Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 4
— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. júlí 1961--- ■ RÚSSUM FANNST EÐLILEGRA Einn þremenninganna í sovézku sendinefndiani sem hér hefui’ dvalizt undanfaiið er rithöfundurinni Antanas Venclova frá Lithá, eða Lit- haugalandi eins og íslending- ar hafa stundum kallað það. Þetta land er syðst af Eystra- saltslöndunum svo nefndu og er nú eitt af sovétlýðveldun- um. Þjóðin sem þar hefur búið um aldaraðir talar eitt merkilegasta tungumál Evr- ■ ópu, litháisku, en marg'r merkir fræðimenn á indóevr- ópsk málvísindi hafa lagt stund á hana til að öðlast ■ betri skilning á forsögu þeirra málu Allt þetta höfum við lslend:ngar einnig talið okkar móðurmáli til gildis. Það er því með uokkurri forvitni að við leitum til rithöfundarins og biðjum hann um stutt v'ð- tal. Aróanas Venclova er maður i stór vexti og gjörvilegur á velli, hvitur fyiir hæium. Hann er hæglátur í fasi og býður af sér góðr.n þokka. Við víkjum fyrst talinu að menningu og tungu Litháa. — Fyista bókin á Jithá- isku var prentuð í Könvgs- berg 'í Prússlandi árið 1547 (sem sé sjö árum eftir að fyrsta varðveitta bókin var prentuð á íslenzku). Það var barnalærdómskver og mun vera ein: fágætasta bók í heimi. Eitt eintak var til i békasafni í L:thá, en það eýðilagðist í stríðinu og töldu menn að þar hefði farið síð- asta eintakið sem til væri. En þá kom í Ijós að annað eintak var til í bókasa.fni í Odessu austur v'ð Svarta- haf. Riissum fannst eðlilegra að L'tliáar geymdu sjálfir þennan þjcðardýrgrip og sendu harn því til safnsins í Vilnius. 1 söfnum í Rússlandi voru miklu fleiri dýrmætar bækur og handrit sem borizt höfðu þrngað fiá L:thá á timum keisaiastjórnarinnar. AJIt slíkt hafa Rússar nú sent til Lithár, þar sem það er varðveitt sem þjóðardýr- gripir. — Þetta era ekki ófróðleg- ar upplýsingar fyrir Islend- inga sem standa 'í ströngu við að ná til sín ísler.elkum hand- r:tum úr vörzlu Dana. En hve gömul eru elztu handrit á litháisku ? — Elztu litháisk handrit eru ekki ritu'ð á litháisku, b<i>!dur á fornrússnesku eða lat:nu. — Hversu er há.ttið ke’inslu í litháiskum bók- me.’mtum og móðurmálinu i skólum ykkar? — Það er nokkuð m'smiin- andi eftir skólum og aldurs- stigi nemerda. Almennt er að á skyldunámsstiginu séu ætl- aðir 4—5 tímar á viku til kennsJu í litháisku og bók- menntalesturs. — Eiga nút'ímamenn erfitt • með að lesa elztu litháisku texta sem varðveittir eru? — Nútíma-Litháíir geta les:ð elztu textana, frá 16. ^ •• öld. með erfiðismunum og ' þurfa nokkurra skýringa til ’ að n.ióta þeirra til fulls. J — Er lettneska ekki lík £ íitháisku? — Það eru v'tanlega skyld mál, en lett"oska er einfald- ari, hefur færri beygingar og hsfur týnt ýmsum myndum frummálsins. Litháiska er mjög auðug að samheitum ýmiss konar. T.d. ber stork- uiinn a.m.k. 4—6 algeng nöfn. Sögnin að ganga er þýdd með mörgum mismun- andi orðum, eft:r því hvernig göngulagið er 1 stuttu máli má segja að oiðaforði máls- irn sé mjög fjölbreytilegur og mikill, og orðtök þess margvísleg. Þá hefur lithá- iska það' einkenni sem setur mjög fornlegan svip á hana, að áherzla er færanleg, get- ur t.d. ver'ð á fyrsta atkvæði í ncíhifalli eintölu, en á end- idgu í nefnifalli fleirtölu. Sama fyrirbæri er i rússnesku. — Og Venclova telur upp fjölda dæma um þetta. — Orðabókarstörf ? __ Stór Jitháisk orðabók, v'isindaleg með tilv'trunum í bókmenntir, orðasambönd og svo framvegis, er í samn- ingu. Lietuvas kalbos zodynas heitir bókin. Ut eru komm fimm bindi. Fyrsta b'ndi kom út um 1940, þá stöðvaðist verkið, en hefur svo haldið áfram eftir strið. Allt mun verkið ef til vill ver'öa um 12 bindi. Lithá'ska akademi- an stendur fyiir verkinu und- ir forystu prófessors K. Koz- sakas í Viln'us. Þá he.fur verið gefið út ágrip þessarar oiðabókar, minni oiðabók í e:nu bindi. Og í undirbúningi er stór litháisk málfræði í þrem-fjórum bindum, sögu- leg. — Hvernig eru ný hugtök og nýir hlutir nefndir á lit- háis'ku, með tökuorðum eða litháiskum nýyrðum? — Báðar aðferðirnar eru notaðar. Mjög oft eru tek'n alþjóðleg orð, svo sem tele- fon, radio, telavision, og samhæfð litháisku máli, sett á þau endingar og svo fram- vegis; það er oft hentugri að- ferð en stöðug nýyrðasmíð, Oft eru þó einnig mynduð nýyrði af allithá'skum stofni. Sérstök nefnd á vegum lit- háisku málfræðistofnunarinn- ar vinrnr að slíku í sam- vinnu við sérfræðinga í hverri grein. Við spyrjum Venclova um helztu atv:nnuvegi Litháa, mannfjölda og því um líkt. — í landinu búa nær 3 milljónir manna, flestir Lit- háar, en einrég noltkrir Rúss- ar og Pólverjar, mjög fáir af öðrum þjóðum. Hálf millj- ón manna dó í stríðinu, féll eða lézt 'i fangabúðum. Meg- inhluti þjóðarinnar hefur frá fornu fari stundað landbúnað, en nú eftir stnð hefui' iðn- aður stórlega auk'zt. Við er- um nú tekrír að framleiða vefnaðarvöru, sement, raf- magnstæki alls konar, raf- eindatæki. útvarpstæki, sk:p o.s.frv. Einnig hafa fiskveið- ar aukizt mjög, og litháisk fiskiskip hafa jafnvel hald:ð til veiða út á Atlanzhaf hin síðari ár. Aldrei hefur verið byggt svo mikið í Lithá sem nú. Landið er flatt og því eng:r fossar til að virkja, en fljót eru samt virkjuð til raf- orkuframleiðslu. Stærst fljót- anna er Niemunas,.sem Rúss- ar refna Nemen. Við spyrjum rithöfundinn um bækur hans. Það kemur i ljós að hann hefur alls ritað um 50 bækur, stórar og smá- ar, um hin margvíslegustu efni, bændalíf, sti'iðið, stúd- entalíf, o.s.frv. En látum hann sjálfan tala: — Fyrsta bók mín kom út 1926, ljóðasafn, en síðasta bckin 1950. Það er saga um stofnun sovéaks lýðveldis i L:thá árið 1940. Hún er nú komin út í 2. útgáfu. Alls he,f- ur hún því komlð út 'i 30 þús. eintökum, því að venjulegt upplag bóka er 15 þús., nema ljóða um 8—10 þús. Þessi bók hefur komið út í rúss- neskri þýðingu og á fleiri málum. Eg vinn nú að bók nm Lithá í stríði, hersetu Hitlersherja og starfsemi skæraliða. 1 Rauða hernum var þá lítháisk herdeild. Þar var ég með sem blaðamaður og hef því séð sitt af hverju. — Nám og önnur störí? — Eg stundaði bókmennta- sögu við háskólar.m i Kaun- as og lauk prófi í þeirri grein. Nú hefur háskólinn verið fluttur til Vilnius. — Auk áður talinna starfa hef ég fengizt vi'ð bókmenntugagn- rýni og þýðingar, hef meðal annars þýtt allmikið eftir Púsjkín. : — tJtgáfustarfsemi í Lit- há? — I lýðveldinu eru fjögur ríkisforlög, eitt sem gefur út fagrar bókmenrf'r, annað fyr- ir pólitísk og félagsfræðileg rit, eitt fyrir kennslubækur og loks eitt fyrir visindarit. Auk þess gefa verkaiýðsfélög út ýmis rit um sérmál sín, félagsmál og fleira. R:thöfundurinn sýnir okk» ur dæmi um ýmsa orðstofna. ‘i litháisku sem við þekkjum úr öðrum málum. Nokkur tökuorð hafa þeir innbyrt I móðunnál sitt úr grannmál- unum, meðal annars orðið komngur. Það hélt upphaf- lega þeirri merkingu, en nú nota þeir það um presta sína og kalla þá kúnigas. — Ef menn koma t:l landsins og eru nægilega vel að sér í hljcðvcrpslcgmálum norrænna mála, geta þeir átta'ð sig á því að alús er sama orðið og öl, enda er merkingin hin sama. — Annars er tilgangs- laust að ætla sér að prenta neitt sýnishorn um litliáisku í íslenzkri prentsm'ðju; til þes3 skortir letur, því að eitt helzta. einkenni hennar á papp'ir eru margs kyns merki yfir stöfum, einnig lykkjur niður úr a, e, i, u, og svo framvegis. Fræðibækur segja að í b'tháisku séu föllin sjö, þessi fjögur sem við þekkjum úr íslenzku, og auk þeirra staðarfall. ávarpsfal.1 og tæk- isfall. Hún hefur þvi að voni- um allsterkt aðdiáttarafl á málfræðinga, en líklega verð- ur bið á því að unnt verði a'ð leggja stund á hana hérlendis. Antanas Venclova. Skattskrá Haínarfjarðar áriS 1961 fyrir einstaklinga og félög, svo og skrár yfir slysatryggingagjöld og gjöld til at- ! vinnuleysistryggingasjóðs liggja frammi í Skattstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, á venjulegum skrifstofutíma frá 21. júlí til 3. ágúst 1961 að báðum dögum með- töldum. Kærur þurfa að berast skattstof- unni eigi síðar en 3. ág. n.k. Skattstjórinn í Hafnarfirði, 21. júlí 1961 j Eiríkur Pálsson M.S, Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 5 síðdegis í dag til Leith og Kaupmannahafnar, farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 3.30. H.f. Eimskipafélag íslands. j að LITHÍAR (jeymdu sjáliir sína ÞJÓBARDYRGIPRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.