skilning-
ur og samstarf sé milli sam-
viiinuhreyfingarinnar og verka-
lýðssamtakanna. Er það álit
fnridarins, að með samningun-
um hafi verið fundin leið til
að viðhalda vinnufriði i landinu
til frambúðar, ef rétt verður á
haldið.
Fundurlnn lýsir yfir vilja
samvinnuhrevfingarinnar tii
samstarfs urn að auka fram-
leiðsiu og bæta lífskjör þjóð-
arinnar og minnir á. að reynsl-
an sýnir, að með þv: að ef]a
samvinnurekstur í landinu vex
og þróast eðlileg og heilbrigð
uppbygging og framfarir."
A aðalfundi i gær voru rædd-
ar skýrslur sem fluttar voru í
fvrradág.
Föst lán til bænda,
kjötiðnaðarstöð
Auk samþykktarinnar sem birt
er hér að framan vöru gerðar
tvær aðrar. í'-annarri er skorað
á ríkisstjórnina að hlutast t il
um að bændur fái föst lán til
greiðslu á lausa'skulþum með
sömu kjörum og útvegsmenn, og
einnig' að vinnslustöðvar land-
búnaðarafurða sitji í því efni
við sama borð og vinnslustöðvar
fyrir sjávarafurðir.
í hinni samþykktinni er skor-
að á bæjaryfirvöld Reykjavikur
ið hraða svo ákvörðun um
kipulag kjötiðnaðarstöðvar að
ekki þurfi að dragast lengur að
koma upp kjötiðnaðarstöð þeirri
sem ..Sarnbandið hefur um mörg
ár leitað eftir að fá að bygg-ja
og hvorki neytendur Revkjavik-
ur né bændur landsins mega
lengur án vera“.
Úr stjórn SÍS áttu að ganga
Þorsteinn Jónsson o.g Finnur
Kristjánsson og voru báðir erfd-
urkjörnir.
í stað Egils heitins Thoraren-
sen var Guðmundur Guðmunds-
son, Efri-Brú, kosinn til eins
árs.
Varamenn í stjórn vor.u end-
urkjömir þeir Guðröður Jóns-
son, Bjarni Bjarnason og Kjart-
an Sæmundsson.
Endurskoðandi var endurkjör-
inn Páll Hallgrimsson. sýslu-
niaður, Qg varaendurskoðandi
var endurkjörinn Sveinbjörn
Högnason, prófastur.
Aðalfundi lauk með sameigin-
legum kvöldverði að Bifröst.
Blaðaliðið vaon
ÆFR og ÆFK
ba'da ÞjóðliátíCarfagrað i
Storkklúbbnum, uþpi, áiínað
kvöld.
Leikur blaðaliðsins og lands-
liðsins í gærkvöld fór svo að
b!aða!iðið vann 4 : 2. Á 5. mín-
útu leiksins skoraði Ormar
Skeggjason, blaðaliðinu, fyrsta
mark leiksirs. Landsliðið jafn-
aði er 20 mín. voru af leikn-
um, það var Gunnar Felixson
sem skoraði. Steingrimur
Björnsson, blaðaliðinu, skorar
er 30 mín. voru af leiknum.
Þannig lauk fyrri hálfleik. 1
síðari hálfleik ejc_ það Slein-
grímur sem skallar aflur í
mark og röskri mínútu seinna
skorar Akureyringurinn Kári
Árnason, 4 : 1. Er 7—8 mínút-
ur voru eft'r af leiknum gerði
varnarmaður blaðaliðsins
sjálfsmárk, 4:2. — Nánar
verður sagt frá leiknum á
morgun.
*
Fyrsta síldin á þessu sumri
er komin á land fyrir norð-
an, en sjómenn og útvegs-
menn hafa ekki hugmynd
um hvaöa vei'Ö þeir fá fyrir
aflann. Aö undirlagi ríkis-
stjórnarinnar hefur veriö
dregiö von úr viti að ákveöa
síldarverð, og þessi dráttur
getur spillt verulega árangri
á síldarvertíöinni.
1 fyrra var bræðslusíldarverð
tilkynnt seint í mai, en nú er
kominn miður júní og ekki
bólar á verðákvörðun. Það er
Emil Jónsson sjávarútvegs-
málaráðherra sem ákveður
verðið eftir tillögu stjórwar
Síldarverksmiðja ríkisins.
Sljórn síldarverksmiðjanna
sat á fundi í gær, og á skrif-
stofu hennar var Þjóðviljanum
Ijáð að gara mætti ráð fyrir
að bræðslusíldarverð yrði til-
kynnl i þessari viku.
Saltsíldarverð er ákveðið
Framhald á 2. síðu.