Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1961, Blaðsíða 10
si — ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUNDIN — (3 SEPPI OG KISA Framhald af 1. síðu. Ijeim. Og einn góðan veðurdag sáu þau. að góifið hiá þeim var skelfing óhreint. '..Heyrðu, seppí“ — segir kisa. ..aólfið hérna er orðið dálítið skítugt“. ,.Mér sýnist það líka vera orðið meira en lít- ið' skítugt“, segir seppi. ,.siáðu hvað loppurnar á mér eru orðnar óhreinar af þessu skítuga góll'i“. „Aldeilis makskítugar“, sagði kisa, „uss, þetta er til skammar. Við verðum að þvo gólfið. Ekki er gólfið hjá fólkinu svona skítugt. Það þvær stund- um hjá sér“. „Allt í Iagi“, svaraði seppi, „en hvernig eig- um við að fara að því?“ „Það er ekki nokkur vandi.“ sagði kisa, „farðu og sæktu vatn, og ég skal sjá um hitt“. Seppi íór að sækia vatn í pott og kisa dró sápustykki upp úr kistlinum sínum og lagði það á borðið. Svo skrapp hún inn i búr þar sem hún hefur iíklega átt reykt músar- læri. Þá kemur seppi með vatnið og sér eitt- hvað liggja á borðinu. Hann vafði utan af þvi. það var fallega bleikt á litinn. „Aha, þetta er eitthvert góðgæti“, segir seppi við sjálfan sig, og græðgin var svo mikil. að hann stakk því upp í sig í heilu lagi og fór að tyggja. '1 “I „ ■ , ■ ■ r Y :***> 'v •» n» v “ ~ + v #■ *' * r* >*■*«» _ , Henni þykir gaman að bókinni Sigrún Kristjánsdóttir, sem var svo heppin að fá verðlaunabókira í síðustu viku, skrifar okkur bréf og sendir fallega mynd með. Ilér er hvoru tveggja: Kæra Cskastund! Ég þakka þér fyrir bókina og allar skemmtilegu sögurnar, sem þú birtir. Mér þykir gaman að bókinrá. Ég teiknaði þessa mynd sem ég sendi með þessu bréfi. Sigrún, 7 ára. En einhvern veginn líkaði honum ekki bragð- ið. Og þegar kisa kom fram úr búrinu heyrði hún að seppi var að skyrpa ósköp eymdar- lega. Hú« lítur á hann og sér að munnurinn á honum er fullur af froðu og tárin renna úr augun- um. „Gvöð!“ hrópaði kisa upp yfir sig, „hvað hefur komið fyrir þig, seppi? Þú hlýtur að vera lasinn. Það rennur froða úr munnvikjunum á þér. Hvað gengur eiginlega að þér?“ — „Ja,“ segir seppi, „ég fann eitthvað hérna á borðinu og hélt það væri ostur eða þá eitthvert sælgæti; svo ég át það. En það er ægi- lega vont á bragðið og freyðir uppi í manni“. „ótfalegur fáráðlingur geturðu verið“, sagði kisa og var reið. „Þetta var reyndar sápa. Og sápa er til að þvo með en ekki til að éta“. „Nújá“, sagði seppi, „þessvegna er hún svona vond á bragðið. Æ. æ. mér er illt, mér er illt!!“ „Drekktu mikið vatn“, ráðlagði kisa, „þá batnar Framhald á 3. s'ðu. SEPPI OG KISA Framhald af 2. siðu. þér“. Seppi þambaði þangað til hann var búinn með allt vatnið úr fötunni. Þá leið honum betur en það kom enn meiri froða. Hann þurrkaði sér um trýnið á grasinu og svo varð hann að fara að sækia meira vatn þv: hann var búinn með allt vatnið þeirra. Kisa átti sér eina krónu og fór að kaupa nýja sápu. ■ „Ég skal ekki éta þessa“. sagði sepoi þeg- a>- hún kom með nýiu sápuna. „en hvernig eig- um við að fara að fyrst við höfum engan skrúbb?“ „Ég er búin að hugsa fvrir því“, segir kisa, „hárið á þér er eins og skrúbbur svo við getum skúrað gólfið með þér“. „Allt í Iagi“, sagði seppi og kisa tók sápuna og vatnsfötuna, kraup niður. tók seppa og' skrúbbaði með hanum allt gólfið. Á eftir var gólfið rennblautt og ekk- ert sérlega hreint held- ur. „Við ættum að fara yfir það með einhveriu þurru“, sagði kisa. „Ég veit“, sagði s'eppi, ,.ég er orðinn hundblautur en þú ert þurr og hárið á þér er mjúkt og fallest eins og splunkunýtt handklæði“. Hann tók svo kisu og þurrkaði með henni allt gólfið. Nú var gólfið hvitskúrað og þurrt en seppi og kisa holdvot og afskaplega ó- hrein eftir að þáfa þveg- ið gólfið hvort með öðru rétt eins og seppi væri kústur en kisa tuska. „Skelfing er að sjá okk- ur", sögðu þau þégar þau litu hvort á annað. Nú er gólfið okkar hreint en við skitug. Við getum ekki látið nokkurn mann sjá okkur svona. Það yrði hlegið að. okkur. Við verðum að þvo okkur.“ „Við skulum þvo okk- ur eins og þvott". sagði. seppi, ,.þú kisa, skalt þvó mig og þegar ég er orð- inn hreinn þvæ ég þig“- — ,,Já. já“, sagði kisa. Þau sóttu hreint vatn í bala og' . létu í hann þvottabretti. Seppi skreið upp í balann og kisa tók: Framhald á 4. síðu. Austurlenzk mær Va’.dís Magnúsdóttir, 11 ára, Reykjavík, tciknaði þessa austurlenzku dís. Reyndar teiknaði Valdís tvær fegurðardísir og- gróskumikið pálmatré í bak- sýn, en það tókst svo illa til, þegar við fóruni að búa myndina undir prentun, að stór blekdropi datt ofan á aðra dömuna. Við biðjum Valdísi afsökun- ar á þessu slysi. Okkur þætti gaman að fá fleiri myndir frá henni. 10) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. júlí 1961 Lausúskoldum bændc breytt Framhald af 3. síðu. 5. gr. heimildir til að breytingin geti farið fram og náð tilgangi sín- um. Vegna þessa gef ég út bráða- birgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Veðdeild Búnaðarbanka ís- lands er heimilt að gefa út nýj- an flokk bankavaxtabréía. Bankavaxtabréf þessi skulu eingöngu notuð til þess að breyta í föst lán lausaskuldum bænda, „sem hafa ekki fengið nægileg lán til hæfilegs t'ma til framkvæmda, sem beir hafa ráð- izt í á jörðum sínum á árunum 1956'—1960, að báðum árunum meðtöldum. 2. gr. Lán samkvæmt lögum þessum skulu aðeins veitt gegn veði i fasteignum bænda, ásamt mannvirkjum, sem á jörðinni eru. Lánstími skal vera allt að 20 ár. Vaxtakjör skulu ákveðin af stjórn veðdeildarinnar, að höfðu samráði við ráðherra. 3. gr. Lán samkvæmt lögum þessum, að viðbættum veðskuldum þeim. sem hv'ia á fvrri veðréttum, skal ekki nema hærri fjárhæð en 70% af matsverði veðsins. 4. gr. Ákvæði 16. gr. 3. mgr laga nr. 115, 7. nóvember 1941, tekur ekki til bankavaxtabréfa, sem út eru gefin samkvæmt lögum þessum. Að því leyti, sem ekki brýtur í bága við ákvæði laga þessara, gilda ákvæði III. kafla laga nr. 115, 7. nóvember 1941, um lánveitingar samkvæmt lög- um þessum. 6. gr. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna, svo og um frekari skil- yrði fyrir lánveitingum, ef þurfa þykir. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi“. íþróttir i Framhald af 9. eíðu. j Þrístökk: Vilhjálmur Einars- ! son 15,44 400 m hl.: Grétar Þor- steinsson Á 50,6 1500 m hl.: Kristleifur Guð- björnsson KR. 4.00,6 Sleggjukast: Þórður S'gurðs- son KR 50,32 og er það í 10. sinn í röð, sem hann verður íslandsmeistaii í þessari grein. Opnar málverka- sýningu í dag í Bogasalnum í dag kl. 2 e.h. verður opn- uð í Bogasál Þjóðminjasafns- ins sýning á málverkum eftir Sigurð Krisljánsson, 64 ár.a gamlan Reykvíking, er ekki hefur áður haldið málverka- sýningu. Sigurður er fæddur að Miðhúsum í Garði en flulti ungur til Reykjavíkur. 21 árs gamall fór hann til Kaup- mannahafnar 1il náms í teikn- ingu og húsgagnasmíð. Vann hann 7 ár í iðn sinni í Dan- mörku og Svíþjóð og var fjög- ur ár í siglingum víða um heim. Eftir að heim kom vann hann á smíðavinnuslofu Reykjavíkurbæjar mörg ár en stofnaði fyrir nokkrum árum eigin verkstæði, þar sem hann hefur unnið að listmunavið- gerðum og að því að mála myndir. á sýningu Sigurðar eru 61 málverk. Sýningin verð- ur opin daglega kl. 2—10 fram lil 30. þ.m. í ifJiitiiiiigsverð fyrir skreiS annarra landa en Afríku, t.d. ítaliu, og þar hefur fengizt betra verð fyrir hana en áður hefur verið getið, enda þá gerðar sérstaklega strangar kröfur um alla verkun og með- ferð vörunnar. Hins vegar hefur aðalmarkað- ur Norðmanna eins og íslend- inga verið í Afríku, nánar til- tekið í Nígeríu, fjölmennasta landinu í Vestur-Afr.'ku. For- stjóri norska skreiðarsamlagsins segir nú, að Norðmenn hafi átt erfitt uppdráttar á þessum markaði vegn.a „mjög harðvit- ugrar verðsamkeppni af liálfu Islendinga“, eins og hann kemst að orði. íslendingar hafa í raun- irni bolað okkur út úr Nígeríu undanfarið“, bætir hann við, en vonast þó til að úr rakni veg'na lítils framboðs héðan í ár. Af orðum hans verður ekki annað ráðið en þeir sem ráða útflutningi íslenzku skreiðarinn- ar hafi af ráðnurh hug þrýst nið- ur verðinu með undirboðúm og kemur það reyndar heim við þá staðreynd sem áður var nefnd, að útflutningsverð íslenzku skreiðarinnar er stórum „lægra en þeirrar norsku. íslenzkir fiskimenn og skreið- arframteiðendur eiga kröfu á vitneskju um hvcrnig þessum málum er háttað, cnda er hér aðeins um að ræða eitl dæmi af mörgum um að þeir fái miklu lægra verð fyrir afla sinn enj starfsbræður þeirra í Noregi. Stríðið í Tunis Framh. af 5. síðu a]Is ekki látið undan. bæði vegna þess að það myndi veikja aðstöðu hans í samningunum við Serki sem nú eru aftur hafnir við Evian, og hins að undan- sláttur af hans hálfu gæti haft í för með sér að flotinn risi upp gegn honum. Viðræður við Bandaríkjastjórn Sendiherra Túnis í Washing- ton, Habib Bourguiba yngri, sendi formanni Öryggisráðs SÞ í gær brcf þar sem hann segir að Túnisbúar eigi enga sök á þeim mannvígum sem nú eigi sér stað við Bizerte, þeir verji aðeins hendur sínar. Bourguiba sendiherra ræddi einnig í tæpa klukkustund við bandaríska utanr'kisráðherrann, Dean Rusk. Að loknum þeim viðræðum vildi hann ekkert um það segja hverja afstöðu Banda- ríkin myndu taka á fundi Ör- yggisráðsins um Bizerte-málið. „Aðstoð hvaðan sem liún kemur“ Þegar aðalfulltrúi Túnis hjá SÞ, Mongi Slim, kom til New York á miðnætti s.l. sagði hann við fréttamenn að Túnisbúar myndu þiggja alla þá aðstoð sem þeim byðist , hvaðan svo sem hún kæmi. Þegar hann var beinlínis að því spurður hvort þetta ætti einnig við um aðstoð af hálfu Sovétríkjanna, svaraði Slim þvi játandi, en bætti við að Túnis myndi fyrst leita að- stoðar hjá beztu vinum sínum. Hann vildi þó ekki láta uppi um hverja hann áliti beztu vini lands síns. Málverkasýning Sigurðar Kristjánssonar verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasaínsins kl. 2 í dag. Sýningin verður opin daglega írá kl.-2 — 10 e.h. til 30. júlí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.