Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 7
TTIR Laugardagur 22. júlí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eiqmana iklettur á ströndinni við yztu höf. Góður minnisvarði síbírskra útlaga. ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 153. J’áttur. 22. júlí 1961- Um framburð hraktir til Síberíu. Blaðamað- urinn Solntséf frá Tsjíta sagði mér að langafi sinn, — eða langalangafi, ég man ekki hvort var, hefði verið gerður útlægur fyrir að berja óðals- herra sinn, sem vildi neyða brúði hans til gamanstundar samkvæmt rétti hinnar fyrstu nætur. Hingað voru konur sendar fyrir „óskikkelsi" og bændur fyrir „uppivöðslu- semi“, pólverjar fyrir sjálf- stæðisbaráttu, rithöfundar fyrir bækur. Á tímabilinu 1807—1899 voru 864 þúsund manns sendir í útlegð til Sí- beríu. Trúarbrögð hröktu menn einnig til Siberíu. I héruðun- um kringum Bækalvatn sett- ist. á átjándu öld að fólk, sem kallaðist semeiskíe, eða fjölskyldumenn, og telja sumar heimildir þá hafa verið kjarna bænda á þeseum slóð- um. Þeir tilheyrðu fanatiskum sértrúarflokki, sem varð til á seinni hluta 17. aldar, þegar Níkón patríark hóf að sam- ræma messuhald, biblíutexta og helgimynidagerð rússnesku lcirkjunnar og hinnar grísku. Margir frægir klerkar risu gegn þvílíkri villu, sem þeir töldu óheyrilega móðgun við rússneskan kristindóm, og varð þessi guðfræðilega stjóm- arandstaða smám saman sam- einingartákn óánægðu fólki í landinu yfirleitt- Trúardeilur þessar voru mjög heitar. Fylgjendur gamallar trúar brenndu heldur sjálfa sig inni í kirkjum eínum ásamt öllu skylduliði en að krossa sig með þrem fingrum og halli- lúja upp á grísku, enda fór þetta fólk allt beina leið til himnaríkis. Ideólógisk bar- átta hefur jafnan verið harð- vítug í Rússlandi. Ekki fórust þó allir í reyk og eldi, margir leituðu út í skóga eða austur til fíralfjalla og Síberíu, með öðrum orðum eitthvert þang- að §em keisarinn og hin op- inbera kirkja náði ekki til þeirj-a. Fjölskyldumenn voru svo nefndir sakir þess að þeir bjuggu í stórum fjölskyidum, allir synir undir sama þaki undir járnaga föðurins. Þeir hafa fram til skamms tíma haldið fast í forna siði: gengu í heimaofnum klæðnaði með 18. aldar sniði, bjuggu nátt- úrubúskap án samskipta við annað fólk, viðurkenndu lengi vel hvorki skólahald né læknavísindi. Og þeir reyktu hvorki né drukku. Skorokho- dof, ungur sagnfræðingur frá írkútsk segir, að semeiskie hafi ekki viðurkennt stúlku hæfilegt konuefni fyrr en hún hafði alið barn, því þeim hafi verið það fyrir öllu að halda við jættinni. Bágt á ég samt með .að trúa því, að svo sann- helgir menn hafi ieyft sér svo praktískan og óguðlegan þenkimáta. Nú hafa fjölskyldumenn sogast inn í hringiðu tuttug- ustu aldar eins og aðrir af- skekktir mannflokkar á jörð- unni, Dekabrisfar Frægust varð Síbería samt fvrir það, að þangað sendi einveldið marga ágætustu syni Rússlands, sem höfðu á einn eða annan hátt risið gegn þvi stjórnarfari sem þá var hvað verst í Evrópu. Dekabristar voru hópur ungra aðalsmanna, sem í >ies- ember árið. 1825 gerðu upp- Teisn gegn keisaranum. Upp- reisnin mistókst, fimm helztu forystumennimir voru hengd- ir hinir dæmdir í þrælkun og útlegð. Ég hef lesið endurminning- ar Maríu Volkonskaja, konu Sergei Volkonskís greifa, en hann var ásamt. allmörgum dekabristum öðrum sendur í blýnámurnar í Balgodatsk, og síðar fluttur til Tsjíta, sem þá var smáþorp- María var ung kona, nýgift, og vissi ekkert um stjórnmálastarf- semi manns síns áður hann var handtekinn. En þegar dómur féll brást hún vel við og drengilega, yfirgaf ætt og óðal, tónlist 'og munað og hélt á eftir manni sínum til Aust- ur-Siberíu. Slíkt hið sama gerðu margar eiginkonur aðr- ar; einnig segir María frá ungri franskri stúlku, sem eftir mikla baráttu fékk leyfi keisarans til að fara til Sí- beríu að giftast unnusta sín- um, dekabristanum Annenkof. Voru hlekkirnir teknir af brúðgumanum meðan hann var leiddur í kirkju. Þessar ungu aðalskonur dæmdu sjálfar sig ekki aðeins til skemmtanaskorts, gólf- þvotta og annara óvenjulegra erfiðleika. Þegar þær báðu um fararleyfi fengu þær opin- bera viðvörun þess efnis, að í Síberíu yrðu þær umkringi- ar glæpalýð „spilltasta rusl- aralýð heimsins“, og gætu staðaryfirvöldin enga ábj'rgð tekið á örvggi þeirra. Auk þess yrðu börn, fædd j út- legðinni, ófrjáls. Ög i nokkur ár myndu þær ekki fá að sjá menn sina nema endrum og eins. Minningar greifafrúar- innar ungu eru sérstaklega aðlaðandi ekki sízt vegna þess hve æðrulaust, blátt áfram og skynsamlega hún segir frá þeim ósköpum, sem yfir hana dimdu kornunga. . Þetta var erfitt Iíf, eigin- mennirnir voru framan af ó- frjálsir með öllu, sáiu annað- hvort, í hlekkjum eða unnu í námum. Sitthvað varð kon- unum þó til siðferðilegs stuðn- ings. Glæpamennimir, — „spilltasti ruslaralýður heims- ins“, sem iþær höfðu verið varaðar við, reyndust hinir vinsamlegustu; auðvitað höt- uðu þeir aðalsmenn, en þeir gátu borið virðingu fyrir þeim aðalsmönnum, eem vildu steypt keisaranum. María kynntist ræningjanum Orlof, sem aldrei rændi fátæka menn, heldur aðeins kaup- menn og embættismenn, sem hann og húðstrýkti gjarnan sér til skemmtunar. Orlof stofnaði kór glæpamanna, og styttu þeir sér veírarstundir með vemóðugri sönglist. Að lokum etrauk hann úr fanga- vist ásamt nokkrum öðrum og höfðust þeir við í fjöllum skammt frá Blagidatsk. Vet- ur fór í hönil, og bað Orlof Mariu Volkonskaja hjálpar, lét hún hann hafa penginga fyrir fatnaði og vistum- En í stað þess að safna birgðum efndi Orlof af síbírskum ofsa sálarinnar til stórrar drykkiu. í Síberíu eru miklar f jarlægð- ir og eftir því slórar dímen- sjónir í sálinni. En drykkjan endaði á þann veg, að félagar Orlofs voru handteknir, en sjálfur slapp hann með naum- indum „upp um reykháfinn". Fangarnir voru húðstrýktir rækilega til sagna um það hver hefði gefið þeim fé, en Um íelenzkan framburð hef- ur alloft verið rætt hér. Ég man þó ekki til að nokkurn tíma hafi verið minnzt. á einn þátt hans sem ekki er livað sízt merkilegur, en það eru breytingar einstakra orða eft- ir stöðu þeirra í setningu. Þeir sem kynnzt hafa róm- örjskum mjálum þekkjaj a!ð ýmis smáorð, svo sem for- setningar, falla stundum sam- an við aðalorðið, einkum ef það hefst á sérhljóði. Svipuð fyrirbæri gerast í íslenzku, þegar tvö eða fleiri orð falla saman í framburði, og má til dæmis nefna sum snögg og stuttaraleg svör. Ég hygg þetta sé nokkuð mismunandi eftir landshlutum og Norð- lendingar hneigist minna til þess en Sunnlendingar. Þetta er þó órannsakað mál, og hef- ur því lítt eða ekki verið sinnt. Ýkt dæmi um slíkan sam- runa crða í framburði er*það þegar einhver verður fyrir áreitni og svarar snöggt: Vertu ekki að þessu. Sumir þykjast þá heyra aðeins tvö atkvæði: Gjassu, og má það stundum rétt vera. Gj er þá síðari hluti orðsins „ekki“, a- ið er úr ,,að“ og essu úr „þessu“. En ekki er slíkur samruni almenn regla sem betur fer. Almenn regla er það aftur á móti þegar áherzlulaust sér- hlióð í enda orðs hverfur saman við eftirfarandi orð, ef það hefst á sérhljóði eða h + sérhljóði. Orðasamband eins og „ég færi hann“ er því venjulega borið fram „ég fær‘ ’ann“. Við segjum einnig venjulega „omd‘ (eða komd‘) inn“ fremur en „komdu inn“ í s'íkum framburði eru per- sónufornöfn venjulega á- herlzulaus og rýrna því að þessu leyti. Sama er um önn- ur áherzlulaus orð, en sam- kvæmt eðli orðflokka hvílir á þeim misþung áherzla í setn- ingu meiri á nafnorðum og sagnorðum en försetningum eða samtengingum, svo að nefnd séu dæmi. Ekki verða sérhljóð í end- ingum ein fyrir þessu brott- falli sökum áherzluleysis í setningu. Þegar hefur verið „ruslaralýðurinn" þagði sem fastast, enda hefði María ver- ið hrakin frá manni sínum ef upp hefði komizt. Það er eitt- hvað heillandi við þessi sam- skipti æskuvinkonu þjóð- skáldsins Púsjkíns og sí- bírskra stigamanna. Utlegðarsaga dekabrista er löng og verður ekki rakin hér öll. Ekki getum við held- ur numið staðar við aðra fræga útlaga, eins og t.d. rit- höfundinn og etjórnmála- maxuiinn Tsjérnisjévskí: hann sat í verstu borg heimsins getið um ð í orðinu „að“, en einnig er næsta algengt ac> fornafnið „það“ sé borió fram „þa“. Á undan sérhljóði verður þetta brottfall þó síður. Ð-i5 í forsetninguimi „við“ héyrist t. d. miklu fremur í samband- inu „við Engey“ en „við Við- ey“. 1 mörgum slíkum dæm- um getur tæpast talizt eðlileg- ur framburður að láta á- herzlulaust orð heyrast jafn- ekýrt og áherzluorð. Þróun þessi er ekki neitt ný í íslenzku, því að hún olli því á sínum tíma að fornafn 2. persónu (þú) féll saman við undanfarandi sagnorð, og’ því segjum við nú „segirðu'* en ekki „segir þú“, „gefðu‘* en ekki „gef þú“, nema sér- stök áherzla sé á fornafninu, því að þá heyrist það vel. ‘Hitt er aftur síðari tíma. ]:róun, þegar liljóð hverfa úr ýmsum öðrum orðum, eins og" al’oft má heyra t. d. í reyk- vískum framburði. Ýmsir hafa- veitt því athygli að orði5 „maður“ verður oft í ávarpi reykvískra unglinga nánast „mar“, með löngu a-i- Stund- um má þó í því orði heyra einhvers konar tvílrijóð, ein» og raunar oftar þegar a er langt í nútímaíslenzku. Fleiri orð eru þessu háð, svo sem samtengingamar ,,þegar“ og" ,,meðan‘‘, en ð og g í þeimi hættir verulega til að hverfas. með öllu, jafnvel hjá þeim sem yfirleitt eru skýrmæltir að öðru leyti. Ýmislegt af því sem hér hefur verið drepið á er mis- munariii eftir einstaklingum og mállýzkum, að því er ég* hygg; að minnsta kosti heF ég heyrt sumt af því aðeina í Reykjavik. En kerfisbunönar rannsóknir skortir á þessu, og gætu þær orðið býsna. fróðlegar og gefið góðar bendingar um það hvert. stefnir með þróun íslenzks: talmáls nú á dögum. Mig“ grunar að slappmæli á beréf við þetta síðasta atriði (brott- fall í orðum eins og þegar og meðan, jafnvel álierzlumeiri, orðum) eigi eftir að verða síðari kynslóðum erfitt við- ureignar, ef ekki er unniS gegn því í tæka tíð. Viljúísk, og til að ganga ekk* af vitinu í einverunni skrif- aði hann fjölda greina og- bóka, sem hann brennui jafn- óðum, því hann hafði ekkert. samband við umheiminn. Og: ekki mun ég heldur segja frá- útlegðarárum Lenins og ann- arra marxista. Einu sinni var enginn veg- ur, hér hafa tærðir menn og bleikar konur reikað torfærar móagötur, segir Stefán Höi'ð- ur. Ég vildi aðeins minna á. það, að Síbería er land mikillat örlaga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.