Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. júll 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Lausaskuldum bœnda breyft í fösf lón til langs tíma Bráðabirgðalög seít 15. júlí með líkum ákvæðum laga um skuldir útgerðarinnar Síöasta Alþingi sam- þykkti lög, sem heimiluöu bankakerfinu aö breyta lausaskuldum útgerðarfyr- irtækja í föst lán. Fram- kvæmd .þeirra laga er byrj- uö aö því marki, að búiö er aö meta mest allar eign- ir útgeröarfyrirtækjanna, og getur nú innan skamms umbreyting þeirra lána fariö fram. Aöeins lausa- skuldum í bönkum er breytt í föst lán, sem Stofnlána- deild sjávarútvegsins veitir og er talaö um 400 millj. kr. í þessu sambandi. . Nún hefur ríkisstj. meö bráöabirgöalög'um heim- iiaö Veödeild BúnaÖarbanka íslands aö breyta lausa- skuldum bænda í föst lán meö svipuöum hætti. Um framkvæmd þessara laga er eíöki vitaö ,en þau eru svo hljóöandi: ..Forseti íslands giörir kunn- ugf: Lardbúna ðarráöherra hef- ur tjáð mér, að ríkisstjórnin hafi gefið fyrirheit um breytingru á hluta af lausaskuldum bæiida í föst !án til Iangs tíma, með svipuðum hætti og gert hefur verið með sérstökum liigum gagnvart fyrirtækjum, sem stunda útgerð fiskiskipa og fisk- vinnsiu. Þar eð undirbúningi að ^ þessari brcyíingu sé lokið og' nauðsyu'egt að létta nefndum lausasku'dum af bærdum hið J a'lra fyrsta, beri brýna nauðsyn til að veita veðdeild Búnaðar-! banka ís'.ands nauðsynlegar Framhald á 10. síðu. Ingólfs þáttur Jónssonar Sam göngumála ráÆherra, •Ingólí'ur Jón« son, fjallar nm vega- og' brúamál á alveg sérstalsan hítt. Honum hefur nú tekist að stöð'va allar framkvæmdir á þessu sviði víð> vegar mn land með því að neyta að semja um fæð- ispeningá til vegavinnu- manna. Ingólfur segir, að það sé „prinsip-atriði“ að greiða vegavinnumömuim EKKI fæð'speninga. Tveini dögum áður en ráð- herrann fann upp þetta „prin- sip-átriði“, samjykkti hann að símamenn [engju greidd- ar 30 kr. í fæðisk)3stnað á dag. Alþýðusam- bandið fer fram á nákvæmlega sönni réttlndi fyrir vegavinnumenn. Það fór fram á að þeiin yrðu greiddar 27 kr. í fæðiskostn- að á dag. Skönimu eftir að Ingólfur Jtessi kaupfélagsstjóri |á Hellu varð ráðherra, lét hann dæma lcaupfélaginu sínu 750 þú: uiul krónur í skaðabætur, vegna ]-.ess að brúin yfir Bangá við Hellu var flutt á hentugri stað. Er það bánnski J;ess vegna sem nú þarf að „s'para“ Iijá vega- og brúa- gerðinni? Fjandskapur ráðherra við vegavinnuirienn er óskiljan- legur cg hlýtur auk þess í framtíðinni að bitna harðast á Jteim Iandshlutum, Jiar sem framkvæmdir stöðvast. En menn eiga orð'ð ýmsu að venjast af Ingólfi Jóns- syni. Hann er ekld aðeins brúarmálaráð'ierra, heldur er hann sérsta.kur BRÁB'A- BIRGBAIA.GARÁBHERRA viðeisnarst jórna rinnar. Tiiniuiskortur í Neskaupstað Tékknesk börn í heimsókn Ncskaupstað, 21. júli. — í gær og í dag komu eftirtalin skip með sild til. Neskaujpsíaðar: Jök- ull SH 800. Ólafur Magnússon AK 600, Hannes Lóðs VE 150, Ólafur Tryggváson 1000, Hag- barður ÞH 60, Guðmundur á Sveinseyri BÁ 300, Hafrún NK 600. Huginn VE 700, Draupnir ÍS 900, B.iörg NK 550, Hjáimar NK 800, Glófaxi NK 600. í nótt var mikil síldveiði. en skipin halda annað þar sérri ali- ar þrær eru fullar og löng löndunarbið. í dag ér búizt við að lítils- háttar verði saitað hér á öðru p’aninu. en tunnur eru alveg á þrctum og enginn veit hvenær ný sending kemur. Síldin sem skipin komu með núna er dálítið blönduð og ekki eins góð og verið hefur. Góð frammistaða Pólyfónkórsms 1 gærkvöid var Pólyfónkór- inn væntanlegur til Reykja- víkur úr söngför til Bretlands, þar sem kórinn tók þátt í söngkeppni pólyfónkóra. Frammisiaða kcrsins var með ágætum, þótt hann hreppti eng- in verðlaun. Samkvæmt heiM- arútreikningum var kórinn í þriðja sæti, en í keppninni tóku þátt yfir hundrað kórar. Pólyfónkórinn kom fram í útvarpi og sjónvarpi. Tekur þátt í heimsm.-keppni I ávarpi forseta Skáksam- bands islands við setningu Norðurlandamótsins gat hann þess, m a... að einn Islendingur verði meðal þátttakenda í 'Heimsrneistárakeppni unglinga, sem hefst í næsta mánuði. Þessi íslenzk; keppandi á mót- inu mun vera Guðmundur Lárusscn, eftir því sem Þjóð- viljinn hefur fregnað. Guð- mundur er einn yngsti og efni- legasti skákmaður okkar og var 1 íslenzku sveitinni, sem keppti á síðustu OljTnpíuleik- um. Verður gaman að fyigjast með því, hvernig Guðmundur stendur sig í hinni hörðu keppni, sem liann er nú að leggja út í. Það telst vart til tiðinda lcngur þótt hingað komi er- lendir gestir í lieimsókn yf- ir sumartímann, í fyrra- kvöld bættist í þann hóp skemmtilegt. fólk — fimm unglingar frá Tékkóslóvak- íu, sem eru hér í boði TÍM, Tékknesk-íslenzka menning- arfélagsins. Fréttamönnum var í gær boðið að hafa tal af böm- unum og fararstjóra þeirra á heimili Björns Þorsteins- sonar formanns TlM. Áður hafa íslenzkir unglingar á vegum TÍM heimsótt Tékkó- slóvakíu, alls hafa farið 34 unglingar á aldrinum 12—16 ára, nú eru 9 íslenzk börn í ungherjabúðum suður í Bælieimi og munu þau vænt- anleg heim næst með Gull- fossi. Til þessarar lieim- sóknar tékknesku barn- anna liefur TÍM notið fyrir- greiðslu og styrks þeirra ís- lenzku stórkaupmanna, sem ekipta við Tékkóslóvakíu, annars hefði félaginu verið það um megn, sagði Björn- I þessum fyrsta hópi tékkneskra unglinga, sem hingað kemur, eru þrír pilt- ar og tvær stúlkur á aldr- inum 13—15 ára. Þeir dvelj- ast hér í þrjár vikur og fara á morgun í Landmannalaug- ar og eftir helgina norður á Akureyri og til Siglu- fjarðar, og að lokum munu þeir fara til Vestmannaeyja, svo að ekki verður annað sagt en þoir fái að sjá sig vel um á Íslandi. Fararstjórinn haitir Ric- hard Ornstein, maður á fertugsaldri, hann sagði okkur að mikið væri um elíkar gagnkvæmar heim- sóknir, og kæmu árlega um 600 unglingar til Tékkó- slóvakíu víðsvegarí'að úr heiminum og nú eru tékk- nesk börn á ferðalagi m.a. í Danmörku, Sviþjóð, Eng- landi og ýmsum löndum Austur-Evrópu. Til slíkra ferða eru valin þau börn sem standa sig vel í skól- anum og starfa vel í ung- herjahreyfingunni. Börnin hafa ekki farið er- lendis áður og ber því margt nýstárlegt. fyrir augu, en þau höfðu orð á því að þeim fyndist húsin hér undarlega marglit, og einnig vakti at- hygli þeirra að bílarnir aka „öfugu" megin á götunni, en þau hafa nú enn aðeins séð miðbæinn í Reykjavík og vafalaust á margt eftir að vekja meiri athygli þeirra hér. Ljósmyndari ÞjóðvDjans tók þessar myndir, sem hér fylgja, af börnunum og fararstjóra þeirra úti í garð- inum hjá Birni Þorsíeins- syni. Fjögur þeirra eni klædd búningi ungherja, en slúlkan sem tvídálka mynd- in er af er klædd slóvensk- um J jóðbúuingi. Stúlkan er 13 ára gömul og beitir Marta Sabolova. Bandaríkjamenn leggja fé í nýja Keflavíkurveginn I gærdag afhenti sendiherra Bandaríkjanna James K. Pen- field dr. Benjamín Eiríkssjmi, bankastjóra Framkvæmda- banka Islands ávísun að upp- J hæð 5 milljónir króna, sem er ’ fyrsta gr-iiðslan af 10 milljón I króna láni. sem nota ekal til að leggja nýja veginn milli Hafn- arfjarðar og Keflavíkur. Umrætt lán er andvirði seldra landbúnaðarafurða á ts- landi og á að notast sem fjár- hagsaðstoð við lagningu steypte vegar. Lagning þessa vegar hófst 25. nóvember 1960. Áætlað hef- ur verið að ljúka verkinu á 4 árum og að verkið muni kost.i 110—120 milijónir króna- Sýnt þykir að ekki verði byrjað að steypa á þessu ári. Veðurútlitið í dag er spáð að þykkna muni upp með sunnan átt á Suðvest- urlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.