Þjóðviljinn - 15.07.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1961, Blaðsíða 6
 '«)• 'iIÍÍÍÖiÍiÍMlf —^ -Éáugardáffúr •15':í'3® 1961 -tíLaugardagur- 15»< jýií 1961 —, - ÞJCWÐVILJINN — þlÖÐVlLJlNN | Þjóð okkar Úteefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - , Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: ; Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guögeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ........... Bæjarstjórnaríhaldið ræðst á Reykvílúnga - ¥7organga Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um nýja *■ verðbólguöldu og misnotkun valds bæjarstjó.rnar Reykja- ' víkur til þess að hleypa henni af stað með tilefnislausum stórhækkunum, hefur vakið almenna og réttláta reiði Reyk- vikinga. Hefndarráðstafanirnar gagnvart alþýðu bæjarins, sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðufiokksins samþykktu á fimmtudagskvöld eru svo miklar og órökstudd- ar að engin leið er að setja þær í neitt eðlilegt samhengi við kauphækkanirnar. Enn berara verður þó hefndareðli þessara ráðstafana þegar þess er gætt, að sömu flokkarnir, Sjálf- stæðisfjokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu dag eftir dag i verkfallinu svarið og sárt við lagt að sex prósent kaup- hækkun vaéru „raunhæfar kjarabætur‘‘ og útskýrt það þannig að þar væri ekki farið lengra en atvinnuvegirnir og •opinberir aðilar gætu borið án sérstakra ráðstafana. Með það í huga er ekki hægt að ætlast til að neinn samþykki, -að nauðsyn sé til stórfelldra almennra hækkana á þjónustu rafveitunnar, hitaveitunnar eða strætisvagnanna, að við- bættri mikilli hækkun á útsvörunum. Það hlýtur að orka ■ nánast broslega á fólk að lesa þau ummæli borgarstjóra íhaldsins og Alþýðuflokksins að hér sé verið að borga fyrir verkföllin. TVTei, það sem gerist er hitt að íhaldið og toppkratarnir og ! 1 ’ Vinnuveitendasambandið svonefnda eru að reyna að hefna sín á alþýðu Reykjavíkur, vegna þess að alþýðusam- ' iökin reyndust sterkari en samanlagt afturhald landsins í átökunum. Og þá er rokið til að reyna ,að hefna þess í bæj- arstjórn Reykjavíkur, og með valdi ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í ráðum og nefndum, sem hallaðist í verk- föllunum. Þar á að sanna verkamönnum og öðrum launþegum að þó verkalýðshreyfingin sigri í verkfallsátökunum sé sam- einað afturhald landsins, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, þess megnugt að stela af verkamönnum og öðrum launþeg- um vinningnum. Ojálfstæðisflokkurinn og toppkratarnir skáka í því hróks- valdi að andvaraleysi fólksins sé svo mikið að það láti afturhaidinu haldast uppi að misnota enn um mörg ár siíkar stofnanir, sem kosið er til í almennum kosningum, eins og bæjarstjórn Reykjavíkur og Alþingi. En þó mun að þvi koma að fólkið vaknar og hættir að láta slíkt yfir sig ganga. Þetta er ekki í fyrsta sinni sem Sjálfstæðisflo.kkurinn misnotar bæjarstjórn Reykjavíkur til árása gegn alþýðu bæj- arins og til pólitískrar glæfrastarfsemi. Það hefur oft verið gert og illilega. Enn eru margir í Reykjavík sem muna 9. nóvember 1932, þegar bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins ætlaði að brjótast í gegn í almennri kauplækkun- arherferð afturhaldsins og ákvað að fremja það níðingsverk að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni. Þúsundum saman bjuggu Reykvíkingar þá vi$ atvinnuleysingjakjör og 200 manns fengu atvinnubótavinnu hjá bænum, aðra hvora viku þeir j sem mest fengu, aðrir eina viku í mánuði. Þarna réðist bæj- arstjórnaríhaldið á, og á eftir átti að knýja fram almenna kauplækkun hjá verkamönnum. En verkamenn Reykjavík- ur kenndu bæjarstjórnaríhaldinu í Reykjavík það á einum degi, að þetta yrði því ekki þolað, og Sjálfstæðisflokkurinn var neyddur til þess að hætta við framkvæmd þessa niðings- lega verks. En söm var flokksins gerð. /\g samur er hugurinn enn. Söm er ósví.fni flokksforystu ^ Sjálfstæðisflokksins aS misnota meirihluta sinn í bæjar- stjóm Reykjavíkur til póiitískra glæfraráðsta.fana, til sví- virðilegra árása á fólkið í bænum, líka fóikið sem lyfti þessum bæjarfulltrúum í núverandi trúnaðarstarf. Þegar nú bæjarstjórnaríhaldið og toppkratinn láta hafa sig til að hefja almenna, stórfellda dýrtíðaröldu og ráðast á hvert einásta alþýðuheimili í bænum með stórauknum útgjöldum að þarfiausu og í þjónkun við svartasta afturhald landsins, væri þeim mönnum hollt að minnast þess, að nú er tæpt ár tii bæjarstjórnarkosninga og áð fólkið í bænum á strax næsta vor dómsorð yfir þeim mönnum serri svo ósvífið og sví- virðilega misnota bæjarstjórn Reykjavíkur gegn Reykvík- ingum. — S. Heilli þjóð er ekki síður hollt en einstaklingum að skyggnast yfir farinn veg og hugleiða atbur'ði liðinna ára og jafnvel alda til að draga lærdóma af þeim mistökum sem orðið hafa. O'kkur Islendingum er þetta = nú nauðsynlegra ern nokkru sinni fyri-, þegar við eigum að velja á milli þess að vera _ áfram 'í bandalagi nýlendu- kúgara Atlanzhafsbandalags- inu og selja land okkar und- ir herstöðvar erlends stórveld- is, eða taka upp hlutleysis- stefnu, visa herliðinu úr landi og byggja upp okkar eigið atvininulíf með hagsmuni þjóð- aiinnar fyrir augum, en án ■tillits til erlendra annarlegra _ sjónarmiða. Saga íslands vlsar veginn Þegar fyrstu landnáms- mennirnir stigu hér á land ólu þeir þá von í brjósti fyr- ir sig og niðja sína að geta. lifað hér frjálsir og óháðir og í friði jfyrir erlendum yfirráða seggjum. Og fyrstu kynslóð- imar fóiu vel af stað. Þær stunduðu sína atvinnu, ruddu skóga, ræktuðu akra, juku bústofn sinn, réni til fiskjar og sigldu til fjaiiægra landa á kaupskipum sinum. Þær unnu ein mestu þrekvirki fyrri alda í siglingum og ■landíifundum og komu upp síru eigin þjóðstjórnarkerfi með stofnun Alþingis 930. En erlendir þjóðhöfðingjar voru sjálfum sér samkvæmir og tóku að líta girndarauga til hins nýja ríkis hér norður á hjara veraldar. Okkur er minnisstæð fyrsta tilraun er- lendra aðila til að ná yfirráð- ■um yfir íslandi, þegar Uni hiru danski var sendur hing- að en það varð hans feigðar- för. Enn er okkur lifandi fyrir hugskotssjónum sendiför Þór- arns Nefjólfssonar. Þá voru að vísu til innlendir valds- menn sem töldu Noregskon- ung þáð mikinn vin sinn að iþeir vildu gjarnan gerast þegnar hans og gefa honum Grímsey. Þá reis upp Einar Þveræingur og flutti þá ræðu sem mun geymast meðan 'ís- lenzk þjóð er til. Fólk mót- mælti í einu hljóði afsali landsréttinda og sjálfstæði þjóðarinrar var borgið í bili. Síðan liðu mörg ár og nýj- ar kynslóðir komu fram á sjónarsviðið og nýir valds- menn, sem gerðu sér sérstakt far um að komast í kynni við erlenda þjóðhöfðingja og ving- ast við þá. Nú seig allt á ó- gæfuhlið, hinir innlerdu höfð- ingjar fóru smám saman að líta á Noregskonung sem konung sinn, en hann tók jafnframt að íhlutast um inrt- anríkismál okkar. Smiðshögg- Eftir Gunnar Bj. Guðnunésson ið var slegið á ógæfuverkið fyrir tæpum 700 árum með til- komu Gamla sáttmá'.a,. Inn- lendir ieiðtogar höfðu svikið land sitt og þjóð sína og vél- að hana undir yfirráð er- lendra aðilja. Þessir landráða- menn sögðu samningin.n vera nauðsynlegan fyrir framtíð þjóðarinnar, Noregskonungur myndi veita okkur efnahags- legan stuðning, með því að láta kaupför sigla til landsins á ári hverju, íslendingar ferigju að ráða sinum innan- ríkismálum og svo væri allt- af hægt að segja samningn- um upp. 1 fyrstu gætti konungur þess að halda þennan samn- img, en eftir að hann hafði komið ár sinni nægilega vel fyrir borð, kolbraut hann öll atriði samningsins og hafði hann að engu. Mesti ógæfu- timi 'i sögu þjóðarinnar var ■hafinn. Siglingar til larjdsins voiu engar sum árin, því Is- lendingar höfðu treyst lof- orðum Gamla sáttmála og ekki endurnýjað kaupskipa- flota sinn. Noregs- og síðar Danakonungar settu yfir landið afbi'otamenri og ei-lenda fjárglæframenn, sem hugsuðu um það eitt að skara eld að sinni eigin köku. Hver ó- gæfuatburðurinn rak annan, ifjötramir hertust sífellt fast- ar að þjóðinni. Þjóðin var með voomvaldi neydd til að skrifa undir ei-ðahyllinguna í ‘Kópavogi 1662. Verzlunin var seld á leigu og þjóð okkar hneppt í þá þrælaf.jötra er nærri riðu henni að fullu. G'ifurlegur auður stre>mdi út úr landinu á ári hverju og við urðum í margar aldir kúguð og arðrænd nýlenda. ísland öðláðist að vísu sjál-f- stæði á ný eftir langa, erfiða og fórnfúsa baráttu íslenzkra þjóðfrelsissinna, vegna þess að við áttum sögu sem herti hjarta okkar, og við áttum fombókmenntir sem glæddu þióðarstolt okkar og kveiktu þann neista er tendraði bál þeirrar þióðem'skenndar er logar í brjóstum meiri hluta íslerrzku þjóðarinnar. Við nútíma íslendingar get- um m.a. dregið eftirfarandi lærdóm af meira en þúsund ái-a sögu okkar : þegar erlend- ir aðilar em að skipta sér af málef num Islands, eiu þeir eingöngu að hugsa um s'ína eigin hagsmuni -og þá á kostn- að okkar íslendirga. Þess vegna þui-fum við áð vera vel á verði um efnahagslegt og pólitískt frelsi þióðarinnar. Glata ekki því sam áunnizt hefur, sækja fram til nýrra sigra og tryggja framtíð þjóð- arinnar með því að taka upp hlutlevsisstefnu og vísa hinu svokallaða varnarliði úr landi, slík stefna er lun eir-a rétta í sami-æmi við íslenzka sögu Hverjir hafa brotið /s- lenzk lög? Allt fram að síðari heims- styrjöldinni var hið pólitíska og efnahagslega frelsi okkar Islendinga sífellt að aukast, jafnframt þvi sem staða Dan- merkur innan auðvaidsheims- ins fór þverrandi. I heims- styi-jöldinnd, sem vaið fyrst og fremst að átökum innan auðvaldsríkjanna um nýlend- ur, markaði og völd voru Dan- ir orðnir slíkt „máttvana kvikindi" að þeir voru ekki lengur færir um að halda Is- lenzku þjóðinni í skefjum. Brezka riýlenduveldið sendi nokkra af morðhundum s'ín- um af stað og ísland var hernumið 10. maí 1940. Bretar tóku síðan að hreiðra um sig hér á landi. Þeir tóku að skipta sér af íslenzkum innan- ríkismálum, bönnuðu dagblað- ið Þjóðviljann, handtóku þrjá blaðamerm hans og fluttu þá til Englands til fangelsisvist- ar, þar á meðal einn þing- mann Einar Olgeirsson. Enn- fremur tóku þeir nokkra forustumenn verkalýðshreyf- ingarirmar og settu þá 'i tugthús og þrælavinnu. AI- þingi mótmælti, öll þióðin mótmælti — að undanskildum nokkurrum föðurlandssvikur- um, sem síðar hafa gerzt of- stækiS|fullar málpípur Atlanz- hafsbandalagsins. En brátt kom að því a’ð Englendinga tók að skorta fé til að geta keypt vopn frá Bandarikjum Norður-Ameríku Til að levsa vandann sömdu þeir um það við ÍBundarikin að þeir skyldu fá Island 'í staðinn. Þannig var Island orðin verzlunaivara í við- skiptum auðvaldsríkjanna me'ð morðtól, erda hafa Bretar löngum verið sniðugir verzl- unarmenn einkum með hluti sem þeir eiga ekki. Nú var aftur komin á dag- skrá tillaga Bandarikja- mannsins sem hvatti mjög til þess á sínum tima að Banda- ríkin reyndu að ná yfh’ráðum Bandarísk her.sveit á hergtíngu í herstöðinni á Miðnesheiði. á íslandi með kaupum eða á annan hátt. Bandaríkin lofuðu því að hverfa á biott af Islandi þeg- ar búið væri að yfirbuga Þjóðverja. Þetta sviku þeir eins og hvei’jir aðrir lygai-ar, en kröfðust þess í stað að fá ■sem sína eign til 99 ára og hefði þeim tekizt það ef Sósí- aIista,fIokkurinri hefði þá ekki átt aðild að ríkisstjóminni. En þessi krafa Bandaríkj- anria var aðeins eíun liður í tilraunum þeirra til að ná 'í- ■tökum um allan heim og um- kringdu þeir Sovétrikiri með slikum herstöðvum sti-ax í styrjaldarlok og varð það upphafið að kalda strfðinu. Þegar þessi tili-aun OBanda- ríkianna til að hremma ís- land í einni atlögu mistókst, tóku beir unp aðrar baráttu- aðferðir. Nu var ilagt kapp 4 að kaupa stiómmálaforingj- a,na. vinna h'iörtu landsmama, minnka áhrif Sós'ial1 staflokks- ins. auka amerísk áhrif, eyði- leggie efnhagsundirstöðuna með Marshallaðstoð og hlið- stæðum betligjöfum. Tilgangurinn kom brátt í Ijós. Bandaríkin voru að að koma á laggirmr hernað- ararbandalagi nýlendukúga ra, fasista og annarra auðvalds- ríkja, Atlanzhafsbandalaginu, líkt og hæna. sem safnar sam- an ungum smum og Island átti áð verða þeirrar sælu að- njótarrli að leggiast I hreiðrið. Meiri hhiti Alþingismanna sveí'k kiósendur sína með því að sambvkkia inngönguna í A-banda.la gið árið 1949. Tveim áru.m síðar kom bandariskt lið til landsins og það á.n þess að Alþingi væri snurt um Tevfi fvrr en eftirá. Sh'k eru vínnubrögð þeirra ma.nna sem kenna sig við lýð- ■ræði og bvkiast. vera að berj- ast fyrir því. Bandalag ný- lendukúgara En hveis konar riki eru það sem eru í Atlanzhafs- bandalaginu? Er það banda- lag þeiiva þjóða sem helzt hafa stuðlað að friði og jafn- rétti mar/nkynsins á undan- fömum árum, eða hafa for- ystumenn þessaia þjóða önn- ur áhugamál ? Við skulum rekja það örlit- ið nánar. Bretland er helzta forystu- riki bandalagsins í Evrópu. Þeir hafa arðrænt og kúgað nýlendur sínar bæði ‘i Afríku og Asiu, en hafa jafnan gef- izt upp þar sem þeim hefur verið mætt af eirrngu og jfestu. Eins og t.d. í Indlandi, Kýpur og Súes. Vináttu sína gagnvart okkur hafa þeir sýnt með því að setja lönd- unarbann á íslenzkan fisk og stunda rányrkju í landhelgi okkar með sjáhernaðai'bryr> drekum A-bandalagsins. Frakkland er annað þessara ríkja. Hemaðarafrek þeirra hafa komið fram í Indó-Kína, þar sem vopn A-bandalagsins brytjuðu niður saklaust fólk. Á Spáni ríkir það sama fas- istaeinræði sem komst til valda fyrir heimsstyrjöldina með beinni aðstoð Adolfs Hitleis og þýzkra vopna. 1 Portúgal ríkir Salazar og ■kúgar ekki einungis nýlendur sínar eins og Angóla heldur ennfremur sína eigin þjóð með hemaðareinræði sínu. En hvað um forysturíki hiris svokallaða „vestræna lýðræðis“, Bandaríki Norður- Ameríku. Þar í landi er blóm- legt atvinnulíf, euda er land- ið gifurlega auðugt frá nátt- úrunnar hendi. — Eln þrátt fyrir það ríkir þar meira efna- hagslegt misrétti en víðast annarsstaðar og atvinnuleysið er gífurlegt, enla í fullu samræmi við skoðanir auð- valdshugsandi hagfræðinga. Þar eru öifáir auðhringar sem ráða yfir öllu efnahags- kerfi landsins og hafa þannig Keflavíkurgangan fyrri, upphaf Samtaka hemámsandstæðinga, voldugustn fjöldahreyfingax sem risið hefur hér á síðari árum ráð þjóðfélagsins í hendi sinnt og beita því 'i þágu sinna eig- in hagsmuna. Efnahagskerfið byggist fyrst og fremst á vopnaframleiðslu og til þess að vopnin seljist blása útsend- arar atvinnurekendanna S glæður styrjaldarótta, hatuis og fjandskapar þjóða á milli. Hið pólitíska frelsi er fólgið í því áð allir vinstrisinnaðir flokkar eru ofscttir undir þvi yfirskini að þeir séu kommúr.- ist'ískir. Þeirra jafnréttis- og bræðralagshugsjón kemur fram í kynþáttaofstæki og fjandsamlegum ' árásum á svertingja þar í landi. I stór- borgunum veður uppi glæpa- hyski og morð og rán em framin allan sólarhringinn á aðaltorgunum. Þanrig er liiö háþróaða kapitalistíska þjóð- félag þar sem örfáir menn drottna í 'krafti auðs síns og valda, en. aðrir hírast í hreys- um fátækrahverfanna í eymd og öryggísleysi. Þótt fram- jarir Bandarikjanna séu aðdá- unarverðar og margt sé þar til fyriraiyndar, er hitt þ6 miklu fleira sem miður er, lenda era Bandaríkini alltat' reiðubúin til að styðja aftur- haldsöfl, nýlendukúgara og arðræningja, hvar sem er S heiminum: þeir hafa verið með íhlutun 'i íran. Rekið frá’ völdum löglega kjörna ríkis- stjórn í Guatamala. Þeir stuðluðu að uppreisn hægri manna í Laos er varð til þess að hlutléysisstjórnin' hrökkl- aðist frá völdum og orsakaði það aftur þau styrialdarátök, sem þar hafa farið fram und- lanfarið. Þeir skipulögðu og hvöttu til vopnaðrar árásar á Kúbu ,en ósigur þess innr’ás- arliðs er mikið tímanna tákn, um dauðateygjur kapítalism- ans. Framhald á 10. síðu. ufjltibínqsf' ívdfcdds. Þeim verður skrafdrjúgt um raunhæfar kjarabætur ritstjórum Mórgunblaðsins um þessar mundir. Og þeir þykjast svo sem allir með tölu, Valtýr Stefánsson, Sig- urður Bjarnason, Matthías Jóhannessen og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, trúi ég þeir heiti, endilega vilja að verkamenn fái kjarabætur, já, mikil ósköp, það eiga meira að segja að vera „raunhæfar“ kjarabætur, en ekki vondar kjarabætur eins og þær sem verkalýðsfélögin eru alltaf að berjast fyrir, og það jafnvel með verkföllum. ★ ■Nú hefur alltaf farið lítið fyrir baráttu Morgunblaðsins fyrir kjarabótum verka- manna. Blaðið var til þess stofnað ekki sízt að berjast móti verkalýðshreyfingunni á fslandi og það verkefni hefur Morgunblaðið trúlega rækt síðan. f hverjum einustu á- tökum verkamanna og aftur- haldsins á íslandi hefur Morgunblaðið verið eins og útspýtt hundsskinn fyrir auð- bráskara og svindlara þessa lands, reynt að irægja verka- mannafélögin og forystumenn þeirra og afflytja málstað ís- lenzkrar alþýðu. Og þetta hefur ekki breytzt þó nýir rit- stjórar hafi komið til og þeim fjölgað. Það er eitt að- alhlutverk Morgunblaðsins að berjast gegn- málstað íslenzkr- ar verkalýðshreýfingar með öllum tiltækum ráðum. , " Og hvar skyldu íslenz.kir verkamenn nú vera staddir, ef þeir í stað baráttunnar .um bætt kjör og aukin mannrett- indi hefðu lótið sér naégja að bíða eftir þyí.sem Morgun- blaðið í áróðursvaðli sínum nefnir „raunhæfar kjarabæt- ur? íslenzk álþýða hefur prð- ið að treysta á-,,samtök Isín, ... i og þau hafa fært henni kjara- bætur, sem um margt hafa gerbreytt lifnaðarháttum ís- lenzkrar alþýðu frá því fyrir stríð. En hver einasta kjara- bót, hvér einasta réttinda- aukning hefur kostað baráttu, oftast nær harða og langvar- andi baráttu við afturhald landsins, við íhaldsflokkinn volduga sem nú nefnir sig Sjálfstæðisflokk, og aðalmál- gagn þeirra flokka beggja, Morgunblaðið. Og verkamenn hafa meira ,að segja orðið að setja lög með verkföllum vegna þess að þeim hefur löngum með ranglátri kjör- dæmaskipan . . verið ætlað miklu minna rúm á Alþingi en þeir að réttu áttu. Vöku- lögin eru gott dæmi um rétt- indamál, knúið fram í harð- vítugri baráttu við Morgun- blaðsmenn, sem ekki gátu hugsað til þess að togarahá- setum væri tryggð með lög- gjöf sex stunda hvíld á sól- arhring hvað þá 8 stunda eða 12 stundg. Orlofslögin voru ‘sett með verkföllum, mikil- væg ■ atriði tryggingalöggjaf- arinnar, löggjöfin um at- vinnuleysistryggingar sem nú þegar hefur orðið uppistaða að g’furlegri sjóðmyndun, og fleira mætti telja. Verkamenn og sjómenn þessa lands vita að vinningur verkfallanna miklu sem þeir hafa háð und- anfarna áratugi eru raunhæf- ar kjarabætur, enda þótt hin eiginlega kauphækkun hafi oft verið bein varnaraðgerð, þar hafi einungis verið reynt að vinna það upp sem aftur- haldið hafði haft af verka- mönnum með því að misbeita valdi ríkisstjómar og Alþing- is. ★ Því er ekki líklegt að ís- lenzkir verkamenn þurfi til- sögn hjá þeim Valtý Stefáns- syni, Sigurði Bjamasyni, Matthíasi Jóhannesseni og hvað þá Eyjólfi Konráði Jóns- syni um kjarabætur, né um það hvað eru raunhæfar kjarabætur. Það finnst á al- þýðuheimilunum sjálfum, það hefur fundizt undanfarna áratugi hvernig verkalýðs- hreyfingunni hefur þrátt fyr- ir allt tekizt að bæta lífskjör alþýðumanna ú íslandi. ’ Og því hefur heldur ekki verið gleymt að þessar kjarabætur hafa fengizt í hörkubaráttu við Morgunblaðsmenn, við afturhald og auðvald þessa Jands og erlendra húsbænda þeirra. ★ Og sú barátta heldur áfram. Barátta verkalýðshreyfingar- innar fyrir bættum kjörum og auknum réttindum. Barátta alþýðufólks á íslandi til sjáv- ar og sveita, sem ekki mun láta sér nægja að hirða mol- ana er auðmenn og afætu • - lýður Sjálfstæðisflokksins vilja skammta því. Sókn al- þýðufólks að markmiðinu: Alþýðuvöld á íslandi. - J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.